Þjóðviljinn - 18.04.1978, Síða 7

Þjóðviljinn - 18.04.1978, Síða 7
Þribjudagur 18. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 J, Það er ekki hægt að fara fram á að launafólk og bændur herði sultarólina um eitt gat þegar ráðherrar víkka ólina út um tvö á sama tíma N;a II Markusson Stjórnmál og bod- skapur kirkjunnar Freistarinn hefur náb svo miklum tökum á stjórnvöldum okkar abmig hryllir viö. Sá siö- ur sem er viöhaföur þegar þing- menn hefja störf ár hvert, að fara i kirkju og hlýba á boöskap frelsarans, virðist litinn árang- ur bera, og má fullyröa aö talaö sé fyrir daufum eyrum, og jafn- vel aö boöskapurinn fari inn um annaö eyrað og út um hitt, eöa aö bæöi eyrun séu lokuö, fyrir slikum boðskap. 1 öðru tilfelli má vitna i ræöur presta sem ég hef hlustaö á bæði i kirkju og út- varpi. Þeir tala i samhengi um guö almáttugan og hinn hrjáða styrjaldarheim. Þeir tala um veröbólgu og annan efnahags- vanda á tsiandi. Siöan tilnefna prestarnir dæmisögur ýmsar úr sögu Jesú Krists. Þvi spyr ég sjálfan mig og aðra: Erhægt aö hagnýta i þjóðmálum dæmisög- ur Jesú Krists? Ég vil svara þvi játandi. Ég tel aö sumt af því sem komið hefur fram undanfariö samrýmist illa þvi hugarfari sem lýsir sér i dæmisögum Bibliunnar, og skal ég taka eitt dæmi, en mörg dæmi væri hægt aö tilfæra. t þættinum „Um daginn og veginn”. Flutti full- oröinn heiöursbóndi á Hval- fjaröarströnd ágætt erindi. Getur hann þess aö gefnu tilefni að þegar rétt er fram fórnfús hönd eins og stéttarsamband bænda geröi, þá er þvi svaraö með gengisfellingarlöðrung (góðverki er launaö meö ill- verki). Viröist mér þvi ofureöli- legt að launastéttir svari um hæl meö hörku eftir aö hafa skaffaö rikisstjórninni góöan starfsfrið samfleytt i þrjú ár og jafnframt þolaö kaupmáttar- skerðingu. Siöastlibiö vor (1977) var fariö fram á lagfæringu launa og aö kaupmáttur yröi sá sami og 1974. En rikisstjórnin var ekki tilbúin til þess, og varö þvi aö heyja margra vikna verkfall til þess að fá sanngjarna leiörétt- ingu. Sú framkvæmd rikisstjórnar- innar aö hiröa þessa lagfæringu aftur meö lögum, er þaö illt verk aö ekki er von á að þvi sé svarað nema meö illu. Skerðing kaupmáttar i mesta góöæri sem komib hefur og sá timi, sem rikisstjórnin fékk friö til aö vinna sin illvirki, hefði átt aö vera ndgur þannig aö ekki þyrfti aö gripa til svokallaöra neyðar- ráöstafana. Við skulum, „háttvirtir ráö- herrar” viröa fyrir okkur þaö mikla bænastarfsem kirkjupre- dikarar okkar og Kristspostular á jöröu framkvæma i öllum kirkjum landsins. Þar biöja þeir af heilum hug fyrir forseta og rikisstjórn, að starf þeirra megi verða til blessunar og aö ekki leiði annaö en gott af sér. Þetta virðist einnig litla eftirtekt vekja. Þaö er ekki hægt að pre- dika yfir lýönum og fá áheyrn nema gengiö sé á undan meö góðufordæmi. Þaö er ekki hægt aö fara fram á aö launafólk og bændur heröi sultarólina um eitt gat þegar ráöherrar vikka ólina út um tvö á sama tima. Það samrýmist á engan hátt heil- brigöri skynsemi aö ráðherrar séu með kaup og frlðindi upp á miljón á mánuði, en ráöist svo á hundrað þúsund króna mán- aðarlaun og lækki þau. Þetta er lélegt siögæöi og ódrengileg framganga i samskiptum viö ; þann minni máttar ((„Elska skaltu náungan eins og sjálfan þig”). Snúiönúvið blaðinu og bjarg- ibþeim hörmungum sem fram- undan eru meö þvi aö afnema þessióheilla lög oglækkiö þess i staö launin á þeim sem hafa 400.000kr. á mánuöi og þar fyrir ofan, þaö væri sannkölluö launajöfnunarstefna. Ihugiö þetta. Veriö meb frels- aranum i skutnum viö stýriö á þjóðarskútunni, það er það sem vantar til þess að vel fari, hún er aö sökkva. Kirkjuboðskapurinn er boöaö- ur lágum sem háum og hvaba stjórnmálaflokki sem er i rikis- stjórn, hann metur menn ekki eftir tign, embættum eöa póli- tik. Afnemið allan mismun. Kjörorðiö er: Enginn auökýf- ingur, enginn braskari, enginn Lasarus, Þjóðartekjurnar fyrir alia þjóðina. NjállMarkússon, bóndi Vestri-Leirárgöröum Leirársveit, Borgarf. Rádstefna Kvenréttindafélagsins um „Verkmenntun — Jafnrétti” NÁMS- OG STARFSVAL KVENNA ER EINHÆFT en jöfn aöstaöa karla og kvenna til náms er samfélagslegt markmiö, sem keppa ber aö Nú eru fáanlegar möppur undir Takmark, lltib fréttablaö Krabba- meinsfélaganna um heiibrigöismál. Krabbameinsfélag Reykjavíkur Öflugt frædslustarf frá aðalfundi félagsins Laugardaginn 8. apríl s.l. gekkst Kvenréttindafélag tslands fyrir ráöstefnu um „Verkmennt- un og jafnrétti i Norræna. húsinu. Meginviöfangsefni ráöstefnunnar var aö leita svara viö spurning- unni: „Hvaö veldur vali fólks til náms og starfs?” Stuttar framsöguræöur héldu fulltrúar fræðsluyfirvalda, for- svarsmenn verkmenntunarskóla, fulltrúar iðnnema og aöilar er hafa meö höndum endurmenntun fólks á vinnumarkaðinum og full- oröinnafræöslu. Aö loknum framsöguerindum var starfaö i umræðuhópum og 'leitast viö að svara ofangreindri spurninguum náms-og starfeval. Ýmsar athygli veröar upplýs- ingar komu fram á ráöstefnunni bæði i framsöguerindum og hóp- starfi, t.d. það hversu fáar konur hafa lokið samningsbundnu iön- námienkonureruinnanvið4% af heildarfjölda starfandi ibnlærös fólks i landinu, og mikill fjöldi kvenna á vinnumarkaðinum hef- ur enga starfsmenntun. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á ráðstefnunni er ljóst að skipting karla og kvenna eftir atvinnugreinum endurspeglast I vali ungs fólks á námsbrautum. I lögum og reglugeröum fyrir grunnskóla eru engin ákvæöi, sem mismuna fólki eftir kynferöi, en aftur á móti skortir nokkuð á að þaö sé virt í framkvæmd, sér- staklega varðandi mynd- og handmennt og iþróttir. I júli 1977 gekk i gildi ný námsskrá um mynd- og handmennt I grunn- skólanum og er stefnt að þvi aö útrýma þeirri mismunun kynj- anna, sem nú á sér staö á þessu sviöi. Gert er ráö fyrir aö það taki 2-4áraðkomaþessarinámsskrá i fulla framkvæmd. Varðandi val unglinga á náms- brautum til framhaldsnáms vakti sérstaka athygli einhæft val stúlkna i verknámsgreinum. Hér á landi eru 67 lögskráðar iön- greinar. Viö Iðnskólann I Reykja- vik eru i vetur 35 greinar meö nemendaf jölda aö einhverju marki, og eru konur aöeins i 3-5 af þeim greinum. Nú er i vaxandi mæli unnt að hefja nám i ýmsum iðngreinum án þess aö gera fyrst samning við meistara og hefur það leitt til þess aðkonur fara frekar en verið hefur inn á nýjar brautir. Þó kemur i ljós ef litið er á Fjöl- brautaskólana aö námsval nem- enda er töluvert bundið hefð- bundnum kynjamismun. Ráðstefnugestir töldu ab rjúfa þyrfti þann vltahring, sem hefð- bundin verkaskipting karla og kvennaog val þeirra á námsleið- um er i. Talið var aö þegar i for- skóla og æ siðan i skólakerfinu ætti að viðhafa námsráðgjöf og starfefræðslu, og hvetja beri jafnt pilta og stúlkur til að velja leiðir i samræmi við áhuga þeirra og upplag. Sérstök áhersla var lögö á að allt námsefni og túlkun þess væri i samræmi viöjafna stööu kynjanna. Rætt var um að tengja betur saman, en nú er gert, frum- menntun ogfulloröinnafræöslu og auka gagnkvæmt streymi milli skólaogatvinnulifs alla starfeævi manna. Bent var á nauösyn þess aðdraga úr þeim skörpu skilum, sem nú eru á milli faglæröra og ófaglæröra manna i starfi. Á ráðstefnunni voru rikjandi þau sjónarmiö aö verkmenntun njóti ekki viöurkenningar sem skyldi á grunnskólastigi og bent á aö það lýsti sér vel i þvi hve litill timi er ætlaður mynd- og hand- mennt og aö þessar greinar eru oft nefndar aukafög og aukatim- ar. Taliö var mikilvægt aö börn vendust sem fyrst þeirri hugsun að konur og karlar hafi sömu skyldur og réttindi i þjóðfélaginu; að börn hafi sömu tækifæri til að velja sé lifsstarf sem svari til hæfileika þeirra og getu; aö upp- eldiogumönnun barna hvili jafnt á báðum foreldrum; og að hjú- skaparstaða takmarki ekki val stúlkna frekaren pilta til náms og starfs. Þessa ráðstefnu Kvenréttinda- félagsins sóttu um 70 manns, og var hún fyrst og fremst ætluð til aö opna umræðuvettvang um þetta mikilvæga mál — Verk- menntun og jafna stöðu kynjanna — oggefa fólki á ýmsum sviðum þjóölifsins tækifæri til skoðana- skipta. Segja má að lokaorð eins þátt- takanda hafi endurómaö grunn- tón umræðunnar en þau voru: „Æskilegt er að sem flestir ein- staklingar eigi kost á aö velja sér lifsstarf viö sitt hæfi og stunda það samhliða ummönnun þeirra, sem landiö erfa.” Undirbúning ráöstefnunnar önnuðust: Björg Einarsdóttir, varaformaður Kvenréttindafél. lsl.,og þjóðfélagsfræöingarnir Esther Guðmundsdóttir og Guö- rún Sigriöur Vilhjálmsdóttir. Aöalfundur Krabbameinsféiags Reykjavikur var haldinn nú f lok febrúar. Formaöur félagsins, dr. med. Gunnlaugur Snædal, flutti ársskýrslu stjórnar og gjald- kerinn, Tómas A. Jónasson læknir, geröi grein fyrir reikn- ingum félagsins. Aö venju haföi starfsemi félagsins beinst aö tveimur meginviöfangsefnum, rekstri happdrættis og fræöslu- og út- gáfustarfsemi. Nær þessi starf- semi til alls landsins i samvinnu viö Krabbameinsfélag Islands og meö tilstyrk krabbameinsfélaga úti á landi. Veigamesti þátturinn i fræðslu- starfi félagsins, og sá sem mesta athygli vakti, var reykingavarna- starfið i skólunum. Það var sér- staklega mikiö i sviðsljósinu i fyrravetur, einkum vegna hinnar skeleggu baráttu nemendanna gegn tóbaksauglýsingum. Það sem af er þessum vetri hefur reykingavarnastarfiö verið með svipuðu sniði og i fyrravetur en þó mun öflugra en áður i efri bekkjum grunnskólans. A tima- bilinu milli aðalfunda félagsins var á vegum þess farið i 76 skóla, þar af 41 utan Reykjavikur- svæðisins, og náði fræðslustarfið til um 10.000 nemenda á starfs- árinu. Auk starfsins i skólunum vann félagið að ýmsum öörum þáttum tóbaksvarna. Liður i fræöslustarfinu er út- gáfa blaðsins Takniarks, sem er einkum helgaö baráttu unga fólksins gegn reykingum. A árinu komu út 4 tölublöö og siðan i haust hefur blaöiö verið sent nem- endum 6., 7. og 8. bekkjar grunn- skóla á öllu landinu. Upplag þess er nú 26.000 éintök. Af annarri útgáfustarfsemi er þaö aö segja aö bæklingurinn „Konur og reykingar” hefur veriö prentaður tvivegis, alls 15.000 eintök, og dreift um allt land. Veriö er aö undirbúa útgáfu nokkurra nýrra bæklinga, þ.á.m. um sjálfskoðun brjósta og um leghálskrabbamein. Sérstök nefnd á vegum Krabba- meinsfélags Reykjavikur er nú aö undirbúa fræöslu i útvarpi og öörum fjölmiðlum á hausti kom- anda um krabbamein og krabba- meinsvarnir. Lögð veröur áhersla á aö kynna framfarir i greiningu og meöferð sjúk- dómsins og góöar batahorfur sjúklinga ef krabbamein finnst á byrjunarstigi. I Krabbameinsfélagi Reykja- vikur voru i ársbyrjun skráöir 1166 félagar, þar af 558 ævifélag- ar. Margir gengu i félagiö á ár- inu, einkum i sambandi viö sér- staka kynningu á félaginu i fyrra- sumar. Stjórn félagsins er óbreytt frá fyrra ári. Hana skipa dr. Gunn- laugur Snædal yfirlæknir, for- maður. Alda Halldórsdóttir hjúkrunarfræöingur, Baldvin Tryggvason sparisjóösstjóri, Guðmundur S. Jónsson dósent, Jón Oddgeir Jónsson fyrrv. fram- kvæmdastjóri, Páll Gislason yfir- læknir og Tómas A. Jónasson læknir. Framkvæmdastjóri fé- lagsins er Þorvaröur Ornólfsson lögfræöingur. íÁuglýsing í Þjóðviljanum 1 ber ávöxt i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.