Þjóðviljinn - 22.04.1978, Side 10

Þjóðviljinn - 22.04.1978, Side 10
,AHir nýju bílarnir eru gjörbreyttir4 Segir Davíð Davíðsson sölustjóri hjá Fíatumboðinu Nýja sporttýpan frá Fiat, Fiat Berlinetta 128 sport, heillaði marga og á myndinni sjást tveir náungar. velta vöngum. ,,Það er óhætt að segja það að allir bilaruir af Kia t gerð, það er að segja '78 inódelin, scu gjör- breytt frá fyrra ári” sagði Davíð Daviðsson sölustjóri hjá Davíð Sigurðssyni sem heíur einkaum- boð á tslándi fyrir Fiat bifreiðar. Fial umboðið (Davið Sigurðs- son h/f) er 11 ára á þessu ári en Davið tók við umboðinu af Heklu h/f. Við báðum Davið Daviðsson að gera öriitla grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á Fiatbifreiðunum. „Þær eru aö miklu leyti endur- bættar. Girkassinn hefur verið tekinn i gegn og lagfærður, inn- réttingarnar eru allar betri og huggulegri og svona mætti lengi telja. Fiat státar af einum bi'l á sýningunni, sem aldrei hefur sést hér á götu áður. Það er typa 131. Við báðum Davið að segja okkur frá honum . ,,Þaö er óhætt aö segja að það er óhemjumikið lagt i þann bil. Hann er meö 1600 rúmsentim.vél sem er llOhestöfl. Allur klæddur með sérstaklega fallegu „plussi”. Þá er á honum veltistýri og sér- stakur öryggisventill á bremsum. Hann gerir það að verkum að þegar hem lað er snögglega læsast ekki hjólin, heldur snúast hægt. Billinn er sérstaklega vel hljóð- einangraður. Hann kemur til landsins á hálfgerðum sport- felgum eða felgum sem kallaðar eru iéttmálmsfelgur og þykja þær sérlega fallegar. Þá er útlit bilsins mjög fallegt og mikið i hann borið á allan hátt. Hann kostar frá 2,8 miljónum og einnig er hægt að fá hann sjálf- skiptan og með öllum hugsan- legum þægindum og kostar hann þá 3.4 miljónir, sem ekki þykir mikið verð i dag fyrir jafn góðan bil og „Fiat 131 er.” Þið eruð meö fleirt nýj.ungar ekki satt? „Jú við erum með einn splunkunýjan. Hann heitir Fiat Berlinetta Sportog er framhjóla- drifinn og þykir sérlega glæsi- legur enda hefur hann vakið íeikna athygli hér á sýningunni. Hann er sérstaklega vel innrétl- aður og að öllu leyti mjög glæsi- legur að minu mati. Hann kostar nú samt aðeins 2.6 miljónir sem ekki getur talist mikið.” Ef við vikjum þá talinu að hin- um „venjulegu” „vinsælu” Fiat bifreiðum það.er að segja 127 týpunni og 128. Hvað getur þú sagt okkur af þeim bilum? ,,Nú Fiat 127 hefur notið gifur- legra vinsælda hér á landi sem annarsstaðar. Hann hefur verið vinsælasti billinn í Evrópu sl. fimm ár og seldur i þremur miljónum eintaka þegar hér er komið sögu. Hann er allur endur- bættur. Girkassinn hefur verið tekinn i gegn. Billinn hefur einnig veriðlengdur örlitið. Bremsurnar hafa verið endurbættar og er sem sagt orðinn miklu betri en hann var og var hann þó góður. Hann kostar frá 1979 þúsundum og uppi 2.180 þúsundir. Hann er framhjóladrifinn og það er mikill kostur t.d. þegar ekið er i snjó. Nú, 128billinn er nokkuð svipaður 127 bilnum en er þó stærri. Hann er einnig með stærri vél, en hún er 60 hestöfl en i 127 bilnum 50 hestöfl. Hann er nokkuð rúmbetri og einnig framhjóladrifinn. Hann hefur það sameiginlegt með 127 bílnum aö hann er alltaf jafn vinsæll.” En eigið þið ekki ykkar „Lincoln”? „Jú það er ekki hægt að segja annað. Fiat 132 er okkar dýrasti bill, og er langmest i hann lagt. Þar er ekkert til sparað. Hægt er að fá hann i tveimur véla- stærðum, 110 og 130 hestöfl. 110 hestafla billinn kostar 3.2 miljónir rúmar en hin gerðin rúmar 3.6 m. Hann er allur mjög styrktur og sterklegur i útliti. Hans aðal- kostir eru þessir: öryggisventill á bremsum sem að framan er lýst mjög góð hljóðeinangrun, velti- stýri og svo er dýrari billinn með vökvastýri sjálfskiptur og með transistorkveikju svo eitthvað sé nefnt.” „Okkar tromp til sparneytinna og ódýrra bila i dag er tvimæla- laust Fiat 125, sá pólski. Hann hefur runnið út hjá okkur sem heit lumma væri. Hann er með nákvæmlega sömu vél og italski billinn var með áður. Hún er 85 hestöf 1. Hann kostar aðeins 1766 þúsund og þetta lága verð stafar af sér- staklega góðum samningi sem náðist við verksmiðjurnar. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um gæði bilsins. Sala hans hér sýnir best hversu góður hann er. Sem dæmi af hans helstu eiginleikum má nefna kraft- bremsur, alsamhæfan girkassa, diskabremsur á öllum hjólum, og þá miklu sölu undanfarin sex ár. Hann selst alltaf jafn vel og það er óhætt að segja að sá sem kaupir hann fær mikið fyrir aur- inn sinn.” Anægður með sýningúna? Já mjög ánægður. Það er ánægjulegt að fólki skuli gefinn kostur á jafn góðum samanburði á bilum og hér er. Ef ég ætti að velja mér minn draumabil hér þá myndi ég taka Fiat 132. Hann er stórkostlegur” sagði Davið Daviðsson sölustjóri Fiatumboðsins að lokum. SK 3123 pylsur 2 tonn af ís Nú eru sýningargestir a sýningunni Auto '78 orðnir rúm- lega þrjátiu þúsund. Tilgangur allra þeirra sem hafa komið á sýninguna er ef- laust sá sami i öllum tilfellum, aö skoða fallega bila sem þar eru ti! sýnis. Kn margir hafa tekið lifinu með ró á milli þess sem þeir kikja á hina glæsilegu vagna og fá sér snæðing. Er ,viö vorum staddir á sýningunni i fyrradag datt okk- ur i hug að grennslast fyrir um það hvernig veitingasölunni hafi gengið. Verslunarstjóri veitingasöl- unnar tjáði okkur að alls hefði verið búið að selja á sumardag- ínn fyrsta um 3123þylsur. Rétt eftir að þessari upplýsingar fengust, steig þrjátiuþúsundasti sýningargesturinn i salinn, svo ekki er út i hött að áætla aö lo. hver maður hafi fengið sér pylsu. En margir eru þeir sem ekki hafa áhuga á pylsum og velja sér þvi annars konar matarteg- undir. Nú liggur það fyrir að búið er að selja á þriðja tonn af is á sýningunni svo það er ljóst að þaðan hefur margur mettur maöurinn farið til sins heima. SK Þetta er hin geröin frá Fiat sem aldrei hefur sést hér áður. Stórglæsilegur vagn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.