Þjóðviljinn - 30.04.1978, Side 4

Þjóðviljinn - 30.04.1978, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. april 1978 Málgagn sósialisma, verkalýðsh reyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastj: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Kjósum ekki kaupráns- flokkana í 1. mai ávarpi fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna i Reykjavík og Iðnnemasam- bands Islands i fyrra var lögð áhersla á að framundan væru þáttaskil: eftir samfellt varnarstrið i 2 ár væri timabil sóknarinn- ar hafið. í ávarpinu var þvi lýst yfir að reykvisk alþýða væri staðráðin ,,i að berj- ast til sigurs gegn óbilgjörnu rikisvaldi og auðstétt landsins, sem á fáeinum misser- um hafa efnt til hrikalegrar kjaraskerð- ingar, þannig að ísland er nú orðið lág- launasvæði”. Þess var krafist i ávarpinu að rikisstjórnin færi frá, og lögð áhersla á að afstaða hennar til tillagna verkalýðs- hreyfingarinnar i efnahagsmálum væri prófsteinn á viðhorf rikisstjórnarinnar, skilning hennar eða skilningsleysi. 1 þess- um tillögum bentu verkalýðssamtökin á efnahagslegar ráðstafanir sem hefðu skapað svigrúm til kjarabóta án þess sem kalla mætti grundvallarbreytingar á gerð þjóðfélagsins. í lok ávarpsins i fyrra sagði á þessa leið: ,,1. mai 1977 fylkir reykvísk alþýða liði til sóknar fyrir bættum lífs- kjörum gegn fjandsamlegri auðstétt og rikisvaldi. Hún heitir á hvern einasta einn að ganga fram og gerast virkur i barátt- unni.” Ekki verður annað sagt en launamenn á íslandi hafi tekið þessum heitu áskor- unum vel. í sjö vikur i fyrravor stóð yfir- vinnubann, svæðaverkföll og starfs- greinaverkföll og þær aðgerðir báru svo góðan árangur að seint i júni voru undir- ritaðir samningar sem staðfestu það að vörn hafði verið snúið i sókn og verkalýðs hreyfingin sótti fram á kostnað auðstétt- anna. Nokkrum mánuðum siðan fóru op- Inberir starfsmenn i sitt fyrsta verkfall og tryggðu sér allmyndarlegar kjarabætur eftir eldskirn stéttabaráttunnar. Þannig var ljóst að verkalýðshreyfingin hafði faglegt afi til þess að knýja fram kjarabætur jafnvel þó að i landinu sitji fjandsamleg rikisstjórn. En varla var blekið þornað á undirskriftum kjara- samninga opinberra starfsmanna þegar öllum samningum var rift með lagaboði, rikisstjórn landsins braut sjálf gegn þeim lýðræðislegu og lagalegu grundvallarregl- um sem samningar verkalýðs og atvinnu- rekenda hvila á. Verkalýðshreyfingin lýsti sig þá óbundna af ólögunum, efndi til allsherjarverkfalls 1. og 2. mars sl., nú stendur yfir útskipunarbann Verka- mannasambands íslands og Iðja i Reykja- vik hefur boðað verkföll eftir mánaðar- mótin. Verkalýðshreyfingin ætlar að sækja sinn rétt, én reynslan sýnir hins vegar að þó henni tækist það skortir hana pólitiskt afl til þess að verja rétt sinn þeg- ar á herðir. í þvi ljósi ber að lesa 1. mai á- varp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, Bandalags starfsmanna rikis og bæja og Iðnnemasambands íslands sem birt er landsmönnum i dag. í þvi ávarpi segir einmitt: „Verkalýðshreyfingin hafði fag- legt afl til þess að knýja fram kauphækk- anir 1977, en skorti pólitiskan styrk til þess að standa vörð um ávinning kjarasamn- inganna. Eigi að nást varanlegur árangur verður pólitisk og fagleg barátta verka- lýðssamtakanna að haldast i hendur. Með þvi einu móti er unnt að gjörbreyta islenska þjóðfélaginu, valda straumhvörf- um. Við þessar aðstæður fylkir islensk alþýða liði 1. mai 1978.” Það er augljóst hér hvað átt er við: 1. maiávarpið er faglegt og pólitiskt ákall til launafólks um að læra af reynslunni, læra af þeirri staðreynd að faglegt afl dugir ekki eitt sér, pólitiskt afl verður að slá skjaldborg um verkalýðshreyfinguna árangur hennar og baráttu. 1. mai ávarpið er ákall til launafólks um að kjósa ekki kaupránsflokkana, Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, eins og launafólk hefur óneitanlega gert þúsundum saman i kosningum undanfarinna ára. Sú afstaða mikils fjölda launamanna hefur sprottið af margvislegum ástæðum sem ekki verða gerðar að umtalsefni hér að sinni, en þessi afstaða hefur orðið öllum launa- mönnum dýr og sársaukafull vegna kaup- lækkana og kjaraskerðingar sem þessir flokkar bera ábyrgð á. Krafa dagsins og ákall er þvi: Kjósið ekki kaupránsflokk- ana, tryggið pólitiskt afl verkalýðsins, þvi eftir kosningar tekur annars við kauprán og réttindaskerðing. í þessari forystugrein var i upphafi minnst á sóknarhvatningu verkalýðssam- takanna 1977. Sú sóknarhvatning hlaut hljómgrunn i viðtækri faglegri baráttu, sem bar mikinn árangur með sólstöðu- samningunum og samningum BSRB sl. haust. Vorið 1978 þarf einnig að verða sóknarvor, pólitiskt sóknarvor alþýð- unnar, sem skynjar þá möguleika sem nú eru til þess að valda straumhvörfum, þáttaskilum i sögu islenskrar alþýðu-# hreyfingar. Látum það tækifæri ekki úr greipum ganga! Fram til sigurs i kjarabaráttunni! Fram til sigurs i stjórnmálabaráttunni! Til baráttu á baráttudegi verkalýðsins 1. mai 1978! —s. 1-mal ávarp verkalýðsfélaganna á Akureyri Launafólk styðji verkalýðshreyfinguna með atkvæði sínu og veiti stjórnarflokkunum ráðningu sem þeir eiga skilið Siðustu fjögur ár hefur þjóðlifið einkennst af linnulitlu varnar- stríði verkalýðshreyfingarinnar gegn fjandsamlegri rikisstjórn auðstéttanna. Hvað eftir annað hefur verkalýðshreyfingin þurft á öllum styrk sinum að halda til þess að reyna að endurheimta þann kaupmátt launa, sem náðist i samningunum i febrúar 1974. betta hefur enn ekki tekist þrátt fyrir að samningarnir i fyrra hafi verið með þeim bestu, sem gerðir hafa verið um árabil. Þeim samningum hefur nú verið rift með valdboði, samnings- og verk- fallsréttur launþegasamtakanna að engu hafður. A sama tima vinna valdhafarnir að þvi að lög- festa algert frelsi verslunarauð- valdsins til verðmyndunar með afnámi verðlagseftirlits. Þetta á- samt mörgu öðru ætti að sýna launafólki svo ekki verður um villst, hverra erinda núverandi rikisstjórn gengur. Sú barátta, sem framundan er, mun skera úr um hvort styrkur verkalýðsstéttarinnar reynist nægur til að koma i veg fyrir frek- ari mannréttindaskerðingu. 1 þvi efni dugir ekki einasta faglegur styrkur verkalýðsfélaganna. Þar verður einnig að koma til pólitiskt afl stjórnmálasamtaka verka- lýðsins. Þetta verður launafólk að skilja i þeim kosningum, sem i hönd fara og veita verkalýðs- hreyfingunni stuðning með at- kvæði sinu, veita stjórnarflokk- unum þá ráðningu sem þeir eiga skilið. Þessa dagana leiðir Verka- mannasamband fslands barátt- una fyrir endurheimt visitöluá- kvæða samninganna, undir kjör- örðunum: SAMNINGANA I GILDI. Enn hafa atvinnurekend- ur ekki fengist til að ræða efnisat- riði málsins en halda i staðinn uppi hefðbundnu málþófi til að tefja timann. Reynsla siðustu vikna staðfestir að ekki verður hjá þvi komist að herða baráttuna fyrir endurheimt samninganna og kveðja til fleiri hópa verka- fólks. Herða þarf róðurinn þar til fullur sigur er unninn. Við skulum á þessum degi minnast þess, að islenskt verka- fólk er hluti þeirrar miklu heild- ar, sem verkalýðsstétt heimsins er, og á samstöðu með stéttar- systkinum sinum um allan heim. Grátlega gengur að útrýma ör- birgð, fáfræði og mannlegri niður lægingu i heiminum. Stórfellt at- vinnuleysi er hlutskipti milljóna manna i iðnrikjum. Hungurdauði er hlutskipti miljóna manna i þró- unarlöndum, vannæring landlægt ástand á stórum svæðum. Yfir þjóðum heimsins vofir sifellt hættan sem kjarnorkuvopnin skapa. Væri öllu þvi óhemju fé, sem varið er til vigbúnaðar í heiminum, varið til félagsmála, menntamála, heilbrigðismála og atvinnulegrar uppbyggingar heyrði fátækt miljónanna fortiö- inni til. Þvi lýsum við andstöðu okkar við veru tslands i Atlantshafs- bandaiagingu og dvöl bandarisks heriiðs á fslandi. Með þvi að Is- lendingar stæðu utan hernaðar- bandalaga teljum við, að þjóðin leggi lóð á vogarskál friðar og af- vopnunar i heiminum. Við verkalýðshreyfingunni blasir fjöldi óleystra viðfangsefna i þeirri viðleitni að skapa jafn- réttisþjóðfélag á fslandi. Kjör lifeyrisþega eru i algerri mótsögn viðþá auölegð, s'em til er i la ndinu. Launakjör alls þorra verka- fólks eru enn um það bil helmingi lægri en sambærilegra starfshópa i nágrannalöndunum. Af öllu vinnandi verkafólki eru konur lakast settar. Þær eru að jafnaði i lægstu launaflokkunum og atvinnuöryggi þeirra er minna en karla. Enn skortir mikið á, að konur og karlar geti tekið þátt i atvinnu- lifinu á jafnréttisgrundvclli. Þvi valda meðal annars einhliöa hug- myndir um hlutverkaskiptinu kynjanna og mikill skortur á dag- vistunarrými fyrir börn. Barátta kvenna fyrir jafnrétti á við karla er ekki einkamál þeirra einna, heldur hagsmunamál verkalýðsstéttarinnar allrar. En hróplegast af öllu er þó það ranglæti, sem biasir við um ger- vallt þjóðfélagið og byggir á efna- hagslegu misrétti. Annarsvegar eru þeir, sem ekkert hafa til aö framfleyta sér á annaö en vinnu- afl sitt og hinsvegar sá hópur, scm hirðir bróðurpartinn af þeirri vinnu. Þetta misrétti birtist i margvislegum myndum, en hvergi þó eins ljóslega og i hinum augljósu lifskjaraandstæðum. Hinu efnahagslega ranglæti verð- ur ekki útrýmt fyrr en tekist hef- ur að breyta sjálfum grundvelli þjóðfélagsins, koma á alþýðu- völdum og byggja þjóðfélag, sem hefur félagslegt og efnahagslegt lýðræði að aðalinntaki.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.