Þjóðviljinn - 15.07.1978, Side 9
Laugardagur X5. júll 1978 ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 9
IViaðunnn
og hafiö 78
Ráöstefnan „Rétturinn
Samstaða sjómanna og land-
verkafólks verði efld
Sagtfrá umrœöum í fjórum starfshópum
á ráöstefnunni „Rétturinn til vinnu
— gegn atvinnuleysi — Rétturinn til menningarlífs
Margir tóku tii máls á ráöstefnunni. Þessir þrir voru meðai ræftumanna, frá vinstri: Helgi Guftmunds-
son trésmiftur á Akureyri, Elias Björnsson formaftur Sjómannafélagsins Jötuns I Eyjum og óskar Vig-
fússon formaftur Sjómannasambands íslands.
til vinnu — gegn atvinnu-
leysi— Rétturinn til menn-
ingarlífs", var haldin í Al-
þýðuhúsinu í Vestmanna-
eyjum dagana 30. júní og 1.
júií s.l. í tengslum við
menningardaga sjómanna
og fiskvinnslufólks. Ráð-
stefnan var f jölsótt, og
voru þátttakendur frá
verkalýðs- og sjómannafé-
lögum, MFA á Norður-
löndum, bæjarstjórn og
vinabæjum Vestmanna-
eyja, auk annarra ahuga-
manna. Ráðstefnustjóri
var Tryggvi Þór Aðal-
steinsson. Fjögur inn-
gangserindi voru flutt
fyrri daginn,auk framlags
frá Norðurlöndum. Síðan
var ráðstefnunni skipt
niður í hópa, sem ræddu
málin á grundvelli inn-
gangserindanna. Síðari
daginn voru niðurstöður
hópanna kynntar, og þá
fóru fram almennar um-
ræður. Hér fer á eftir
samantekt á helstu niður-
stöðum hópvinnunnar.
Rétturinn til vinnu
Guftmundur Þ.B. Olafsson
gerfti grein fyrir umræftum hóps-
ins, sem fjallafti um efnift: Rétt-
urinn til vinnu — gegn atvinnu-
leysi.
Rætt var um sérstaklega lágar
atvinnuleysistölur á tslandi og
helstu skýringar og úrlausnir ís-
lendinga á vandamáli atvinnu-
leysisins. Var helst talift, aft hin
mikla verftbólga, sem rikir á ts-
landi, hafi örvaft mjög til fram-
kvæmda og skapaft meft þvi
minna atvinnuleysi hér en annars
staftar á Norfturlöndum, þó svo aö
um f jölmarga aftra þætti væri aft
ræfta.
Norftmenn hafa afteins 1 1/2%
atvinnuleysi, og er þaft helst
þakkaft framkvæmdum i
tengslum vift oliuvinnsluna.
Norska rikisstjórnin hefur styrkt
iftnaftinn um 75.000 norskar
krónur ár hvert, á hvert vinnuafl,
og er reiknaft meö aft sú upphæft
hækki i 100 þúsund kr., en þessar
tölur eru á vift árstekjur verka-
manns.
1 Finnlandi er um 9% atvinnu-
leysi og hæst er tala atvinnu-
lausra á aldrinum 18-23 ára.
Finnska rikift áætlar nú aft
styrkja atvinnuvegina meft 1 1/2
miljón marka. Aukning atvinnu-
leysis hefur verift stöftvuft i bili i
Finnlandi, en ekki þó meft fyrir-
byggjandi ráftstöfunum. Menn fá
ellilifeyri fyrr en áftur og mikift af
vinnuafli hefur lika flust yfir til
Sviþjóöar. Verftbólgan hefur
verift beisluö aft nokkru leyti i
Finnlandi, þar sem hagstæöur
vöruskiptajöfnuftur rikir, um 5-
8%.
Rætt var um verftbólgu á Is-
landi og hvernig hægt væri aft láta
launin fylgja verftbólgunni eftir.
Konan og fiskvinnslustörf-
in
Ólafia Sigurftardóttir kynnti
álit hópsins, sem fjallafti um efnift
„Konan og fiskvinnslustörfin”.
Verkakonur úr Eyjum tóku þátt i
þessum umræftuhópi, ásamt
nokkrum Norfturlandafulltrúum.
Umræftuhópurinn tók sérstak-
lega til meftferftar stöftu konunnar
i atvinnulifinu i Vestmanna-
eyjum. Þaö er ljóst, aö atvinnu-
möguleikar verkakvenna hér eru
mjög takmarkaöir og næstum
eingöngu bundnir fiskvinnu, enda
starfar þorri kvenna i Vest-
mannaeyjum viö fiskvinnslu.
Konur stunda undantekningalitiö
verst launuöu störfin, og á þaö
einnig viö um Vestmannaeyjar.
Vegna lágra tekna verftur verka-
fólk og verkakonur ekki slftur en
karlar aft vinna langan vinnudag.
Konur hafa til þessa haft mjög
litil áhrif á hvaöa atvinnustarf-
semi er sett hér á laggirnar og litt
hefur veriö sinnt aö vinna aö þvi
aö byggja upp fjölþættari iftnaö,
til aö mæta þörfum ýmissa, sem
erfitt eiga meö aö vinna jafn
erfiöa vinnu og fiskvinna er.
Umræöuhópurinn lagöi þunga
áherslu á nauösyn þess, aö vinna
allar sjávarafuröir af miöunum
vift landift á Islandi, en selja þær
ekki sem hráefni úr landi.
Umræöuhópurinn krefst þess, aö
þegar veröi aflétt hinu mikla
vinnuoki, sem nú er lagt á verka-
konur. Vinnudagur má ekki vera
lengri en átta stundir, sérstak-
lega þegar unniö er i bónusvinnu
eins og algengast er I fiskvinnsl-
unni.
Aft lokum ályktafti umræftu-
hópurinn, aö efld veröi samstaða
sjómanna og landverkafólks,
varöandi kjör og réttindabaráttu
þessara stétta.
Vinnuálag sjómanna eykst
stöðugt
Guömundur Hallvarösson gerði
grein fyrir umræöum i þeim hópi,
sem fjallaöi um sjómennskuna. 1
máli hans kom m.a. fram, aft
möguleikar sjómanna til aft njóta
félagslegra samskipta vift fólk
utan skipshafnar eru mjög tak-
markaöir. Sjómaður á togara af
stærri gerð fær 30 klst. fri aö lok-
inni hverri veiöiferð, sem aö
jafnaði tekur 14 daga. Þetta þýö-
ir, að sjómaöurinn fær tvo fri-
daga I mánuöi, fyrir utan sitt
venjulega sumarfri. Oöru máli
gegnir um þá, sem eru á skuttog-
urum af minni gerö, þ.e. undir 500
tonnum. Þeir hafa 36 klst. fri eftir
10-14 daga veiöiferð, eöa um 3 fri-
daga aö meftaltali i mánufti.
Þessir fridagar togarasjómanna
eru oftast virkir dagar. Nokkuö
öðru máli gegnir um bátasjó-
menn, þó aö á loðnuskipum séu
aðeins fridagar á miili úthalda,
eöa á u.þ.b. þriggja mánaöa
fresti. A netabátum er eingöngu
fri á sunnudögum frá l. aprfl og á
trollbátum er tveggja daga fri
aöra hverja helgi. Af þessu má
ljóst vera, aö sjómannasamtökin
leggja nú á það aöaláherslu, aö
sjómenn fái rétt til meiri og sam-
felldari fristunda i landi, og verði
gert kleift launalega aö njóta
þeirra réttinda.
Sú geigvænlega þróun hefur átt
sér staö hjá islenskri sjómanna-
stétt undanfarin ár, aö sifellt
hefur verið fækkaö I áhöfn og
vinnuálag þannig aukiö aö mun.
Þar af leiðandi er aukinni slysa-
tiöni boöiö heim. Svo viröist sem
sú stefna sé ráftandi hjá útgeröar-
mönnum, aft eina ráöift til aft
lækka rekstrarkostnaöinn sé aö
greifta lægri laun til færri manna.
Óneitanlega hefur þeirrar til-
hneigingar lika gætt meðal sjó-
manna sjálfra, aö mæta aflarýrn-
un og kauplækkun meö þvi að
leggja á hafiö færri en samningar
segja til um.
Höpurinn taldi að hér væri um
geigvænlega þróun aö ræöa, sem
mæta yröi meft fullri einurft af
hálfu sjómannasamtakanna.
1 framhaldi af þessu minntist
Guftmundur á nefnd, sem sett var
á laggirnar til aft kanna félags-
lega hlift sjómennskunnar og heil-
brigöisástand sjómanna og
fjölskyldna þeirra. Niöurstööur
þessarar nefndar liggja enn ekki
fyrir, en formaður nefndarinnar,
Tómas Helgason prófessor, sagfti
eftir aft hafa skoöaft fimm togara-
áhafnir: „Ég vissi aö sjómenn
þyrftu aft vera hraustir á sál og
likama, en aft þeir þyrftu aft vera
afburöamenn, gerði ég mér ekki
grein fyrir fyrr en nú.”
Sjómenn á norðlægum slóöum
nota t.d. aö jafnaöi 30% af
likamsorku sinni eingöngu til
þess aö standa ölduna. Þvl duga
þeir aö meöaltali aöeins 20 ár i
starfi. Hvaö tekur þá vift?
Lifeyrissjóöur sjómanna greiftir
afteins eftirlaun þeim sem orftnir
eru 65 ára efta eldri eöa hafa
starfaft á sjó samfleytt I 25 ár. Og
I þeirri óftaverftbólgu sem rikir
hér á landi er þaö ljóst, aö sjó-
menn eru mjög illa settir aö þessu
leyti.
Um réttinn til vinnunnar hafa
sjómenn lika sérstöðu. Sjómenn
eru eina atvinnustéttin sem tekur
beinan þátt i uppbyggingu at-
vinnutækjanna. Þeir taka rikan
þátt I útgerftarkostnaöi og hafa
þangaö til nú nýlega lánað laun
sin vaxtalaust i allt aft fjóra
mánufti til atvinnurekandans.
Starfshópurinn telur, aö réttur til
vinnu verði aldrei aftur tekinn og
engu eirt, ef hann er i hættu.
Veitum auknum frítima
menningargildi
Terje Seter frá Noregi geröi
grein fyrir niöurstöftum fjórfta
starfshópsins, sem fjallaöi um
réttinn til menningarlifs.
Islendingar i starfshópnum
lögftu áherslu á, aft vinnuálagift
verftur aft minnka, svo aft fólk fái
fritíma til þess aft geta sinnt
öörum áhugamálum. Fyrsta
sporift I þessa átt væri aft draga úr
eftirvinnunni. Menn voru þó sam-
mála um aö margt fleira þyrfti aft
koma til, ef fólk ætti aft geta tekift
virkan þátt I menningarlifinu.
Hagsmunir verkalýftsins i sam-
bandi vift menningarlif eru ekki
nauösynlega þeir sömu og hags-
munir annarra stétta I þjóöfélag-
inu. Vinna verkamannsins og
gildi vinnunnar i þjóftfélaginu
veröur aö vera leiftarljósiö, þegar
leitaft er lausna á þessum málum.
Þessir menningardagar hér i
Vestmannaeyjum eru mikilvæg
staftfesting á þessari kröfu verka-
lýöshreyfingarinnar.
Frá sjónarmiöi MFA á Norftur-
löndum er menntunar- og endur-
menntunarstefnan mikilvægur
þáttur I menningarlifi okkar.
Reynslan af endurmenntunar-
kerfiMFA á Noröurlöndum er sú,
aö þeir sem leita eftir endur-
menntun hafa flestir hlotið ein-
hverja menntun áöur. Þess vegna
náum vift ekki til þess fólks á
vinnustööunum, sem þetta skipu-
lag gerir ráft fyrir aö helst
þarfnist menntunar. Þetta gildir
lika um aöra þætti menningarlifs.
Hér á Islandi er skortur á fri -
tima eitt helsta vandamáliö, eins
og áftur var nefnt. Þegar þetta
vandamál verftur leyst, verftur aö
gæta þess, aft verkafólk hagnýti
sér hinn aukna fritima til meiri
þátttöku i menningarlífinu.
Þessum aukna fritima veröur að
veita ákveftift menningargildi.
—eös
Jón Kjartansson formaftur fulitrúaráfts verkalýftsféaganna i Vest-
mannaeyjum i ræftustól, Borgþór Kjærnested túlkur.og vift borftift sitja
Kari Steinar Guönason, varaformaftur Verkamannasambands Islands
og Vilborg Sigurftardóttir fyrrv. formaður Verkakvennafélagsins Snót-
ar i Vestmannaeyjum.
1 lok ráftstefnunnar flutti Sveinn Tómasson forseti bæjarstjórnar Vest-
mannaeyja þakkir og sérstakar kveðjur til norrænu fuiltrúanna.
Tryggvi Þór Aðalsteinsson ráftsitefnustjóri t.v.