Þjóðviljinn - 15.07.1978, Side 13
Laugardagur 15. júll 1978 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 13
Hrafn Pálsson ásamt Þorbirni Guðmundssyni tæknimanni (sitjandi). Mynd: —eik
Síðasta viðtal Jökuls
Jakobssonar
„Annaö hvort harðnar maður
eða fellur saman” nefnist við-
tal, sem Jökull heitinn Jakobs-
son átti við ögmund Ólafsson
fyrrverandi skipstjóra og var
það hljóðritað 10. október i
fyrra. Jökull var þekktur fyrir
góða útvarpsþætti og ekki sist
viðtöl sin, en þetta viðtal var
siðasta verkið sem hann vann
fyrir útvarpið.
Að sögn Guðrúnar Guðlaugs-
dóttur starfsmanns á dagskrár-
deild Rikisútvarpsins, vannst
Jökli ekki timi til að ganga frá
þessum viðtalsþætti að fullu, og
dtti eftir að klippa hann. Það
var siöan gert og ákveðið að
flytja viðtalið i kvöld, en það er
á dagskrá klukkan 19.35.
ögmundur ólafsson er gamall
skipstjóri, en hann er nú vist-
maður á Hrafnistu. 1 samtalinu
segir hann frá ýmsu sem á daga
hans hefur drifið, m.a. frá skot-
árás á Súðina á striðsárunum.
ögmundur er fæddur og uppal-
inn i Flatey á Breiðafirði. Hann
segir frá uppvaxtarárum sinum
þar og eftirminnilegu fólki i
eynni. Hann kemur viða við i
þessu viðtali, sem Guðrún sagði
að væri mjög skemmtilegt.
—eös
Jökull Jakobsson.
útvarp
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
7.10 Létt lög og morgunrabb.
7.55 Morgunbæn
8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá.
8.15 Veöurfr. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
8.35 Af ýmsu tagi:Tónleikar
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
9.15 óskalög sjúklinga:
Kristin Sveinbjörnsóttir
kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10
Veðurfregnir).
11.20 Þetta erum viö aö gera:
Valgerður Jónsdóttir sér
um þáttinn.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Veöurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Brotabrot. Einar Sig-
urösson og Ólafur Geirsson
sjá um þáttinn.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Vinsælustu popplögin.
Vignir Sveinsson kynnir.
17.00 Tvær smásögur eftir
Ingólf Jónsson frá Prest-
bakka.Höskuldur Skagfjörð
les.
'17.20 Tónhorniö. Stjórnandi:
Guðrún Birna Hannesdóttir.
17.50 Söngvar I léttum tón.
Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
■ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
j kynningar.
19.35 „Annaö hvort harönar
maöur eöa fellur saman”.
Jökull Jakobsson ræðir viö
ögmund ólafsson fyrrver-
andi skipstjóra. Viötalið var
hljóðritaö I október i fyrra.
20.10 „Parisargleöi”, ballett-
svita eftir Offenbach.
Hljómsveitin Filharmonia
leikur, Herbert von Karajan
stjórnar.
20.35 Arnarvatnsheiöi. Tómas
Einarsson tekur saman
dagskrárþátt. Rætt við
Kristleif Þorsteinsson á
Húsafelli. Lesarar: Snorri
Jónsson og Valtýr öskars-
son.
21.25 Gleöistund. Guöni Ein-
arsson og Sam Daniél Glad
sjá um þáttinn.
22.10 Allt I grænum sjó. Þátt-
ur Jörundur Guömundsson
og Hrafns Pálssonar.
22.30 Veöurfregnir. Fréttir.
22.45 Danslög.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Stjórnmálamenn
syngja af list
í grínþœtti Jörundar og Hrafns,
„Allt igrœnum sjó”
Þeir félagar, Jörundur
Guðmundsson og Hrafn
Pálsson, eru með Allt f
grænum sjó í kvöld að
vanda. Þátturinn hefst kl.
22.10 og er kominn á ann-
an tíma en í fyrrasumar,
þegar hann var á dagskrá
á eftir kvöldfréttum kl. 7.
Jörundur tjáði okkur að þátt-
urinn i kvöld yrði með hefð-
bundnu sniði. Meöal annars
verða stutt söngatriöi, og mun
einhver stjórnmálakappinn
syngja þar af list. Þá verða flutt
stutt, leikin atriði um hitt og
þetta, en ekki vildi Jörundur
fara nánar út i þá sálma. Einn
eða tveir leikarar aðstoða háð-
fuglana I hverjum þætti. „Allt í
grænum sjó” veröur vikulega á
dagskrá fram á haust.
Hrafn semur allt efnið i þátt-
unum. Hann var áður kunnur
sem hljóöfæraleikari með
meiru, en nú hefur hann vent
sinu kvæði i kross og stundar
háskólanám i Bandarikjunum.
Hann er hér i tveggja mánaða
sumarleyfi. Jörundur sagöist
hafa ætlað að taka lifinu heldur
rólega i skemmtanabransanum
i sumar, en raunin heföi oröið
sú, að aldrei hefði verið meira
að gera. Hann sagðist skemmta
um hverja helgi, oftast úti á
landi, og hefði hann undanfarið
skemmt mikið á útihátiðum,
ungmennafélagsmótum og
kosningaskemmtunum.
1 • —eös
Jörundur meö nóbelsskáldiö I
sigti viö hljóöritun á þættinum I
gær. Mynd: —eik
Blaðberar —
óskast
Háaleitisbraut frá 15. júli
Sogamýri frá 1. ágúst.
Hjallar-Hólmar, Kópavogi,frá 18. júli
afleysingar
Múlahverfi (i jiili eöa i ágúst)
Mávahlið (20. júli—13. ágúst
Tómasarhagi (19. — 25. júli)
Hraunbær 1—100 (lö.júli—15. ágúst)
Vinsamlega hafið samband við afgreiðsl-
una sem fyrst.
UOBVIUINN
Siðumúia 6. Simi 8 13 33
Ja, hvur þremillinn
1 TBL tj.flO,JUNl1ST#VERDKR «"K)
POPP—ÚTIBÚ FRÁ
SINFÓNlUHLJÓMSVEIT
ÍSLANDS!
Islensk 4»
bardaga- ^
list
BOGASKYTTERl
>
RÆTT VIÐ
EGIL EGILSSON
UMRAUÐA
KVERID HANDA
SKÓLANEMUM.
INNRÆTINGU
SKÓLA OG
KIRKJU O.FL.
tf^lLL
Hr. Þremill 1978:
Helgi Hóseasson
OFBELDII KVIKMYNDUM
Nýtt tímarit fyrir ungt fólk
á öllum aldri er komið á blaðsölustaði.
Viðtöl, greinar, smásögur, popp, skop,
íþróttir, „bílaþáttur”, kvikmyndir o.fl.