Þjóðviljinn - 15.07.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJ6ÐVILJ1NN Laugardagur 15. jlilt 1978
Verölaunakeppni Æskunnar og Flugleiða
Tvær stúlkur hlutu
Parísarferd
Beina flugiö milli Keflavikur og
Parisar er vinsælt meftal farþega
sem ferðast milli tslands og
Frakklands og með þvi fóru þær
Hólmfriður Grimsdóttir 12 ára
frá Reykjavik og Gyða Björg
Jónsdóttir frá tsafirði 11 ára til
Parisar hinn 1. júli s.l. Þær Gyða
og Hólmfriður hlutu 1. verðlaun i
getraunakeppni Æskunnar og
Flugleiða s.l. vetur.
Paris tók á móti ungu stúlk-
unum með glampandi sólskini á
laugardagskvöldið. Næsti dagur
var notaður til þess að skoða
borgina og fannst þeim mikið til
um. Þær skoðuðu Sigurbogann,
Effelturninn, óku að Frúarkirkj-
unni, komu i dýragarðinn og
snæddu frábæran franskan mat á
góðum veitingarstöðum. A
heimleið reyndu þær farartæki
sem var þeim áður ókunnugt, þvi
þær fóru með lest frá Paris til
Luxemborgar. Þaðan var svo
flogiöheim til Islands. Þetta var i
tuttugasta sinn sem Æskan og
Flugleiðir (og þar áður Flugfélag
Islands) efndu tii verðlaunasamr
keppni þar sem 1. verðlaun voru
utanlandsferð. (Frétta-
tilkynning)
Hóimfríður Guðmundsdóttir myndar Effelturninn I verðlaunaferðinni
til Parisar.
Sefur KSÍ
Framhald af bls. 11.
litið bara útaf nafni sinu, og skora
ég á alla sem hann ætlar að leita
til að hugsa málið tvisvar.
Meir um islenska knattsþyrnu-
menn og atvinnumennsku næst.
Sigurður Haraldsson
Inn-
heimtu-
fólk
óskast
Suðurnes
Framhald af bis. 1
un yrði. „Við erum búin að
minnka vinnuna niður i 8 stundir
á dag. Við áttum fyrir vinnulaun-
unum nú i þessi vikulok en hvort
okkur takist að borga laun næst er
óvist.”
Páll taldi að 20% gengisfelling
væri það eina sem kæmi til
greina, en hann vildi taka það
fram að vextirnir ættu einnig
stóran þátt i ástandinu. Þá kom
fram i samtalinu að bankarnir
væru alveg lokaðir gagnvart
frystihúsaeigendum.
Þjóðviljinn hafði þá samband
við Emil Jónsson starfsmann
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavikur og fékk þær upp-
lýsingar hjá honum að búast
mætti við að um 500 manns missi
atvinnu sina ef af rekstrarstöðv-
uninni verður. —Þig
Lifandi
mynda-
stytta
Curtis Read heitir
Bandaríkjamaður sem
hetur kosið sér afar sér-
stætt starf. Hann tekur sér
stöðu á almannafæri og
stendur þar hreyfingar-
laus. Þetta sjónarspil vek-
ur hvarvetna mikla
athygli.
Read lærði á sinum tima lát-
bragðsleik og vann slðan fyrir sér
sem fatagina i stórverslun — þótti
viðskiptavinum merkilegt að
horfa á mann sem gat með undra-
verðum árangri likt eftir dauðri
plastdúkku.
Kurtis Read flækist siöan um
heiminn með þrennskonar fatnað
— allt frá búnaði trúbadúrs á 17.
öld til blárra sparifata og pipu-
hatts. Hann velur sér fjölfarinn
stað og tekur sér siðan stöðu þar
og heldur stellingu sinni kannski i
tvo og hálfan tima.
Fyrst glápir fólk á mig, segir
hann, siðan fer það að flissa,
sumir sleppa sér alveg. Verst
láta unglingsstelpur sem eiga það
til að gera þessari lifandi mynda-
styttu ýmsar skráveifur. En yfir-
leitt eru menn stórhrifnir og láta
það i ljós með að henda peningum
i litla strákörfu sem Curtis Read
lætur standa sér viö hlið.
Curtis Read nær hinum sér-
stæða árangri sinum með þvi að
láta sig falla i einskonar trans.
Hann getur hægt á hjartslætti sin-
um niður i 28 slög á minútu um
leið og hann strekkir svo á vööv-
um sinum að húð hans verður
draughvit og likaminn hreyfist
alls ekki. Einhverju sinni fékk
Timaritið Réttur óskar eftir
innheimtufólki til starfa á
Stór-Reykjavlkursvæðinu.
Nánari upplýsingar gefnar á
afgreiðslu Þjóðviljans simi
81333.
Námsmenn í
Ameríku
Stofnfundur F.Í.N.A. (Félags islenskra
námsmanna i Ameriku) verður haldinn
laugardagin lö.júli kl. 3 i Félagsstofnun
stúdenta við Hringbraut.
Nefndin.
Read að leika hlutverk sitt á hinu
fræga vaxmyndasafni Madame
Tussaud i London — en eftir að
kona ein féll i yfirlið var hann
beðinn um að hætta: hann var
alltof dauður ásýndum!
En ef að Curtis Read er búinn
að vera svo lengi i ákveöinni
stellingu að hún er orðin honum ó-
þolandi, þá stekkur hann upp,
hrópar upp yfir sig og lendir i
annarri stellingu. Slær þá furðu
mikilli yfir áhorfendur — og strá
karfan litla fyllist af.aurum.
Áuglýsið í
Þjóðviljanum
silþýöubandalagiö
Viðtalstimar borgarfulltwia
Borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins hafa viðtalstima að Grettisgötu
3 kl. 17-18 þriðjudaga og miövikudaga I sumar. Siminn er 17500
Sumarferð Alþýðubandalagsins i Kópavogi.
Hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins I Kópavogi verður farin
28.-30. júli n.k. Farið verður til móts við félaga úr Alþýðubandalaginu I
Norðurlandskjördæmi vestra og komið i Kerlingarfjöll, Hveravelli og
Þjófadali.
Nánar auglýst um brottför og miðaverð siðar, en Lovisa veitir frek-
ari upplýsingar I sima 41279.
Ferðanefnd.
Alþýðubandalagið Borgarnesi
Þórsmerkurferð i ágúst
Aiþýðubandalagið I Mýrasýslu efnir til ferðalags austur f Þórsmörk
helgina 11.-13. ágúst. Nánar auglýst siðar. — Alþýðubandalagið.
Alþýðubandalagið i Reykjavík
Framhaldsaðalfundur
Alþýðubandalagsins I Reykjavik verður haldinn að Hótel Esju (2. hæð)
miðvikudaginn 19. júli kl. 20.30. Nánar auglýst eftir helgi i Þjóð-
viljanum.
Alþýðubandalagsfélag Hveragerðis
efnir til sinnar árlegu sumarferðar 29.-30. júli. Fariö verður að Hvera-
völlum og Kerlingarfjöllum. Lagt verður af staö frá Gagnfræðaskól-
anum laugardaginn 29. júli kl. 10 f.h. Væntanlegir þátttakendur láti
skrá sig fyrir 18. þ.m. og fái nánari upplýsingar hjá eftirtöldum, Karl-
innu i sima 4271, Auöi i sima 4332 og Sigmundi i sima 4259. Félagar fjöl-
mennið og takið með ykkur gesti.
Alþýðubandalagið Akureyri
Bæjarmálaráð Alþýðubandalagsins á Akureyri heldur fund á Eiðs-
vallagötu 18, mánudaginn 17. júli kl. 21.00.
Fundarefrii: Drög að stefnumótun Félagsmálaráðs I húsnæðismálum
og fleira.
Athugið!: Allirfélagar ABA eiga rétt á setu I Bæjarmálaráði.
1*1 Felagsmalastofnun Reykjavíkurborgar
" 2 Vonarstræti 4 sími 25500
'I'
r
Leiguíbúðir fyrir aldraða
Borgarráð Reykjavikur hefur ákveðið
að auglýsa eftir umsóknum um leiguibúð-
ir við Lönguhlið. fbúðir þessar eru 30 ein-
staklingsibúðir, sérstaklega ætlaðar öldr-
uðu fólki. Aætlaður afhendingartimi er i
september n.k.
Um úthlutun ibúða þessara gilda eftir-
taldar reglur:
1. Þeir einir koma til greina, sem náð hafa
ellilifeyrisaldri.
2. Leiguréttur er bundinn við búsetu með
lögheimili i Reykjavik s.l. 7 ár.
3. fbúðareigendur koma þvi aðeins til
greina, að húsnæðið sé óibúðarhæft eða
þeir af heilsufars- og félagslegum
ástæðum geta ekki nýtt núverandi ibúð
til dvalar.
4. Að öðru leyti skal tekið tillit til heilsu-
fars umsækjenda, húsnæðisaðstöðu,
efnahags og annarra félagslegra að-
stæðna.
Umsóknir skulu hafa borist húsnæðis-
fulltrúa Félagsmálastofnunar Reykjavik-
urborgar á þar til gerðu eyðublaði, eigi
siðar en fimmtudaginn 10. ágúst n.k.
BLAÐBERABÍÓ
Meistaraskyttan
Spennandi kúrekamynd í
litum
Aðalhlutverk Gilbert
Roland og Lome Greene
Sýnd kl. 1 e.h. i Hafnarbió laugardaginn
15. júli.
DJOWIUINN
Siðumúla 6