Þjóðviljinn - 22.07.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJ6DV1LJINN Laugardagur 22. jiill 1978
JÓN BERGSSON stendur hér viö hliö kraftblakk arinnar sem veriö var ahsetja upplHelguRE.
25 tonna kraftblökk
4 fá afnot af fræöi-
mannsíbúð í Jónshúsi
Stjórn húss Jóns Sigurös-
sonar hefur ákveðiö að
veita eftirtöldum aðilum
kost á afnotum af fræði-
mannsibúð hússins á tima-
bilinu 1. september 1978 til
31. ágúst 1979:
1. Dr. Þorkell Helgason,
dósent,og kona hans Helga
Ingólfsdóttir, tónlistar-
kennari.
2. Nanna ólafsdóttir,
saf nvöröur.
3. Jónas Pálsson, skóla-
stjóri.
4. Magnús Kjartansson,
fv. alþingismaður.
Að þessu sinni sóttu alls
25 manns um dvöl í fræði-
mannsíbúðinni á umræddu
tímabili.
Alþýðuorlof og MFA:
Aukið samstarf
nú fyrirhugaö
sett í nótaveiðiskip
— alíslensk smídi
S.l. nótt lauk vélsmiðjan
Þrymur við að setja 25
tonna kraftblökk í íslenskt
loðnuskip, Helgu R.E., en
þessi kraftblökk er al-
íslensk framleiðsla og sú
fyrsta sem smíðuð er hér-
lendis af þessari stærð.
Þjóöviljinn brá sér niður á
Granda i góða veðrinu i gærdag
og fylgdist um stund með loka-
vinnu verksins. Þar var fyrir Jón
Bergsson, sem er annar aðaleig-
andi Vélsmiðjunnar Þryms. —
Jón sagði i samtali við blaðið að á
undanförnum árum hefði verið
mjög mikið flutt inn af norskum
kraftblökkum. Fyrirtækið hefði
hins vegar um skeið smiðað
minni blakkir.en nú væri verið að
setja upp fyrstu stóru blökkina
sem smiðuð hefði verið hér á
landi. Norsku blakkirnar kosta á
milli 13 og 20 miljónir óuppsettar,
en þessi sem verið væri að setja i
Helgu R.E. kostaði 13 miljónir
uppsett. Jón sagði að búið væri að
panta 2 blakkir til viðbótar og
en fleiri hefðu skoðað framleiðsl-
una og sýnt þessu mikinn áhuga.
— Þá var Armann Friðriksson
eigandi Helgu R.E. tekinn tali og
hann spurður hvers vegna hann
kysi islenska blökk sem engin
reynsla væri komin á.
Ármann sagði að Þrymur
hefði mikla reynslu og þekkingu á
smiði kraftblakka þannig að ætla
mætti að hún myndi reynast vel.
Einnig væri hún ódýrari en þær
innfluttu og að auki væri hún full-
komnari þar sem hreyfimögu-
leikar hennar væru mun meiri.
Þess má að lokum geta að
Vélsmiðjan Þrymur var stofnuð
1963 og starfa nú á milli 40 og 45
manns hjá fyrirtækinu, en fyrir-
tækið hefur sérhæft sig i háþrýsti-
búnaöi, og slikur búnaður hefur
verið settur i fjölmörg islensk
fiskiskip.
—Þig
Aðalfundur Alþýðuorlofs
var haldinn 29. júní sl. að
Hótel Loftleiðum. Fundar-
stjóri var Snorri Jónsson,
starfandi forseti ASÍ, og
fundarritari Lúther Jóns-
son prentari.
1 skýrslu formanns kom fram,
að aöild að Alþýðuorlofi eiga nú
um 90 stéttarfélög innan Alþýðu-
sambands Islands, auk 4ra lands-
sambanda ASl, sem eru aðilar
fyrir öll sambandsfélög sin. Enn-
fremur eiga aðild að orlofssam-
tökunum Iðnnemasamband Is-
lands, Verkstjórasamband Is-
lands og Bifreiðastjórafélagið
Frami. 1 heild eru félagsmenn Al-
þýöuorlofs um 40 þúsund talsins.
1 skýrslunni var fjallað um þær
breytingar sem áttu sér stað á
siöasta ári i sambandi viö Ferða-
skrifstofuna Landsýn, en Alþýðu-
orlof var einkaeigandi ferðaskrif-
stofunnar. Eftir aukningu á
Verður heyfengur 20—30%
minni í haust en undanfarið?
Rætt viö Guöbjart Guömundsson, ráöunaut á Blönduósi
— Hér eru bændur nokk-
uð almennt byrjaðir slátt,
sagði Guðbjartur Guð-
mundsson, ráðunautur á
Blönduósi f viðtali við
blaðamann Þjóðviljans sl.
föstudag. — Þó mun slátt-
ur ekki hafa verið hafinn
að ráði fyrr en nú laust
fyrir siðustu helgi. En
menn biðu ekki eins lengi
eftir sprettu og þeir hafa
stundum gert undanfarið.
Hér er dálitið kal og mest er
það þó á Skaganum en þó eitthvað
víöast hvar i héraðinu. Hér
bræddi yfir allt i vetur nema
kannski þar, sem var djúpur
snjór. Ég hef verið að gera þvi
skóna, aö hér geti heyfengur oröiö
svona 20-30% minni en undanfar-
in ár.
Annars hefur heyskapur gengiö
all sæmilega.Það hafa verið hér
•þurrkaraðundanförnu þó að þoka
sé að visu i dag. Og ég hygg aö
það sé til, að einn og einn bóndisé
hálfnaður með heyskapinn,en það
heyrir samt til hreinna undan-
tekninga. Nú, til er það einnig, aö
sláttur sé ekki byrjaöur og svo
mun það yfirleitt vera á Skaga.
Votheysverkun fer hér heldur
vaxandi en þó hægt. Menn byggja
þá helst flatgryfjur. Annars er
sáralitið um byggingar hér i
sveitum i ár, eiginlega ekki nema
á tveimur bæjum, fjárhús á öðr-
um, en hlaða og votheysgeymsla
á hinum. Hinsvegar er töluvert
um það, að bændur komi sér upp
súgþurrkun og hefur Búnaðar-
sambandið nokkuð stutt að þvi.
Munu 20-30 bændur eiga i þeim
framkvæmdum nú. Ekki er þó
hægt að segja að súgþurrkun sé
hér almenn orðin. En eftir þetta
sumar gæti ég trúað að 1/4-1/3
bænda væri búinn að koma henni
upp. Við erum á seinni skipunum
með þetta og stafar það af þvi, að
hér er fremur þurrviðrasamt,
miðað við ýmsa aðra landshluta.
Ég tel, að súgþurrkunarfram-
kvæmdir þyrftu að njóta mun
betri fjármagnsfyrirgreiðslu en
nú gera þær.
Búnaðarsambandið er lengi bú-
ið að vera með byggingaflokk á
sinum vegum og er hann hið
mesta þarfaþing. Það kerfi er á
þessuhjá okkur, að þegar lánslof-
orð liggur fyrir þá lánar bankinn
vinnulaunin og fyrir einhverju af
efni og svo kaupfélagið það sem á
vantar. Þetta þýðir að bygginga-
flokkurinn getur yfirleitt skilað
byggingunum i úttektarhæfu
ástandi að hausti. Hinsvegar er
það, að þegar lánsloforð koma
seint, þá getur það valdiö erfið-
leikum með ráðningu á mann-
skap. Menn geta náttúrlega ekki
beðið von úr viti með aö ráða sig i
von um verkefni, sem þó er ekki
vitað fyrr en seint og um siðir
hvort nokkur verða eða engin. Og
það hefur auðvitað mikið að segja
að i þessu starfi séu sömu menn-
irnir ár eftir ár, mannaskipti i
þessum störfum eru óheppileg.
—mhg
Greinar um skipulags- og
borgarmál í bókarformi
Komin er út bók með greinum
um skipulags-og borgarmál eftir
Trausta Valsson arkitekt.
Flestar greinarnar hafa birst i
dagblööum og timaritum á
undanförnum árum en einnig
birtast i ritinu greinargerðir með
skipulagstillögum sem höfundur-
inn hefur unniö að. Með öllum
greinum eru ljósmyndir og upp-
drættir til nánari skýringar á efn-
inu.
Efni flestra greinanna fjalla
um málefni er varöa þróun skipu-
lags- og borgarmála i Reykjavik
og á höfuðborgarsvæðinu i heild.
Mun þetta vera eina ritið sem
út hefur komið um þessa mála-
flokka á seinni árum.
Bókin sem er fjölrituö mun
verða tU sölu i Bókabúð Máls og
menningar og hjá Bóksölu stúd-
enta.
Höfundur greinanna, Trausti
Valsson, stundaði nám I V-Berlln
i arkitektúr meö sérhæfingu I
skipulagi borgar. Að námi loknu
haustið 1972 hóf hann störf hjá
Þróunarstofnun Reykjavíkur-
borgar, þar sem hann hefur haft
margvisleg verkefni með hönd-
um. Má þar nefna viðtæka könn-
un á útivistar- og stofnanasvæö-
um, athugun á gamalli byggð i
Vesturbænum og Þingholtunum,
svo og skipulag framtiðar-
byggöasvæða Reykjavikur á svo-
kölluðu úlfarsfellssvæöi. Einnig
hefur Trausti tekiö þátt f nokkf-
Trausti Valsson, arkitekt.
um samkeppnum og þrisvar unn-
ið til verðlauna.
hlutafé fyrirtækisins eru eigendur
nú annars vegar Alþýðusamband
tslands og Alþýðuorlof og hins
vegar Samband islenskra sam-
vinnufélaga og Samvinnutrygg-
ingar. Siðan breytingar þessar
áttu sér staö hefur Landsýn verið
rekin i nánu samstarfi við Sam-
vinnuferðir undir sameiginlegri
framkvæmdastjórn.
Þá var og i skýrslunni gerð
grein fyrir þvi samstarfi sem Al-
þýðuorlof hefur tekiö upp við
Menningar- og fræöslusamband
alþýðu um skipulagningu sér-
stakra fræösluferða fyrir félags-
menn stéttarfélaganna. Er hér
um nýjan þátt i starfi orlofssam-
takanna að ræða undir heitinu
,,Að ferðast og fræðast”. Fyrsta
ferðin, sem farin var samkvæmt
þessu samkomulagi ALO og
Framhald á 14. siðu
Bíllinn
greiddur
aö fullu
Fyrirframaf-
greiðsla tefst um
einn og hálfan
mánud
Við sögðum frá því
fyrir nokkrum dögum
að þeir sem hefðu í huga
að kaupa sér nýjan
jeppa þyrftu að greiða
ein 250 þúsund fyrir-
fram, allt að 4 mánuð-
um áður en bifreiðin er
afhent, og það án nokk-
urra vaxta af innflytj-
andans hálfu.
Einn kaupandi væntanlegur
kom á blaðið til okkar i gær og
sagði sinar farir ekki sléttar.
Hann pantaöi sinn bil i vor
og greiddi inn á hann eins og
lög gera ráð fyrir.
1 mallok fékk hann þær upp-
lýsingar hjá bilainnflytjand-
anum, að hann myndi geta
fengið bil i júnilok, skip myndi
koma á kosningadaginn 25.
júni.
Ekki er hann búinn að fá bil-
inn enn. Samkvæmt siðustu
fréttum mun hann fá bilinn af-
hentan 10. ágúst.
Þó eru bilarnir komnir til
landsins og heim á lóð inn-
flytjandans, sem ætlar sér
einar 3 vikur til að gera þá
klára.
Innflytjandanum liggur hins
vegar ekkert á að skila af sér
bilnum, þvi hann hefur allt sitt
á hreinu. Maðurinn er nefni-
lega búinn að greiða verð biis-
ins aö fullu!
eng.