Þjóðviljinn - 22.07.1978, Qupperneq 3
Laugardagur 22. júli 1978 ÞJÚÐVILJINN — SIÐA 3
Eritrea:
ELF á í vök aö veriast
21/7 —I Reuter-fréttfrá Kassala i
Súdan (rétt hjá landamærum
Eritreu) segir, aö svo virðist sem
stjórnarher Eþiópiu sé nii I þann
veginn aö vinna sinn fyrsta meiri-
háttar sigur i yfirstandandi sókn
sinni á hendur sjálfstæöissinnum
i Eritreu, sem hófst fyrir fimm
vikum. Sækir Eþiópiuher meö
mikluliöi, studdu skriödrekum og
striösþotum, aö borginni
Tessenei, sem er samgöngumiö-
stööog markaður fyrir láglendið i
Eritreu vestanveröri. Sjálf-
stæöishreyfingin ELF hefur haft
borg þessa á valdi sinu siöan i
aprili fyrra, ensvo ernií að heyra
á talsmönnum ELF að hætta sé á
aðTessenei falli Eþiópum i hend-
ur.
ELF hefur kvatt til liðsauka aö
verja Tessenei, þar á meöal
heimavarnarliö bænda, sem
hversdagslega mun ekki taka
þátt i bardögunum viö hliö skæru-
liða hreyfingarinnar. En aö sögn
fréttamannsReutersá ELF erfitt
meö að einbeita liði sinu til varn-
ar borginni, þar eð hreyfingin á i
vökaö verjast fyrir sóknEþiópiu-
hers á tvennum vigstöðvum aust-
ar.
Bólivía:
Uppreisn hægriöfgamanna
— umsátursástand
21/7 — Herforingjastjórnin i Bóli-
viu lýsti i dag yfir umsátursá-
standi i landinu eftir aö stuön-
ingsmenn frambjóðanda hægri-
manna i nýafstöðnum forseta-
kosningum geröu uppreisn i
nokkrum borgum með stuöningi
nokkurs hluta hersins. Kosning-
arnar fóru fram 9. þ.m., og sam-
kvæmt tilkynntum úrslitum vann
frambjóðandi hægrimanna, sem
herforingjastjórnin studdi, hers-
höfðingi aö nafni Juan Pereda
Asbun, með miklum meirihluta
atkvæða.
Andstæöingar herforingja-
stjórnarinnar sögöu kosningatöl-
urnar marklausar, þar eð stuön-
ingsmenn Pereda heföu framiö
griöarlegt kosningasvindl. og er-
lendir aðilar, sem fylgdust meö
kosningunum, voru þar á sama
máli. Sá herforingjastjórnin sér
þá ekki annað fært en að lýsa
kosningaúrslitin ógild. Yfirvöld
hafa heitið öðrum kosningum inn-
an sex mánaöa, og ætla herfor-
ingjarnir aö fara meö völd þang-
aö til. Hugo Banzer, forsprakki
herforingjanna frá valdaráni
þeirra I byrjun áratugsins, mun
þó vikja úr forsetaembætti i
ágúst.
Harðlinumenn meðal hægri-
manna undu þvi hinsvegar ekki
að Pereda skyldi ekki fást settur
inn I embætti forseta og geröu
þvi uppreisnir I Santa Cruz i aust-
urhluta landsins, Cochabamba i
miöju landinu og i Potosi-hérað-
inu sunnanvert. 1 Potosi-héraöi,
þar sem námuvinnsla er mikil,
hafa vinstrimenn mikið fylgi og
eru árekstrar þar tiöir milli her-
manna og vinstrisinnaöra námu-
manna. Enn viröist allt á huldu
um það, hvernig herforingja-
stjórnin bregst viö uppreisn hinna
ofstækisfyllstu meðal stuönings-
manna sinna.
Carter mundi lita dópneysiu starfsmanna sinna mjög alvarlegum aug-
um.
Hvita húsið
21/7 — Jody Powell, blaðafulltrúi
Carters Bandarikjaforseta, sagði
i dag aö sér væri ómögulegt aö
komast á snoöir um, hvort starfs-
menn Hvita hússins neyttu mari-
júana eða kókains. Powell sagöi
þetta eftir að Peter Bourne lækn-
ir, fyrrum aðalráðgjafi Carters
um heilbrigðismál og fiknilyfja-
neyslu, lét hafa eftir sér aö hann
héldi að starfsmenn forsetaem-
bættisins notuöu marijúana i
í dópinu?
stórum stil og kókain endrum og
eins.
Powell þótti vissara aö taka þaö
fram, að Carter forseti væri mjög
á móti slikri neyslu starfsmanna
sinna. — Bourne sagöi af sér i gær
eftir aö hafa viðurkennt, að hafa
falsað lyfseöil út á mjög sterkt lyf
fyrir konu, sem starfaöi hjá hon-
um. Þetta lyf er ætlað gegn þung-
lyndi og er misnotkun þess sögð
mjög algeng.
Kona Slepaks ákærð
21/7 — Mariu Slepak, konu
Vladimirs Slepak, andófs-
manns af gyðingaættum,
hefur verið stefnt fyrir
rétt i Moskvu, og er hún
sökuð um óspektir á al-
mannafæri. Eiginmaður
hennar var í s.l. mánuði
sakaður um það sama og
dæmdur til fimm ára út-
legðar frá heimahögum.
Slepak-hjónin voru hand-
tekin í s.l. mánuði er þau
höfðu tekið sér stöðu á
svölum íbúðar nokkurrar í
Moskvu og héldu á lofti
spjaldi, sem á var letruð
krafa um vegabréfsáritun
til ferðar úr landi.
AUGLÝSINGASTOFA KRISTlNAR 15.28'
Enn eykur Olíufélagið þjónustu sína.
^ lú :' : «i 1
Olíufélagið hefur endurbyggt bensínstöð sína og verslun
í Fossvoginum og býður þar upp á fyrsta flokks þjónustu.
HRAÐVIRKAR RAFEINDADÆLUR
Eitt ár er síðan Olíufélagið tók að nota hraðvirkar
rafeindadælur á bensínsölustöðum sínum. Þeim fjölgar stöðugt og
nú bætist Nesti í Fossvogi í hóp þeirra.
RÚMGÓÐ VERSLUN
r
I versluninni, sem er helmingi stærri og rúmbetri en áður,
býðst nú fjölbreytilegt vöruúrval.
ÞVOTTAAÐSTAÐA
Og þvottaplanið, stendur sem fyrr, fyrir sínu.
VERTU VELKOMINN í FOSSVOGINN
Olíufélagið hf
h ijl i n'1$. ■ /" / J
l-jJ .+•*
jp|rif 1 ~ [ 1 '
tsso fr , f :
| <B>cs vsx Ú