Þjóðviljinn - 22.07.1978, Page 5
Laugardagur 22, júli 1978 ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 5
Samnorrænir sjónvarpshnettir innan fárra ára?
Hvað er NORDSAT?
Furðulitið hefur verið
fjallað um þetta sam-
norræna sjónvarpsfyrir-
bæri hérlendis, þrátt
fyrir þá staðreynd, að
verði áætlunin fram-
kvæmd, mun sjónvarps-
neysla gjörbreytast á ís-
landi og hinum Norður-
löndunum og einnig má
búast við að menning-
ar og félagslif taki
stakkaskiptum. — Þjóð-
viljinn sneri sér til
Njarðar P. Njarðvík til
að forvitnast nánar um
hina fyrirhuguðu sam-
norrænu sjónvarpsáætl-
un.
— Hvenær varð NORDSAT -
hugmyndin til?
— Þessihugmynd varð upphaf-
lega til, þegar umræður hófust
um aukna samvinnu Norðurlanda
i Utvarps- og sjónvarpsmálum.
Hugmyndin var að senda út nor-
ræna dagskrá, og var kallað
sænska heitinu ,,TV över
gránserna”. Ætlunin var að
senda sér á öllum Norðurlöndum.
Siðan kemur til sögunnar sií til-
laga að skjóta upp gervitungli.
Mérerekkialveg ljóst, hvaðan sú
hugmynd er komin, en hUn var
gerð undir þvi yfirskini, að það
eigi að auka menningarleg sam-
skipti milli Norðurlanda.
— Hvernig er NORDSAT -
áætlunin hugsuð i framkvæmd?
— Hér er um að ræða tvö gervi-
tungl, sem ætlunin er að skjóta á
loft, og á annað að ná yfir Dan-
mörku, Noreg, Sviþjóö og Finn-
land, en hitt þekur landsvæði ís-
lands, Grænlands og Færeyja.
Gert er ráð fyrir, að i hverju
landi megi sjá i heild sjónvarps-
dagskrá hinna landanna. Og þá
ekki einvörðungu norrænt efni,
heldur allt efni, sem flutt er.
— Hver er áætlaður kostnaður
við NORDSAT?
— Kostnaðurinn er tvenns kon-
ar. Ifyrsta lagi er hér um að ræða
kostnað við að skjóta gervihnött-
unum á loft og halda þeim við.
Þessi kostnaður er þá gr eiddur af
rikisstjórnum viðkomandi Norð-
urlanda, mö.o. borgaður með
opinberu fé. 1 öðru lagi verður að
taka með i reikninginn kostnað
einstakra sjónvarpsneytenda. Til
að ná NORDSAT-dagskránum á
skjáinn, verða menn að kaupa
þrenns konar tæki: Spegilloftnet,
sem sett er á hUsþakið, „Trans-
formator” sem er settur milli
loftnets og sjónvarps, og breytir
bylgjum i mynd, og þá þurfa
menn svonefndan „Tex decoter”,
sem gerir fólki kleift að velja
texta á einhverju Norðurlanda-
málanna.
Ef þetta er allt saman lagt
saman, nemur upphæðin 80
miljörðum sænskra króna eða
4600 miljarðir isl. króna. Þessi
tala er byggð á fjölda sjónvarps-
neytenda á Norðurlöndum.
Það er áætlað að það kosti Is-
lenska rikið 800 miljónir — 1 mil-
jarð isl. króna — á ári að reka
sinn hluta af NORDSAT-áætlun-
inni.
NU vakna spurningar: Er
þetta gert til að auka menningar-
samstarf Norðurlandanna? A að
leggja alla þessa peninga i það
eitt, að fólk horfi á sjónvarp? í
öðru lagi: Ef islenska rikið leggur
fram 800 miljónir á ári til að við
getum séð prógrömm frá öllum
Norðurlöndunum, er sú fjárhæð
ekki i nokkru samræmi við fjár-
framlög rikisins til menningar-
mála að öðru leyti.
Hins vegar er auðsýnilegt,
hverjir munu hagnast á þessu,
nefnilega framleiðendur, um-
boðsmenn og seljendur rafeinda-
útbúnaðar. A bak við NORD-
SAT-fyrirtækið má greina fjöl-
þjóðlega auðhringi á borð
við General Electric, Hughes
Aircraft, NASA, LM Erics-
son og fleiri. Þarna má eygja
dæmigerð vinnubrögð alþjóð-
legra auðhringa, þ.e. að búa til
nýjan markað og skapa nýja
þörf, sem áður hefur ekki verið
til. Það er vaxandi skoðun mjög
margra á Norðurlöndum, að
NORDSAT-áætlunin muni fyrst
og fremst vinna i þágu þessara
auðhringja. Þá lit ég svo á, að
meginforsendan, sem upp er gef-
in: að efla menningartengsl
Norðurlanda, sé fölsk.
— Hvað með menningarpóli-
tiska hlið máisins?
— Ef við byrjum á Islandi, þá
þarf NORDSAT-Vest, eða „okkar
hnöttur” að hafa 5 sjónvarpsrás-
ir, og þaraf eiga Danir að ráða
tveimur, sem ná munu Grænlandi
og Færeyjum. Jafnframt munu
þessar rásir ná Islandi. Þetta
mun hafa i för með sér að fram-
boð á sjónvarpsefni á Islandi mun
tifaldast, eða breytast Ur uþb. 35
stundum á viku I uþb. 400 stundir
á viku.
Ekkert hefur verið kannað
hvaða menningarleg og félagsleg
áhrif NORDSAT muni hafa á lif
þessara þjóða. Og ég veit ekki til
þess, að málið hafi nokkurn tim-
ann komið til umræðu á Alþingi.
Ef þessi áætlun nær fram að
ganga, mun hún einnig hafa i för
með sér minnkun á framboði á
islensku efni. íslenskt efni er
núna um 3040% af heildarefni
Njörður P. Njarðvik
Sjónvarpsins, en mun þá minnka
niður i 5% af framboðnuefni. Það
er óhætt að fullyrða það, að þetta
mun hafa þá hættu I för með sér
að framleiðsla á innlendu sjón-
varpsefni hinna minni málssvæða
mun eiga miklu erfiðara upp-
dráttar, ef NORDSAT verður að
veruleika.
— Hver eru hin minni máls-
Þá þótti sumum okkar kynlegt,
að það ætti einungis að ræða við
listamenn um lögfræði og ekkert
annað. Nú er önnur sérfræðinga-
nefnd, sem á að rannsaka
menningarpólitisk áhrif og dag-
skárstefnu. Svo einkennilega
bregður við að i þeirri nefnd sitja
eingöngu fulltrúar ráðuneyta og
sjónvarpsstöðva.
Okkur fannst að það væri eðli-
legast aðræða fyrst við listamenn
um menningarpólitisk áhrif áður
en farið væri að ræða um lög-
fræði. Þess vegna hafa bæði is-
lenskir og norskir listamenn
mælst til þess, að þessi menning-
arpólitiska nefnd verði stækkuð
og þeir fái fulltrúa I henni. Við
gerðum samþykktum þetta efni á
fundi sem listsamtökin héldu
með sér 29. júni sl. Einnig var
samþykkt, að menntamálaráðu-
neytið setti á stofn nefnd, sem
rannsakaði menningarpólitisk
áhrif á Island sérstaklega,og enn-
fremur var skorað á Norrænu
ráðherranefndina að hliðstæð
könnun yrði látin fara fram á
áhrifum NORDSAT á menningu
Færeyinga, Grænlendinga og
Sama, með fullri aðild þessara
menningarsvæða sjálfra.
— En fær ekki islenskt efni
aukinn markað með tilkomu
NORDSAT I huga teiknarans Carlos. Ekki spurning um aukin menningartengsl miili Norðurlanda,
heldur um auðfengna afþreyingu.
svæði á Norðurlöndum?
— Ég er með þrjú
menningarsvæði i huga, Færeyj-
ar, Grænland og landssvæði
Sama. Þessar þjóðir hafa aldrei
verið spurðar neins og aldrei átt
fulltrúa i neinum nefndum, sem
um NORDSAT hafafjallað. Einn-
ig mætti nefna islensku og ný-
norsku i tölu minni málssvæða.
— Hvernig stendur eiginlega á
þvi, að formaður Rithöfundasam-
bandsins er farinn að hugsa svo
mikið um NORDSAT?
— Fyrir uþb. ári eða svo, var
ýmsum stofnunum og félögum
gefinn kostur á að segja álit sitt á
NORDSAT, og þar á meðal sam-
tökum listamanna á Norðurlönd-
um. Þau svör, sem bárust, voru
yfirleitt neikvæð. Engu að siður
var islensku listamannasam-
tökunum boöið til fundar að ræða
við fulltrúa þeirrar nefndar, sem
rannsakar hina lagalegu hlið
málsins (Juridiska Expert
Gruppen). SU nefnd fjallar aðal-
Iegaum áhrif NORDSAT á stöðu
flytjenda og eigenda höfundarétt-
ar. Þar vorum við beönir að til-
nefna fulltrúa á fund, sem hald-
innverður iKaupmannahöfn þ. 15
september og mun fjalla um
hvernig hægt sé að semja við
listamenn.
NORDSATs?
—- Þessu hefur stundum verið
haldið fram, að Island fengi
þarnanýjanogaukinnmarkað, ef
svo mætti komast að orði. Þetta
tel ég að sé hin mesta fjarstæða,
bæði vegna þess, að islenskt sjón-
varpsefni mun verða litt sam-
keppnisfært vegna fjárskorts og
ófullnægjandi tæknibúnaðar, og
auk þess óttumst við, að gerð Is-
lensks sjónvarpsefnis muni drag-
astsaman.Sáóttikom likafram i
svari Rikisútvarpsins, þegar það
lét i ljós álit sitt á fyrirbærinu
NORDSAT. Við getum tekið dæmi
um þetta.
Islenskt leikrit er sent Ut sam-
timis og verið er að sýna norska,
danska, tvær sænskar og etv.
þrjár finnskar dagskrár, og af
þeim hluta verða meir en
helmingur breskur eða amerisk-
ur. Þá spyr maður sjálfan sig,
hversu margir munu horfa á hið
islenska leikrit?
I þessu sambandi má ekki
gleyma þvi, að Nordvision, sem
er samstarfsröö, þar sem
norrænar stöðvar skiptast á efni,
og sem hefur verið helsti mögu-
leiki fýrir íslensk leikrit að ná til
annarra Noröurlanda, fellur nið-
ur.
Framhald á 14. slðu