Þjóðviljinn - 22.07.1978, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 22.07.1978, Qupperneq 11
Laugardagur 22. júll 1978 frJQÐVILJINN — SIÐA 11 Deilur um hraðbrautarlagningu i Garðabæ Undirskriftasöfnun hafín til að mótmæla ákvörðun meirihlutans ' - ■" •* . $r* * : : -—* ^••,; ...& XfJéiff- I A þessari yfirlitsmynd sjást þær tillögur sem fram hafa komi um framtíöarumferðaræð um Garðabæ. Þessa dagana er að hefjast undirskriftasöfn- un meðal íbúa Garðabæj- ar til að mótmæla á- kvörðun meirihluta bæjarstjórnarinnar þar um breikkun Hafnar- fjarðarvegar, þar sem hann liggur gegnum bæ- inn, úr tveimur akreinum i 4. Um nokkurra ára skeið hefur staðið yfir nokkurs konar „hrað- brautarstrið" i Garðabæ. Málavextir eru i stuttu máli þeir að árið 1967 sendi Vegagerð rikisins frá sér áætlun um að gera Hafnarf jarðarveg að hraðbraut með 2 til 3 akreinum i hvora átt. Þessari áætlun var mótmælt af hálfu Garöbæinga á borgarafundi árið 1976. Bæjar- stjórnin tók þá ákvörðun um að knýja á um byggingu Reykja- nesbrautar frá Breiðholti meö tengingu við Keflavikurveg hjá Setbergi. Skipuð var þó nefnd til að gera tillögur um framtiðar- lausn umferðar i gegnum Garðabæ. Nefndin skilaði álits- gerð þar sem þrir valkostir komu fram. í fyrsta lagi að breikka Hafnarfjarðarveg þar sem hann liggur nú, með svo- nefndum planfrium gatnamót- um þ.e. slaufugatnamótum þar sem umferðin er á tveimur hæö- um. Nefndin hafnaði sjálf þess- um valkosti. Annar valkosturinn var breikkun Hafnarfjarðarvegar án planfrirra gatnamóta. Nefndin hafnaði einnig þessum valkosti. Þriðji valkosturinn var að Hilmar Ingólfsson leggja nýjan veg frá Arnarnes- læk vestan Hraunholts og i Engidal, þ.e. færa veginn niður að sjónum, en núverandi Hafnarfjarðarvegur haldist i ó- breyttri mynd og verði innan- bæjargata. Núverandi bæjarstjórn hefur hins vegar valið valkost númer 2, sem öll nefndin hafnaði á sin- um tlma. 1 tilefni af þessu hitamáli sem komið væri upp I Garðabæ hafði Þjóðviljinn samband við Hilmar Ingólfsson fulltrúa Alþýðu- bandalagsins i bæjarstjórn Garðabæjar og bað hann aö út- skýra kosti og galla valkostanna og hvers vegna minnihlutinn hefði staðið á móti ákvörðun meirihlutans að velja valkost númer 2. — Helstu rök meirihlutans i bæjarstjórninni, sagði Hilmar, eru að með þvi að leggja veginn niður við sjó, þá myndi bygg- ingaland i Hraunsholti fara for- görðum, auk þess að það yröu lengri tafir á þvi að viðunandi samgönguæð verði lögð um Garðabæ. Rök okkar fyrir þvi að styðja valkost númer 3 eru þau að við teljum að vilji ibúa Garðabæjar sé á þá vegu, sem undirskriftasöfnunin mun sanna. Þá höfum við bent á að þeir skipulagssérfræðingar sem fjallað hafa um málið mæla með þessum valkosti sem neíndin taldi æskilegastan, en i nefnd- inni sátu m.a. núverandi vega- málastjóri, borgarverkfræð- ingur Reykjavikur, fulltrúi skipulagsstjóra rikisins, yfir- verkfræðingur Vegagerðar- innar o.fl. Þá má nefna að ef núverandi vegstæði verður val- ið þá verður byggðarlagið klofið af einni mestu umferðaræð landsins. Umferð skólabarna yrði hættulegri þar sem þau þurfa að fara a.m.k. sex sinnum á dag yfir veginn til að sækja skólann, en skólinn er tviskiptur eins og kunnugt er. Hávaði og mengun mun aukast við veginn, þvi breikkunin mun bjóða upp á umferð stærri flutningatækja. Skipulagssérfræðingar hafa sagt að nauðsynlegt sé fyrir Garðabæ að fá innanbæjarteng- ingu, en með breikkuninni yrði hún úr sögunni. Þá má nefna þau rök við framkvæmdir við veginn á núverandi vegstæði myndi valda 2-4 mánaða um- ferðaröngþveiti við Garðabæ. — Margir eru þeirrar skoð- unar að ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar sé endanleg. Staðreyndin er hins vegar sú að tillagan um breikkun Hafnar- fjarðarvegar liggur frammi og geta ibúar Garðabæjar komið á framfæri athugasemdum við hana allt til 5. ágúst. Endanleg ákvörðun um legu vegarins verður siðan tekin af ráðherra að fenginni umsögn skipulags- stjóra rikisins. Sem flest mót- mæli við ákvörðun meirihlutans frá Garðbæingum auka likurnar á þvi að ákvörðuninni verði hnekkt af ráðherra. Ég vil þvi hvetja alla ibúa Garðabæjar til að skrifa undir undirskriftalist- ana sem munu ganga næstu daga, en að þessari undir- skriftasöfnun standa einstakl- ingar úr öllum flokkum sem hafa áhuga á þvi að stuðla að sem öruggastri byggðarþróun I bæjarfélaginu, sagði Hilmar að lokum. —Þig Hálft orlofið í eina tönn! Er eðlilegt að borga fyrir tvo tíma hjá tann- lækni tæpar 70 þúsund krónur þegar viðgerðin fólst í því að setja nýja krónu á framtönn úr postulins- eða plastefn- um? Maður nokkur kom með reikning til Þjóðviljans upp á þessa upphæð fyrir ofangreint verk. Maðurinn lét það fylgja með, aö ef um báðar tennurnar hefði verið að ræða þá hefði það kostað hann orlofspeninga hans þetta árið. Maðurinn hafði þá beðið um sundurliðun á reikn- ingnum en ekki fengið. Þjóðviljinn hafði samband við Kristján H. Ingólfsson formann tannlæknafélagsins og spurði hann hvort þetta gæti talist eðli- legt verð fyrir svipaða viðgerð. Kristján sagði ákaflega erfitt að meta kostnað við viðgerðir ef ekki lægju allar upplýsingar fyrir um eðli viðgerðarinnar, en taldi að þetta verð væri ekki ó- eölilegt þó hærra væri. Kristján var þá spurður að þvi hvernig taxtar tannlækna væru settir upp. Hann svaraði þvi til, að erfitt væri að skýra frá þvi i stuttu máli. Taxtarnir væru svo margbreytilegir eftir aðstæö- um. T.d. væru sértaxtar fyrir börn og unglinga, sértaxtar fyrir vangefna o.s.frv. Auk þess væru viðgerðirnar af svo mörgu tagi og mismunandi efni væru notuð við þær. —Þig Skálholtshátíðin er á sunnudag MISJÖFN SPRETTA Á SÖNDUNUM — en heyskaparhorfur annars þokkalegar, segir Egill á Seljavöllum Hin árlega Skálholtshátið verð- ur á sunnudaginn 23. júli. Ferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11 árdegis og heim frá Skál- holti kl. 18. Hátiðin hefst með klukkna- hringingu kl. 13.30, en siöan er organleikur og lúöraþytur. Við messuna predikar biskupinn yfir Islandi hr. Sigurbjörn Einarsson. Að lokinni messu verður sam- koma I kirkjunni. Aðalræðumaö- ur þar veröur Björn Þorsteinsson prófessor. — Sláttur er hafinn hér i sýsl- unni og er raunar langt siðan þeir fyrstu byrjuðu, sagði Egill Jóns- son, ráðunautur á Seljavöllum i viðtali við blaðamann Þjóðviljans i gær. (fimmtudag). — Þeir byrjuðu slátt austur i Lóni 20. júni, a.m.k. Þorsteinn á Reyöará og einn eða tveir aðrir, hélt Egill áfram. — Svo upp úr mánaðamótunum hefur þeim bændum smáfjölgað, sem byrjað hafa slátt þótt ekki sé hægt að segja, að heyskapur sé almennt hafinn ennþá. Enn eru þeir æði margir, sem ekki eru byrjaðir. Sandarnir eru misjafnlega sprottnir. Sumt af þeim hefur staðið af sér þurrkana en annað ekki en júnimánuöur var þurr en siðari hluti maimánaðar aftur ákaflega blautur. Af þvi leiddi aö menn áttu i erfiðleikum með að bera I túnin. Hinir, sem búnir voru að bera á fyrir miðjan mai, eiga ágætar slægjur. Hinsvegar eru þau tún, sem ekki fengu áburð fyrr en i júnlmánuði og voru þá lika beitt, eins og algengt er, tæp- lega spróttin ennþá. tJtlit er ann- ars fyrir að spretta verði hér yfir- leitt alveg með eðlilegu móti. En nokkur hluti af söndunum á þó, eins og ég sagði, mjög erfitt upp- dráttar, vegna þurrka. Og það er hið eina, sem gæti bent til þess, eins og sakir standa, að einhverj- ir bændur verði ekki nógu vel heyjaðir á haustnóttum. — Tún eru hér óskemmd, kals gætir ekki. Heyþurrkur hefur veriö ágætur og menn eru I óða önn að hirða inn það, sem búið er að losa, En ég vil náttúrlega leggja áherslu á það, sagði Egill Jónsson, að þrátt fyrir það, sem ég hefi hér sagt, þá er heyskapur ennþá að verulegu Á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld/ fimmtudags- kvöld# voru kosnir vara- menn í skupulagsnefnd, 7 fulltrúar auk varafulltrúa og formanns i veiði- og fiskiræktarráð/ stjórnar- maður í stjórn Sparisjóðs- ins Pundsins/ auk tveggja endurskoðenda og fimm varamenn i stjórn Borgar- bókasafns Reykjavíkur. Voru öll embættin miðuð við lok kjörtima borgar- stjórnar, nema embætti stjórnarmanns í spari- sjóðsstjórnina, sem kosið var i til fjögurra ára og embætti endurskoðenda sparisjóðsins/ sem kosnir voru til eins árs. Varamenn i skipuíagsnefncf voru kosnir Gunnar H. Gunnars- son (G), Finnur Birgisson (A), Helgi Hjálmarsson (F), Magnús Jensson (D) og Ólafur B. Thors (D). leyti ráðinn. Meginhluti sumars- ins er enn eftir. Hvað kartöfluræktina áhrærir þá held eg að hún hafi ekki orðiö fyrir miklum áföllum. Ég veit um einn garð, sem nokkuð fauk úr i roki hér um daginn en að öðru leyti er vöxtur kartaflna hér, miðað við árstima, með eðlileg- um hætti. Og töluvert meira var sett niður af útsæði hér nú en áður hefur verið. Varamenn i stjórn borgarbóka- safns voru skipaðir eftirtaldir: Sigrún Klara Hannesdóttir (G), Sigurður Helgason (A), Aslaug Brynjólfsdóttir (F), Haraldur Blöndal (D) og Linda Rós Mika- elsdóttir (D). I stjórn Sparisjóðsins Pundsins var kosinn til fjögurra ára Guð- mundur Þorláksson, en endur- skoðendur til eins árs þeir Þor- steinn Sveinsson og Magnús Hreggviðsson. I Veiði- og fiskiræktarráð voru kosnir Kristján Gislason (G), Hákon Aðalsteinsson (G), Eggert G. Þorsteinsson (A), formaður, Garðar Þórhallsson (F), Ragnar Júliusson (D), Haukur Pálmason (D) og Davið Oddsson (D). Vara- fulltrúar voru kosnir þau Guð- mundur Þ. Jónsson (G), Alfheið- ur Ingadóttir (G), Hörður Ósk- arsson (A), Ólafur Karlsson (B), Guðni Jónsson (D), Ingvi Hrafn Jónsson (D) og Ólafur Jensson (D). 1 öll ofangreind embætti bárust tillögur um jafnmarga og kjósa átti, þannig að sjálfkjörið varð I allar nefndir. —jsj. Kosid í borgarnefndir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.