Þjóðviljinn - 26.07.1978, Blaðsíða 9
Miftvikudagur 26. júli 1978 ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 9
þegar haft er i huga aö fjárfest er
i byggingaiönaöi fyrir nálægt 100
miljarða árlega og vitaö er aö
þessi iönaður á viö margháttuð
vandamál viö að striða.
Fá ekki aö fjölga sérfræð-
ingum
— Er það ekki orðiö mikiö
vandamál hjá ykkur á stofnuninni
aö þiöfáið ekki aö fjölga sérfræö-
ingum?
— Það er óhætt aö segja þaö. Nú
eru starfandi 10 sérfræöingar á
stofnuninni. Viö fáum ekki heim-
ild fyrir þvi að fjölga þeim þótt
viö gætum fjármagnað þaö. Þetta
er þaö mikilvægur iðnaöur i land-
inu aö nauösynlegt er aö hafa
sem flesta sérfræöinga. Við get-
um spurt okkur þessara spurn-
inga t.d.: Hvaöan eiga umbæt-
urnar aö koma i byggingariön -
aöi? Hver á aö sjá hönnuöum og
iönaðarmönnum fyrir tæknileg-
um upplýsingum? Hver á aö segja
til um orsakir byggingarskaöa
sem fram koma? Hver á aö prófa
öll „undraefnin” sem flæöa inn á
markaöinn? Rannsóknarstofnun-
in á aö sjá um þetta, en ef hún á
að geta sinnt þessu verkefni, þá
veröur að skapa henni þau starfs-
skilyrði sem nauösynleg eru,
þ.á m. fjölga starfsliöi og bæta
tækjakostinn og veita henni fjár-
hagslegt svigrúm til aö fram-
kvæma tilraunastarfsemi meö
nýjungar i byggingariönaði.
— Ef viö snúum okkur aö verk-
efnum Rannsóknastofnunar
byggingariönaöarins: Hvernig
hefur stofnuninni tekist aö upp-
fylla þá verkefnaskrá sem henni
er sett samkvæmt lögum?
Verkefnin mjög fjölbreytt
— Ég tel aö stofnuninni hafi
tekist þaö nokkuö vel. Höfuö
rannsóknarverkefnin eru: Bygg-
ingatæknilegar rannsóknir, stein-
steypurannsóknir, jarötæknileg-
ar rannsóknir og vegageröar-
rannsóknir. Viö höfum unniö aö
þvi aö lækka byggingakostnaö
meö ýmsum tilraunum og bæta
byggingagerð og koma upp nýj-
um aöferöum viö mannvirkjagerö
Viö höfum annast undirbúning aö
hönnun virkjana og hafna, og
þannig má lengi telja.
— Stofnunin hefur hins vegar
lltiö sinnt húsnæöisrannsóknum,
t.d. félagsfæðilegum rannsókn-
um er lúta að nýtingu húsnæöis og
stærö meö tilliti ti! tekna osfrv.
Okkur hefur vantað heimild til aö
ráöa sérfræöing til að sinna þessu
verkefni.
— Þá má nefna aö litiö hefur
veriö sinnt bæjarskipulagi. Viö
höfum þó nýveriö ráðið ungan
arkitekt menntaðan i Finnlandi
til að huga aö þessu verkefni,og
má vera aö það verði upphafið að
viötækari rannsóknum á þessu
sviði.
Aö siðustu má geta þess aö
vatnsvirkjarannsóknir hafa ekki
veriö stundaöar af þessari stofn-
un, en Straumfræðistofnun Orku-
stofnunar hefur annast þær. Aö
ööru leyti höfum viö sinnt þeim
verkefnum sem okkur er gert aö
sinna samkvæmt lögum.
útgáfustarfsemi
— Útgáfustarfsemi er nokkuð
snar þáttur i starfsemi stofnunar-
innar. Gætiröu að iokum gert
stuttlega grein fyrir henni?
— Rannsóknum sem sérfræö-
ingar og rannsóknamenn stofn-
unarinnar vinna aö er ailtaf lokið
meö skýrslum. Þessar skýrslur
eru síöan grundvöllurinn aö út-
gáfustarfsemi stofnunarinnar.
Útgáfan er tvennskonar: 1 fyrsta
lagi gefum við út svonefnd sérrit
sem eru bæklingar allt aö 250
blaösiðum aö stærö og fjalla um
hin ýmsu afmörkuðu bygginga-
fræðileg sviö. Sem dæmi má
nefna rit um hljóðtæknifræði,
visitölu byggingahluta, múr- og
múrblöndur, oliumalarvegi,
steinsteyputækni, viöloðun I oliu-
möl og malbiki og m.fl.
1 öðru lagi gefum viö út svo-
nefnd Rb-blöö sem eru upp-
lýsingablöð er send eru áskrif-
endum. Blöð þessi eru sett i þar til
gerðar möppur og er mappan að
verða að allmyndalegri handbók
um byggingatæknileg efni.
—Þig
Bandaríkin 2,6 (1971)
Holland 2,3 (1971)
Sviss 2,0 (1971)
Frakkland 1,8 (1970)
Belgía 1,3 (1969)
Noregur 1,2 (1971)
Ítalía 1,0 (1971)
Bretland 2,4 (1970)
Þýskaland 2,2 (1971)
Japan 1,9 (1972)
Svíþjóö 1,5 (1971)
Kanada 1,2 (1971)
Danmörk 1,0 (1970)
Finnland 0,9 (1971)
irland 0,8 (1971)
island 0,4 (1969)
Spánn 0,2 (1970)
Austurríki 0,7 (1970)
Grikkland 0,2 (1969)
Þessi tafla sýnir framlög til rannsókna I efnahagssamvinnulöndunum
(OECD) sem hundraöshluta af vergri þjóöarframleiöslu á árunum
kringum 1970.
Heimild: Rannsóknarstofnun byggingariönaöarins. Skýrsla um störf
1974 og 1975, bls. 6.
Skipulag oft orsök umferðarslysa
r
Rætt vid Ola Hilmar Jónsson arkitekt og skipulagsfræöing
i viðtali Þjóðviljans við
Harald Ásgeirsson for-
stjóra Rannsóknarstofn-
unar byggingariðnaðarins
kom m.a. fram að stof nun-
in hefði nýlega ráðið sér-
fræðing sem meðal annars
kæmi til með að vinna við
einn þann þátt, sem hefði
orðið útundan i starfsemi
stofnunarinnar á þeim 13
árum sem hún hefur starf-
að, þ.e. bæjarskipulag. Sá
sem ráðinn var heitir óli
Hilmar Jónsson, en hann
lauk prófi í arkitektúr og
skipulagsfræðum frá há-
skólanum í Oulu í Finn-
landi um sl. áramót. Þjóð-
viljinn hafði samband við
óla Hilmar og bað hann að
skýra frá hvernig stofnun-
in hyggðist sinna þessu
verkefni og hans hug-
myndum um skipulagsmál
almennt.
Upplýsingasöf nun og
útgáfustarfsemi
— Skipulag bæja er að mörgu
leyti mjög erfiöur og viðtækur
málaflokkur. Rannsóknir á skipu-
lagi eru engan veginn aðgengileg-
ar, en ég get vel imyndað mér að
stefnan verði mótuð I þessum efn-
um mjög fljótlega. Einn af verk-
fræðingum stofnpnarinnar hefur
raunar unnið að snjóflóðarann-
sóknum á Austurlandi og segja
má að þau mál komi inn á skipu-
lag, þannig að þetta tvinnast allt
saman.
— Þegar vinna að skipulags-
málum hefst fyrir alvöru er eðli-
legt að það gerist i samvinnu við
ýmsa aðila, bæði einstaklinga,
fyrirtæki og opinberar stofnanir
til að sem bestur árangur náist.
Bein upplýsingastarfsemi I út-
gáfusniðiværisiðanæskileg. Eins
og flestum er kunnugt er útgáfu-
starfsemi Rannsóknarstofnunar-
innar töluverö; nægir þar aö
nefna visi að eigin byggingaleiö-
beiningakerfi i formi lausblaöa
sem stöðugt er unnið að og eykst
með ári hverju. Gunnlaugur
Pálsson arkitekt deildarstjóri hér
á stofnuninni hefur mikið unnið
að þessum málum og er það til
fyrirmyndar hversu vel hefur til
tekist.
Ég get vel imyndað mér að
gera mætti úttekt á skipulagi
eldri hverfa, t.d. með umferðat-
fræðilegar breytingar i huga og i
samvinnu við viðkomandi yfir-
völd og stofnanir. Hins vegar mun
stofnunin tæpast vinna að gerð
skipulagsdrátta, þ.e. búa til aðal-
og deiliskipulag fyrir sveitarfélög
þvi það er i verkahring annarra
stofnana.
Lítil áhersla á
umhverfið
— Er mögu ábótavant i skipu-
lagsmálum á tslandi?
— Viö Islendingar höfum lagt
mikla áherslu á að byggja mikið
og það höfum við án efa gert. Hér
eru oft byggð góö hús, þó deila
megi um þau frá fagurfræöilegu
sjónarmiði, þ.e. hvernig arkitekt-
úrinn er. Þaö er hins vegar
greinilegt aö við höfum verið of
uppteknir við að byggja húsin,
það uppteknir a.m.k., að við höf-
um langt mun minni dherslu á
það hvers konar umhverfi ibúun-
um er búið. Þaö hafa verið fram-
kvæmd hér skipulagsleg mistök.
Nýleg dæmi eru til um það að fjöl-
býlishús standi 5-6 metra frá
þungum umferðargötum. Þetta
hefur i för með sér slysahættu,
hávaða og mengun fyrir ibúa
hússins. Það er mikið réttlætis-
mál, að fólk sem eyðir miklum
fjármunum, erfiði og tima i það
að koma yfir sig þaki, að þvi sé
búið umhverfi þannig að t.d. hægt
sé að senda börnin út að leika sér,
i skóla eða i búðir án þess að ótt-
ast um lif þeirra og limi og aö ein-
staklingurinn hafi svolitið einka-
lif,svo eitthvað sé nefnt.
Tökum t.d. Vesturbergið i
Breiðholti III. Mikil umferðargata
liggur þvert i gegnum þétta
ibúðabyggð, sem felur i sér mikla
slysahættu, mengun og hávaða.
Siðan er reynt að bjarga hlutun-
um með þvi að þrengja götuna og
búa til á henni einhverja malbiks-
hóla til að draga Ur um-
ferðarhraðanum.
Svonefnt
„ytra aðkomukerfi"
æskilegast
— Hefur billinn of mikinn for-
gang i gerö skipulags á tslandi?
— Að minu viti hefur það verið
svo. Þau umferðarkerfi sem hönn-
uð hafa veriö, eru gangandi. veg-
farendum oft óvinsamleg. Þaö er
ef til vill góðra gjalda vert að auð-
velda úmferö að íbúðabyggð-
inni vegna þess veðurfars sem
rikir hér, en öllu má ofgera. Það
er einnig algengt að sérstakir
gang- og hjólreiðastigar eru ekki
lagðir, en slysin kosta lika fé og
verða reyndar sjaldnast bætt meö
peningum.
Það er hægt að skipuleggja
ibúðasvæði þar sem vel er að öll-
um aðilum búið. Finnar hafa t.d.
notfært sér með góðum árangri
nú hin siðustu ár svonefnt „ytra
aðkomukerfi”. Það felur i sér að
bifreiðastraumnum er haldið frá
og utan viö ibúöasvæðin. Nálægt
miðju er göngugata til skóla,
verslana o.s.frv. Þá er oft haft
torg og ýmiss konar starfsemi
stunduð við götuna, t.d. staösett-
ar litlar sölubúðir.
Bifreiðaeign landsmanna er
ekki ósvipuð og á öörum Norður-
löndunum, þ.e. um 350 bilar á
hverja 1000 ibúa og heldur meira
reyndar i Sviþjóð. Hins vegar eru
25-30% af þeim sem slasast i um-
ferðinni gangandi vegfarendur,
þ.e. þriðji til fjórði hver slasaður.
Ef við gætum lækkað þessa tölu
og þar meö heildarf jölda slasaðra
þá væri vel. Þetta er hins vegar
all-miklu hærra hlutfail en á hin-
um Norðurlöndunum, t.d. I Svi-
þjóð er ekki nema áttundi hver
maður sem slasast eða ferst i um-
ferðarslysum, gangandi. Ég held
að þennan mismun megi einmitt
rekja til þess hversu mikil rækt
hefur verið lögð á það á hinum
Norðurlöndunum að bda vel að
fótgangandi vegfarendum og þá
um leið að skipulagsmálum al-
mennt, sagði Oli Hilmar aö lok-
um.
—Þig
Einfölduö mynd af „ytra aökomukerfi”. lbúöasvæöin eru sýnd grá á
myndinni, en aöalgöngugatan, meö torgi, liggur fyrir miöju. Fótgang-
endum er búin örugg og fjölbreytt leiö eftir henni til skóla, versiana,
iþróttasvæöa o.s.frv.
Óll Hilmar Jónsson