Þjóðviljinn - 26.07.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.07.1978, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 26. júli 1978 íslandsmótið 1. deild i gærkvöidi: Fram UBK 2:0 Dómarahneyksli þegar Fram vann Breiðablik Pétur Ormslev skoraöi bæöi mörk Fram I gærkvöldi gegn Breiðablik. Hann er nú kominn I hóp okkar bestu framllnumanna. Iielgi Helgason var óheppinn aö fá dæmt á sig viti er hann og Pét- ur Pétursson böröust um boltann i gærkvöldi. Hneyksli í Laugardal: Lét ekki sjá sig Þeir voru margir er lögðu leiðsína á völlinn gærkvöld er leikur Fram og Breiðabliks átti að hef jast. En þeir hinir sömu uröu að biöa i 20 minútur eftir þvi aö leikurinn gæti hafist. Skýr- ingin var sú aö annar linu- vöröurinn sem átti aö dæma leikinn lét ekki sjá sig. Baldur Þórðason linuvöröur verður aö skilja þaö að svona lagað gengur ekki. Ekki nóg með aö hann mæti ekki. Hann boðar ekki forföll held- ur. Þetta er framkoma af siöustu sort viö alla við- stadda. SK. urinn var slaklega leikinn af beggja hálfu og þó var dómari leiksins óli Olsen sá allélegasti á vellinum. Hann gjörsamiega færði Fram bæði stigin með fáránlegri dómgæslu. Fyrsta verulega marktækifæri leiksins kom á 34. minútu er langur jarðarbolti var gefinn fram völlinn og Trausti Haralds- son og sóknarmaöur Blikanna börðust um knöttinn. En ekki vildi betur til en svo, að er Guðmundur Baldursson ætlaöi aö góma knöttinn af tám Trausta, að hann missti hann til Hákons Gunnarssonar sem var of seinn að átta sig á hinu góöa marktæki- færi og skot hans hafnaði i stöng. Staðan i leikhléi var 0:0. Seinni hálfleikurinn var engu betur leikinn en sá fyrri. Mikiö um mistök á báöa bóga og þá ekki siður hjá dómaranum. Framarar voru óheppnir aö skora ekki á 7. minútu siöari hálf- leiks þegar Rafn Rafnsson var I dauðafæri i markteig Blikanna en skot hans geigaði og Blikarnir sluppu meö skrekkinn. Fátt markvert geröist siöan fyrr en liöa tók að lokum leiksins. Þá skoruðu Framarar bæöi mörk sin eða á siðustu fimm minútum hans. Var Pétur Ormslev þar aö verki i bæöi skiptin. Hiö fyrra skoraöi Pétur eftir að hafa brugöiö Einari Þórhalls- syni fyrir utan teig en dómarinn sá ekkert athugavert og Pétur lék siöan á Svein Skúlason i marki Blikanna og renndi knettinum i markiö. Siðara markið var enn skugga- legra. Þá voru þeir Pétur Orms- lev og Helgi Helgason i baráttu um knöttinn utan viö vitateig Blikanna og tókust nokkuö á. Skipti þaö engum togum að ÓIi Olsen flautaöi og dæmdi vita- spyrnu öllum viöstöddum til mik- illar furöu. Pétur skoraöi siöan örugglega úr vitinu. Þaö veröur aö segjast eins og er aö þessi sigur Fram var engan veginn veröskuldaður. Blikarnir spiluöu lengi vel betur og heföi jafntefli átt aö vera einu úrslitin I þessum leik. Framliöiö var slakt aö þessu sinni og verður aö leika betur ef það ætlar sér aö sigra leiki i framtiöinni ööruvisi en meö aöstoö dómara. Þess ber þó að geta að Asgeir Elíasson lék ekki með Fram að þessu sinni og veikti fjarvera hans liöiö mikiö. Pétur Ormslev var besti maöur Fram i leiknum en einnig áttu þeir góöan leik Sigurbergur Sigsteinsson og Gunnar Guömundsson sem ávallt berst fyrir sinu. Þaö var sorglegt fyrir Blikana aö tapa þessum leik. Þeir léku lengi vel betur en höföu ekki dómarann meö sér að þessu sinni. Þór Hreiöarsson var langbesti maður liösins en einnig átti markvöröurinn Sveinn Skúlason góöan leik og veröur hann ekki sakaöur um mörkin. Þá er eftir aö geta dómarans Óla Ólsen. Þessum leik hlýtur hann að vilja gleyma sem fyrs't. Er langt siöan nokkur hefur orðið vitni að jafn lélegri dómgæslu og i þessum leik. Yfirferö hans var engin og ekki tók hann mark á linuvörðum þeim er hann lék með. SK V ölsungur ÍBÍ 1:1 t gærkvöld var leikinn einn leikur f 2. deild tslandsmóts- ins I knattspyrnu og áttust þar við liö Völsungs og tsa- fjarðar. Leiknum lauk meö jafntefli 1:1. Bæöi mörkin voru skoruö I siöari hálfleik. SK. Blikarnir voru endan- lega sendir í 2. deild af Frömurum er liöin mætt- ust í islandsmeistara- mótinu í knattspyrnu. Þór Hreiöarsson átti góöan leik meö Breiöabiik i gærkvöldi. Leiknum lauk með sigri Fram sem skoraöi tvö mörk en ekki tókst Blik- unum að skora þrátt fyrir það að þeir fengju nokkur góð tækifæri til þess. Leik- Ekkert mark í átta leikjum Eins og sjá má hér á síðunni heldur sigur- ganga Vals áfram. Virðist ekkert lið hér geta stöðvað þá Vals- menn á leið sinni að tslandsmeistaratign- inni. Það vekur óskipta athygli manna að liðið hefur ekki fengið á sig mark í átta leikjum sem gerir 720 mínútur og er þetta eflaust einsdæmi í íslenskri knattspyrnusögu. Sigurður Haraldsson hefur staöiö I marki Vals alla leik- ina og hann hefur ekki fengið á sig mark 110 klukkustundir og geri aörir markveröir betur. Skagamenn eru eina liöið sem getur ógnað sigri Vals i mótinu en liðin eiga eftir aö leika seinni leik sinn I deildinni. SK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.