Þjóðviljinn - 26.07.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.07.1978, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN! Miðvikudagur 26. júli 1978 Til sölu Gömul (1920) dönsk borðstofuhúsgögn úr eik, borð og stólar, skápur og skenkur. Upplýsingar i sima 25074 og 25188. BARNAGÆSLA Vantar pössun fyrir 18 mánaða strák nærri Baldvinsgötu frá kl. 8.30 til 13.30 virka daga. Upplýsingar i sima 14363 eftir kl. 5 Kennara vantar, Flensborgarskóla vantar stunda-eða for- fallakennara i eftirtaldar námsgreinar á haustönn: 1. Bókfærsla (9. bekkur) 2. Þýska (framhaldsskólastig) 3. Islenska (bæði stigin) 4. Sálar- og uppeldisfræði (framhalds- skólastig) Allar nánari upplýsingar veitir undir- ritaður i sima 50560. Skólameistari Olafsvík — Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra i Ólafsvik er laust til umsóknar; umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist oddvita ólafsvikurhrepps, Alex- ander Stefánss.,fyrir 31. ágúst 1978. Hreppsnefnd ólafsvikurhrepps. Blaðberar — óskast Sogamýri (frá 1. ágúst) Melar (frá 1. ágúst) Seltjarnarnes Skúlagata (1. ágúst) Hátún (1. ágúst) Skjól (1. ágúst) afleysingar Múlahverfi (júli-ágúst) Miklabraut (27. júli-1. sept.) Vesturgata (ágúst) Sólvallagata (ágúst) Hringbraut (ágúst) Þórsgata (1. ágúst — 1. sept.) Stórholt (5. ágúst — 5. sept.) Stangarholt (5. ágúst — 5. sept.) MOBVIUINN Siðumúla 6. Simi 8 13 33 Hagnýting fiskaflans i einstökum verstöövum 1977. IV Akranes: Þorskafli: Fryst 8.8121, söltuð 2.229 t, hert 2.397 t, mjölv. 229 t, innl. neysla 87 t, alls 13.7531. Ar- ið áður 15.630 t. Flatfiskafli: Fryst 378 t, innl. neysla 4 t, alls 83 t. Arið áður 194 t Sildarafli: Fryst 117 t, söltuð 692 t, alls 809 t. Arið áður 701 t. Loðnuafli: Fryst 212 t, mjölv. 36.185 t. innl. neysla 8 t, alls 36.405 t. Arið áður 19.858 t. Krabbadýraafli: Fryst 48 t. alls 48 t. Arið áður 87 t. Annar afli. Mjölvinnsla 1.336 t. alis 1.336 t. Arið áður ekkert. Heildarafli: 52.734. Arið 1976 36.470. Borgarnes: Þar barst enginn afli á land árið 1977 en hins vegar 115 tonn af loðnu árið 1976. Það má vart á milli sjá hvor stæðilegri er. Rýmist um Minja- safnið á Akureyri Nýir salir yígðir Laugardaginn 1. jUli var Minjasafnið á Akureyri form- lega cpnað á þessu sumri. Jafn- framt var tekin i notkun ny- bygging við safnið en hún er á tveim hæðum áföst við gamla safnahúsið að norðanverðu. Þjóðminjavörður, bæjarfulltrú- ar o.fl. voru viðstaddir athöfn- ina. Sverrir Pálsson, skólastjóri og formaður stjórnar Minja- safnsins, bauð gesti velkomna og rakti siðan sögu safnsins i stórum dráttum. 1 ávarpi Sverris kom fram, að hugmyndin að stofnun Minja- safnsins fæddist á fundi Mjólk- ursamlags KEA i april árið 1949. Þar vöktu þeir Eiður Guð- mundsson á Þúfnavöllum og Þórarinn Eldjárn á Tjörn at- hygli á þörfinni fyrir þvi að Akureyrarbær og Eyjafjarðar- sýsla kæmu sér upp byggöa- og minjasafni og var samþykkt ályktun þess efnis á fundinum. Stjórn KEA brá fljótt við og skipaði nefnd til að undirbúa stofnun sliks safns. Árið 1951 var Snorri SigfUsson, fyrrum skólastjóri, ráðinn til að safna munum sem hefðu sögulegt gildi og vann hann að þvi næsta árið um alla sýsluna, en KEA greiddi kostnaðinn. Arið 1952 beittistjórnKEA sér fýrir þvi að viðræður hæfust við bæjarstjórn Akureyrar og sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu um stofnun formlegrar undir- bUningsnefndar og var slik nefnd sett á laggirnar. Næstu árin gerðist litið annað en unnið var ötullega að söfnun muna i sýslunni. En einhvers- staðar varð að koma safngrip- unum fyrir, og áriö 1960 eru hafnar viðræður við hjónin Gunnhildi og Balduin Ryel um kaup á húseign þeirra, Kirkju- hvoli við Hafnarstræti. Jafn- framt var hafin samning reglu- gerðar fýrir safnið. Arið 1962 var reglugerðin samþykkt, hUs- ið keypt og safnið opnað al- menningi. Ekki gengu húsa- kaupin þó snurðulaust fyrir og á endanum tók Jónas Kristjáns- son, formaður safnstjórnar, af skarið og keypti húsið sjálfur þvi erfiðlega gekk að fá heimild til kaupanna frá eigendum safnsins. í reglugerðinni er svo kveðið á, aðsafnið sé leigu Akureyrar- bæjar að 3/5 hlutum, KEA að 1/5 og Eyjafjarðarsýslu að 1/5. Kirkjuhvoll var að mörgu leyti vel valiö hUs og hefur það m.a. sértilágætis,að umhverfis það er sögulegur garður. Árið 1899 komu þeir Páll Briem, amtmaður og Sigurður Sigurðs- son, siðar bUnaðarmálastjóri, þar upp tilraunagarði og gróð- ursettu þar fjölmargar plöntu- tegundir. Var það fyrsti visirinn að trjáræktarstöð I Eyjafirði þvi Gróðrarstöðin kom ekki fyrren fimm árum siðar. En þótt Kirkjuhvoll væri hið ágætasta hús varð það brátt of litið, auk þess sem það sagði til sin, að það var ekki byggt sem safnhús heldur ibUðarhús. Fóru menn þvi fljótlega að huga að nýbyggingu fyrirsafnið. Fram- kvæmdum við nýbygginguna var þó slegið á frest meðan ver- ið var að flytja kirkjuna á Sval- barði til bæjarins og koma henni fyrir á lóð safnsins, en þvi lauk árið 1972. Árið eftir var Stefán Jónsson ráðinn arkitekt nýrrar safnbyggingar og i samráði við þjóðhátiðarnefnd Akureyrar vegna 1100 ára afmælis íslands- byggðar var ákveðið að fyrsta skóflustungan að nýja safna- húsinuyrði liður í hátlðahöldum á vegum nefndarinnar. Var hún tekin 21. júli, 1974. Siðan hefur húsið verið I byggingu en nU er það fullfrá- gengið að innan. Eftir er að ganga frá þvi að utan. Fjár- magns til byggingarinnar var einkum aflað með framlögum eigenda, en einnig ver leitað til ýmissasveitarfélaga, lán fengin i bönkum og loks fékkst 6 milj. kr. framlag úr Þjóðhátiðarsjóði. Réði það framlag úrslitum um að hægt væar að taka húsið i notkun nú. Sverrir sagði að við bygging- una hefðu eftirtalin sjónarmið verið höfð i huga: að hægt yrði aðkoma upp timabundnum sér- sýningum, t.d. I sambandi við einhverja merkisatburði i þjóð- lifinu; að hægt yrði að sýna ýmsa stærri muni Ur atvinnu- sögunni,en fram til þessa hefur ekki verið hægt að hafa svo mikið sem kerru eða hestvagn til sýnis; að hægt yrði að koma upp sérstúkum fyrir einstakar greinir handiðnaðar og hefur þegar verið komið upp tré- smiðaverkstæði og Ursmiða- verkstæði; að koma upp aðstöðu fýrir mynda- og filmusafn og vinnu við það, en nú er til mikið safn mynda, einkum manna- mynda, sem nauðsynlegt er að hefja vinnu við áður en fólkið hættir að þekkjast; að afla safn- inu geymslurýmis. Varðandi það siðastnefnda fór þó svo, að litið geymslurými varð eftir svo enn verður að treysta á önnur hús að þvi leyti. Einsogáðursegirvar Jónas Kristjánssonn fyrsti formaður safnstjórnar og gegndi hann þvi starfi til ársins 1975 er hann andaðist. Þá tók Ármann Dal- mannsson við formennsku og gegndi henni til dauðadags, i mars á þessu ári. Safnvörður hefur frá upphafi verið Þórður Friðbjarnarson. Að ræðu Sverris lokinni ávörpuðu þeir Þór Magnússon, þjóðminjavörður, Sigurður Jó- hannesson, forseti bæjarstjórn- ar Akureyrar og Sigurður Oli Brynjólfsson, varaformaður KEA gesti og fluttu safninu árn- aðaróskir. Sverrir greindi svo frá þvi, að i tilefni þessara tima- móta i sögu safnsins, hefði Herluf Ryel gefið safninu mynd af foreldrum sinum, en þau voru eigendur Kirkjuhvols. Þá bár- ustu blóm frá Akureyrarbæ og KEA og aðilar, sem ekki vildu láta nafnsslns getið, gáfu safn- inu 100 þús.kr.til minningarum Ármann Dalmannsson. (Heim.: Norðurland). —mhg vc/ Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.