Þjóðviljinn - 26.07.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.07.1978, Blaðsíða 2
2S1ÐA — ÞJ6ÐVILJINN Miðvikudagur 26. júll 1978 4 SKAK Umsjón Helgi Ólafsson Meöan stórmeistararnir Karpov og Kortsnoj gera allt sem i þeirra valdi stendur til að slá heimsmet i röð jafntefla, vekur fátt meiri athygli i sam- bandi við einvigi þeirra, en hin sérstæöa deila sem kom upp varðandi át heimsmeistarans á jógúrt. Eins og alkunna eij kvartaði Kortsnoj og lið hans yf- ir þvi að Karpov væri fært jó- gúrt svo að segja alveg uppúr þurru er 2. skákin var tefld. Töldu þeir að skiiaboð fælust I jógúrtinu og átöldu dómarann, Lothar Schmid, harölega fyrir að leyfa þessa birgða- flutninga” til Karpovs. I fyrstu var haldið að hér væri aðeins um einskonar brandara að ræöa en i ljós hefur komið að Kortsnoj og menn hans standa á þessu fastari fótunum. Neyddist Lot- har Schmid, sem er íslending- um aö góðu kunnur úr einviginu hér heima árið 1972, að meina Jógúrtætan Karpoy fær ekki ad vera í fridi ...og getur ekki valið um bragðtegundir nema með leyfi dómarans ••• Karpov að velja um bragðteg- undir nema með samþykki sinu. Já, ekki er öll vitleysan eins, en liklega hafa þó jógúrtframleið- endur aldrei fengið jafn ódýra auglýsingu fyrir vöru sina og einmitt nú Allt gekk sinn vanagang i 4. skákinni sem tefld var i gær og keppendur sömdu um 4ða jafn- teflið i röð. Eru menn farnir að hugsa alvarlega til maraþons- einvigis á borð við einvigi þeirra Aljekin og Capablanca árið 1927 en þá fengust ekki úrslit fyrr en eftir 34 skákir. Reglur voru með sama sniði og nú, þ.e. sá teldist heimsmeistari er fyrr ynni 6 skákir. • Menn hafa verið að spyrja mig hvernig ég noti upphrópun- armerki i skýringum. Flestir standa i þeirri meiningu að hér' sé einungis átt við góðan leik og ivo "!!” við afar góðan leik, þá venjulega vinningsleik eða leik sem hefur mjög afgerandi áhrif á gang mála. Allt þetta er að sjálfsögðu rétt en ég bæti einnig upphrópunarmerki aftan við leik ef um nýjung er að ræða, óvæntan leik i byrjuninni o.s.frv. LÁDEYÐANí HÁMARKI Hún var sannarlega ekkert augnayndi 4. ein- vígisskák Karpovs og Kortsnojs sem tefld var í Baguio á Filippseyjum í gær, Keppendur endur- tóku fyrstu 14 leikina frá 2. skák en þá fyrst breytti Kortsnoj útaf. Við þetta var eins og Karpov færi úr öllu sambandi enda greinilega með eitthvað lúsugt í pokahorninu frá eftirköstum 2. skákar. Eftir að Kortsnoj varð fyrri til með endurbót tók Karpov þá ákvöröun að tef la til jafntef lis og eftir 19 leiki sættust keppendur á skiptan hlut. Sannar- lega leiðinleg skák og er þá vægt til orða tekið. Væri óskandi að keppendur færu að brýna vopnin svo skákáhuga- menn um allan heim drepistekki úr leiðindum. En sjón er líklega sögu rikari þó að ég hvetji svo sem engan til að liggja lengi yfir þessari logn- mollu: 4. einvigisskák: Hvltt: Anatoly Karpov Svart: Viktor Kortsnoj Spænskur ieikur (Opna af- brigðið) 1. e4-e5 (Enn á ný kýs áskorandinn að hverfa frá sinu beittasta vopni, frönsku vörninni.) 2. Rf3-Rc6 3. Bb5-a6 4. Ba4 Algengasti leikurinn. A sinum tima dustaði Fischer rykið af vopni sem staðið hafði óhreyft i áraraðir, nefnilega uppskipta- afbrigðinu 4. Bxc6. Hann vann á þvi nokkra fallega sigra og af- brigöið varð geysivinsælt. Þess má einnig geta að þegar Korts- noj vann Brasiliumanninn Mecking i einvigi árið 1974 tapaði hann aöeins einni skák og henni gegn uppskiptaafbrigð- inu! Hvenær skyldi koma að Karpov að hverfa til þess frá þaulkönnuðum afbrigðum spænska leiksins?) 4. .. Rf6 (1 20. einvigisskák Karpovs og Kortsnojs i einvigi þeirra 1974 reyndi Kortsnoj hina tvieggjuðu leikaðferð 4. — f5! ? en slapp mikið skrámaður frá velli.) 5. 0-0 Rxe4 (Aftur og nýbúinn! Kortsnoj er hvergi hræddur við hugsanlegar endurbætur heimsmeistarans. Reyndar verður hann fyrri til að koma meö endurbót. Það þarf varla að taka það fram að opna afbrigðið varð einnig uppi á ten- ingnum i 2. skák.) 6. d4-b5 7. Bb3 (Athyglisverður möguleiki er 7. d5?!, en hann er þó liklega aðeins athyglisveröur. Svartur svarar best með 7. — bxa4 8. dxc6 d6 og stendur betur.) 7. .. d5 8. dxe5 Be6 9. c3 (Karpov er greinilega meö endurbót á 2. skák i rassvas- anum. Annað framhald mjög vinsælt er 9. De2 ásamt 10. Hdl og c4. Það leiðir þó liklega til tafljöfnunar ef marka má siöustu rannsóknir.) 9. .. Bc5 10. Rbd2-0-0 11. Bc2-Bf5 12. Rb3-Bg4 13. Rxc5-Rxc5 14. Hel (Karpov er greinilega með endurbót á taflmennsku sinni i 2. skákinni á reiðum höndum. Fyrir þann sem þessar linur skrifar er einnig gott tækifæri að leiörétta smá misskilning. Eins og kunnugt er lék Kortsnoj hér 14. — d4i 2. skákinni og er sá leikur nýjung en haföi ekki komið fyrir i skák Karpovs og Beljavskis i Leningrad á siðasta ári. Þar lék Beljavski 14. — He8 og eftir 15. Bf4 d4 16. h3 Bh5 17. cxd4 Bxf3 18. Dxf3 Rxd4 19. Dc3 Rxc2 20. Dxc2 Re6 il. Hadl De7 De7 22. Be3 stóð hvitur mun betur.) 14. .. Bh5! (Enn á ný hristir Kortsnoj óvæntan leik fram úr erminni. Leikurinn mun þó ekki vera alveg nýr af nálinni. Hann sást ,siðast i stórmeistarapraksis árið 1945 i skák milli Bronsteins og Flohr. Þá stýrði Bronstein hvitu mönnunum til sigurs á glæsilegan hátt. En nú gerist dálitið merki- legur leikur. Karpov hefur greinilega ekki athugað þennan leik sem skyldi og tekur þá ákvörðun að endurtaka leiki og stýra skákinni til jafnteflis- hafnar. Ástæðan er örugglega sú að hann vill ekki taka neina áhættu I þessu afbrigði, láta aðstoöarmennina hrekja tafl- mennsku Kortsnojs og koma svo til borðsins albúinn til að fást við þennan leik. Af þessari ástæöu tel ég liklegt að Kortsnoj láti Opna afbrigðiö kyrrt liggja i næstu skákum.) 15. h3-He8 (Eftir 15. — d4 hefði komið upp sama staðan og i 2. skák.) 16. Bf4-Re6 17. Bd2-Rc5 (Kortsnoj hugsaði sig um i 33 minútur áður en hann lék þessum leik, sem opinberar ósk hans um jafntefli.) 18. Bf4-Re6 19. Bd2 — og um ieið og Karpov lék þessum leik bauð hann jafntefli sem Kortsnoj þáði. Skákin stóð nákvæmlega i 90 minútur. Staðan: Karpov 2 — Kortsnoj 2. Gat Kortsnoj unnið? Það hefur vist ekki farið á milli mála hjá neinum sem skoðaði 3ju einvigisskák Kort- snojs og Karpovs sem tefld var á laugardaginn að Kortsnoj fór mjög langt með að vinna skák- ina. Hann fékk þegar i byrjun yfirburðastöðu en náði ekki að finna afgerandi framhald enda vörn Karpovs afburðagóð. Ein af hugmyndunum til að betrum- bæta taflmennsku Kortsnojs kom frá breska skákmeistaran- um Golombek. Litum á stöðuna eftir 20. leik Karpovs Dxb6. Kortsnoj á leik: Hvítt: Kortsnoj Svart:Karpov t þessari stöðu lék Kortsnoj 21. g4 en komst ekkert áleiðis. t stað þess leiks stingur Golom- bek uppá 21. f5! Við skulum kikja nánar á hann möguleika.: Það er alveg augljóst mál aö Karpov getur ekki látið þetta peð óhreyft. Hvitur hótar ekki aðeins 22. f6 heldur einnig að vinna peð með 22. fxe6.Svartur á þvi þrjá möguleika til aö drepa peðið: A: 21 .. exf5?? 22. Hxe7 og vinnur B: 21. .. Rxf5 22. Bxf5 gxf5 (Ef 22. — exf5 þá 23. Rxd 5! og vinn- ur.) 23. Hg3+ Kf8 24. Dh6+ Ke7 25. Hg7! og svartur er i úlfa— kreppu vegna hótunarinnar 26. Dxe6+. C: 21. .. gxf5! 22. Hh3 (Hvitur verður að haía skjót ráð þvi svartur hótar Rg6, Dc7 og f6) 22. .. Rg6 23. Dh6 ( Annars kemur 23. xx — Dc7 og f6.) 23. .. Dxd4! 24. Dxh7+ Kf8 og ekki er að sjá að hvitur geti notfært sér kóngs- stööu svarts. Rakinn vinning er þvi ekki að vinna. Næsta skák 5. skákin i einvigi þeirra Karpovs og Kortsnojs verður tefld á fimmtudaginn. Þá hefur Kortsnoj hvitt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.