Þjóðviljinn - 29.07.1978, Page 2

Þjóðviljinn - 29.07.1978, Page 2
2 SIÐA — ÞJóÐVILJINN' Laugardagur 29. júli 1978 I Dagblaðinu, sem er frjálstog óháð dagblað er að vísu ekki skýrt fyrir hinum frjálsu og óháðu lesendum hvaða næringar sendimað- urinn Steingrímur Hermannsson hafi fært Ólafi, þó talið líklegt að hann haf i haft i mat sínum bæði söl og þara, því talið er að Ólafi þyki hvorttveggja gómsætt eða jafnvel lost- æti, svo mikið dálæti sem hann hef ur ætíð haft á þaraverksmiðjunni á Reykhólum. En þetta er að sjálfsögðu aðeins ágiskun því alkunna er að Ólafi þykir saltket líka gott. AF SAGNFRÆÐILEGUM ENDURTEKNINGUM Sagt er frá því í Egils sögu Skallagríms- sonar, að þegar Egill hafði misst sonu sína tvo, Böðvar og Gunnar, þá gekk hann til lok- rekkju þeirrar er hann var vanur að sofa í, lagðist niður ok skaut f yrir loku, en engi þorði að kref ja hann máls og eftir því sem sagan segir þrútnaði hann svo að kyrtillinn rif naði af honum ok svo hosurnar. En eftir um daginn lét Egill ekki upp lokrekkjuna: hann hafði þá ok engan mat né drykk, lá hann þar þann dag ok nóttina eptir; engi maður þorði at mæla við hann. Sagt er frá því í Dagblaðinu, frjálsu og óháðu blaði, s.l. laugardag, að þegar Ólafur Jóhannesson formaður minnsta flokksins í landinu, Framsóknarflokksins hefði misst lungann af liðsmönnum sínum í síðustu alþingiskosningum, hafi hann lagt leið sína til Þingvalla, lokað sig inni í ráðherrasvítu Þing- vallabæjarins og óskað eftir að fá að vera í friði. Líklega talið að þetta væri í síðasta skipti, sem hann ætti kost á slíkri dvöl í ráðherrasvítunni. hann látinn ríða sem ákaflegast vestur í Hjarðarholttil aðsækja Þorgerði dóttur Egils, ef takast mætti að hugga og lempa hina öldnu kempu, Egil. Sagt er f rá því í Dagblaðinu f rjálsu og óháðu blaði.að þegar Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknaf lokksins, minnsta flokksins í landinu, hafi verið búinn að liggja i hugarvíli, sorg, sút og f ýlu í þr já sólarhringa í ráðherra- svítu Þingvallabæjarins hafi fulltrúum í viðræðunefndinni um stjórnarmyndun þótt .ástæða til að reyna að lempa fljótamanna- foringjann og var skotið bíl undir Steingrím Hermannsson, sem þegar þusti á Þingvöll, ef takast mætti að ná Ölafi útúr rekkjunni í ráðherrasvítunni í Þingvallabænum, þó ekki væri nema til þess að gefa honum eitthvað að éta, í þeirri veiku von að honum yxi ásmegin svo hann gæti aftur komið til Reykjavíkur til að ræða um stjórnarmyndun, jafn fáliðaður og hann þó var. Já, svona endurtekur sagan sig í sífellu. Þegar þetta er ritað er ekki vitað hvort Ólaf ur er búinn að yrkja þingmannatorrek en sé hann búinn að þvi er vonandi að hann hafi orkt frá sér harminn eins og Egill forðum, taki gleði sína aftur og verði farsæll mað ur í lífi sínu, þó hann verði að snúa aftur til upphafs síns, sem er dreifbýlið, búa í Fljót- unum eins og Egill á Borg og verða gamall maður og að þess verði ekki getið að hann eigi í málaferlum við menn hér á landi. Mér ertjáð að nær fullvíst sé að næsti dóms- málaráðherra verði Vilmundur Gylfason og jafnvel forsætisráðherra líka og sumir telja að Ólaf ur eigi erf itt með að kyngja því að Vil- mundur verði a.m.k. dómsmálaráðherra, hvernig sem annars á því stendur. Annars hefur Timinn að undanförnu haldið því fram að Vilmundur sé í nánum tengslum við „glæpalýð og hugsanlega morðingja" og hver er eiginlega kjörnari til að vera dómsmála- ráðherra en sá sem að sögn Tímans er i nánum tengslum við þá, sem dómsmálin eiga — að fjalla um. Hér á ef til vill vel við gömul vísa úr Alþingisrímum, visa, sem kveðin var að, afloknum kosningum: Sagter frá því i Eglu að þegar kempan Egill Skallagrímsson var búinn að dvel ja í lokrekkj- unni í þrjá daga samfleyttán þessað láta á sér kræla, þótti kominn tími til að gera eitthvað í málinu, svo skotið var hesti undir mann og í Eglu segir að þegar þau Þorgerður höfðu legið í lokrekkjunni þegjandi um hríð, þá hafi Egill spurt og ekki að ástæðulausu: „Hvat er nú dóttir, tyggur þú nökkut?" „Tygg ek söl" segir hún —og síðar — „Viltu eta??" Illa nú ég í því lá enda sorgum hlaðinn. Þegar ég verð að víkja frá kemur Vilmundur í staðinn. Flosi 5. SKAK Umsjón Helgi Ólafsson 5. skákin fór aftur í biö: Kortsnoj yfir- sást rakiö mát! — og Karpov á nú alla möguleika á jafntefli þótt enn eigi Kortsnoj vissa möguleika Þau undur og stór- merki gerðust í gær er þeir Kortsnoj og Karpov settust aftur að tafli, til að útkljá 5. einvigisskák sina sem farið hafði i bið á fimmtudaginn, að Karpov tókst með mik- illi seiglu og útsjónar- semi að koma skákinni aftur i bið og er með mjög góða jafnteflis- möguleika. Óvæntur biðleikur Karpovs virt- ist setja Kortsnoj út af laginu og hugsaði hann sig mjög um við hvern leik. Þrátt fyrir snjalla taflmennsku heims- meistarans kom allt fyr- ir ekki. Kortsnoj ávaxt- aði istt pund þrátt fyrir litinn tima og þegar rak- ið mát blasti við gerðust stórmerkin. Kortsnoj lék biskup á kolvitlaus- an stað og Karpov slapp með skrekkinn. Þarf ekki að fara i grafgötur með það að framgangur mála i þessari skák er geysilegt áfall fyrir Kortsnoj. 6. skákina var ráðgert að tefla i dag og þá hefur Karpov hvitt. Bi&staöan: Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Anatoly Karpov (Eftir rannsóknir sérfræöinga um allan heim var niöurstaöan i öllum tilfelium sú sama. Staöa Karpovs töpuö. Siöasti leikur Kortsnojs 42. Hhl var feiknalega öflugur því hann innihélt tvöfalda hótun 43. Bh4 og Be5 og svartur tapar liði. Sá leikur gem líkiega hefur veriö hvaö mest rannsakaö- ur i herbúöum Kortsnojs er 42. —Re7 sem valdar f5 peöiö. Gegn þeim leik á hvitur tiltölulega auð- sóttan vinning. Annar möguleiki er 42. — Re6 en hann dugir einnig skammt. Þegar umslagiö var opnað kom hinsvegar I ljós aö Karpov haföi leikiö leik sem eng- inn sérfræöinganna tók meö i reikninginn.) 42. ..Rh7! (Og eftir allt saman er þetta lang- besti leikurinn. Þaö sem kemur hvaö mest á óvart, er aö Karpov var mjög fljótur aö leika þessum leik og innsigla hann siöan. Fyrir Kortsnoj hlýtur leikurinn aö hafa verið fremur óþægilegur enda hugsaöi hann i dágóöa stund um svarleik sinn.) 43. Be5-Dg5 44. Dxf5-Dd2+ (Eftir næturlangar rannsóknir hafa Karpov og hans menn kom- ist að þvi aö þessi leikur hafi meira tíl brunns aö bera en 44. -De3+) 45. Kg3-Rhf6 47. Be4!-íte7 46. Hgl-He8 (Karpov lék þessum leik eftir 39 minútna umhugsun. Þegar hér var komiö sögu átti Kortsnoj aö- eins 5 minútur eftir á klukkunni en Karpov 25 minútur. Spennan i keppnissalnum i Baguio var að ná hámarki sinu.) 48. Dh3! (Langbesti reiturinn fyrir drottn- inguna. Ef t.d. 48. De6 þá Dg5+ o.s.frv.) 48. ..Hc8 49. Kh4 , (Þrátt fyrir litinn tima hikar Kortsnoj ekki við að fara meö kónginn út á borðið. A h4 stendur hann einna best auk þess sem hvitur hótar nú 50. Dg3 o.s.frv.) 49. ..Hcl! (Karpovgefur ekkert eftir þó aö vörnin sé erfið. Léki hvitur nú 50. Hxcl kemur 50. -Dg5 mát!) 50 Dg3-Hxgl 51. Dxgl-Kg8 (Karpovhefur tefltvörnina vel en það dugar ekki til. Yfirburöir Kortsnojs bæöi i stöðu og i liöi hljóta aö nægja til sigurs.) 52. Dg3 (En ekki 52. Bxf6Df4+ og svartur sleppur.) 52. ...Kf7 53. Bg6 + -Ke6 (Þaömásleppa spurningarmerk- inu. Eftir 53. -Kf8 eða 53. -Kg8 er staðan eftir sem áöur gjörtöpuö.) 54. Dh3+-Kd5 55. Be4 + ??? (Otrúleg yfirsjón og þaö i einvigi um Heimsmeistaratitilinn. Kortsnoj sem var bókstaflega al- veg aö falla, átti miklu frekar sekúndubrot en sekúndur eftir á klukkunni lék þessum grófa afleik meö leifturhraða og studdi siöan á klukkuna. Hinn einfaldi leikur sem hver meðalgreindur ungling- ur heföi leikiöí hraöskák 55. Bf7+ leiöir til máts: 55. -Kc6 56. De6+ Kb5 (56 -Kb7 57. Dxe7+ og mát- ar.) 57. Dc4+ Ka4 58. Da6 mát.) 55. ...Rxe4 (Karpov var fljótur aö drepa biskupinn en það var sem Korts- noj stírönaöi upp i' sætinu er hann sá hvaö hann haföi gert.) 56. fxe4 + -Kxe4 (Timaharkinu er lokiö og vinn- ingurinn ekki lengur til staöar. Þaö verður að segjast Kortsnojs til hróss að hann lét þetta mikla áfall ekkert á sig fá og tefldi framhaldið mjög vel.) 57. Dg4 + -Kd3 58. Df3-De3 (Annar möguleiki var 58. -Kc2 en Karpov vill létta á stööunni.) 59. Kg4!-Dxf3+ 6Q, Kxf3-g6 61. Bd6-Rf5 62. Kf4! (Auövitaö ekki 62. hxg6 Rh4+ o.s.frv.) 62. ..Rh4 63. Kg4-gxh5+! (63.-g5 leiðirtil tapseftir64. Bf8.) 64. Kxh4-Kxd4 (Stööumynd (Upp er komiö geysilega f lókiö og vandasamt endatafl fyrir báöa aöila þar sem hver einasti leikur getur haft úrslitaþyöingu. Fyrir Karpov er markmiöiö einfalt. Hann þarf aöeins aö ná b4-peöinu i skiptum fyrir öll hin peöin. Þá er staöan jafntefli vegna þess aö biskup Kortsnojs valdar ekki hvita hornreitinn á a8. Dæmi: Hvitt: Kb6 Bd4, a5. Svart: Ka8. Reyniö aö vinna þessa stööu á hvitt. Meö bestu taflmennsku á svart er þaö ekki hægt.) Framhald á 18. siöu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.