Þjóðviljinn - 29.07.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júll 1978
UODVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóöfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg-
mann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein-
ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla auglýs-
ingar: Siöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Nú vilja kratar
meira kauprán
I gær sigldu stjórnarmyndunarviðræðurnar, sem f ram
hafa farið undanfarna daga milli Alþýðubandalagsins,
Alþýðuf lokksins og Framsóknarf lokksins,, í strand.
Ekkert fer milli mála á hverju viðræðurnar strönduðu.
Það var ágreiningur um ef nahags- og kjaramál, sem olli
því að allt strandaði, áður en nokkuð var farið að reyna
alvarlega á, hvort hugsanlegt væri að samkomulag tæk-
ist um önnur efni.
Alþýðuflokkurinn ogv Framsóknarflokkurinn gerðu
kröfu um gengislækkun og að kjarasamningar verka-
lýðsfélaganna yrðu skertir enn frekar en fráfarandi
ríkisstjórn hefur þegar gert. Það átti að bæta ofan á
kaupránið.
Þessu neitaði Alþýðubandalagið.
Alþýðubandalagið krafðist þess, að kjarasamningar
almenns launafólks tækju gildi ekki seinna en 1.
september n.k..Alþýðubandalagið lagði til, að í stað
gengislækkunar krónunnar, þá yrði nú hafist handa um
niðurfærslu verðlags, m.a. með lækkun söluskatts og
verslunarálagningar, sem fráfarandi ríkisstjórn hefur
nýlega hækkað.
Tillögur Alþýðubandalagsins miðuðu að því að tryggja
umsaminn kaupmátt almenns launafólks, að tryggja
rekstur framleiðsluatvinnuveganna og að draga mjög
verulega úr hraða verðbólgunnar.
í því skyni að ná fram þessum meginmarkmiðum
lagði Alþýðubandalagið til verulega f jármunatilfærslu i
þjóðfélaginu m.a. með skattlagningu á gróðalýð þjóðfé-
lagsins, þá sem hlaðið hafa upp stóreignum í skjóli verð-
bólgunnar á undanförnum árum.
Þessum tillögum Alþýðubandalagsins höfnuðu
Alþýðuf lokkurinn og Framsóknarflokkurinn afdráttar-
laust.
Þeir sáu ekkert nema gengislækkun og kauprán. Allir
vita, að gengislækkun dregur ekki úr verðbólgunni, held-
ur eykur slik ráðstöfun stórlega verðbólguhraðann. Ein
gengislækkun nú kallar líka aðeins á aðra gengislækkun
eftir nokkra mánuði nema launafólk sé svipt umsömd-
um verðbótum á laun sín og kaupið bundið fast meðan
verðlagið æðir upp á við.
Það er kominn tími til að ráðast gegn efnahagsvand-
anum með öðrum úrræðum en gengislækkun og aftur
gengislækkun. Það er kominn tími til að láta þá borga,
sem eiga að borga og vel geta borgað.
I forystugrein Vísis í fyrradag, er Alþýðuflokkurinn
lof aður f yrir það hversu laginn hann sé að ,,stela" stef nu
Sjálfstæðisf lokksins. Til marks um þetta vitnar leiðara-
höfundur Vísis m.a. í tillögugerð Alþýðuflokksins nú í
stjórnarmyndunarviðræðunum. Þetta er rétt hjá Vísi.
Alþýðubandalagið hefur hins vegar ekki áhuga á að
,,stela" stefnumálum Sjálfstæðisf lokksins. Það er sagt,
að kosningasigur Alþýðubandalagsins leggi flokknum
miklar skyldur á herðar og vissulega er það rétt. Það er
þóalgerlega Ijóstað meðstuðningi við Alþýðubandalagið
voru kjósendur síst af öllu að kref jast þess, að flokkur-
inn hæfist handa um að framkvæma stefnu Sjálfstæðis-
flokksins. Kjósendur Alþýðubandalagsins voru að mót-
mæla óðaverðbólgu og kaupráni, — þeir voru að mót-
mæla gengislækkun en krefjast niðurfærslu verðlags.
Þeirra krafa var um jafnaðarstefnu, um skýra vinstri
þróun í íslenskum stjórnmálum. Þetta verða allir að
skilja, líka þeir, sem hyggjast „stela" stefnu Sjálf-
stæðisf lokksins.
k.
Siglt í strand
1 gær sigldu stjórnarmyndun-
arviöræöurnar i strand eins og
Benedikt Gröndal oröaöi þaö i
útvarpsviötali I gær. Þaö
strandaöi á skammtima aö-
geröum I efnahagsmálum, þar
sem Alþýöuflokkurinn sá enga
leiö út úr vandanum aöra en
gömlu ihaldsúrræöin. Alþýöu-
flokkurinn neyddist tilaö fara Ut
i vinstri viöræöur, eftir aö
Alþýöubandalagiö haföi hafnaö
viðræöu meö Sjálfstæöis-
flokknum. Ljóst var aö Alþýöu-
flokkurinn vildi vinna til hægri
og þaö var i samræmi viö þann
vilja aö Alþýöuflokkurinn lagöi
til gömlu íhaldsúrræöin, gengis-
lækkun er nema á 15% og meiri
kjaraskeröingu en kaupránslög
fráfarandi rikisstjórnar geröu
ráö fyrir, þ.e. 7% kjaraskerö-
ingu. Menn sem leggja fram slík
ihaldsúrræöi vilja einfaldlega
ekki mynda vinstri stjórn.
Framsóknarflokkurinn fór
einnig meö hálfvelgju inn i
vinstri viðræður og undirstrik-
uöu þeir þaö meö fjarveru
formanns og varaformanns
flokksins. Þeir lögöu litiö til
málanna Framsóknarmenn og
út á við viröist sem þeir hafi
ekki haft neinar tillögur i efna-
hagsmálum, enda gátu þeir vel
fallist á ihaldsúrræöi Alþýöu-
flokksins, sem eru litiö frá-
brugðin efnahagsstefnu fýrri
stjórnar.
Alþýöubandalagiö lagði fram
itarlegar tillögur um nýjar leiö-
ir út úr efnahagsvandanum.
Það hafnaöi jafnframt alfariö
gengisfellingu og kjaraskerö-
ingu. Alþýöubandalagiö er ekki
flokkur sem gengur til kosninga
og berst i þeim gegn ákveðinni
kjararánsstefnu og framkvæm-
ir slika stefnu síðan eftir kosn-
ingar. Þvi visaöi Alþýöubanda-
lagiö tillögum kratanna á bug.
Samráð við
verkalýðs-
hreyfinguna
Alþýöuflokksmenn gengu til
kosninga meö slagoröiö „kjara-
sáttmáli”. Nú hafa þeir afhjúp-
aöhvað þaö fól i sér. Þaö virkar
þvi hálf hjákátlegt þegar Arni
Gunnarsson ritstjóri Alþýðu-
blaðsins skrifar i gær:
„Alþýöublaöiö itrekar einnig þá
bjargföstu trú Alþýöuflokks-
manna, að engar ráðstafanir
verði gerðar, nema I samvinnu
við launþegahreyfingarnar og
með því að komið verði á kjara-
sáttmála, er leitt getur til
vinnufriðar.
Arni hefur veriö úti á þekju I
viöræöunum, ef dæma má eftir
forystugreinum hans.
Þaö getur farið svo, að þaö
veröi verkalýðshreyfingin, sem
úrslitum ráöi um þaö hvort hér
á landi veröur mynduð vinstri
eða hægri stjórn”.
Sama dag og Arni skrifar
þetta leggur Alþýöuflokkurinn
til gengisfellingu og kaupskerö-
ingu. Þaö getur vart talist væn-
legt til aö koma á samvinnu og
samráö viö verkalýöshreyfing-
una aö byrja á þvi aö fram-
kvæma meira kauprán en fólst
i bráöabirgöalögum fráfarandi
rikisstjórnar.
Þaö er fallegt orö að tala um
samráð, en þaö sýnir heiiindi
Alþýðuflokksins aö sigla viö-
ræðunum i strand á kröfunni um
kaupskeröingu og gengislækk-
un.
Arásin á Gunnar
Thoroddsen
Eins og kunnugt er hefur
Gunnar Thoroddsen veriö full-
trúi Kassagerðar Reykjavikur i
útgáfustjórn Visis. Nú er veist
að þessum fulltrúa i forystu-
grein Visis og ummæli Gunnars
kölluö Karlarugl. 1 leiöaranum
segir m.a.
,,Dr. Gunnar Thoroddsen tel-
ur, aö Sjálfstæðisflokkurinn hafi
beöiö afhroð I siöustu kosning-
um fyrir þá sök fyrst og fremst
að Visir og Morgunblaðið hafi
hætt stuðningi við flokkinn, og
Vfsir þar að auki lagst á sveif
með Alþýðuflokknum og gert
Vilmund Gylfason aö þjóðhetju.
Krafa dr. Gunnars
Thoroddsens lýtur einkanlega
að eigendum Visis og Morgun-
blaðsins. En aðspuröur á fúndi
Sjálfstæðismanna siðastliöinn
miðvikudag sagðist hann reiðu-
búinn að vinna að þvi, að Dag-
blaöiö yrði málgagn Sjálf-
stæðisflokksins, en stjórnar-
formaður þess á sæti i miðstjórn
Sj álfstæðisflo kksins.
Ef karlarugl af þessu tagi
væri tekið alvarlega liti dæmið
þannig út, aö varaformaður
Sjálfstæðisflokksins teldi
farsæiast að snúa vörn i sókn
með þvi aö svipta þrjú dagblöö
sjálfstæði slnu. 1 bókstaflegri
rnerkingu fela ummæli vara-
formanns Sjálfstæðisflokksins
þaö í sér, að flokkurinn eigi að
hlutast til um að útgáfustjórnir
blaðanna reki ritstjóra þeirra.
Það er a.m.k. ljóst, að núver-
andi ritstjórn Vísis heldur fast
fram óbreyttri ritstjórnar-
stefnu”.
Krafa Gunnars um aö Visir
hlýði stefnu Sjálfstæöisflokksins
flokkast eölilega undir „karla-
rugl” að mati ritstjóranna. En
deilan um málgögnin og atlagan
aö Gunnari kemur i kjöltar mik-
illar deilu i Sjálfstæðisflokkn-
um. Meðan vinstri flokkarnir
hafa verið aö sigla vinstri viö-
ræöum i strand, þá hafa Sjálf-
stæðismenn gamnaö sér við inn-
byröis deilur. Þetta er eölilegt.
Þegar enginn vill tala við þá,
verða þeir aö tala við sjálfa sig.
Fundur
Sjálfstæðismanna
A miövikudag héldu Sjálf-
stæöismenn fund til að veita
mönnum útrás fyrir gagnrýni á
flokksforystuna. Forystugrein
Dagblaösins lýsir vel ástandinu ,
i ihaldsherbúöunum. Þar segir :
,,Viða i ræðum annarra og
frammiköllum kom fram það
sjónarmiö, að stefna forystu
Sjálfstæðisflokksins hefði að
undanförnu verið „dæmigerö
vinstri stefna ” og þar fram eftir
götunum. Sjálfstæðisstefnan
hefði „týnzt”. Menn lýstu þvi,
að þeir hefðu gefizt upp I starfi .
fyrir flokkinn við sUkar aðstæð-
ur, þótt þeir hefðu ekki horfiö
frá stefnunni, eins og hún hefur
verið mörkuð á landsfundum.
Jafnmikil áherzla var lögð á,
aö forystusveit Sjálfstæðis-
flokksins hefði aldrei veriö veik-
ari. Trúnaðarsamband skorti
miUi forystumanna, eins og
FriðrUi Sophusson alþingismað-
ur nefndi meöal annarra. Sam-
bandsleysi forystu við flokks-
menn slævði allt starf. Forystu-
menn og fulltrúar þeirra stæðu I
stöðugu valdatafli f einstökum
hverfasamtökum og flokksfé-
lögum”.
Gunnar, Geir
og Albert
i hár saman
OU forystan var mætt og viö
hringboröiö var skotiö mörgum
föstum skotum. Föstustu skotin
komu þó utan úr sal. En Dag-
blaðiö lýsir svo forystunni:
„Geir Hallgrimsson, formað-
ur flokksins, bar Albert
Guðmundsson þeim sökum, að
hann hefði magnað undiröldur i
flokksfélögum. Albert bar þetta
af sér. Engin launung er þeim,
sem komiö hafa nálægt starfi i
Sjálfs tæðisf lokknum , að þar
hefur logaö bál illdeilna. Mönn-
um er gjarnan skipt f „Geirs-
menn”, „Gunnarsmenn” og
„Albertsmenn” og langt leitað
til að brennimerkja þá, sem
ekki vilja láta draga sig I dilka.
Rifjað var upp þaö, sem
alkunna er, aö margir i forystu-
sveit flokksins tóku Gunnari
Thoroddsen illa, þegar hann
kom heim frá Danmörku og hóf
að nýju afskipti af flokksmálum
haustið 1970. Aldrei hefur gróið
þar um heilt.
Ljóst er, að Sjálfstæöisflokk-
urinn hefur lamazt, þegar allt
þetta kemur saman i eitt. Stefn-
an flokksins hefur glatazt I meö-
ferðforystumanna. Forystan er
veik. Flokksstarfið logar I eldi
sundrungar”.
Dýrkun valds í
stað stefnu
Það er ekki von aö Geir gæti
stjórnað landinu fyrst hann var
búinn að missa stjórn á ftokkn-
um ogstefnan glötuð. Dagblaöið
segir i gær:
„Aö visuer ekki rétt aðsegja,
að forystan hafi tekið upp
„dæmigerða vinstri stefnu”.
Undir stjórn flokkseigendafé-
lagsins hefur forystan fylgt
algerri hentistefnu hrossa-
kaupa. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur orðið dæmigerður kerfis-
flokkur, þar sem völd eru dýrk-
uð valdanna vegna en ekki
stefnu eða hugsjóna. Flokkurinn
hefur brugðizt stefnu réttinda
einstaklingsins og oröið burðar-
ás samtryggingarkerfisins.
Flestir sjálfstæöismenn hafa
gertsér þetta Ijóst, einnig ýmsir
forystumenn. Miklu skiptir, eigi
flokkurinn að hjarna við, að
höggvið sé á slíkar viðjar fortið-
arinnar, eins og einn ræöu-
manna komst að orði, og byggt
að nýju á þeirri stefnu, sem
flokksmenn vilja. Til þess þarf
að gera flokkinn lýðræðislegan,
svipta flokkseigendafélagið
völdum og hefja nýja forystu.
Hinn opinskái fundur Heim-
dallar er góðs viti fyrir sjálf-
stæöismenn. Til lítils er aö
reyna að fela þann ágreining,
sem nánast hefur riðið flokkn-
um að fullu og valdið feigö I
brjósti hans”.
Sjálfstæöisflokkurinn ber
„feigð i' brjósti” segja málgögn
tengd Sjálfstæöismönnum. Það
blæs þvi vart byrlega að fela
Geir að gera tilraun til að
mynda stjórn. Eina tilraunin
sem Geir getur gert er að hjálpa
öörum aö mynda nýja stjórn i
Sjálfstæöisftokknum.
—óre.