Þjóðviljinn - 29.07.1978, Side 6
6 SIÐA — ÞJOÐVILJINN j Laugardagur 29. júll 1978
Símínn er helsti
böhaldur mannkyns
Mér list ekkert á
blikuna. Ég veit hreint
ekki lengur hverskonar
timar það eru sem við
lifum á. Visir segir i
leiðara i gær að alþýðu-
flokkurinn sé að stela
Sjálfstæðisflokknum
minum og það hrika-
legasta er að það er
engu likara en að þetta
sé dagsatt. Og þetta er
einhver mesti þjófnað-
ur i sögunni siðan Dan-
ir stálu handritunum.
Þið vitið öll hve langan
tima það tók að fá þau
aftur.
Og það er lika bent á það, að
hægri sauðir Framsóknar-
flokksins séu farnir að randa
iskyggilega á vinstrigötum. Nú
hefur leiöari blaðsins verið
fluttur af hægri síðu og lengst
yfirá vinstrisiðu. Þessi vinstri-
villa munar hvorki meira né
minna en fimm dálkum. Jónas
minn frá Hriflu hefur snúið sér
við i gröfinni ef ég þekki hann
rétt.
önd min er þvi þreytt og ég
veit ekki hvar hún má finna
hvild.
Ég ætlaði að hverfa frá
amstrí heimsins innan hinna
fjögurra veggja heimilisins sem
Bretar kalla sinn kastala. Ekki
veit éghvernig það er hjá þeim.
En ég varð fyrir þeirri reynsiu
að mér er nær að halda að hinn
sanni böl valdur mannkynsins sé
hvorki kommúnisminn né
sundrungin i Sjálfstæðisflokkn-
um minum heldur einmitt sim-
inn.
— Þaö stóð ekkert um þaö í ferðabæklingnum aö það
væri enn veriö að byggja hótelið....
Já, ég sagði siminn.
Ég sat heima i rólegheitum
eittkvöldið og las ræður Bjarna
Benediktssonar mér til upplyft-
ingar og þá hringir simaskratt-
inn.
Það var dóttir min, Hekla.
— Hefur nokkur hringt,
pabbi? spurði hún.
— Nei, sagði ég
— Ef að Palli hringir, segöu
honum þá að ég hafi farið á
Hótel Sögu, sagði hún. Upp i
grillið.
Ekki hafði ég lesið háifa síðu
þegar simafjandinn hringdi
aftur.
— Þetta er Járngerður, var
sagt i tólið. Er frúin heima?
— Nei, ég hélt hún hefði farið
til þin, sagði ég. Atti ekki að
vera fundur hjá innsta hring
Hvatarkvenna?
— Aaa, æ, jú, sagði Járngerð-
ur og var vandræðaleg. Jújú. En
fundurinn verður vist hjá Val-
gerði.
Þar með skellti hún á. Þetta
þótti mér grunsamlegt, þvi að
Valgerður er svo sérvitur að
hún hefur alltaf verið á móti
sima eins og faðir hennar var
árið 1906. Ekki hægt að hringja i
hana, sem sagt.
Hvern fjandann er kerlingin
aðbauka? hugsaði ég. Ég hugs-
aði svo harkalega að ég varð að
fá mér einn viski. Tvöfaldan.
Þá hringdi Palli. Ég sagði
honum, að Hekla væri uppi i
Grilli. Fint sagði hann en hvar
er Siggi?
Siggi er sonur minn.
— Það veit ég fjandann ekki,
sagði ég.
— Ef þú heyrir frá honum,
sagði Palli, þá segðu, að við för-
um á eftir heim til Villa.
— Hvar er Villý? spurði ég.
— Hver er Villý? spurbi ég.
— Ær þaðer gaur, sagði hann.
Og segðu honum að ef hann
komi ekki með brennivín með
sér, þá geti hann eins setið
heima hjá Gunnu.
— Hver er Gunna? spurði ég.
— Æ, það er skvisa, sagði
Palli.
Ég fékk mér annan tvöfaldan
og hugarflugið fór af stað. Kerl-
ingin einhversstáðar úti að
arka. Siggi kannski að gera ein-
hverja fimmtán ára stelpu
ólétta uppi i kvistherbergi. Og
svo framvegis.
Enn hringdi simadjöfullinn.
— Þetta er Jóna, var sagt i
simanum. Hvar er hún Hekla?
— Hún á að vera uppi i Grilli,
sagði ég.
— Það getur ekki verið, sagði
Jóna. Éger uppi í Grilli og Dódó
og Maggi og Palli og Bóbó. En
engin Hekla.
— Hvað get ég gert? spurði ég
og var ósáttur við tilveruna.
— Þú átt að ala börnin þin upp
eins og maður, Skaði, sagði hún.
— Geri ég það ekki? spurði
ég.
— Nei. Gugga var að segja, að
einhver hefði séð hana Heklu
dóttur þina á leið á kommafund
með einhverju strákgerpi úr
Háskólanum!
Og hún skellti á.
— — Jesús minn, stundi ég.
og fékk mér einn fjórfaldan. A
kommafundi! Hún dóttir mfn!
Og svo fékk ég mér enn einn.
Ég se-segi þér það satt, elsku
vinur, ég er á móti, sko, hvað
það heitir, framlegum tækniför-
um. Tækni i framförum, Nei,
hikk, fram-förum i tæ-tækni....
Skaði
í undirkjól ömmu
sinnarí grafhýsi Maós
Hápunktur heimsóknar i Kina
ír að skoða jarðneskar leifar
Vlaó formanns, og af þvi vilja
æstir ferðamenn missa. Kana-
ifekurlæknirsem vinnur i Hong
Kong, en fer af og til til Peking
:il að vitja sjúklinga á vegum
íanadiska sendiráðsins, fór
með nokkra ættingja með sér á
iögunum til að skoða leifar for-
mannsins.
Þvi miður hafði enginn upp-
lýst lækninn og fjölskyldu hans
um strangar reglur varðandi
klæðaburð, þegar gengið er i
grafhýsið. Þegar þau mættu
stundvislega kl. 9 um morgunn
var þeim góöfúslega bent á að
stuttbuxur frúarinnar væru ekki
viðeigandi klæðnaður við likbörur
Maós.
Frúin snaraði sér þá i undir-
kjól móöur sinnar utan yfir
stuttbuxurnar, og létu verðirnir
það gott heita. En nú kom i ljós
að stuttbuxur sonarins
Francois, sem er 17 ára, voru á
sama hátt óviðeigandi og þá fór
i verra þvi' engar aukabuxur
voru með i'ferðinni. „Allt i lagi,
þá förum við upp á hótel og
sækjum buxur” sagði faðirinn
og bjóst til að fara aftur með
leigubilnum. ,,Nei” sagði kin-
verskur leiðsögumaður þeirra.
„Þessi bill á að fara með ykkur
næst að Sumarhöllinni, en ekki
upp á hótel.”Nú sá kanadiski
læknirinn að leiðsögumaðurinn
var með plastregnkápu undir
hendinni og spurði, hvort hann
mætti ekki fá hana lánaða á son
sinn, til aðhylja nakin hné hans.
„En regnkápan er min einka-
eign” sagði leiðsögumaðurinn
,,Þar að auki er ekki rigning, og
þvi óviðeigandi að vera i regn-
kápu”.
Frúin, sem hafði áöur farið i
grafhýsið, spurði þá, hvort hún
mætti ekki bara lána syninum
undirkjól móður sinnar og
myndi hún þá sjálf biöa fyrir ut-
an, á meðan hin færu inn. Það
þótti vörðum jarðneskra leifa
Maó viðeigandiogþannig komst
sonurinn inn i grafhýsið i undir-
kjól ömmu sinnar. IHT
þJÓÐVILJINN
fyrir 40 árum
Rikisstjórnin mun eins og
fyrri daginn hafa það sér til af-
sökunar að hún hafi ekki hand-
bært fé til að láta vinna austur i
Sibiriu, en það væri hinsvegar
fróðlegt að vita hvaðan rikis-
sjóður hyggst fá þær 50 til 100
þúsund krónur, sem telja má
vist að varið veröi til að taka á
móti Friðriki Kristjánssyni
(krónprins Dana), syni þess
manns, sem hefur fengið 60-70
þúsund króna árlegan atvinnu-
leysisstyrk úr rikissjóði. Þjóð-
viljanum er ekki kunnugt um
þetta, en það þarf hinsvegar
ekki að þurfa að óttast það að
peningar verði ekki fyrir hendi i
rikisfjárhirslunni þegar um það
er að ræða að eyða tugum þús-
unda i svall handa yfirstéttinni,
þó aö engir peningar séu til þeg-
ar um hundruð atvinnulausra
verkamenn er að ræða.
Þjóðviljinn 22. júli 1938
Hér kemur gamall félagi i
Alkuklúbbnum með áriöandi
innlegg. (Þar sem félaginn er
meðlimur i klúbbnum, reikn-
ast sendingin ekki sem
umsókn). Gjöriðisvovel:
„Hellingur að
atkvæðum”
„Vegna greinar I Morgun-
blaðinu i dag, viltu þá endilega
koma þeirri beiðni á framfæri
hvort einhver hörkuduglegur
viljinú ekki taka það að sér að
snapa saman 60 glænýjum
menningarvitum til að vinna
að þvi að f æra okkur Kefla vik-
ursjónvarpið aftur. Meðan að
það var við lýði fékk maður
heimsmenninguna beint að
rúmstokknum — haldið að það
sé munur i staðinn fyrir allar
þessar „listrænu”, ónáttúru-
legu sænsku, dönsku og
finnsku rúmstokksmyndir
sem islenska sjónvarpið
dembir fyrirvaralaust yfir
landsins börn svo að þau vita
ekki hvaðan á sig stendur
veðrið. Fyrir utan frábæra
listþætti, en þeirra naut mað-
ur i Keflavikursjónvarpinu á
sinum tima, bauð sjónvarpið
upp á fjölda skemmtiþátta,
leikþátta en Bandarikjamenn
og Bretar, sem búa yfir
skemmtilegustu kimni heims-
ins, geta einir gert slfka þærti.
...Nú eru alþingiskosningar
afstaðnar og ekki farið að
setja kveik i nýjar kosninga-
sprengjur fyrr en eftir svona
þrjú ár, það er að segja takist
stjórnarmyndun nýkjörinna
manna áður en farið verður að
kjósa aftur. En það segi ég
satt, verðum við ekki búin að
fá Ameríku-sjónvarpið aftur
fyrir þann tima fær sá flokkur,
sem mun beita sér fyrir þjóð-
aratkvæðagreiðslu um
hermannasjónvarpið, Stinu og
Stjána og almennilega teikni-
mynd (Andrés önd) frá Finn-
landi, helling af atkvæðum.
Fyrst við þurfum endilega að
hafa þennan her þarna á tang-
anum, en hann er þar vitan-
lega fyrst og fremst til að
hugsa um sig og sina, þá finnst
mér aö fleiri megi hafa gagn
af honum en Islenskir aðal-
verktakar”.
Alyktun: Mjög gott Guðrún.
Ensemsagt: Þaöþarfbara að
sækja um einu sinni ef maður
kemst inn.
Meðástúð.
Hannibal ö. Fannberg
formaður