Þjóðviljinn - 29.07.1978, Page 7

Þjóðviljinn - 29.07.1978, Page 7
Laugardagur 29. jrili 1978 >J6ÐVILJ1NN — StÐA 7 í landhelgismálinu tókst sósíalískum öflum að flétta >saman stéttarhagsmuni verkalýðs og sjálfstæðisbaráttu íslenskrar þjóðar. Mestur er vandinn þegar stundar hagsmunir stangast á við hugsjónir og langtímahagsmunil Svanur Kristjánsson lektor: Hugsjónir og hags- munir augnabliksins Hreyfingar sem vilja gera róttækar breytingar á þjóöfé- laginu þurfa aö leysa margvis- leg vandamál, ef þær ætla sér annaðog meira hlutverk en þaö eitt að vera samfélag heilagra og sannfærðra. Róttæk samtök eru sigursælust, þegar þeim lánast að tvinna saman stund- arhagsmuni, hugsjónir um betra samfélag og langtima- hagsmuni. Slagorð rússneskra boisévika um „frið, brauð og jar&iæði” er eitt dæmi um frá- bæra baráttuaðferð af þessum toga. Raunar þurfum við ekki aust- ur á Volgubakka til að skilja hvernig hægt er að móta slika stjórnlist. Þegar vel hefur tek- ist, einkum i landhelgismálinu, hefur sósialiskum öflum hér á landi tekist að marka stefnu, þar sem stéttarhagsmunir verkalýðs og sjálfstæðisbarátta islensku þjóðarinnar hafa verið fléttuð saman á árangursrikan hátt. Mestur er vandi róttækra afla þegar stundarhagsmunir stang- ast á við hugsjónir og langtima- hagsmuni. Taka verður á slik- um verkefnum með skilningi og djörfung. Oneitanlega er það merkium þroska framsækinnar hreyfingar hvernig hún glimir við þversagnir hugsjóna og hagsmuna augnabliksins. Verkalýðshreyfing og kaupfélög Málsvarar auðhyggjunnar flýja gjarnan kaldan veruleika einokunarhagkerfis Vestur- landa inn i þægilegri ævintýra- heim „frjálsrar samkeppni”, sem hvergi er til nema i heilabúi þeirra sjálfra. í þessu drauma- landi stjórnast maðurinn alltaf af stundarhag. A einhvern yfir- skilvitlegan hátt á siðan sókn einstaklinga eftir eigin gróða að tryggja hagsmuni heildarinnar. Þetta kalla borgaralegir hag- fræ&ngar „skynsama hegðun”. Sagan geymir ótal mörg dæmi, sem ekki verða skýrð með þvi að gera manninn að einhvers konar sjálfvirkri reiknivél, sem stjórnast ein- göngu af útreikningum á tapi og gróða. A bernskudögum sam- vinnuhreyfingar og verkalýðs- samtaka var ekki mjög „skyn- samlegt” fyrir alþýðumann að vera þátttakandi. Kaupmenn buðu lægra verð til að lokka til sin viðskiptamenn frá kaupfé- lögunum, félagsmenn verka- lýðsfélaga fengu siður vinnu en þeir fjölmörgu, sem buðust til að vinna fyrir lægra kaupi. Stundum reyndu kaupmenn einnig að svelta bændur til hlýðni, svipað og sumir at- hafnamenn ofsóttu verkamenn, sem gengu f verkalýðsfélög. Með peningahyggjuna að leið- arijósi hefðu hvorki verkalýðs- félög né samvinnuhreyfing náð að þroskast. Sameiginlegar hugsjónir og máttur samtak- anna gaf alþýðu þessa lands baráttuhug og fórnarlund, sem dugði til að þola ofsóknir og skort. Arangurinn blasir við i lifskjarabyltingu siðustu ára- tuga. Handprjónasamband íslands Máttur hugsjóna og langtima- hags yfir hagsmunum augna- bliksins tilheyrir ekki eingöngu fortiðinni. Við getum fundið þessa dæmi i daglegri baráttu okkar daga. f kjallara gamla Þjóðvilja- hússins að Skólavörðustig er búð, þar sem til sölu eru hand- unnar vörur úr islenskri ull. Verslunin er rekin af Hand- prjónasambandi Islands, sam- tökum kvenna, sem áður höfðu selt afurðir sinar milliliðum fyr- ir lægra verð en svo, að þær fengju þolanlegt timakaup fyrir vinnu sina. Handprjónasam- bandiö er merkileg tilraun til að beita mætti samtaka og sam- heldni gegn valdi braskara og stórfyrirtækja. Einnig er verðið ávörum Handprjónasambands- ins lægra en annars staðar (sokkar kosta þar t.d. 1800 krón- ur en krónur 3000 i Eden I Hveragerði. Verðlagningin i Eden viröist yfirleitt vera ansi „frjáls” og vel þess virði að um hana væri f jallaö á neytendasið- um dagblaðanna. í Eden kostar Islandskort 960 krónur, en i Essóverslun i Reykjavik kostar 625 krónur — varla er flutnings- kostnaður 335 krónur pr. kort! Hér hefur „frjáls” álagning sigrað). Handprjónasambandið á ef- laust við mörgvandamál aðetja — ekki sist skort á lausafé til að greiða jafn hátt verð við inn- lagningu afurða og sumir fjár- sterkari aðilar. Þannig geta efnahagslegir skammtfma- hagsmunir verið andstæðir langtimamarkmiðum. Hags- munir augnabliksins væru þeir að fá hærra verð fyrir vöruna strax, ekki sist á verðbólgutím- um, en til langs tima er hagur prjónakvenna mestur i þvi að treysta samtökin og ráða s jálfar sölunni á eigin afurðum. Allt bendir til þess, að hér muni stundarhagsmunir vikja fyrir samstöðu og baráttuvilja. Herstöðvaand- stæðingar Aðminumati er „vitahringur herstöðvamálsins” — svo vitnað sé i Guðberg Bergsson — fólginn iþvi,að herstöðvaandstæðingar hafa ekki reynt að fást við þver- stæður stundarhags og hug- sjóna. Allur almenningur veit mæta vel, að brottför hersins og Ursögn íslands úr Nató geta skaðað stundarha gsmuni verkafólks og valdið margvis- legum efnahagserfiöleikum. ÞUsundir manna hafa framfæri sittaf bandariska hernum, beint eða óbeint. Þar má minna á her- mangsviðskipti Islenskra aðal- verktaka, Eimskipafélags ts- lands, Oliufélagsins og SIS. Margir starfemenn þessara fyr- irtækja spyrja: „Hvað verður um atvinnu okkar ef herinn fer?” Starfsfólk Flugleiða spyr: „Fá Flugleiðir áfram leyfi til að ákvarða fargjöld sin milli Evrópu og Bandarikjanna eftir brottför hersins?” Margir hafa áhyggjur af fiskmörkuðum okk- ar i Bandarlkjunum og V-Evrópu. Eldra fólk minnist þess, að hér á landi var atvinnu- leysi landlægt áður en erlendur her kom hingað árið 1940 og á atvinnuleysistimum hefur her- inn veitt atvinnu, t.d. 1950-56. Þegar hér er komið lestri þessa greinarkorns mun senni- lega stór hluti lesenda Þjóðvilj- ans og fylgismanna Alþýöu- bandalagsins fölna af viðbjóði yfirþvi, að enn einn „svikari” i herstöðvamálinu sé farinn að skrifa í blaðið okkar. Slik við- brögð sýna glögglega vanda herstöðvaandstæðinga og sjálf- stæðisbaráttunnar. Að veraher- stöðvaandstæðingur merkir hjá sumum það sama og að menn hafi ákveðið hugarfar, þar sem þung áhersla er lögð á að flokka menn i samherja og andstæð- inga. „Hann skrifaði undir á- skorun Varins lands — hann er spilltur”. ..Þetta er góður mað- ur. Hann er herstöðvaandstæð- ingur”. Slik hugarfarspólitik getur verið skemmtilegt tómstunda- gaman yfir kaffibollum. Til lengdar er þessi iðja þó afskap- lega ófr jó og heldur árangurslit- il. Herstöðvaandstæðingar verða að gefa skynsamleg svör við spurningunni: Hvað tekur við þegar herinn fer og Island gengur úr Nató? Saga verkalýðssamtaka og samvinnuhreyfingarinnar, sem og Handprjónasambandsins, sýnir hvernig hugsjónir hafa sigrað hagsmuni augnabliksins. Það er engin ástæða til að ör- vænta um málstaö herstöðva- andstæðinga. Sennilega hafa aldrei verið meiri möguleikar en nú til að ná samstöðu mikils hluta Islendinga um brottför hersins. Lárkúra herstöðva- sinna hefur afhjUpast i Aronsk- unni, áhrif Rúsagrýlunnar fara minnkandi, ungt fólk er opnara en áður fyrir nýjum viðhorfum. Allt þetta gefur baráttu her- stöðvaandstæðinga aukið svig- rúm. Hins vegar verða herstöðva- andstæðingar að vera heiðar- legir I máltlutningi sinum og segja alþýðu þessa lands, að brottför hersins geti haft i för með sér margháttaða erfið- leika, jafnvel umtalsverð efna- hagsáföll. Það fylgir þvi tölu- verður vandi að vera sjálfstæð þjóð, en ekki taglhnýtingur og betlari, sem lifir af náð Banda- rikjanna og Alþjóðabankans. Baráttan framundan Herstöðvaandstæðingar eiga ekki að leiða hjá sér áhyggjur fólks um atvinnu þess og af- komu, þvi þær eru eðlilegar. Þeir eiga að reyna að gera sjálf- um sér og öðrum grein fyrir efnahagslegum áhrifum hersins og hvernig bregðast skuli við hugsanlegum refsiaðgerðum Bandarikjamanna. Ef banda- riskum yfirvöldum er kappsmál að herinn sé hér, er sennilegt að þau muni hegna tslendingum fyrir að reka hann úr landi. I stuttu máli sagt: verkefni herstöðvaandstæðinga er ekki eingöngu það að skipuleggja Keflavikurgöngurogfundil Há- skólabiói, þar sem menn fá venjulega alltaf sama skammt- inn Ur íslandsklukkunni. Megin- verkefni herstöðvaandstæðinga er að vinna skoðun sinni fylgi meðal þjóðarinnar. 1 þessu verkefni felst, að herstöðvaand- stæðingar eiga að móta nýjan valkost I utanrikisstefnu Is- lands, þannig að vitað sé hvað þeir vilja en ekki einungis hvað þeir vilja ekki. Svanur Kristjánsson. Reykjavík Samanburður opinberra gjalda 1977 og 1978 Einstaklingar Tekjuskattur Eignarskattur Slysatr. v/heimilis Kirkjugjald Kirkjugarðsgjald Slysatr.gj. Lifeyris.tr.gj. Atvinnul.tr.gj. Launaskattur SjUkratr.gj. Aðstöðugjald Útsvar 1977 1 Q7fi ' Iðnaðargjald 1.7 2.0 14.49 Atvinnuleysistryggingagj. 124.7 166.7 33.75 /o li £6K kun Iðnlána- og iðnaðarm.gj. 34.8 48.0 38.00 Launaskattur 274.8 302.5 10.08 milj. kr. millj.kr. f.f. ári % Skyldusparnaður 0 657.8 — Sjúkratryggingagj. 0.3 1.6 357.29 5.043.0 8.615.9 70.85 Samtals skv. skattskrá 12.460.8 20.812.3 67.02 Aðstöðugjald 1.328.0 1.885.0 41.95 394.1 494.9 25.57 Útsvar 4.0 8.5 110.08 5.2 8.3 60.28 Iðnaðargjald 15.3 20.4 33.21 95.6 144.9 51.49 Iðniána- og iðnaðarmálagj. 190.1 258.1 35.72 133.5 197.5 47.92 Félög. Skyldusparnaður 0 513.9 19.3 30.0 55.09 1977 1978 Hækkun Samtals skv. skattskrá 4.560.3 6.633.1 45.45 80.1 93.0 16.12 milj. kr. milj. kr. f.f. ári'% Fjöldi gjaldenda 2.935 3.051 3.95 19.3 26.0 34.45 Tekjuskattur 1.599.3 2.182.4. 36.46 Sölugjald (1976 og 1977) 236.1 324.0 37.20 Eignarskattur 365.2 476.7 30.54 (félög og einstaklingar) 18.453.5 25.587.9 38.66 591.1 1.583.0 167.81 Kirkjugarðsgjald 30.6 43.6 42.16 Landsútsvör 714.0 980.6 37.33 257.8 392.6 52.27 Slysatryggingagj. 83.5 129.7 55.40 Launaskattur utan skattskrár 5.549.2 8.194.7 47.67 Lifeyristryggingagj. 544.4 644.0 18.31 (félög og einstaklingar) 1.968.8 3.006.2 52.69 GARÐBÆINGAR TEKJUHÆSTIR Skv. skattskrá Reykjanesum- dæmis voru tekjur einstaklinga Fjöldi einstakl. Tekjur : alls: Frádráttur Alögð : gjöld: að jafnaði hæstar i Garðabæ á ár- Kópavogur 6022 2.303.700 558.600 519.300 inu 1977 eða tæpar 2,7 miljónir, en Seltjarnarnes 1254 2.562.000 602.700 624.800 lægstar hjá bændum i Kjósar- Garðabær 1912 2.695.700 629 700 744.500 hreppi 1,4 miljónir. Hafnarfjörður 5501 2.254.200 524.000 498.000 Að meðaltali voru álögð gjöld á Bessastaðahr. 133 2.434.400 548.600 540.600 mann hæst i Garðahreppi eða um Mosfellshr. 899 2.485.000 600.700 556.085 750 þúsund, en það er um 27% af Keflavik 3122 2.376.860 542.400 554.500 meðaltekjunum. Grindavik 744 2.556.060 637.300 589.700 Alögð gjöld voru lægst I Kjósar- Njarðvikur 863 2.358.130 508.700 558.500 hreppi 230 þúsund, eða 16% af Hafnahr. 94 1.888.420 313.200 411.000 meðaltekjunum. Miðneshr. 527 2.286.690 504.160 492.800 Meðaltal tekna álls, frádráttar- Gerðahr. 391 2.112.260 467.000 470.800 liða skv. framtölum og álagðra Vatnsl.st.hr. 224 2.109.150 495.900 422.000 ■ gjalda pr. einstakling nemur seih Kjalarneshr. 108 2.153.980 471.070 490.900 hér segir: Kjósarhreppur 120 1.447.060 238.170 233.300 Hæstu greiðendur landsútsvars 1. Afengis- og tóbaksverslun rikisins Kr. 412.940.057 2. Oliufélagið hf. Kr. 155.356.071 3. Skeljungur hf. Kr. 107.056.520 4. Oliuverslun tslands hf. Kr. 92.856.332 5. Slldarverksmiðjur rikisins Kr. 63.977.662 6. Sementsverksmiðja ríkisins Kr. 44.535.542 7. Aburðarverksmiðja rikisins Kr. 38.725.982 8. Landsbanki tslands Kr. 25.004.944

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.