Þjóðviljinn - 29.07.1978, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júlí 1978
Vinnudeilur magnast á Siglufirði
Stjóm S.R. neitar aö greida
vLsitölubætur á lægstu laun
Verkalýðsfélagið Vaka hefur yfirvinnubann á ný
Kolbeinn Friöbjarnarson formaöur Vöku.
Þann 7. júli sl. gerði
stjórn Verkalýðsfélagsins
Vöku á Siglufirði munnlegt
samkomulag við þá Jón
Reyni Magnússon, fram-
kvæmdastjóra Síldarverk-
smiðja Rikisins á Siglu-
firði og Hannes Baldvins-
son, sem sæti á í stjórn S.R.
á Siglufirði, sem miðaði að
því að Verkalýðsfélagið
aflétti yfirvinnubanni því,
sem i gildi hafði verið frá
setningu bráðabirgðalaga
ríkisstjórnarinnar i febrú-
ar. Þess i stað skyldi S.R.
greiða verðbætur á dag-
vinnulaun upp að 168.000
krónum, en sömu krónu-
tölu á hærri laun. Var það
samkomulag svipaðs eðlis
og Verkalýðsfélagið Vaka
hafði gert við aðra
atvinnurekendur á Siglu-
firði, og i samræmi við
sáttatilboð Verkamanna-
sambands Islands.
Hins vegar hefur nú
stjórn S.R. lýst yfir, að
kaup skuli greitt sam-
kvæmt bráðabirgðalögun-
um, og samkomulagið sem
framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins og stjórnarmeð-
limur stóðu að, væri ógilt.
Verkalýðsfélagið hóf því
yfirvinnubann á ný kl.
16.00 í gær.
I tilefni af þessu hafði
blaðið samband við Kol-
bein Friðbjarnarson, for-
mann Verkalýðsfélagsins
Vöku á Siglufirði. Hann
sagði:
„Þessi vinnudeila hér á Siglu-
firði, er komin i fjölmiðla, þannig
að ég tel rétt að rekja nokkuð
itarlega þróun þessara launa-
mála, launabaráttu eins og hún
hefur verið hér á Siglufirði frá þvi
að kjaraskerðingarlögin voru
sett. Fyrsti árangur sem við náð-
um hér, var sá að um mánaða-
mótin mai — júni náðum við sam-
komulagi við ýmsa minni
atvinnurekendur um greiðslu
fullra verðbóta á laun upp að
168.000 króna mánaöarlaunum
fyrir dagvinnu og siðan sömu
krónutölu i verðbætur á hærri
laun, en þetta fyrirkomulag er i
fullu samræmi við sáttatilboð
Verkamannasamband Islands og
hefur að minu áliti þann kost að
með þvi er öllu almennu verka-
fólki tryggðar réttar verðbætur á
sin laun, en þeir sem hærri launin
hafa verða samkvæmt þvi að
sætta sig við sömu krónutölu i
visitölubótum, enda engin sann-
girni i þvi að menn sem hafa 4. —
500.000 kr. i mánaðarlaun fái
þrefaldar verðbætur á við venju-
legt verkafólk.
Þann 12. júni sl. tókst okkur að
gera samning við bæjarráð Siglu-
fjarðarkaupstaðar á sama grund-
velli. Samningurinn gildir frá 1.
júni en er með afturvirkni, þannig
að kaupskerðingin frá 1. mars til
1. júni var leiðrétt sérstaklega.
Siðasti áfanginn náðist svo með
munnlegu samkomulagi milli
stjórnar Vöku annars vegar og
Jóns Reynis Magnússonar, fram-
kvæmdastjóra Sildarverksmiðja
Rikisins og Hannesar Baldvins-
sonar stjórnarmanns fyrirtækis-
ins hins vegar, hinn 7. júli sl.
Samkomulagið var um aö S.R.
greiddu fullar verðbætur á laun
upp að 168.000 krónum á mánuöi i
dagvinnu og að hærri dagvinnu-
laun á mánuði fengju sömu
krónutölu i verðbætur. Sam-
komulagið skyldi gilda frá 1. júli
og þar til aðrir samningar kynnu
að vera gerðir. Stjórn Vöku hét
hins vegar að skýra fjölmiðlum
ekki frá samkomulagi þessu, og
við þaö hefur verið staðið fram til
þessa. Sams konar samkomulag
var siðan gert við aöra atvinnu-
rekendur á Siglufirði, Þormóð
ramma hf., og Lagmetisiðjuna
Siglósild.
Hér á Siglufirði hafa þvi verið
greiddar fullar verðbætur á laun
aö þessu marki, eða I samræmi
við sáttatilboð Verkamannasam-
bands íslands.
Eftir að S.R. höfðu staðið við
þetta samkomulag frá þvi það
var gert höfðum við i stjórn Vöku
svo fréttir af þvi sl. þriöjudag að
stjórn S.R. ætlaði sér fyrirvara-
laust að svikja þetta samkomulag
og greiða laun starfsfólks sins
með fullri visitöluskeröingu sam-
kvæmt bráöabirgöalögunum og
gera þannig framkvæmdastjóra
sinn ómerkan að þvi samkomu-
lagi sem hann haföi gert, og
þannig munu laun greidd í fyrsta
sinn í dag, föstudag, frá þvi sam-
komulagið var gert.
Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir
til þess aö fá stjórn S .R. til þess að
hætta við þessi svik á samkomu-
laginu, hefur það ekki tekist.
Orsök þeirrar vinnudeilu sem nú
er á Siglufirði er þvf fyrirvara-
laus svik stjórnar S.R. á sam-
komulagi um laun starfsfólks fyr-
irtækisins sem framkvæmda-
stjóriS.R. gerði við stjórn Vöku 7.
júli sl.
Ljóst virðist, aö stjórn S.R. ætl-
ar sér að reyna að beygja verka-
fólk á Siglufirði, semja ekki við
verkalýðsfélagið en beina loðnu-
flotanum á aðrar hafnir. Við
treystum þvi aö verkafólk i öðr-
um byggðarlögum þar sem loönu-
bræðslur eru, veiti okkur allan
þann stuðning sem það getur i
þessari baráttu okkar”.
Blaðið hafði þessu næst sam-
band viö Hannes Baldvinsson,
sem sæti á i stjórn S.R. á Siglu-
firði, og bar þau ummæli
Kolbeins, sem snerta samskipti
Vöku við sildarverksmiðjurnar
undir hann.
Hannes hafði þetta um málið að
segja:
„Þarna er rakinn gangur mála
i stórum dráttum og rétt með far-
ið hjá Kolbeini.
Skýringin á, aö ég og Jón Reyn-
ir beittum okkur fyrir að þetta
samkomulag var gert við Verka-
lýðsfélagið Vöku, var, að eftir að
félagið hafði lýst yfir yfirvinnu-
banni, og það staðið i viku, hafði
ekkert raunhæft spor i samkomu-
lagsátt verið stigið af hálfu deilu-
aðila. Þess ber þó að gæta, að
stjórn S.R. fer ekki með samn-
ingamál, heldur eru þau i höndum
vinnumálanefndar rikisins. En
eins og menn muna, voru
alþ.kosn. nýafstaðnar, rikis-
stjórnin búin að segja af sér, og
vinnumálanefndin taldi sig þvi
ekki hafa neitt umboð til samn-
ingsgerðar.
Upplýsingar sem fengnar voru
hjá verkfræðingi Sildarverk-
smiðjunnar hér á Siglufirði, bentu
til þess, að ef ekki yrði þegar náð
samkomulagi við Verkalýðsfé-
lagið Vöku og yfirvinnubanninu
aflétt myndu verksmiðjurnar
ekki geta tekið við loðnu til
vinnslu fyrr en eftir mánaðamót-
in júli-águst. Segja má, að verk-
smiðjan á Siglufirði hafi verið i
flakandi sárum vegna gagn-
gerðra endurbóta sem stóðu yfir á
vélakostinum. Ekki reyndist unnt
þrátt fyrir itrekaðar tilraunir, aö
ná sambandi við menn f stjórn
S.R. og urðum við Jón Reynir þvl
sammála um, að taka á okkur
ábyrgðina á þvi að reyna að ná
samkomulagi við Verkalýðsfé-
lagið Vöku og fá yfirvinnubann-
inu aflétt.Það tókst okkur á eins
hagkvæman hátt að minum dómi
og hægt var að reikna með undir
þessum kringumstæðum. Hins
vegar hefur nú siðustu daga kom-
ið i ljós að ég og Jón Reynir lögð-
um mismunandi skilning i sam-
komulagið að þvi leyti aö Jón tel-
ur sig ekki hafa reiknað meö að
samkomulagið næði til vakta-
vinnu i verksmiðjunum. Ég áleit
hins vegar frá upphafi, að sam-
komulagið gilti þar til nýir
samningar hefðu verið undirrit-
aðir af réttum aðilum, og ég held,
að allir hafi reiknað með þvi, að
þess yrði ekki langt að biða aö ný
stjórn yrði mynduð sem gæti unn-
ið að þvi að lagfæra það þrúgandi
ástand i launamálum, sem gamla
ihaldsstjórnin skildi eftir sig.
Ég vil persónulega taka fram,
að ég hlustaði á einn af ráðherr-
um rikisstjórnarinnar fullyrða að
bráðabirgðalögin, sem rikis-
stjórnin setti, bönnuðu ekki, þeim
aðilum sem gætu eða treystu sér
til að greiða hærri laun. Einnig
má nefna, að samningar voru i
gangi hjá mörgum bæjarfélögum
sem byggðu á sömu úrlausn og
fólst i samkomulagi þvi, sem gert
var við Verkalýðsfélagið Vöku.
Það má þvi segja, að við höfum
aðeins fetað i fótspor þeirra sem á
undan höfðu gengið i að leysa
rikjandi vinnudeilur”.
—jsj.
Brot á reglugerdum um dagstimplun mjólkur:
Erlendis væri mjólkur-
búðunum lokað
— segir Jóhannes Gunnarsson, mjólkurfrædingur
,,Þaö er enginn vafi á því
að okkar mjólk er miklu
verri en sú mjólk sen er á
markaönum t.d. í Banda-
rikjunum og á Norðurlönd-
um. Þau brot sem
mjóikursamsölur hér hafa
orðið uppvísar að myndu
nægja til að slíkum sam-
sölum yrði þegar i stað lok-
að, ef þær væru t.d. á
Norðurlöndunum", sagði
Jóhannes Gunnarsson
mjólkurfræðingur, sem er
formaður Borgarf jarðar-
deildar Neytendasamtak-
anna og jafnframt i vara-
stjórn NS.
Eins og skýrt var frá í
fréttum hér í blaðinu,
hefur Heilbrígöisef tirlítíð
sent Mjólkursamsölunni
harðort bréf, vegna þess
að mjólk hefur verið
stimpluð allt að 8 daga
fram í tfmann í stað 4ra.
„Þetta mál verður tekið fyrir á
stjórnarfundi Neytendasamtak-
anna bráðlega, en við teljum
þetta mjög alvarlegt mál. Það er
ekki aðeins Mjólkursamsalan i
Reykjavik sem hefur brotið
reglugerð um dagstimplun,
heldur allmörg mjókurbú hér i
nágrenninu. Sú heimild sem
Mjólkursamsölunni i Reykjavik
var veitt, um að stimpla 4 daga
fram i timann i stað 3ja, hefur
verið tekin upp i ýmsum öðrum
mjólkurbúum, án þess að leyfi
hafi verið veitt viökomandi búi.
Þar að auki er mjólkin oft orðin of
gömul þegar hún kemur i búin,
þvi mjólk er ekki sótt nægilega oft
til bændanna”, sagði Jóhannes
ennfremur.
Nú er sem kunnugt er sá timi,
þegar erfiðast er að geyma mjólk
og gæði hennar lélegust. Hefur
það einnig komið fram eftir að
fréttir bárusi af framlengdri dag-
stimplun mjólkur, aö fjöldamarg-
ir hafa keypt mjólk sem er bragð-
vond og hefur orðið ónýt um leið
og fernurnar eru opnaðar.
Jóhannes sagði að við íslend-
ingar gerðum allt of litlar kröfur
varðandi gerlainnihald mjólkur,
en hér fer mjólk i 1. flokk ef gerla-
innihald pr. milliliter er undir 500
þús. en erlendis er algengast að
mörkin séu við 50-200 þúsund
gerla.
þf