Þjóðviljinn - 01.08.1978, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 01.08.1978, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 1. ágúst 1978 phyris snyrtivörurnar verða „ sífellt vinsælli. phyris er húðsnyrting og hörundsfegrun með hjálp blóma og jurtaseyða p/iyT"/Sfyrir viðkvæma 1 húð phyris fyrir allar húðgerðir Fæsf í helstu snyrtivöruversl- unum og apótekum. Vesturlandi Kjördæmisráö Alþýöubandalagsins á Vesturiandi efnir til feröar I Þórsmörk dagana 11.-13. ágúst. Fariö veröur frá Borgarnesi kl. 16 á föstudag. Allir velkomnir — Nánar auglýst sföar hverjir taka viö þátt- tökutilkynningum. Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum og -skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og < inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 Auglysing í Þjóðviljanum ber ávöxt Blikkiðjan Asgarði 7/ Garðabæ onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboð SÍMI 53468 ——1—^ Útför móður minnar, Sigriðar Stefánsdóttur, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. ágúst kl. 15.00. Stefán Höröur Grímsson. ' Maðurinn minn Sigurður Magnússon Samtúni 32 lést i Landspitalanum 29. júli. Fyrir hönd barna og ann- arra ættingja. Ingibjörg Jónsdóttir. Qj ......................-..... ...............................* f ... Móöir okkar, tengdamóðir og amma, Guðbjörg Erlendsdóttir húsfreyja, Ekru, Stöðvarfiröi, verður jarðsungin á Stöðvarfirði i dag, 1. ágúst kl. 2. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóö Einars Benediktssonar. Björg Einarsdóttir Lúövik Gestsson, Þorbjörg Einarsdóttir Björn Stefánsson, Anna Einarsdóttir Baldur Helgason, Benedikt Einarsson Margrét Stefánsdóttir, Björn Einarsson Gunnvör Braga, og barnabörn. „Velkomin í gleðskapinn” í Húnaveri Islensk-þýska ræfla- rokkhljómsveitin „Big Balls & the Great White Idiot" ásamt hljómsveit- unum Alfa Beta og Lava & Janis Carol skemmta gest- um i Húnaveri um verslun- armannahelgina. Hátíðin i Húnaveri ber yfir- skriftina „Velkomin i gleðskap- inn” eftir nýrri plötu hljómsveit- arinnar Alfa Beta, sem kemur út á næstunni. Kynnir hljómsveitin plötuna á hátiöinni. Hátiöin hefst á föstudagskvöld- inu meö dansleik, þar sem Alfa Beta og Big Balls... leika fyrir dansi til kl. 02 eftir miðnætti. A laugardagskvöld verður dansleikur, þar sem Alfa Beta og „Hreðjarnar miklu” koma aftur fram, og á sunnudagskvöld verð- ur dansleikur með Alfa Beta og sænsk-islensku hljómsveitinni Lava & Janis Carol. Aö deginum veröur einnig sitt- hvaö um aö vera. A laugardegin- um kl. 17 veröa hljómleikar, ó- keypis, þar sem Alfa Beta og ræflarokkararnir skemmta á- heyrendum, og siödegis á sunnu- dag veröur knattspyrnukeppni milli mótsgesta og skemmti- krafta. 1 Húnaveri er gnótt tjaldstæða, hreinlætisaðstaða góð og allar veitingar fáanlegar. Sætaferðir verða frá Akureyri, Reykjavik, Sauðárkrók, Siglu- firði og Blönduósi. Verslunarmannahelgin í Aratungu Hljómsveitirnar Tivoli, Geim- steinn, Fjörefni, „Big Balls & the Great White Idiot” og Gylfi Ægis- son koma fram á útihátfö i Ara- tungu um verslunarmanna- helgina. Hátiðin hefst á föstudagskvöld með dansleik, þar sem hljóm- sveitirnar Geimsteinn, Tivoii og Fjörefni leika fyrir dansi til kl. 2 eftir miðnætti. A laugardagskvöldinu verður dansleikur með Geimsteini og verður Gylfi Ægisson gestur kvöldsins. Hann mún m.a. kynna lög af nýrri plötu sinni, sem væntanleg er á markaðinn innan skamms. Dansað verður til kl. 02. A sunnudagskvöldinu kemur islensk-þýska ræflarokkhljóm- sveitin „Hreðjarnar miklu og stóri hviti fávitinn” og leikur fyrir dansi ásamt Geimsteini, hljómsveit Rúnars Júliussonar, til kl. 02 eftir miðnætti. t Aratungu er sundlaug og góð hreinlætisaðstaða. Þar verður hægt að fá allar nauðsynlegar veitingar. Sætaferðir verða frá Reykja- vik, Selfossi og fleiri stöðum á Suður- og SV-landi. Islenskar landbúnaðarrannsóknir Út er komið fyrsta hefti þessa árs af ritinu Islensk- ar landbúnaðarrannsóknir. utgefandi er Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins. I ritinu eru eftirtaldar greinar: Notkun gufuþrýstingsmælis til að mæla vatnsvirkni matvæla, eftir Hannes Hafsteinsson og Jón Ottar Ragnarsson. Greining fosfórsvör- unnar i langtimatilraunum með sjálfhverfum frávikum, eftir Hólmgeir Björnsson. Saman- burður köfnunarefnisáburðarteg- unda á túnum I, eftir Hólmgeir Björnsson og Magnús Óskarsson. Samanburður köfnunarefnisá- burðartegunda á túnum, II, eftir Sigfús Ölafsson. Gæruflokkun og þungi islenskra lamba, II. og III., eftir Stefán Aðalsteinsson og Jón Viðar J"ónmundsson. —mhg Blaðam.fundur Framhald af bls. 20. endar næðu saman. „Alþýðu- flokkurinn var semsé til viðtals um að lækka vextina, eftir geng- isfellingu sem búin væri að rýra spariféð um miljarða. Það er nú meiri hraustleiki' i vaxtamálum en ég treysti mér i”, sagði Lúð- vik. Svavar Gestsson benti á, að gengislækkun er millifærsla, hún er bara millifærsla frá launþeg- um. Taldi hann að gengislækkun af þeirri stærð sem Alþýðuflokk- urinn nú boðar þýddi i reynd 50 miljarða millifærslu á ári. Hann benti einnig á, að stjórn Alþýðu- flokksins hefði beitt millifærslu og niðurfærslum árið 1959 til þess að komast út úr verðbólguskrúf- unni. Hann harmaði að stjórnar- myndunartilraunin skyldi hafa mistekist en vinstri stjórn yrði að halda uppi vinstri stefnu og það væri ekki vinstri stefna að rýra kjörin helmingi meira en i kaup- ránslögunum. Ólafur Ragnar skaut þvi inn, að kjarni málsins væri, og i þvi fælist munurinn á tillögum flokkanna, hver ætti að borga brúsann. Al- þýðuflokkurinn vildi láta laun- þega borga; Alþýðubandalagið milliliðina og hátekjufólkið. eng. Uppsagnir Framhald af bls. 20. eða annars staðar, hafa litið á rekstur vinnslustöðvanna og fjár- reiður þeirra sem sitt einkamál. Jafnframt finnst þeim þeir geta rekið frystihúsin eða lokað þeim að eigin geðþótta án þess að spyrja nokkurn mann að þvi. Og það virðist skipta þá litlu, þó þeirra aðgerðir komi heilu byggð- arlagi á vonarvöl. En þessir herrar verða að gera sér grein fyrir þvi, að þeir eru ekki einir i heiminum, einkum þar sem þeir eru að fara fram á við stjórnvöld, að stórar fúlgur séu færðar úr vösum launafólks yfir i þeirra vasa. Þeir hefðu þvi mátt vita það, að viðbrögð verka- lýðshreyfingarinnar yrðu ein- hver”. —jsj. Leiðrétting t myndatexta i sunnudagsblað- inu, þar sem sagt var frá ættar- móti á Ströndum, var ranglega sagt að Guðmundur Guðmunds- son væri eina núlifandi barn Guðm. Péturssonar. Þeir eru tveir og er hinn bróðirinn Böðvar Guðmundsson, og er hann beðinn velvirðingar. Um 200 manns voru á ættarmótinu. .. Er sjonvarpið bilaó?^ Skjárinn Sjónvarpsverbstói Bergsíaðasírfflti 38 simt 2-19-40 ......... ....... ........ Kjarabarátta dag hvern Þjóðviljinn berst einn íslenskra dagblaða við hlið verkalýðshreyfing- arinnar. Þjóðviljinn mætti vera betri og stærri og útbreiddari en hann er. En því aðeins verður Þjóðviljinn betri, stærri og útbreiddari að hver stéttvís launamaður geri sér Ijóst að Þjóðvilj- inn er eina dagblaðið og þar með eina vopnið sem launamenn geta treyst gegn sameinuðum blaðakosti kaup- ránsf lokkanna. Fyrir hvert eitt eintak af Þjóðviljanum gefa kaupránsflokk- arnir út 10 eintök. Sá verkamaður sem vill treysta hag verkalýðshreyfingarinnar og þar með eigin hag kaupir Þjóðviljann og vinnur að útbreiðslu hans. Þjóðviljinn og verkaiýðshreyfingin eiga samieið. Verkalýðshreyfing sem ekki á aðgang að traustu dagblaði gæti lent undir i áróðursstriði auðstéttar- innar. Fram til sigurs i kjarabaráttunni! Fram til sigurs í stjórnmálabarátt- unni! Gerstu áskrifandi í dag! Nafn: Heimili: % DJODVIIJINN ■ SÍÐUMÚLA 6 REYKJAVÍK SÍMI 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.