Þjóðviljinn - 12.09.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.09.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN iÞriðjudagur 12. september 1978 Niöurstöður könnumr á vinnuálagi og námsvenjum skólanemenda Arið 1973 bar Vilhjálmur Hjálmarsson fram þingsálykt- unartillögu, þar sem skorað var á rikisstjórnina að láta rannsaka aðstöðu til likamsræktar f skólum landsins og vinnuálagið i skólum. TiIIagan var samþykkt i febrúar 1973. Vorið 1974 réði menntamála- ráðuneytið Hrafnhildi Ragnars- dóttur mag. psych. til þess að gera könnun á vinnuálagi og námsvenjum nemenda i gagn- fræða- og og framhaldsskólum. Andri Isaksson prófessor var henni til ráðuneytis við gerð áætl- unar um framkvæmd og Ur- vinnslu könnunarinnar. Af ýms- Vinnuálag mjög breytilegt í skólum • 85-90% Vélskóla- og Tækniskóla- nema vinna meira en 40 st á viku • Mun lengri vinnuvika nemenda í dreifbýli en þéttbýli #70% menntaskólanema hafa óskipulegar námsadferdir • Neikvæð afstaða til heimavinnu • 45% nemenda telja námskröfur of miklar • Heimanámið er vandamál í skólakerfinu • Jákvæð viðhorf til námsins og skólans um ástæðum gat Hrafnhildur ekki lokið úr vinnslu gagna né tekið saman skýrslu um könnun- ina og var þvi Atli Guðmundsson sálfræðingur ráðinn á s.l. vetri til þess að halda verkinu áfram. Úrvinnslu og skýrslugerð lauk hann endanlega í júli s.l. Könnunin var gerð með þeim hætti að spurningaskrá var lögð fyrir valið úrtak nemenda i gagn- fræðaskólum og framhaldsskól- um, alls 64 bekkjardeildir, eða 1730 nemendur, i 19 skólum. Haustið 1974 var gerð forkönnun á litium hópi nemenda með það fyrir augum að bæta úr ágölium sem kynnu að vera á spurninga- skránni i upphaflegri gerð og var endanleg spurningaskrá samin aö fengnum niðurstöðum þessarar forkönnunar. Breytilögt vinnuálag Það sem komið hefur hefur skýrt í ljós í könnun þessari og telja má einna merkilegast, er það hve vinnuálagiö er breytilegt i skólum landsins. Þetta er ein- kennilegt með tilliti til þess að skólar sömu tegundar eru skipu- lagðir, og þeim stjórnað, sam- kvæmt sömu grundvallarreglum og sjónarmiðum. Þetta er hins vegar skiljanlegt með tilliti til þess hve aðstæður skólanna eru misjafnar, og hversu hver skóli er sjálfstæður gagnvart sameigin- legri yfirstjórn ráðuneytisins, hvað snertir starfshætti. 1 nýútkomnu fréttabréfi menntamálaráðuneytisins er greint frá niðurstöðum þessarar könnunar i meginatriðum og fara þær hér á eftir. Meðalvinnuálag 1. Meðalvinnuálag i 4 efstu bekkjum grunnskóla úrtaksins er 41.4 st/viku i skólum þétt- býlis, en 45 st/viku i heima- vistarskólum i dreifbýli. Þessi tími er samsettur af kennslu- stundum á viku að frádregnum frimínútum, heimanáms- timanum og þeim tima sem nemandinn notar i ferðir milli dvalarstaöar og skóla á viku. Meðalvinnuálagið er 47.6 st/viku i framhaldsdeildum i gagnfræðaskóla, 44.4 st./viku i menntaskólum, 46.9 st. /viku f Iðnskóla Hafnarfjarðar, 54.2 st/viku i Vélskóla Islands og 51.8 st/viku i Tækniskóla tslands. Þessi meðaltöl verður að meta bæði með tilliti til þess hver dreifingin er hjá nemendum hvers skóla, og hvert framlag hvers þáttar i vinnuálagi fyrir sig. Breytileiki vinnuálagsins er langmestur milli, tegunda skóla. Einnig er hann nokkuð mikiii milli bekkja hvers skóla. Dreifingin innan bekkja er töluverð, og er algengast að meirihluti (60—70% ) nemenda sé á bilinu 5—6 stundir ofan og neðan við meðaltal. T.d. er 70% nemenda i grunnskólum i þéttbýli á bilinu 35.4-47.4 stundir á viku. Þegar meta á vinnuálagið sem slikt er nauðsynlegt að taka mið af þeim viðhorfum og þeim gildum sem rikja i þjóðfélaginu á hverjum tfma. I kjarasamn- ingi fjármálaráðherra og B.S.R.B. frá 1. april 1976, segir að vinnutimi allra rikisstarfs- manna skuh vera .40 stundir á viku. 144. grein grunnskólalaga frá 1974 segir að við ákvörðun daglegs og vikulegs starfstima nemenda i grunnskóia skuli þess gætt, að hann fari i heild sinni (kennslutimi, stundahlé og sjálfsnám utan kennslu- stunda) ekki fram yfir hæfilegt vinnuálag miðað við aldur nemenda og þroska. Þar segir einnig að vikulegur kennslu- timi á hvern nemanda i' 7.-9. bekk grunnskóla skuli vera sem næst 1440—1480 minútum eða 24—24.67 stundir á viku. Ekki er þar tekið fram hvert skuli vera heiidarvinnuáiag nemenda i klukkustundum á viku. Þaö er þvi varlá hægt að miða við neitt annað en löggilt- an vinnutima, þódeila megi um það hvort það sé, „hæfilegt vinnuálag miðað við aldur nemenda og þroska.” U.þ.b. helmingur nemenda i úrtaki könnunarinnar vinnur meiraen 40 stundir á viku, og eru þá ferðir meðtaldar. Þetta hlutfall er mjög breytilegt eftir tegundum skóla. 30.2% nemenda i grunnskólum i þétt- býli hafa meira en 40 stunda vinnuviku en 68.2% nemenda i dreifbýli. I sérskólum er vinnuálagið miklu meira. I Vélskóla Islands eru það tæp 90% nemenda sem vinna meira en 40 st/viku og i Tækniskólanum er þessi fjöldi svipaður eða 85%. I þessum skólum er meðalvinnuálagið yfir 50 stundir á viku. Fyrir aðra skóla úrtaksins er hundraðshlutinn þessi: Fram- haldsdeildir gagnfræðaskóla 55% menntaskólar 42.1% og iðnskólar 60%. Misjöfn heimavinna 2. Kennslutiminn er nokkuð jafn í bekkjum þeirra skóla sem könnunin nær til, eða nálægt 30 stundum á viku. Timinn i ferðir er einnig nokkuð jafn eða 3—4 stundirá viku,sem geriru.þ.b. 20 minútur i hverja ferð tvisvar á dag 5 daga vikunnar. Or- sökina fyrir mjög misjöfnu vinnuálagi er þvi að finna i mjög breytilegum tima sem nemendur verja til heima- námsins. T.d. er vinnuálag miklú meira i heimavistarskól- um i dreifbýli en i grunnskólum I þéttbýli vegna þess að þar er heimavinna miklu meiri. Nemendurgrunnskólanota 1—2 tima á dag i heimanám og nemendur menntaskóla 1 1/2 —2 ti'ma á dag. Heimavinna er áberandi miklu meiri I 9. bekk grunnskóla en i hinum bekkjum þeirra. 1 sérskólum er þessi timi að meðaltali 2—3 1/2 stund á dag. Þessi timi er að sjálf- sögðu nokkuð breytilegur milli einstaklinga hvers bekkjar. Sumir læra ekki neitt, en aðrir nota 6—7 tima á dag í heima- lærdóminn. 3. Nýting þess tima sem nemendur hafa til þess að læra heima er mjög breytiieg eftir skólum. Hún er góð i grunn- skólum i dreifbýli (heima- vistarskólum), eða 45 min. á klukkustund, en aftur léleg i menntaskólum og framhalds- deildum gagnfræðaskóla, þar sem hún er 35 min. á klukku- stund að jafnaði. I sérskólum er nýtingin 42—46 min/klst. Þess- ar niðurstöður eru i samræmi við þaðálit sem nemendur hafa á skipulagi námsaðferða sinna, en tæþ 70% menntaskólanema telja sig hafa fremur eða mjög óskipulegar námsaðferðir. 4. Niðurstöður þessarar könn- unar benda til þess að nemendur hafi yfirleitt mjög neikvæða afstöðu til heima- vinnunnar.Meira en helmingur nemenda úrtaksins segist vera talsvert upptekinn af öðrum áhugamálum en skólanum, og tæpur helmingur nemenda vill afnema heimavinnuna alveg og gera alltsem náminu viðkemur i skolanum. Nemendur i þétt- býli eru mun neikvæðari en nemendur i dreifbýli. 5. Hvað varðar viðhorf nemenda tilskólans aimennt og námsins, þá eru þau miklu jákvæðari en viðhorf til heimavinnunnar og ekki nærri þvi eins háð skólum hver þau eru. Miklum meiri- hluta nemenda finnst alltaf, yfirleitt eða stundum gaman i skóianum. Hann hefur tals- verðan áhuga á flestu sem hann lærir, telur menntunina verða sér til talsverðs gagns og er ánægður með kennslufyrir- komulag hjá flestum kennurum si'num. Aðrar kannanir, bæði hér á landi og erlendis (A. Ragnarsson, 1978, I. Sandven. 1968), hafa fengið svipaðar niðurstöður hvað varðar viðhorf til skólans almennt. 6. Könnuð voru svör nemenda við nokkrum spurningum er gefa hugmynd um það hvers vegna nemendur læra heima. I grunnskólunum eru nemendur hvattir til þess af foreldrum og kennurum þannig að foreldrar tala um það hvað þeir læra litið heima, en kennarar þrýsta á með þvi að vera strangir. Þessir nemendur læra yfirleitt allt sem sett er fyrir eða það mikilvægasta. I f ramhaldsdeildunum er hvatningin einnig nokkur i formi aðhalds frá foreldrum, og svo vegna þess að nemend- um finnast sum fögin mikil- væg og skemmtileg. I mennta- skólunum er aðhald foreldra minna, en margir nemendur læra aðeins mikilvægustu og skemmtilegustu fögin og eink- um vegna þess að þar er náms- áhugi aðeins meiriog önnur af- staða til námsins jákvæðari en i grunnskólunum. Nemendur sérskólanna segjast svo helst læra mikilvægustu fögin og það sem þeim tekst ekki að læra i tfmum. Þar er aðhald frá for- eldrum og kennurum mjög lítið. Góð aðstaða til heima- vinnu 7. Aðstaða til heimavinnu er yfirleitt mjög góð hjá nemendum úrtaksins. Tæp 80% þeirra segja að hún sé mjög góð eða fremur góð. 12.04% segja að hún sé fremur slæm og 3.77 að hún sé mjög slæm. Mismunur á tegundum skóla er litill, og má helst rekja hann til þess hvort nemandinn býr hjá foreldrum, i leiguhús- næði eða i eigin húsnæði. Samanburður á skólum bendir til þess að aðstaðan sé verst hjá þeim nemendum er dvelja i leiguhúsnæði. 8. Kröfur eru nokkuð misjafnar i skólum úrtaksins, en helmingur nemenda telur að þær séu hæfilega miklar. Um 45% nemenda teija þær of mikl- ar. Af skólum úrtaksins eru kröfurnar langmestar i Vélskólanum og i Menntaskól- anum við Hamrahlið að mati nemenda. 9. Yfirleitt gætir ekki mikillar þreytu hjá nemendum vegna námsins. Meirihluti þeirra er sjaldan þreyttur eftir skólann og getur haldið nokkuð lengi áfram með heimavinnuna án þess að þreytast. Þreyta er nokkuð áberandi i Menntaskól- anum við Hamrahlið, Mynd- lista- og handiðaskólanum og i Lindargötuskóla. Tómstundasiðja 10. Nemendureyðaað meðaltali 5 1/2-6 timum á viku i alls konar tóm st und aiðju, iþróttir, skemmtanir og þess háttar. Þessi timi er þó ivið minni i heimavistarskólum dreifbýlis en i öörum skólum. Þetta virð- ist tengt þvi að heimavinnan er miklu meiri i dreifbýli og er ástæðan e.t.v. sú að nemendur hafa meiri tima fyrir hana. Heimanámið vandamál Margt af þvi sem komið hefur fram i þessari könnun bendir til þess að heimanámið sé vanda- mál i skólakerfinu, og virðist einkum vera það vegna þess hversu málið er margþætt og verður oft um andstæð öfl og togstreitu að ræða, sem kemur fram í mikilli óánægju nemenda með heimavinnuna. Flest mæl- ir með þvi að skólinn hafi meiri afskipti af heimanámi nem- enda, hvort heldur sem það felst i þvi að flytja það inn i skólann eða i meiri afskiptum af þvi hvað og hvernignemend- ur læri heima, bæði i aukinni fræðslu um námstækni og i auknum samskiptum viö for- eldra. Það mælir fremur með öðrum valkostinum en hinum, að meirihluti nemenda vill vinna allt sem nám varðar i skólanum. —eös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.