Þjóðviljinn - 12.09.1978, Blaðsíða 9
I>ri«judagur 12. septcmber 1978 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 9
vel meö þarf aö kaupa nokkuö
margar bækur á hverju ári, og 200
þúsund er ekki stór upphæð þegar
en bók kostar kannsi 10 þúsund.
Þurftu að endur-
byggja safnið
— begar aö sýningarsafnið var
flutt úr gamla Landsbókasafninu,
þar sem það var til húsa, og hing-
að á Hverfisgötuna, á árunum
1959-1960, aö þá var svo grass-
erandi mölur og bjöllur og alls
kyns pöddur i safnmunum, að
henda varð stórum hluta. Það
eina sem var varðveitt voru mun-
irsem voru mjög þýðingarmiklir,
svo og þeir sem voru litið
skemmdir. Þegar að svona dýr
koma eru þau mjög fljót að breið-
ast út um safnið. En eftir að
safnið komst hingað hefur tekist
að koma i veg fyrir skemmdir af
völdum þessara kvikinda.
Sýningarsafnið varð að byggja
upp aftur frá grunni. sem þeir
Finnur Guðmundsson og Kristján
Geirmundsson gerðu i samein-
ingu. Finnur útvegaði gripina
hvaðanæva að, en Kristján stopp-
aði þá upp af mikilli snilld.
— Segja má að við höfum i vis-
indalega safninu ágætt fuglasafn,
hins vegar er mjög áfátt með
spendýrin og hryggleysingja,
sem stafar efalaust af þvi það
hefur aldrei verið starfskraftur
sem hefur getað sinnt þvi al-
mennilega, farið i söfnunarleið-
angra og fyllt upp i skörðin þar
sem þess hefur þurft. Meirihlut-
inn af þvi sem til er núna hefur
verið safnað af Dönum, svo og
Bjarna Sæmundssyni, Ingimar
Óskarssyni og fleirum. Svo eru
alltaf að berast hin og þessi dýr,
sem okkur eru gefin.
Það þarf að búa
vel að Náttúru-
fræðistofnuninni
— Ég tel það óeðlilegt að það
séu tvo náttúrugripasöfn i ekki
stærri borg en Reykjavik. Þetta
er rikisstofnun hér og svo hefur
tslenska dýrasafnið fengið styrki
frá hinu opinbera: Það má segja
að þaö hafi verið illa búið að báð-
um söfnunum. Ég tel það skyn-
samlegast og eðlilegast að eitt
safn sé eflt og gert vel úr garði.
— Ég tel það æskilegast að
Náttúrufræðistofnun, sem er
staðsett i Reykjavik sé miðstöð
visindalegra rannsókna i landinu
i heild, eins og gert er ráð fyrir i
lögum Náttúrufræðistofnunarinn-
ar, og hún efld sem slik, en svo
séu sýningarsöfn viðsvegar um
landið. Starfslið við þau söfn yrðu
þá náttúrufræðingar, sem myndu
vinna að rannsóknum á náttúru
landshluta þeirra, sem þau væru
staðsett i. Það er ekkert eðlilegra
en þau myndu sérhæfa sig á viss-
um sviðum, og má benda á það að
Náttúrugripasafnið á Akureyri
hefur e.t.v. yfir að ráða betra
grasasafni en við hér. Þeir hafa
sérhæft sig og gert mjög góða
hluti á þessu sviði á Norðurlandi.
Það er alveg sjálfsagt að þessi
söfn hafi góöa sýningarsali og þá
gætu skólarnir á viðkomandi
svæöum haft aðgang að þeim og
notað þau.
Tilraun til skóiasafna
— Það væri æskilegt að komið
yrði á stofn náttúrugripasöfnum
viö skólana, ekki mjög fullkomn-
um, en þau gæfu eitthvað yfirlit
fyrir tegundir af dýrum, steinum
og plöntum og þess háttar. Þetta
var reynt fyrir nokkrum árum.
Jarðfræðideild og grasafræði-
deild tóku þetta að sér, þvi þeir
höfðu töluvert aflögu af náttúru-
fræðigripum sem hægt er að nota
til náttúrufræðikennslu. Það var
sendur listi út um land til skól-
anna og þeir beðnir að panta það
sem þeir vildu fá. Það virtist þó
sem litill áhugi hafi verið hjá
skólunum. Auðvitað er þetta mis-
munandi og fer eftir kennurun-
um.
Velvilja síjórnvalda
þarf
— Ég vona að stjórnvöld hjálpi
okkur að vinna að þessu safni hér.
Það var t.d. mikil afturför hvað
húsrými snertir að flytja sýn-
ingarsafnið úr sal Landsbóka-
safnsins i þennan 100 fermetra sal
hér.
„Biirt med foringi”
Athyglisverð grein „Der Spiegel”
um stjórnmálaástandið á íslandi
Þegar Lúðvik Jósepssyni var
falin stjórnarmyndun, virðist
einhver undarlegur hrollur hafa
farið um vestræna lýðræðisvini
og gripu ýmsir þeirra skjálfandi
höndum til stilvopnsins, og
skóku það allt hvað af tók. Frá
þeim fréttum sem þá birtust i
lýðræðisblöðum um Island — og
Tyrkir kunnu einna glæsilegast
að færa i stilinn — hefur áður
verið sagt hér á siðum Þjóövilj-
ans. En auk þeirra birtust einn-
ig erlendis þrauthugsaðar
í fréttaskýringargreinar sem
sennilega hafa átt að sýna ráð-
viltum almenningi hvernig hann
ætti að taka þessum vátiö-
indum. Ein þeirra kom i
vestur-þýska vikuritinu „Der
Spiegel” 21. ágúst, og finnst
okkur hún svo merkileg að
nokkur dægradvöl sé gerandi til
að li'ta á helstu kafla hennar.
Um höfund vitum við ekkert, en
okkur grunar þó að hann muni
hafa fengist við guðfræöi og
stjórnmálafræði i bland, enda
byrjar hann grein sina i pré-
dikunarstól dómkirkjunnar i
Reykjavik.
Upphaf greinarinnar er á
þessa ieið:
.„.Sakleysi meyja vorra”
þruniaði dómkirkjupresturinn
Jón Auðuns einu sinni i pré-
dikunarstól aðalkirkjunnar i
Reykjavik, ,,er það eina sem
Bandarikjamenn eru að sækjast
eftir á tslandi".
Þótt verið geti að þeir 3000
bandarisku hermenn sem eru i
varðstöðinni i Kcflavík hafi
j. áhuga á stúlkum, er hlutverk
þeirra samt að eltast við
sovéska kafbáta og sprengju-
flugvélar i Noröur-Atlantshafi.
En svo gæti farið að innan
skamms yrði líka bundinn endir
á þessar veiðar.
Þvi að á miðvikudaginn i
siðustu viku fól Kristján Eld-
járn forseti kommúnista að
mynda rikisstjórn i fyrsta skipti
i sögu eylýðveldisins. Að visu
hafa rauðliðar tslands mörgum
sinnum tekið þátt i samsteypu-
stjórnum, en forsætis-
ráðherrann hefur þó aldrei
verið úr þeirra hópi.
Hinn tiivonandi forsætis-
ráðherra tslands, Lúðvik
Jósepsson, 64 ára, er formaður
hins kommúniska Alþýðu-
bandalags. Það er fremur þjóð-
ernissinnaður vinstri flokkur
sem hefur efst á stefnuskrá
sinni að islendingar segi skilið
við Nató, en bandariska varð-
stöðin i Keflavik verði leyst upp,
og allir bandariskir hermenn
yfirgefi tsland.”
Hér finnst okkur rétt að
staldra við i vestur-þýsku
greininni, þvi að okkur finnst
það að vonum heidur uggvænleg
hugsun að kommúnistaáróður
skuli bergmála frá sjálfum pré-
dikunarstól dómkirkjunnar i
Reykjavik innan um pistil og
guðspjall, og væri rétt að gjóa
augunum neðar og sjá hvort
loðinn hali óvinarins er ekki ein-
hvers staðar að skáskjóta sér.
Þess má geta að vestur-þýskt
lýðræði hefur séö við öllu sliku
með hinum frægu lögum um
„Berufsverbot”, sem banna
ráöningu á mönnum með hættu-
legar skoðanir i opinber störf.
Hefur spurst aö þess sé sérstak-
legagætt að enginn geti smúlaö
sér inn i embætti við skóla og
kirkjur i blóra við lögin. Eiga
þaueinmitt að tryggja að Belse-
búb sé ekkert að ráfukertast i
húsi guðs.
Af upphafi greinarinnar gætu
menn ráöiö að séra Jón Auöuns
hefði ekki að öllu leyti verið þvi
óviðkomandi að forsetinn skyldi
fela Lúðvik Jósepssyni stjórn-
armyndun, en án þess aö bera
það neitt til baka lýsir fram-
haldið þvi hvernig hinn grimm-
úðlegi staffilókokk útlendinga-
hatursins hefur grafið um sig
meðal Islendinga:
„Reyndar er herferðin gegn
Könum einnig vinsæl meðal
inanna úr öðrum flokkum. i
kringum þingkosningarnar i
júni, þegar kommúnistar fengu
14 þingmenn af 60, var krotaö á
húsveggi i Reykjavik: ,,Burt
með foringi” — en það þýðir
,,Burt með útlendingana”.”
Hér verðum við að játa, að i
fáfræði okkar áttum við i nokkr-
um brösum með að skilja þenn-
an veggjasmyrling, sem „Der
Spiegel" nefndi, og datt okkur
fyrst í hug aö þarna hefðu
Vestur-Þjóðver jarnir fundið
einhverja torgæta mállýsku
sem útbreiddari væri i sax-
neskum akademium en hér á
mölinni. Sumir gátu sér þess þó
til að þessi islensku orð væru i
einhverjum skyldleika við hin
fleygu engilsaxnesku vigorð
„Hot spring river this book”, og
treystum viö okkurekkiað gera
upp á milli þessara kenninga.
En hvernig sem það er, þá er
augljóstaf þessu að tslendingar
eru hinir skelfilegustu menn,
fullir fordóma gegn öllum þeim
varma umheimsins sem andar
upp á skerið.
Nú ætti að vera búið að leiða
hinn vestur-þýska iesanda i
allan sannleikannum innsta eMi
þeirra voveiflegu tiðinda, sem
af Islandi hafa borist, en ekki er
þó loku fyrir það skotið að
kommúnistaáróður séra Jóns
Auðuns kunni að hafa sáð ein-
hverju frækorni efans i frjósöm
heilabú þeirraog kitlað liffærin
umfram það sem nauðsynlegt
er fyrir útbreiðslu vikuritsins:
hvað um legorðsmál Kananna?
Til að girða fyrir það tekur
framhald greinarinnar af skarið
og lýsir þvi hvilíku meinlætalifi
bandariskir hermenn verði að
lifa :
Bandarisku hermennirnir og
fjölskyldur þeirra lifa því á
varðstöðinni i Keflavik (sem
islendingar uppnefna „Litlu
Chicago”) eins og þeir byggju i
gettói. Háar girðingar umlykja
þetta svæði, sem er i grennd við
flugvöllinn i Reykjavik, og
i-----nrnrmi—TniMHíiiiiiM immm mi m
geislar sjálfur sjónvarpsendir
Bandarikjamanna naumlega
yfir gettó-mörkin. Menn veröa
að fá sérstakt leyfi til að fara til
höfuöstaöarins, sem cr um 40
km frá staönum. Eins og banda- (
riskur hermaður orðaði það:
„Þetta er helviti”.
Samtscm áðurheldur Banda- I
rikjastjórn fast við þessa varð-
slöðsina, þvi frá henni geta þeir
liaft cftirlit mcð öllum Norður- t
sjávarflota Sovétmanna á leið ■
sinniyfir Atlantshafið, og fylgst :
með kafbátum Mpskvu milli
Grænlands og Skotlands.
,,Ef Islendingar ganga úr
handalaginu”, sagði háttsettur
Nató-offiscri i siðustu viku,
„getum við lagt niður allar
varnir á norðurjaðrinuni
Hættan er þvi mjög mikil og
gætu kommúnistar valdið
miklum usla meðal lýöræðis- i
þjóða ef þeir fengju að grassera j
að vild i stjórnklefa islensku ■
þjóðarskútunnar. En sem betur
fer, segir „Der Spiegel”, er |
óvist aö sú stund sé enn runnin
upp, og er i niðurlagi greinar- :
innar leitast við að hughreysta 1
þá menn sem kunna að hafa
verið lostnir digrum skrekk við s
lestur upphafsins:
„Kommúnislar hafa jafnan
verið leiðtogar baráttunnar
gegn Bandarikjamönnum, en
aðrir kommúnistar liafa gert
kröfur þeirra að engu. Þannig
liafði rikisstjórn islands, sem
rauðliðar áttu sæti i, gert kröfur
um það 1956 að handarisku her-
mcnnirnir færu úr landi, cn þvi
var frestað eftir innrás Sovét-
manna I Ungverjaland. t annað
skiptið strönduðu kommúnistar
á mótmælum félaga sinna I
samstcypustjórn, þvi að við
þjóðaratkvæðagreiðslu 1974 var
skýr meirihluti fylgjandi Nató
og bandarlsku varðstöðinni.”
Eftir stutta upprifjun á sögu
islenska „kommúnista-
flokksins” segir „Der Spiegel”
aö lokum:
„Kommúnistaforinginn Jós- |
cpsson getur ckki myndað sam- :
steypustjórn nema með sóslal- i
demókrötum <14 þingsæti) og
framsóknarmönnum <12 þing-
sæti), en báðir þessir flokkar ’
eru fylgjandi veru Bandarikja- :
manna á landinu.”
Ef einhverskyidi reka uppstór :
augu við lestur þessarar (
greinar, verður að hafa I huga j
að það er ekki hægt að visa á :
bug með léttúð þvi sem „Der j
Spiegel” mælir —þetta áreiðan-
lega fréttablað sem flytur okkur
svo ýtarleg og nákvæm tiðind af |
undirróðursmönnum um viða
veröld og i Vestur-Þýskalandi
sjálfu og leiðir okkur i allan
sannleikaum bellibrögð þeirra.
Þessi myiid segir ,,I)er Spiegel” að sé af varðstiið Bandarikja-
nianiia i Keflavik. og bætir svo við: „Þetta er helviti".
Alþjóðaráðstefna æskufólks
1 dag hefst á Hótel Loftleiöum
atþjóöleg ráðstefna æskufólks um
hafréttar- auðlinda- og öryggis-
mál á Norður-Atlantshafi. Til
ráðstefnunnar er boðið um 40 full-
trúum frá æskulýðssamböndum
15 rikja i austri og vestri, auk full-
trúa frá Evrópuráði æskunnar
(CENYC) og Evrópusjóði æsk-
unnar i Strasbourg.
Fulltrúar eru frá eftirtöldum
löndum: Bretlandi, Irlandi, V-
Þýskalandi, A-Þýskalandi, Pól-
landi, Sovétrikjunum, Belgiu,
Hollandi, Frakklandi, Bandarikj-
Norræna húsid:
I ár eru liðin 150 ár frá fæð-
ingu norska skáldsins Henriks
Ibsens, og er þess minnst viða um
heim með leiksýningum, fyrir-
lestrum og dagskrám úr verkum
skáldsins. Norræna húsið hefur af
þvi tilefni boðið.leikkonunni Toril
Gording frá Þjóðleikhúsinu i Osló
unum og öllum Norðurlöndunum
fimm. Einnig sitja ráðstefnuna
forseti og framkvæmdastjóri
CENYC og framkvæmdastjóri
Evrópusjóðs æskunnar.
Ráðstefnan, sem er haldin á
vegum Æskulýðssambands ts-
lands og æskulýðssambanda ann-
arra Norðurlanda, verður sett i
dag kl. 10 f.h.. Benedikt Gröndal,
utanrikisráðherra, verður við-
staddur og mun flytja ávarp.
Einnig .mun Finn Fostervoll, að-
stoðarmaður norska hafréttar-
ráðherrans, flytja erindi i dag um
að koma og flytja dagskrá sem
hún nefnir „Bergmannen i norsk
digtning”. Toril Gording setti
saman þessa dagskrá fyrir
norska þjóðleikhúsið og hefur
flutt hana þar og auk þess ferðast
með hana um Noreg þveran og
endilangan, og hvarvetna hlotið
auölindir á NorðurAtlantshafi og
mikilvægi þeirra fyrir hin ýmsu
Norður-Atlantshafsriki.
Guðmundur Eiriksson, aö-
stoðarþjóðréttarfræðingur utan-
rikisráðuneytisins, mun flytja
framsöguerindi á fimmtudaginn
um hafréttarmálin með sérstöku
tilliti ti! 200 milna efnahagslög-
sögunnar.
Sven Hellman i sænska varnar-
málaráðuneytinu mun á föstu-
daginn flytja fyrirlestur um áhrif
hafréttar- og auðlindamála á
öryggismálastöðu Norður-At-
mjög góðar viðtökur. Hún flytur
m.a. þætti úr tiu leikritum Ibsens.
Dagskráin verður á fimmtudags-
kvöld, 14. sept. kl. 20:30,Og er Öll-
um heimill ókeypis aðgangur
meðan húsrúm leyfir.
lantshafssvæðisins.
Auk almennra umræðna á ráð-
stefnunni verður starfað i vinnu-
hópum, sem undir lokin munu
fjalla um möguleikana á frekara
samstarfi landanna til að draga
úr stjórnmáladeilum og
hernaðarlegri spennu á Norður-
Atlantshafssvæðinu.
Auk fundarhaldanna verður
lögð áhersla á að kynna érlendu
þátttakendunum land og þjóð
með kynnisferðum og heimsókn-
um i stofnanir og fvrirtæki.
Ráðstefnunni lýkur á laugardag.
Dagskrá um Ibsen