Þjóðviljinn - 12.09.1978, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
„SOVÉSKIR DAGAR”
Úkraínskir lista-
menn í heimsókn
Hópur listafólks frá Úkrainu
er væntanlegur hingað til lands i
dag, til þátttöku i „Sovéskum
dögum” sem félagið MtR efnir
orðið áriega til. Listafólkið
kemur fram á tónleikum og
danssýningum á nokkrum
stöðum á Austur- og Norður-
landi. auk Reykjavikur
Þetta er þriðja árið i röð, sem
eitt lölýðvelda Sovétrikjanna er
sérstaklega tekið til kynningar
á „Sovéskum dögum” MtR,
Menningartengsla Islands og
Ráðstjórnarrikjanna:
Armeniukynning var 1976, Lett
landskynning i fyrra, og nú
Úkrainukynning.
í hópnum eru 12 þjóð-
dansarar, sem allir eru með-
limir i „Rapsódiu”, einum
frægasta þjóðdansaflokki úkra-
1nu; óperusöngvarinn Anatoli
Mokrenko, sem er einn frægasti
einsöngvari Kiev-óperunnar, og
bandúruleikararnir Maja
Golenko og Nina Pisarenko.
Bandúra er þjóðlegt, úkrainskt
strengjahljóðfæri.
t fylgdarliði listafólksins
verður m.a. Pavel Zagrebelini,
einn af kunnustu núlifandi rit-
höfundum i Úkratnu.
Tónlistarfólkiö og
dansararnir halda skemmtanir
i Neskaupstað 13. og 14. septem-
ber og á Egilsstöðum þann 15.,
en siðan á Húsavik og/eða
Akureyri, og i Þjóöleikhúsinu
verður sýning 18. september.
t tengslum við „Sovésku
dagana” verður sýning haldin i
Neskaupstað á myndlist frá
Úkratnu. og i Reykjavik verður
sýnd nytjalist og skrautmunir:
keramik, postulin, gler, vefn-
aður, tréskurður ofl. Einnig
verða ljósmyndir og bækur frá
Sovét-úkrainu sýndar i MtR-
salnum, Laugavegi 178, og þar,
og e.t.v. viðar, verður einnig
efnt til fyrirlestrarhalds og
kvikmyndasýninga i tilefni
Úkrainukynningarinnar.
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON:
Tákn, kenning
SYMBOL AND THEORY. A
philosophical study of theories of
religion in social anthropology.
John Skoruski. Cambridge úni-
versity Press 1976.
DIVINE SUBSTANCE.
Christopher Stead. Clarendon
Press: Oxford University Press
1977.
Mannfræðingar og mannfélags-
fræðingar hafa allt frá þvi að
mannfræðin mótaðist til þeirrar
gerðar sem einkennir hana nú,
fjallað um mismuninn á hugs-
unarhætti. og viðmiðun frum-
stæðra manna og visindalegri
viðmiðun. Einnig hafa þeir
rannsakað og rætt tengslin milli
galdra, trúar og visinda og
hvernig þessi fyrirbrigði tengjast
innbyröis og hver séu i rauninni
takmörkin milli þessara hugtaka.
Höfundur þessa rits gerir
greinarmun áaðferðum við rann-
sókn þessara fyrirbrigða,
„ensku” aðferðinni eða „vits-
munalegri” aðferð; þar eru gerð
skörp skil á milli nútima trúar-
bragða og frumstæðra. Sam-
kvæmt þessari kenningu eru
frumstæð trúarbrögð fyrst og
fremst heimsmyndir, sem
skýrðar eru á grundvelli afla eða
guða, sem geta verkað á heiminn
og sem hægt er að krefja svara
um hvers vegna þessi atburður
gerðist á þennan hátt en ekki
annan. Einnig fylgja þessum
trúarbrögðum aöferðir, sem
menn geta beitt til þess að hafa
áhrif á vilja guðanna og geta
þannig haft áhrif á atburðarás-
ina. Nútima trúarbrögð sinna
ekki útlistunum á sköpun heims-
ins, sem sh'kri, láta visindin um
það. Frumstæð trúarbrögð sinna
þvi „visindalegri” starfsemi i
frumstæðum samfélögum.
Lévi-Strauss talar um galdurinn
sem fyrsta visi að visindum nú-
timans.
Hin aðferðin, sú „symbólska”,
litur á trúarbrögðin sem eftir-
mynd eða „projektion” samfé-
lagslegra aðstæðna og menningar
og staðbundin þeim svæöum þar
sem þau koma upp.
Höfundurinn leitast við að
svara margvislegum spurningum
sem þessar tvenns konar aðferðir
hljóta að vekja. Hvers vegna
skapast heimsmynd? Eða þá
hvers vegna þetta endurkast eða
„prójektion” rikjandi samfélags-
hátta. Einnig ræðir hann tengslin
milli trúar og verka, afstöðuna til
galdurs og trúartákna.
Þessi heimspekilega rannsókn
trúarkenninga innan mannfé-
lagsfræðinnar er eins og undir-
titillinn vottar mjög vitt svið og
snertir flestar þær greinar sem
snerta hugarheim mannsins og
ekki siður félagslegar stað-
reyndir. Frazer, Durkheim,
Lévy-Bruhl, Horton, Malinowski,
Spiro, Wittgenstein ofl. ofl., koma
hér viðsögu. Bók þessi er einkum
ætluð heimspekingum, mann-
fræðingum, félagsfræðingum og
þeim sem stunda trúarbragða-
sögu og nemendum i þessum
greinum. Höfundurinn er fyrir-
lesari i siðferði-heimspeki við há-
skólann i Glasgow.
Christopher Stead las heim-
speki og klassiskar bókmenntir i
Cambridge undir handleiðslu
Moores og Wittgensteinsr siðar
lagði hann stund á guðfræði.
Hann starfar nú i Cambridge. 1
þessari bók sinni fjallar hann um
rökfræði, sögu klassiskrar heim-
speki og guöfræði. Hann rekur
merkingu orðsins „substance” á
ensku, sem þýðingu á griska orð-
inu „ousia”, sem var þýtt á latinu
sem „substantia, essentia,
existentia og natura”. Orðið þró-
Konan sagðist hafa skilið viö
manninn sinn fyrir þremur árum
og farið þvi i sumarfri til
Búlgariu ásamt dóttur sinni til
hvildar. Þar hefði hún oröiö ást-
fangin af karlmanni sem sagöist
heita Herbert Richter. Eftir að
hún hafði samþykkt aö njósna
fyrir hann, féllst hann á að giftast
henni einu ári seinna.
Herbert þessi reyndist svo vera
starfsmaður austurþýsku
leyniþjónustunnar og vissi hve
áhrifarikt vopn ástin var i þágu
Austur-Þýskalands. Fyrir
tiu árum tældi hann aðra
vesturþýska þokkadis, rauð-
hærða að auki,. sem vann i
vesturþýska sendiráðinu i
Varsjá. Hún njósnaöi fyrir hann i
átta ár, en varaði hann svo við
áður en hún gaf sig fram, svo
honum gæfist tækifæri á að hlaup-
ast á brott.
TOULOUSE, Frakklandi, 7/9
(Reuter) — 1 dag fæddi frönsk
hjúkrunarkona fimmbura, þrjár
stúlkur og tvo drengi. Fimmbúr-
arnir fæddust tveim mánuðum
fyrir timann, en læknar segja að
móður og börnum líði vel.
Ljóðfélagið gefur út hljómplötu hjá Almenna bókafélaginu I haust.
Ljóö og tónlist í
Norrœna húsinu
Almenna bókafélagið
heldur Ijóða- og tónlistar-
kvöld í Norræna húsinu
miðvikudaginn 13. sept.
Þrjú skáld sem gefa út
nýjar Ijóðabækur nú í
haust hjá AB lesa upp og
Ljóðfélagið kynnir plötú
sína Stjörnur i skónum,
sem einnig kemur út á
vegum AB i haust
1 ljóðfélaginu eru þessir lista-
menn: Sveinbjörn Baldvinsson,
sem einnig er höfundur texta og
tónlistar, Ragnheiður Steindórs-
dóttir, Gunnar Hrafnsson og Kol-
beinn Bjarnason. Skáldin sem
lesa upp eru Erlendur Jónsson,
sem les úr bók sinni Fyrir strið,
Ingólfur Jónsson frá Prestbakka,
sem les úr bókinni Vængir
draumsins, og Jón úr Vör sem les
úr bókinni Altarisbergið.
Ljóða- og tónlistarkvöldið hefst
kl. 20.30 og eru allir að sjálfsögðu
velkomnir.
Dagmar,
Gerda og
Albert
DUSSELDORF, 7/9 (Reuter) —
Vesturþýskur einkaritari sagði
fyrir rétti i dag, að hún hefði
stundað njósnir i þágu austan-
tjaldslanda. Fetaði hún i fótspor
allflestra kvenna sem játa á sig
njósnir, morð eða rán og sagðist
hafa gert þetta til að þóknast ást-
tnanni sinum.
og eðli
aðist i meðförum grisku heim-
spekinganna, einkum tók það
nokkrum merkisbreytingum hjá
Aristotelesi. Siðan rekur hann
hvernig, hvenær og á hvern hátt
orðið substantia tengist kenning-
unum um Guð, meðal kristinna
höfunda á fyrstu fjórum öldunum
eftir Krist. Höfundurinn fjallar
nákvæmlega um þetta hugtak i
sambandi við þrieinan Guð,
Þrenninguna, um Guð i þremur
persónum.
Höfundurinn segir i formála, að
viðfangsefni hans guðlegur
substance eða innsta eöli guð-
dómsins, sé vitaskuld algjörlega
úr samhengi við mennska getu til
nokkurrar útlistunar. Hann telur
að vera Guðs, æösti leyndar-
dómur alls veruleika, verði ekki
útlistaður á nokkur hundruð
bókarsiðum. Aftur á móti leitast
hann við að binda sig við fræði-
lega útlistun þess hugtaks, sem
hér er umfjallað, eftir jarðligum
skilningi þerra hugsuða og guö-
fræðinga sem fjallað hafa áður
um hugtakið, og reynt hafa að
skýra og útlista það svo það mætti
notastásamtfleirum til að, að þvi
skýrt afmörkuðu, til útlistunar á
igrundunum um hæstan veru-
ieika. Höfundurinn telur að um-
fjöllun kirkjufeðranna, hafi raun-
gildi ekki siður nú en þá.
Höfundurinn ræðir fyrst heim-
spekilega undirstöðu og
merkingarfræði vissra hugtaka,
siðan er fjallað um kenningar
heimspekinga e.Kr. og kirkju-
feðranna um hugtökin og hug-
takið. t sjöunda til niunda kafla er
þróun hugtaksins rakin og þar er
drepið á tilraunir guðfræðinga til
þess að útskýra guðlegt eðli og
guðlega einingu. Lokakaflinn er
útlistun á Þrenningunni.
Kirkjuþingið i Nikeu tók
ákvðena afstööu til Ariusarvillu.
Það er margt óljóst um þetta
kirkjuþing, en aðalatriðin eru
skýr. Höfundurinn notar sam-
timaheim ildir gefnar út af
H.G.Opitz, i verki hans, sem
reyndar er ekki að fullu lokiö, um
Athanasius. Textar Ariusar þ.m.
Thalía, eru gefnir út I riti G.
Bardy: Resherches sur St. Lucien
d’Antioch et son ecole (Paris
1936).
Guðfræðingar hafa haldið þvi
fram að þri'einingin hafi verið
viðurkennd þessa júnidaga á
kirkjuþinginu i Nikeu 325 og þvi
er þetta þing eitt það mikil-
vægasta sem haldið hefur verið.
Þri'einingin er svo gerð að trúar-
atriði i kirkjuþinginu i
Konstantinópel 381. En áður en
það gerðist, hafði sú kenning
verði ofarlega á baugi og þ.m. i
Nikeu. Sumir sagnfræðingar hafa
haldið þvi fram að þar hefi þriein-
ingin verið til umræðu.
Ýmsir miðaldaguðfræðingar
tóku upp kenningu Aristotelesar
um kraftinn og töldu kraftinn
verainnsta eðli guðdómsins, sbr.
Plotinus og Aquinas, en sá kraft-
ur hlýtur að vera sérstaks eðlis.
Athanasius telur að guðlegs
kraftar hafi gætt vissan af-
markaðan tima i sköpuninni og
einnig i sjálfum sér, þ.e. i Kristi,
sem „er hans lifandi vilji og al-
gjöri kraftur”. Origen telur að
heilagurandi séverandi og starf-
andi verund, ekki einungis
kraftur eða starfsemi. Eusebius
er svipaðrar skoðunar varðandi
Soninn. Basil talur að krafturinn
frá guðlegu efni nái niöur til vor.
t lokakafla bókarinnar dregur
höfundur saman niðurstöður
sinar i stuttu máli, viðfangsefni
hans er vandmeðfarið og fremur
óaðgengilegt nútima mönnum, en
höfundi tekst að útlista viðfangs-
efnið á þann hátt að með nokkurri
einbeitingu og athygli verður
kenning höfundar auðlesin. Fyrir
guðfræðinga kemur þetta rit i
góðar þarfir, þvi aö eins og er,
hefur ekkert komið út um þetta
efni i lengri tima.
Vitnað er til frumheimilda og
þegar þær eru á grisku eru þær
þýddar á ensku.