Þjóðviljinn - 12.09.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.09.1978, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. september 1978 / Miðstöð vísindalegra rannsókna á náttúru Islands Sýnlngarsalur 100 fermetrar og bókasafnið á átta stöðum — Ariö 1965 voru samþykkt á Alþingi lög um almennar náttúru- rannsóknir og Náttúrufræöistofn- un tslands. Um hlutverk Náttúru- fræðistofnunar tslands segir aö aðalverkefni stofnunarinnar sé m.a. ,,að vera miðstöð almennra visindalegra rannsókna á náttúru íslands, vinna að slikum rann- sóknum, samræma þær og efla. Að koma upp sem fullkomnustu visindalegu safni islenskra og er- lendra náttúgugripa og varðVeita það. Að koma upp sýningarsafni, er veiti sem gleggst yfirlit um náttúru Islands og sé opið al- menningi”. Ævar Petersen er deildar- stjóri dýrafræðideildar. Ævar tók stúdentspróf við Menntaskólann i Reykjavik 1968. Þá lá leið hans i Háskóla tslands, þar sem hann nam ensku og efnafræði i eitt ár. Þá fór hann utan til náms i dýra- fræði og nam við Saint Andrews háskólann i Skotlandi og siðar i Aberdeen, þar sem hann lauk B. Sc.(honours) prófi i dýrafræði. Að loknu þessu námi starfaði Ævar við Náttúrufræðistofnuna i eitt ár, en haustið 1974 fór hann i framhaldsnám til Oxford i Eng- landi. Aðalverkefni hans þar var að athuga atferli teistunnar og hefur Ævar dvalið sex mánuði á ári hverju við þessar rannsóknir, i Flatey á Breiðafirði. Ævar vinn- ur nú að doktorsritgerð um þess- ar rannsóknir. Við báðum Ævar að segja okkur frá Náttúrufræðistofnuninni, hvað hann fúslega gerði og við gefum honum orðið. Stjórn og skipulag — Náttúrufræðistofnun tslands er skipt i þrjár deildir, dýrafræði- deild og jarðfræði- og landafræöi- deild. Deildarstjórar eru þrir, einn yfir hverri deild. Einn af þeim er forstööumaður alls safns- ins i heild, til þriggja ára i senn, þá tekur næsti við, og þannig gengur þetta koll af kolli. Við hverja deild vinna tveir sérfræð- ingar, og er annar þeirra deildar- stjóri. Við dýrafræðideild er ég deildarstjóri og jafnframt fugla- og spendýrasérfræðingur, og Erling ölafsson sérfræðingur i skordýrum. Við grasafræðideild er Eyþór Einarsson deildarstjóri, og jafnframt forstöðumaður safnsins, og erhann sérfræðingur i æðri plöntum. Bergþór Jóhanns- son er sérfræðingur i mosum. 1 jarð- og landafræðideild er Sveinn Jakobsson deildarstjóri, og er hann bergfræðingur. Hann er nú i ársleyfi og staðgengill hans er Kristján Sæmundsson jarðfræð- ingur. Við i dýrafræðideild höfum svo hamskera sem stoppar upp fugla fyrir safnið og sér um aðra náttúrugripi sem til okkar koma, og gengur frá þeim. Aðbúnaður er lakur og starfslið fámennt — Aðbúnaður safnsins er væg- ast sagt mjög lakur. Til dæmis er bókasafnið dreift um alla stofn- unina. Einsog málin standa núna er það á átta stöðum. Húsnæðið sem við höfum er orðið allt of litið, það þarf stórar geymslur fyrir náttúrugripi, þvi þeir taka mikið pláss. Stöðugt eru að berast nýir gripir að safninu og til þess að geta varðveitt þá á þann hátt sem æskilegast er, það er að segja svo þeir eyðileggist ekki, þá verður að hafa mjög góöar hirslur og yfirleitt eru þessar hirslur rúmfrekar Starfslið stofnunarinnar er mjög fátt. Samkvæmt fjárlögum þá höfum við heimild fyrir tveim- ur sérfræðingum viö hverja deild, og dýrafræðideild þar að auki ein- um hamskera. Hinar tvær deild- irnar, grasafræðideild og jarð- fræði- og landafræðideild, hafa fengið fjárveitingu fyrir aðstoð- armenn. Það hafa verið tveir að- stoðarmenn hér við vélritun, og þar með er talið upp allt starfslið stofnunarinnar. Svo hefur verið maður sem hefur séð um sýn- ingarsalinn, þegar hann er opinn, en hann er opinn sunnudaga, þriðjudaga fimmtudaga og laug- ardaga frá 1-4. Það segir sig sjálft að með svona fámennu starfsliði, sérstaklega það að sérfræðing- arnir hafa ekki aðstoðarfólk til að vinna fyrir sig ýmis störf, að þá er náttúrulega mjög illa að okkur búið. Við þurfum að vinna margs- konar störf, og kannski má segja að menntun okkar að mörgu leyti sem sérfræðinga nýtist alls ekki. A mörgum sviðum myndi hún nýtast mun betur ef að við hefum aðstoðarfólk, fólk sem er út- skrifað úr til dæmis raunvisinda- deildinni hér i Háskólanum og yrði til aðstoðar sérfræðingunum hér. Annað sem má benda á, er að samkvæmt lögunum um náttúru- fræðistofnun er sagt að hún eigi ,,að vera miðstöð almennra vis- indalegra rannsókna á náttúru ís- lands, vinna að slikum rann- sóknum, samræma þær og efla”. Það er gert ráð fyrir i fjárlögum 1978 að hver sérfræðingur fái 120 þúsund i ferðapeninga á þessu ári. Ef að hver sérfræðingur ætti að taka ferðapeninga, eins og þeir eru hjá hinu opinbera núna, 8 þús- und á dag, þá gæti hver sérfræð- ingur aðeins ferðast 15 daga á ári. Við höfum haft það þannig að við höfum gjarnan verið með við- leguútbúnað og lifað við skrinu- kost. A þann hátt höfum við getaö verið lengur úti. Auðvitað getum við það án þess að fá ferðapen- inga, en það er nú eins og það er. Söfnin eru nokkuð notuð til kennslu Safnið er nokkuð notað til kennslu. Það koma hérna skóla- hópar á vissum timum árs, fyrst og fremst hér af Reykjavikur- svæðinu. Hins vegar er það orðið algengt að liffræðinemar i Há- skólanum sækja hingað. Það er fyrst og fremst bókakosturinn sem þeir hafa áhuga á, þvi Há- skólinn hefur ekki fyri að ráða góðum bókakosti til liffræði- kennslu, sem stafar einna helst af þvi að liffræðideildin var ekki stofnuð fyrr en fyrir 10 árum sið- an. En hinsvegar hefur verið markvisst unnið að uppbyggingu bókasafns hér. Finnur Guð- mundsson, sem var deildarstjóri i dýrafræðideild á undan mér, hafði mikinn áhuga á fuglum og þess vegna er safnið mikið byggt upp i kringum fugla, sem að visu eru mest áberandi þáttur i okkar lifriki. Auðvitað eru önnur dýr ekki siður merkileg út frá lif- fræðilegu sjónarmiði. Um siðustu áramót kom hér til starfa sér- fræðingur i skordýrafræðum. Hann er fyrsti sérfræðingurinn i hryggleysingjum sem er ráðinn við þessa stofnun. Hans aðalverk- efni nú, er að byggja upp hrygg- leysingjasafnið, en það er lika hans að reyna að byggja upp bókakostinn, sem hingað til hefur mjög mikið verið bundinn við spendýr og hryggdýr almennt, og þá fyrst og fremst fugla. FJárveitingar rýrar — A þessu ári er fjárveiting til bókakaupa, bæði fyrir áskrift að timaritum, bækur og bókband, tæpar 200 þúsund krónur á þessa deild. Þessi fjárhæð þyrfti að vera miklu hærri, ekki sist nú þegar annar sérfræðingur er kominn til starfa, á öðru sviði og þá þarf að byggja upp bókakost- inn fyrir hann. Hann er eini sér- fræðingurinn á þessu sviði i land- inu, og þvi er litið til af þvi sem hann þarf að nota. Það getur farið svo, að við verðum að hætta áskrift að sum- um timaritum sem við höfum keypt frá byrjun, vegna fjár- skorts. Það eru margar bækur gefnar út, og til þess að fylgjast Ævar Petersen er hér að segja okkur frá þessum kvenfálka. Myndin af fálkanum, sem er í bakgrunni mun vera fyrsta mynd sem tekin er af fálka á tslandi. Mynd :Leifur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.