Þjóðviljinn - 19.09.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.09.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 19. september 1978 Þeir Gunnar Hestnes og Árni H aukur Brynjólfsson önnum kafnir viö vinnu sina. Sigríöur Gisladóttir handásetur vlra I gjaldmæli HEIMSOKN í TÆKNIVINNUSTOFU ÖRYRKJABANDALAGSINS Á efstu hæö I einu af húsum öryrkjabandalags islands er tæknivinnustofa sem er gott dæmi um þaö hvernig athafnaþrá ör- yrkja getur nýst þjóöfélaginu I arösamri vinnu. Á þessari vinnu- stofu vinna aö staöaldri 18 öryrkj- ar undir stjórn tæknimenntaöra manna og þar eru búnir til gjald- mælar I leigu- og sendiferöabif- reiöar, umferöarteljarar og enn- fremur fara þar fram viögeröir á simatækjum fyrir Landsimann. Blaöamaöur og ljósmyndari Þjóöviljans litu þar inn i gær og spjölluöu viö starfsfólkiö. A vinnustofunni eru 4 tækni- menntaöir menn og fyrst snerum viö okkur aö tveimur þeirra, þeim Þorsteinn Asgeirsson gerir viö slmatæki. Hvemig athafna- þrá öryrkja nýtist í arðsamari vinnu Þóröur Sigurgeirsson verkstjóri prófar gjaldmælana þegar ör- yrkjarnir hafa gengiö frá þeim. Póröi Sigurgeirssyni,verkstjóra, og Einari Aöalsteinssyni,tækni- legum framkvæmdastjóra. Þeir sögöu aö þarna ynni annars vegar fólk aö staöaldri sem væri komiö á efri ár og hins vegar yngra fólk sem væri aö endurhæfa sig til starfa á almennum vinnumarkaöi og væri það siöarnefnda yfirleitt 1 3 mánuöi aö störfum. Kaupiö, sem borgaö er, er lægsti Iðjutaxti Einar Aöalsteinsson tæknilegur framkvæmdastjóri: Hér eru bún- ir til gjaldmælar og umferöartelj- arar og gert viö simatæki fyrir LandsImann.CMyndir tók Leifur) og flestir vinna hálían daginn. Tæknivinnustofan er i ,sam- vinnu viö Háskóla íslands um ýmis verkefni og sér um fram- kvæmdahliðina en Háskólinn um hönnun og eru ýmsar nýjungar á döfinni á næstunni. Einnig eru vangaveltur um aö stækka hús- Framhald á 14. siöu 23. SKÁKIN Umsjón: Helgi Ólafsson Kortsnoj barðist til sigurs en vörn Karpovs hélt Viktor Kortsnoj geröi mjög snarpa tilraun til aö rétta sinn hlut i einvlginu um HM-titiIinn -enn frekar á laugardaginn, en þá fór 23. skákin fram. Hann haföi allan timann betra tafl en gegn mjög góöri vörn Karpovs komst hann ekkert áleiöis. Keppendur tefldu I þriöja sinn drottningarbragö meö 5. Bf4 innanborös. Eins og kunnugt er þá vann Kortsnoj 21. skákina á þessu afbrigöi en áöur haföi 9. skákinni lokiö meö jafntefli. Kortsnoj hefur I öllum þessum skákum haft öflugt frumkvæöi og svo viröist sem Karpov þurfi aö fara aö endurnýja vopn sin meö á fr a mhaldandi tafl- mennsku I drottningarbragöi I huga. Ekkert markvert gerðist i Baguio og keppendur hafa iagt öll deilumál til hliðar og ein- beita sér aö þvi aö ljúka ein- víginu sem fyrst: 23. einvígisskák: Hvitt: Viktor Kortsnoj Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragö 1. C4-Rf6 4. d4-Be7 2. Rc3-e6 5. BÍ4 3. Rf3-d5 (Kortsnoj telur þennan leik greinilega betri en hinn hefö- bundna 5. Bg5. Þess má geta að Fischer beitti honum i 14. ein- vigisskák sinni viö Spasski hér um árið.)' 5. .. 0-0 8. Dc2-Rc6 6. e3-c5 9. Hdl-I)a5 7. dxc5-Bxc5 10. a3-Be7 (Eins og i 9. skákinni. Karpov hefur skiljanlega engan áhuga á aö reyna aftur 10. — He8 eftir ófarirnar i 21. skákinni.) 11. Rd2-e5 13. Rb3-Db6 12. Bg5-d4 (Karpov lék 13. — Dd8 i 9. skák- inni en fékk erfiöa stööu. Aö sjálfsögöu reynir hann þvi aö breyta út af.) 14. Bxf6-Bxf6 17. exd4-Rxd4 15. Rd5-Dd8 18. Rxd4-exd4 16. Bd3-g6 19. Rxf6+-Dxf6 (Það er harla merkilegt hvað Karpov virðist kunna vel við sig i stöðum sem þessum, stööum sem eru algerlega sviptar öllum vinningsmöguleikum á svartan en gefa hvitum á hinn bóginn mjög frjálsar hendur hvað vinningstilraunir snertir.) 20. 0-0 Be6! (Endurbót Karpovs á fyrri skákum en þar var yfirleitt leikið 20. — Bd7 sem ekki gefst vel leiki hvitur 21. Be4 Bc6 22. Bd5!) 21. Hfel-Hac8 23. Be4-Hc7 22. b3-Hfd8 24. Dd2 (Timamunurinn var mjög áþreifanlegur. Kortsnoj átti tæplega klst. eftir á meðan Karpov átti ekki minna en 2 klst eftir! Greinilegt aö Karpov þekkir sinn veikleika og sóar þvi ekki óþarfa kröftum i byrjun- inni.) 24. .. Bg4 27. a5-b5 25. f3-Be6 28. cxb5-Bxb3 26. a4-b6 29. Hbl (Peðameirihluti hvits á drottningarvængnum litur vissulega hættulega út en það merkilega er aö Kortsnoj tekst enganveginn að notfæra sér hann.) 29. .. Bd5 30. b6-axb6 32. Hxc6-Bxc6 31. Hxb6-Hc6 33. Bd3 (Að sjálfsögöu forðast hvitur biskupakaup þar sem biskupinn á d3 „blokkerar” d-peðið mjög vel.) 33. .. Bd7 36. Bxf5-Dxf5 34. a6-Bf5 37. Dxf5-gxf5 35. Df4-Kg7 38. Hal (Kortsnoj var mjög óhress meö þennan leik og taldi sig geta unniö heföi hann leikið 38. Kf2. Sú kenning fær þó engan veginn staöist leiki svartur 38. — d3! Þá er staöan ekkert nema jafntefli eins og menn geta dundaö sér við að finna út.) 38. .. d3! 39. Kf2-He8! (Lokar öllum leiöum fyrir hvita kónginn.) 40. Ha2-He7! 41. Hd2 (Eða 41. a7 d2 o.s.frv.) 41. .. He6 — og hér sá Kortsnoj fram á hin óumflýjanlegu úrslit og bauð jafntefli. Svo... Jafntefli. Staðan: Karpov 12 1/2 (4) Kortsnoj 10 1/2 (2) Næsta skák verður tefld I dag. Þá hefur Karpov hvitt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.