Þjóðviljinn - 19.09.1978, Blaðsíða 1
ÓTRÚLEGT EN SATT
36 undan
einu og
sama
grasinu
t»að er ótrúlegt en ku vera
hreinasatt aö þessar 36 kartöfl-
ur eru undan einu og sama gras-
inu úr garöi þeirra Guðrúnar
Jónsdóttur og Salbjargar
Eyjólfsdóttur, Hverfisgötu 6 B I
Hafnarfiröi. Sjálfsagt munu fáir
trúa, en þær GuörUn og Salbjörg
eru grandvarar konur og hafa
ekki hingað til veriö vændar um
aö fara meö staðlausa stafi.
Ljósm. Leifur.
NÝJASTA í FARGIÖLDUM
Ódýrara til
Ameríku
en Evrópu
Áöur litu feröamenn varla i
vesturátt en nU er svo komiö aö
Amerika er oröiö ódýrasta feröa-
mannalandiö fyrir islendinga.
Vetraráætlun Flugleiöa er ný-
komin fram og skv. henni kostar
farseöillinn frá Heykjavik til New
York 45.800 kr. aöra leiö en 91.600
kr. báöar leiðir og gildir farseöiil-
inn i eitt ár. Hægt er aö fá góöa
næturgistingu á hóteli I New York
fyrir 38-40 dollara (12-13 þúsund
krónur meðan t.d. hótelkostnaöur
I London i samsvarandi hóteli er
40 pund (ca 24.000 kr.) Þcssar
upplýsingar veitti Sveinn
Sæmundsson blaöafulltrUi Flug-
leiöa i samtali viö Þjóöviljann i
gær.
Framhald á 14. siöu
UOÐVIUINN
Þriðjudagur 19. september 1978 — 203. tbl. 43. árg.
wo\f/im
Skrifstofur Þjóöviljans aö
Síöumúla 6 veröa lokaöar
milli kl. 15 og 17 i dag vegna
jafnréttisgöngu Sjálfsbjarg-
SAMTÖK KAUPSÝSLUMANNA:
Ætlaað halda
hám álagnlngu
Hvetja til samblásturs um að fara ekki að lögum!
,/Samtök verslunar-
innar" telja lögbundnar
reglur um verslunar-
álagningu ólögmætar og
ráðleggja kaupmönnum og
verslunarfyrirtækjum að
virða þær að vettugi.
Virðist hér vera í
uppsiglingu samblástur
um lagaandóf og sjálf-
tekinn rétt/ sem byggir á
„siðferðilegum sandi".
Verslunarráð Islands, Félag
islenskra stórkaupmanna og
Kaupmannasamtök Islands hafa
sent frá sér tilkynningu þar sem
þau mótmæla framkomnum
bráðabirgöalögum ríkisstjórnar-
innar um lækkun álagningar-
ákvæöa sem ólöglegum. Þessi
„samtök verslunarinnar” telja aö
tilkynning verölagsnefndar nr.
33/1977 sé enn i gildi, en á þessu
ári hefur álagningu tvisvar verið
breytt til lækkunar, fyrst af fyrr-
verandi ríkisstjórn og siðan af
núverandi stjórn með nýsettum
bráöabirögalögum.
„Samtök verslunarinnar” telja
aö það sé stjórnarskrárbrot aö
hreyfa álagningu til lækkunar (!)
og benda á aö þau hafi þegar kært
siöustu álagningarákvæði fyrri
rikisstjórnar fyrir dómstólunum!
Þjóöviljinn átelur mjög þann
anda sem fram kemur i til-
kynningu kaupsýslumanna þvi
hann ber vitni um upplausn
viöskiptasiðferðisins. Hér er um
beina hvatningu til lögbrota aö
ræða sem þau stjórnvöld sem
gæta skulu laga og réttar i
landinu hljóta aö telja mjög
alvarlegt mál. Þessar ömurlegu
staðreyndir um siðferði og lög-
hlýöni kaupsýslumanna koma nú
i kjölfar þess að uppvist hefur
orðið um miljarða króna stuld is-
lenskra innflytjenda Ur þjóðar-
bUinu. Stuldurinn felst sem kunn-
ugt er i þvi að kaupa vörur á
hærra verði en markaðsverði
erlendis og stinga mismuninum
að verulegu leyti i eigin vasa.
—h.
Þorvardur Elíasson,
framkv.stjóri Versl-
unarráds íslands
Fást ekki
til að
brjóta lögin
,,Viö höfum ekki hvatt neinn
kaupmann til þess aö brjóta verö-
lagsákvæði um áiagningu, en viö
höfum skýrt Ut fyrir ölium sem
hafa samband viö okkur hvernig i
málum liggur. Hinsvegar hefur
okkur verið bent á aö eina ieiöin
til þess aö fá Ur þvi skorið fyrir
dómstólum hvaö séu gildandi
verðlagsákvæöi sé aö kaupmaður
fái á sig kæru fyrir brot á lög-
gjöfinni og málið sé þannig tekiö
upp. Hingaö til hefur okkur ekki
tekist aö fá kaupmann til þess aö
brjóta lög meö þessum hætti.”
Þetta sagði Þorvarður Ellas-
son, framkvæmdastjóri Versl-
unarráðs Islands, i samtali við
^Framhald á 14. siðu
Ganga Sjálfsbjargar hefst
kl. 3 í dag undir kjörorðinu
Viö höfum alls staöar fengiö
góöar undirtektir og jafnvel
betri en björtustu vonir hafa
staöiö til. Ef vel tekst tii getur
þessi ganga oröiö upphaf aö örri
þróun á tslandi. sagöi MagnUs
Kjartansson framkvæmdastjóri
jafnréttisgöngu Sjálfsbjargar á
blaöamannafundi i gær.
Samtök launafólks og Vinnu-
veitendasambandið hafa lofaö
stuöningi við gönguna og þau
siðarnefndu hafa lýst þvi yfir að
þau styðji að fólk, sem þess ósk-
ar, fái fri Ur vinnu til aö taka
þátt i henni. Auk þess hefur ver-
ið haft samband við Iþrótta-
samband Islands og fjöimörg
önnur samtök og einnig
menntaskólana á höfuðborgar-
svæðinu og hafa nemendur lofað
aö vera til aðstoðar meö góðfUs-
legu samþykki skólameistara.
Búist er við að a.m.k. 4-500 fé-
lagar I Sjálfsbjörg taki þátt i
göngunni og einnig koma hópar
frá skólum sem hafa fatlaða
nemendur. Þá er allt fólk, sem
vill leggja málstaðnum liösinni,
hvatt til að taka þátt i henni.
Safnast verður sama n v ið Sjó-
mannaskólannog lagtafstað kl.
3 en fundurinn á Kiarvalsstöð-
um hefst kl. 4. Fyrir göngunni
fara Hreinn Halldórsson Kúlu-
varpari með islenska fánann og
Arnór Pétursson formaöur
tþróttafélags fatlarða með fána
Ganga Sjáifsbjargar I dag gæti oröiö upphafiö aö örri þróun. Hér er
einn þeirra sem unniö hafa aö undirbUningi göngunnar aö draga
upphafsstafinn ikröfu dagsins á boröa f HátUni 12 i gær. Krafan er
jafnrétti. — Ljósm.: Leifur.
Sjáifsbjargar. A eftir þeim
koma fatlaöir i hjólastólum, þá
aðrir fatlaðir t.d. þeir sem
ganga við staf,, þá foreldrar með
barnavagna og einnig er búist
Viö aö nokkrir hestamenn komi
riðandi en á Reykjalundi er
þáttur i endurhæfingu fólks að
sitja hesta. Næst koma strætis-
vagnarmeðþá sem ekki treysta
sér I gönguna og einnig nokkrir
einkabilar. Þar á eftir kemur
lúörasveit unglinga úr Breið-
holti og Arbæjarhverfi undir
stjórn ölafs Kristjánssonar en
hún er ein fjölmennasta lúðra-
sveit landsins.
Unniö hefur veriö ötullega að
þvi að undanförnu að mála á
borða og verða milli 70 og 80
bornir i göngunni og stendur á
þeim öilum Jafnrétti.
Ef vel tekst getur
hún orðið upphaf
að örri þróun á
íslandi, sagði
Magnús Kjartansson
á blaðamannafundi
í gær
Búist er við aö ekki komist
fleiri inn i Kjarvalsstaði en þeir
son fatlaðir eru og eru aðrir
beðnir að safnast saman fyrir
simnanhúsiöoghlýðaá þaðsem
fram fer i hátölurum sem þar
verður komið fyrir.
A Kjarvalsstöðum tekur borg-
arstjórn á móti göngunni og
verða þar flutt nokkur örstutt
ávörp. Af hálfu göngumanna
tala þau Rafn Benediktsson for-
maður Sjálfsbjargar, Theodór
Jónsson formaður Landssam-
bands fatlaðra, Arnór Péturs-
son formaður Iþróttafélags
fatlaðra, Magnús Kjartansson
og Vilborg Tryggvadóttir.ritari
Sjálfsbjargar. -GFi