Þjóðviljinn - 19.09.1978, Blaðsíða 16
DIOÐVILIINN
Þriöjudagur 19. september 1978
Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa
tima er hægtaö ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðs-
ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285,
útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
Skipholti 19, R. I BUÐIIM
simi 29800, (5 linurP—"
Verslið í sérverslun
með litasjónvörp
ög hljómtœki
Fjármáladeild stofnuð hjá Reykjavíkurborg
Björn Friöfínnsson
ráöinn forstöðumaður
Dvalarheimilialdraöra viö Lönguhliö: Fjölmörgum varö frá aö vlsa.
„Fjárútlát verði
undir betra
eftirliti og komi
fyrr inn í dæmið
en verið hefury\
segir Sigurjón
Pétursson um
tilgang
deildarinnar
Björn Friöfinnsson hefur veriö
ráöinn forstööumáöur sérstakrar
fjárhagsdeildar hjá Reykjavikur-
borg. Borgarráö staöfesti þessa
tilhögun, sem er nýbreytni hjá
borginni, s.l. föstudag og i gær
spurði Þjóöviljinn Sigurjón Pét-
ursson nánar um tilgang fjár-
m ála deildar inn ar.
,,Hér er ekki um aö ræöa deild-
arstofnun I eiginlegri merkinu”,
sagöi Sigurjón, „allir starfsmenn
utan forstööu maöurinn voru fyrir
hendi og ekki er ætlunin aö ráöa
fleiri til þessara starfa.”
„Fjármáladeildin heyrir undir
embætti borgarritara, sem skv.
Björn Friöfinnsson forstööu
maöur fjármáladeildar.
erindisbréfi sinu hefur með
fjármál borgarinnar aö gera, en,
t'ill. um þessa skipan mála
komufyrstfá borgarritara i janú-
ar s.l.. Verkefni deildarinnar
verður fyrst og fremst að vinna
að hagræðingu og sparnaði i
rekstri borgarinnar, en rekstur-
inn kostar sifellt meira fé. Þar
veröa geröir kostnaðarútreikn-
ingar og fylgst með fjármálalegri
framkvæmd verksamninga. Höf-
uðmarkmiðið meö bessu er að
reyna að fylgjast meö ákvörð-
unum um fjarútlát fyrr heldur en
verið hefur. Eins og nú er, má
segja að fjárútlát komi ekki fram
i kerfinu eða bókhaldinu fyrr en
reikningur birtist, en hugmyndin
er aö ná yfirliti yfir fjárútlátin
áður en þau eiga sér stað, þannig
aö þau verði undir eftirliti og með
i dæminu frá hinu fyrsta.”
— Hvernig tengist þessi nýja
deildþeim stofnunum og embætt-
um borgarinnar sem með f jármál
fara?
„Borgarritari er yfir þessari
deild. Hans verksviö verður, eins
og verið hefur, að fylgjast með
þvi hvernig fjármálin þróast i
stórum dráttum, og starfsemi
fjármáladeildarinnar mun auð-
velda það verk. Undir fjármála-
deildina fellur starf fjárhagsfull-
trúa, sem mun áfram fylgjast
með framkvæmd fjárhagsáætl-
unar, gera greiðsluáætlanir og
halda yfirlit um raunverulega
stöðu fjármála á hverjum tima.
Hagsýsluskrifstof an mun
starfa i náinni samvinnu viö
þessa fjármáladeild . Hennar
starf hefur aðallega verið fólgið i
einstökum verkefnum, — hag-
ræðingu i deildum og stofnunum
borgarinnar, en hún hefur ekkert
meðfjármálalegt eftirlit að gera.
Siðan er borgarstjóri yfir þess-
ari deild eins og öllum stofnunum
borgarinnar. Hann er næsti yfir-
maður borgarritari og hann mun
fylgjast með starfsemi þessarar
deildar eins og annarra stofnana
borgarinnar.” —AI.
ÍBÚÐUM TIL ALDRAÐRA
ÚTHLUTAÐ í LÖNGUHLÍÐ
Erfitt val
Úthlutað hefur verið 30
einstaklingsibúðum til
aldraðra í nýja heimilinu
við Lönguhlíð. Ibúðirnar
sem allar eru ætlaðar ein-
staklingum eru 27 fermetr-
ar að stærð. Afgreiðslueld-
hús er í kjallara, auk fé-
lagslegrar aðstöðu fyrir
vistmenn og læknastofu.
Vonast er til að f lutt verði i
húsið um mánaðamótin
næstu.
Agúst tsfjörö húsnæðisfulltrúi
félagsmálastofnunar sagði i sam-
tali viö Þjóöviljann i gær að út-
hlutunin hefði verið erfitt og
vandasamt verk, þar sem 216
umsóknir bárust um þessar 30
ibúðir. Vegna fjölda umsókna
reyndist nauðsynlegt aö þrengja
nokkuö skilyrðin til úthlutunar,
þannig voru 56 útilokaðir sökum
þess að þeir bjuggu I eigin ibúð-
um, 8 vegna þess að þeir bjuggu i
húsnæöi öryrkjabandalagsins, 3
reyndust of ungir en markið er 67
ár, 3 umsóknir voru um Dalbraut-
arhúsið, sem áætlað er að auglýsa
um áramótin, 2 höfðu ekki búið i
Reykjavik i 7 ár eins og tilskilið er
og 1 var útilokaður sökum þess aö
Framhald a 14. siðu
Handtekmn
með 4 kfló
af hassi
Þann 12. þessa mánaðar
var 25 ára lslendingur hand-
tekinn i Vestur-Þýskalandi
meö 4 kg af hassi í fórum sin-
um, aö þvi er segir I frétt frá
Tollgæslunni. Hassiö hafði
maöurinn keypt i Amsterdaft
fyrir 12.000 hollensk gyllini
eöa jafnvirði um 1.7 miljóna
islenskra króna og áformaöi
hann aö smygla þvi til Kaup-
mannahafnar eöa tslands.
tslendingurinn hefur veriö
úrskuröaöur i gæsluvaröhald
i bænum Lingen i Vestur-
Þýskalandi. Taliö er aö um
12 til 14 miljónir króna heföu
fengist fyrir hassiö hér
heima.
Samstarf hefur veriö milli
vestur-þýskra og islenskra
tollyfirvalda i þessu máli.
Fyrr I þessum mánuöi var
umræddur maöur dæmdur i
hálfrar miljónar króna sekt
hér heima fyrir aöild aö
hasssmygli.
Verkalýðsfélag Borgarness
Framlengir
kjarasamninga
Verkalýðsfélag Borgarness hélt
fund s.l. laugardag þar sem m.a.
var samþykkt einróma eftirfar-
andi ályktun:
Fundur haldinn i Verkalýðsfé-
lagi Borgarness laugardaginn 16.
sept. 1978 lýsir ánægju sinni með
að baráttu verkalýöshreyfingar-
innar siöustu mánuði fyrir gildis-
töku kjarasam ninga hefur lyktaö
með sigri launafólks.
Jafnframt lýsir fundurinn
ánægju með að samningar skyldu
takast á s.L vori milli Verkalýös-
félags Borgarness og Borgar-
nesshrepps, Kaupfélags Borg-
firöinga og fleiri atvinnurekenda
á félagssvæðinu um óskertar
verðlagsbætur til handa verulegs
hóps láglaunafólks. Telur fundur-
inn að þessir samningar hafi
verið mikilvægur áfangi i þeim
sigri sem nú hefur unnist.
Fundurinn samþykkir aö heim-
ila stjórn og trúnaðarmannaráði
félagsins aö framlengja kjara-
samning Verkalýðsfélags Borg-
arness viö atvinnurekendur til 1.
des.1979, á grundvelli ályktunar
sem samþykkt var á fundi mið-
stjórnar ASI og stjórna lands-
sambanda innan ASÍ 31. ágúst
s.l.
Banaslys á
gagnbraut
Ellefu ára stúlka lést í
umferðarslysi á laugardag
Banaslys varö í umferöinni
skömmu fyrir hádegi á Iaugar-.
dag. Ellefu ára gömul stúlka,
Ingibjörg Hlööversdóttir,
Laugateig 42, Reykjavik, varö
fyrir bil á Suöurlandsbraut og
var hún látin, þcgar komiö var
meö hana á sjúkrahús.
Slysið varð á gangbraut rétt
vestan við gatnamót Hallar-
múla og Suöurlandsbrautar.
Stúlkan var gangandi og varö
fyrirVolkswagenbifreiö’sem ók
f vesturátt. Bjart veður var og
fremur litil umferð, þegar slysið
átti sér stað. En einhverra hluta
vegna sá ökumaöurinn ekki
barniðfyrr en i þann mund sem
það lenti á bilnum.
Fáir voru á ferli á slysstaðn-
um. Lögreglan vill gjarna fá
gleggri upplýsingar um aðdrag-
anda slyssins og biður þá sem
kynnu aö hafa orðið vitni að þvi
að gefa sig fram.
—eös.
Banaslysiö varö viö strætisvagnaskýlíö fjær á myndinni. Þetta er hættulegur staöur i umferöinni,
strætisvagnar stööva sitthvorumegin, útkeyrsla frá hóteli, gatnamót og göngubraut yfir fjölfarna götu.
— Ljósm.: Leifur.