Þjóðviljinn - 19.09.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. september 1978
Aðalfundur Skógræktarinnar:
Skógræktín
verði fullgild
búgrein
Frá aftalfundinum.
Hér á siöunni i dag birtist viö-
tal, sem Landpóstur átti viö Sig-
urö Blöndal skógræktarstjóra
um siöasta aöalfund Skóg-
ræktarfélags islands. Þar er
m.a. á þaö minnst, aö ýmsar til-
lögur hafi veriö samþykktar á
fundinum, en þeirra annars aö
litlugetiö. Nú hafa okkur borist
tillögurnar i heild og fara þær
hér á eftir:
1. Aðalfundurinn.... felur
stjórn félagsins aö láta kanna
vandlega hvaöa lagagreinum
þurfi aö breyta til þess aö skóg-
rækt veröi viðurkennd sem full-
gild búgrein og njóti sömu fjár-
magnsfyrirgreiðslu og annar
landbúnaður. Telur aöalfundur-
innnauðsynlegt aö i jarðalögum
verði skógrækt skilgreind sem
ein tegund bUskapar. Stjórnin
beiti sér siöan fyrir þvi eins og
kostur er, aö koma þessum
breytingum á og gefi aðalfundi
félagsins siöan á hverju ári
skýrslu um þaö hvernig þessi
mál standa.
2. Fundurinn þakkar Skóg-
rækt rikisins og skógarvörðum
hennar fyrir mikinn stuöning
viö skógræktarfélögin fyrr og
siöar. Fundurinn bendir á að
störf skógarvaröanna hafa viöa
veriö jöfnum höndum ráöu-
nautastörf fyrir félögin og ein-
staklinga og félagsleg forystu-
störf, enda erþaöi samræmi viö
ákvæöi laga um skógrækt.
Fundurinn leggur áherslu á aö
skógarverðir veröi jafnan
nógu margir i landinu og
starfssvæði þeirra veröi þannig
ákveöin aö héruöin njóti sem
best starfekrafta þeirra, svo
sem reglur um störf þeirra
kveöa á um.
3. Fundurinn vekur athygli á
þvi, að nú er aöeins eitt ár eftir
af framkvæmdatima Land-
græösluáætlunarinnar 1974-
1978. Fundurinn beinir
þeirri eindregnu áskorun til
allra alþingismanna að þeir taki
höndum saman og beiti sér fyrir
gerö nýrrar áætlunar, sem
tryggi aö ekki veröi slakað á i
skógræktar- og landgræöslu-
störfum heldur haldi áfram af
eigi minna afli en áætlunin, sem
samþ. var á Þingvöllum 28. júli,
1974, gerir ráð fyrir.
4. Fundurinn vekur athygli á
þeirri staðreynd, að þar sem
álag á verö vindlinga, sem
rennur til Landgræöslusjóös,
hefur verið óbreytt upphæö á
hvern pakka um 6 ára skeið,
hafa þessar tekjur rýrnaö óö-
fluga að verögildi. Fundurinn
beinir þeirriástkoruntil Alþing-
is, að hækka þetta álag þannig,
aö það veröi eigi minna aö verö-
gildi en þaö var viö siöustu
hækkun þess. Fundurinn felur
stjórn Skógræktarfélags íslands
aö vinna aö þessu máli, ásamt
öðrum úr stjórn Landgræöslu-
sjóös, og treystir þvi, aö þessu
verði fylgt fast eftir.
5. Fundurinn vekur athygli á
þvi, að rikisstyrkur til skóg-
ræktarfélaganna hefur veriö
óbreyttur aö krónutölu undan-
farin 3 ár og þvi rýrnaö stór-
kostlega að verögildi. Marg-
sinnis hefur verið á það bent, aö
hlutur skógræktarfélaganna i
skógræktarstörfunum er mikill
og að þau framlög, sem þau fá,
eru hvatning til aukins starfe og
aukinna framlaga heima fyrir.
Fundurinn skorar á fjárveit-
ingavaldiö aö hækka þetta
framlag myndarlega og til sam-
ræmis við breytingar á verð-
lagi.
Fundurinnfelur stjórn félags-
ins og framkvæmdastjóra:
a) Aö athuga möguleika á þvi,
aö gerð veröi stutt fræöslukvik-
mynd þar sem sýnd séu rétt
handtök viö fræsöfnun, sáning-
ar, dreifplöntun og útplöntun á
trjáplöntum og veröi myndin
sniðin viö þarfir byrjenda. Jafn-
framt veröi fléttaö inn i mynd-
ina svipmyndum úr sögu skóg-
ræktarfélaganna og sé stefnt aö
þvi að myndin veröi fullgerö ár-
10 1980.
2. Aöbirtar verði árlega i Ars-
ritinu stuttar leiöbeiningar um
uppeldi og meðferö trjáplantna.
3. Að hafa forgöngu um að
haldin verði námskeiö aö vorinu
i 2-3 daga fyrir verkstjóra þá,
sem stjórna unglingum viö
ræktunarstörf.
Fundurinn beinir þeirri ein-
Framhald á 14. siðu
Spjallað við Sigurð Blöndal, skógræktarstjóra:
Frá v. til h.: Snorri Sigurðsson 1 ræöustóii og siðan Oddur Andrésson, Kristinn Skæringsson, ólafur
Vilhjálmsson og Bjarni Heigason, stjórnarmenn I Skógræktarfélagi tslands.
Ekki alls fyrir löngu var aðal-
fundur Skógræk tarféla gs
lsiands haidinn aö Stóru-
tjarna-skóla i Suður Þing-
eyjarsýslu. Fundinn sátu um 50
fulltrúar frá hinum ýmsu skóg-
ræktarféiögum i landinu, auk
skógræktarstjóra, stjórnar og
varastjórnar Skógræktarfélags-
ins, starfsmanna Skógræktar
rikisins og margra gesta. Alis
sátu fundinn um 120 manns.
Landpóst fýsti aö fá nánari
fregnir af fundinum en þær
einar, sem birstst hafa i fjöl-
miðlum til þessa og þvi hóf hann
dagsverkiö einn morguninn meö
þvi að arka i skrifstofu Skóg-
ræktarinnar viö Ránargötuna
og hafa tal af Siguröi Blöndal,
skógræktarstjóra.
— Fundurinn var nú með
venjulegu sniöi, sagöi Siguröur.
Þar fóru fram þessi hefðbundnu
aöalfundastörf. Gefnar voru
skýrslur um störf Skóg-
ræktarinnar, sem segja má aö
séu áþekk frá ári til árs. Snorri
Sigurösson skógfræðingur og
fulltrúar frá félögunum segja
frá störfum þeirra og reynslu,
starfsaöstööu, árangri og mis-
tökum. Ef til vill finnst ein-
hverjum þetta leiöigjarn lestur
þvi aö sjálfsögöu hafa flestir frá
svipuðum hlutum aö segja en þó
bregöur þarna oft fyrir ýmsu,
sem læra má af. Formaöur
Skógræktarfélags tslands flutti
sina skýrslu um störf félagsins
og skógræktarstjóri ávarp, þar
sem hann ræddi almennt um
skógræktarmál, greindi frá
þeim mannaskiptum, sem orðiö
hafa hjá Skógræktinni á árinu
og skýröi sambandiö milli Skóg-
ræktar rikisins annarsvegar og
skógræktarfélaganna i landinu
og almennings hinsvegar. Dró
hann skýr mörk á milli Skóg-
ræktarinnar og áhugamanna-
félaganna. Störf skógarvarö-
anna ættu ekki hvaö sist aö vera
fólgin i leiöbeiningaþjónustu viö
þá, sem aö störfunum vinna
heima fyrir. Snorri Sigurösson
vinnur alfariö fyrir skógræktar-
félögin og er launaöur starfs-
maöur Skógræktar rikisins.
— Er ekki mismunandi mikil
starfsemi hjá hinum ýmsu
félögum?
— Jú, hún er aö sjálfsögöu
misjöfn. Sumsstaöar er starf-
semin mjög veruleg, annars-
staðar minni. Þar eins og viöar
er þaö fjárhagurinn, sem sniöur
stakkinn. Þaö er mjög áberandi
hvaö þau félög eru athafna-
meiri, sem hafa góöan og
öruggan fjárhagslegan bak-
hjarl. Eru þar i fremstu röð
Skögræktarfélag Reykjavikur
og Skógræktarfélag Eyfirð-
inga, en bæöi Reykjavikurborg
og Akureyrarbær styöja
myndarlega viö bakiö á þeim.
Þá eru og Skógræktarfélag
Hafnfirðinga, Skógræktarfélag
Borgfiröinga, Skógræktarfélag
Skagfirðinga og Skógræktar-
félag Arnesinga einnig öll
verkamikil, og fleiri mætti
nefna. Astæöa er til aö geta
þess, aö sýslunefnd Skaga-
fjaröarsýslu hefur lengi veitt
Skógræktarfélagi Skagfiröinga
myndarlegan fjárstuöning og
stendur um það framar öllum
sýslum öörum.
011 eru félögin meö einhverjar
girðingar þótt misstórar séu og
yfirleitt hefur gróöursetningin á
vegum félaganna þróast i þá
átt, að færast i stærri giröingar
og færri úr smærri.
— Voru einhver sérstök
erindi flutt á þessum fundi?
— Já, tvö erindi voru flutt á
fundinum. Einar Sæmundsen,
landslagsarkitekt, flutti
athyglisvert, erindi, sem hann
nefndi: Skógurinn i landslaginu
og landslagiö i skóginum. Vakti
hann þar athygli á hugmyndum,
sem verið hafa uppi I nágranna-
löndum okkar um aðhanna þann
skóg, sem menn planta, meira I
samræmi viö landslagið en gert
hefur verið, en um þann þátt
hefur litið veriö sinnt hér til
þessa. Hingaö til hefur trjám
fyrst og fremst verið plantaö i
beinar linur en nú er þaö aö
komast I tisku, aö aöhæfa plönt-
unina meira landslaginu. Sýndi
Einar myndir máli sinu til
skýringar.
Hitt erindiö flutti Sveinn
Runólfsson, landgræöslustjóri.
Fjallaöi hann þar um störf
Landgræðslunnar og hvernig
hún vinnur. Bæði voru þessi
erindi fróöleg og skemmtileg og
spunnust um þau miklar um-
ræöur.
— Voru ekki aö venju ýmsar
ályktanir og tillögur samþykkt-
ar á fpndinum?
— Jú, en naumast er ástæða
til þess aö geta þeirra allra hér I
þessu spjalli. Túlega berast þær
blööunum. Eins og kunnugt er
rennur timabil Landgræöslu-
áætlunarinnar út á miöju ári
1980. Hvaö kemur þá i staöinn?
Nú er þaðsvo, aö 38,5% af fram-
lagi til skógræktar á fjárlögum
yfirstandandi árs er þar sam-
kvæmt Landgræösluáætluninni.
Hér þarf þvi aö standa vel á
verði. Aö þessu laut ein tillagan.
Eölilegt veröur aö telja, aö
það land, sem tekiö er til skóg-
ræktar, njóti sömu fjármagns-
fyrirgreiöslu og annað þaö land,
sem tekiö er til ræktunar. Um
það var önnur tillaga samþykkt.
— Urðu einhverjar breyting-
ar á stjórninni?
—■ Nei, þær urðu engar. Úr
stjórninni áttu að ganga aö
þessu sinni þeir Jónas Jónsson
og B jarni Helgason en voru báö-
ir endurkjörnir. Aörir i stjórn-
inni eru þeir ólafur Vilhjálms-
son, Oddur Andrésson og Krist-
inn Skæringsson.
Sýslunefnd Þingeyinga baub
fundarmönnum til kvöldveröar
á laugardagskvöldið og þá var
jafnframt haldin kvöldvaka þar
sem fram fóru ýmis skemmti-
atriöi.
— Nú hefur þaö tiðkast á
aðalfundum Skógræktarfélags-
ins aö partur úr degi, a.m.k., er
tekinn til ferðalaga um ná-
grennib og þá gjarnan skoöuö
skógræktarstarfsemi heima-
manpa á hverjum staö. Varö
það ekki einnig svo nú?
— Jú, rétt er þaö.og við köll-
um þetta að „fara á vettvang”.
Að þessu sinni var fariö i Ysta-
Fellsskóg, en hann er austan i
Kinnarfelli. Mjög fáir fundar-
gesta höföu komiö þar fyrr.
Ysta-Fellsskógur er meö vöxtu-
legustu birkiskógum á landinu.
Þótt ekki sé hann mjög stór.
Skógrækt rikisins hefur á leigu
hluta af skóginum og hefur hann
veriö girtur. Erlendar trjáteg-
undir hafa veriö gróöursettar I
girðingunni og er þar nú mikið
af rauðgreni, hvitgreni, blá-
greni og fjallaþin, og fer þeim
plöntum mjög vel aö. Skógurinn
er I brattri hlið og jarðvegsskil-
yrði eru þar mjög góö.
Þegar hér var komið var sim-
inn farinn aö ónáöa Sigurö svo
mjög, aö samviskukaldan mann
þurfti til þess að tefja hann
lengur og þvi kvaddi Landpóst-
ur aö sinni.
—mhg