Þjóðviljinn - 07.10.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.10.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Lauganiagiir 7. október 1978 AF ÚTSÖLUVERÐI MÍNUS INNKAUPSVERÐ Ég trúi því staðfastlega og held áfram að trúa því, þartil ég verð fullvissaður um eitt- hvað annað, að íslenskir gróssérar séu æru- kærari, grandvarari og í alla staði heiðarlegri en annað fólk í landinu. Uppá síðkastið hafa innflytjendur verið bornir ýmsum sökum af aðilum, sem teljast verða ábyrgir. Verðlagsyfirvöld hafa sem sagt gagnrýnt þá sérstæðu ráðstöfun heildsala að reyna í innkaupum að ná sem óhagstæðustu kjörum, en kaupsýslumenn hafa sýnt fram á að hægt er að reka blómlega verslun þó að inn- kaupsverðið sé hærra en útsöluverðið. Að vísu hefur þetta ekki verið sýnt á pappírunum, en veraldleg umsvif stéttarinnar bera það með sér að gróssérar á íslandi lepja ekki dauðann úr kúskel. Með þvi að leggja tölur verðlags- stjóra til grundvallar hefur almenningur reiknað það út að hver heildsali í landinu nái eftir einhverjum yfirskilvitlegum krókaleið- um í f immtiu miljónir á ári, og þá lætur ekki endanleg niðurstaða á sér standa. Heildsalar eru 700,og 700 x 50.000.000 eru þrjátíu og f imm miljarðar, eða hvorki meira né minna en and- virði einnar og hálfrar Kröfluvirkjunar eða þrjúþúsund og fimmhundruð meðalíbúða. Njóti þeir, sem til hafa unnið. Langstærsti innflytjandinn til landsins er Samband islenskra Samvinnufélaga, stund- um kallað sís og mun Sambandið og fyrirtæki þess flytja inn um helminginn af öllum inn- f lutningi landsmanna. Almenningur telur f ull- víst að sís njóti sömu kjara í innkaupum og heildsalarnir, því hvergi hef ur þ^ð sést að sís bjóði annað útsöluverð en aðrir, og hafa því reiknimeistarar neytenda í landinu verið f Ijót- ir að setja dæmið í vasatölvuna og komast að þeirri niðurstöðu að Sambandið græði á að geta flutt vörufarmana með eigin skipum. Margir álíta að hagræði sé að því að eiga greiðan aðgang að afurðalánum og annarri fyrirgreiðslu hins opinbera, og margir telja að með umtalsverðri hagræðingu í rekstri stór- fyrirtækis eins og Sambandsins megi halda vöruverði niðri svo um munar, eins og upphaf- lega mun hafa verið ætlunin, þegar Sam- bandið hljópaf stokkunum norður í Köldukinn upp úr aldamótunum síðustu (1902). Einhverra hluta vegna hefur Sambandinu ekki tekist að bjóða uppá hagstæðara vöruverð en heildsalar, og er það mál manna að um sé að kenna ofboðslegum reksturskostnaði og fjárútlátum í mynd verðlauna í ritgerðasam- keppnum meðal unglinga í gagnfræðaskólum um ágæti Sambandsins. Þá er talið að vör- urýrnun sé gífurleg — bara öllu stolið steini léttara, eins og í Fríhöfninni. Oll þessi atriði og víst f jölmörg önnur hafa orðið til þess að í kaupfélögum úti á landi er vöruverð víst mun hærra en annars staðar þar sem ,,frjálst framtak'' blómstrar, og hefur innanbúðarfólk í kaupfélögum úti á landi sums staðar myndað með sér innkaupasam- bönd til að fá vörur í ,,plássið" á skaplegu verði. Þessi kaupfélög í kaupfélögunum eru nef nd Kl'K og eru sums staðar með meiri um- setningu en kaupfélagið sjálft. Annars hljóta þessi mál verslunarinnar á íslandi að fara að skýrast, ekki síst eftir síð- ustu álitsgerð Verslunarráðsins, en lokaorð hennar voru þessi: Eftir vorri álitsgerð, inn skal fært í sjóði innkaupsverð minus útsöluverð sem endanlegur gróði Flosi Trésmiðafélag Reykjavikur Félagar. — Félagsmálaskóli alþýðu er að hef ja vetrarstarfið með fyrstu önn dagana 29. okt. — 11. nóv. Ákveðið hefur verið að senda tvo þátttakendur frá félaginu, og mun félagið greiða þátttökugjald og laun samkv. 3. taxta alm. kaup fyrir dagvinnu. Þeir sem áhuga hafa á að sækja þessa önn, eru beðnir að hafa samb. við skrifst. félagsins eigi siðar en 18. okt. Stjórn Trésmiðafélags Reykjavikur. Kennara vantar að Hliðaskóla vegna forfalla. Kennsla fyrir hádegi i 6. bekk. Upplýsingar gefur skólastjóri i sima 24558 um helgina og i skólanum eftir helgi i sima 25080. Fræðslustjóri Starfsmaður óskast Alþýðubandalagið i Reykjavik óskar að ráða starfsmann ,á skrifstofu félagsins. Reynsla i félagsstörfum og almennum skrifstofustörfum æskileg. Þeir sem á- huga hafa eru beðnir að leggja nafn og simanúmer inn á skrifstofu félagsins að Grettisgötu 3. Siminn er 17500 og skrifstof- an er opin alla virka daga. Sigölduvirkjun full- búin um næstu áramót • Afkastagetan 150 megawött • Vinnu yiö Hrauneyjarfossvirkjun miðar vel Nú er veriö að setja niður síðustu vélasamstæðuna í Sigölduvirkjun og er gert ráð fyrir því að hún verði rekstrarhæf fyrir áramót. Verður virkjunin þá full- búin. Þrjár aflvélar eru í virkjuninni, hver um sig 50 megawött, og heildaraf- kastageta Sigölduvirkjun- ar verður því 150 mega- wött. Orkuf ramleiðslan verður um 840 gigawatt- stundir á ári. Raforkan frá Sigölduvirkjun fer inn á dreifikerfi landsvirkj- unar, en auk þess hefur verið gerður samningur milli Lands- virkjunar og Járnblendifélagsins um sölu á 30 megawöttum á ári til verksmiðjunnar á Grundartanga, þegar hún tekur til starfa. Um 80 starfsmenn vinna nú hjá Landsvirkjun við Sigöldu við ýmis frágangsverkefni og að koma fyrir siðustu vélasam- stæðunni. Virkjunin verður fjar- stýrð þegar hún verður fuligerð og verða þar þá að jafnaði tveir menn til eftirlits. Nú sjá fjórir vélstjórar um rekstur stöðvarinn- ar og verða væntanlega jafn margir i vetur, eða þangað til fjarstýribúnaðurinn verður kom- inn i gagnið að öllu leyti. Að sögn Páls Ólafssonar verk- fræðings hjá Landsvirkjun er svipað vatnsmagn i Tungnaá nú og gengur og gerist á þessum árs- tima. Aðaluppistöðulón Sigöldu- virkjunar er Þórisvatn og á það að tryggja rekstur stöðvarinnar að vetrarlagi, en auk þess kemur vatn úr lóni i Sigöldu. A vegum Landsvirkjunar er verið að vinna við að grafa fyrir stöðvarhúsi Hrauneyjarfoss- virkjunar og miðar verkinu samkvæmt áætlun. Verktakar reikna með þvi aö ljúka þeirri vinnu i nóvember og eftir það verður engin starfsemi við virkj- unarframkvæmdir yfir veturinn —eös. Missagnir leidréttar Meinlegar villur slæddust inn i smáfrétt um lát Siguröar á Gilsbakka hér I blaöinu i gær. Þar er fyrri kona Sigurðar sögð Andrésdóttir en var Magnúsdóttir, Andréssonar á Gilsbakka. Börn sin þrjú átti Sigurður heitinn með fyrri konu sinni en ekki siðari. Smástafavilla kemur og fyrir i einu oröi i greininni. Þar stendur margþáttuö trúnaðarstörf en á að sjálfsögðu að vera margháttuÖL Hlutaöeigendur eru beönir velvirðingar á þessum mistökum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.