Þjóðviljinn - 07.10.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.10.1978, Blaðsíða 14
14 SÍÐAÍ— ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. október 1978 Viötal við HREIN HALLDÓRSSON Hreinn Halldórsson er fæddur 3. mars 1949 á Hólmavík, en ólst upp a Pænum Hrófbergi innarlega í Steingrímsfirði. Þar sem allir þekkja Hrein, þarf ekki að haf a þessi inngangsorð f leiri og ekki eftir neinu að biða meðað hef ja viðtalið. — Hvenær byrjaðir þú að æfa kúluvarp? — Þá var ég 19 ára. Vestur á Strandir kom Sigvaldi nokkur Ingimundarson og starfaði um tima sem þjálfari. Þetta var fyrir héraðsmót. Á fyrstu æfing- unni hjá honum greip ég i kúl- una og mig minnir, að þá hafi ég kastað rúma 10 metra. Svo á héraðsmótinu, þremur vikum siðar, kastaði ég 11,19 metra. Páll ólafsson frá Reykjum i Hrútafirði keppti sem gestur á mótinu og sigraði með um 12 metra kasti. — Hefurðu æft einhverjar aðrar greinar iþrótta? — Já, ég hef litillega snert á öðrum greinum og komið hefur fyrir, að ég hafi keppt i þeim. I kringlukasti á ég best 55,66 metra, en þá var hörku vindur sem hjálpaði mér. Svo hef ég handleikið sleggjuna. Ég var að keppa i henni er Guðni Hall- dórsson félagi minn brotnaði. heima Netið á kastbúrinu náði ekki niður að jörð og þegar ég var i seinni snúningnum og átakið mest, slitnaði sleggjan af virn- um, þaut út úr búrinu og beint i fótinn á Guðna. Um þær mundir, eða haustið 1976, var Guðni i örri framför, en þetta bölvaða atvik batt enda á hana i bili. Ég var vanur að hoppa kringlukasti á landsmótinu á Króknum árið 1971 og út á það komstég til Danmerkur eins og venjan er um tvo efstu menn i hverri grein á þessum mótum. Þar keppti ég m.a. i þristökki með atrennu og stökk 13,16 metra, þá 105 kg. að þyngd. Mig langaði bara til að reyna þetta þarna úti. Ég var vanur að — Hvenær ertu svo alkominn til Reykjavikur? — Það var árið 1971. Þá æföi ég köstin af og til i Höllinni og i Baldurshaga, en þar er aðstað- an ekki góð til æfinga. Svo lágt er til lofts, að maður þurfti allt- af að hlaupa aftur á bak á undan kúlunni, þegar hún kom til baka úr loftinu. Þess vegna var það, ^að þegar ég keppti i Laugar- dalshöllinni eftir þessar æfing- ar, þá stökk ég alltaf til baka eftir hvert kast og þrfttu þetta undarlegir tilburðir. Ég geng svo i KR einfaldlega vegna þess, að þar er bestu æf- ingaaðstöðuna að hafa. — llefurðu eitthvað fast skipulag á æfingum þinum? — Það var eiginlega ekki fyrr en veturinn 1976-’77, sem ég fór að skipuleggja æfingar til langs tima. Við Guðni höfðum þá ver- ið i Þýskalandi i tvo mánuði og kynnst æfingaskipulagi þar. Ég bind mig þó ekki við sérstakar æfingar á hverjum degi, en góð regla þarf að vera á öllu til að árangur náist. 1 stórum dráttum miða ég æfingarnar við það að vera á toppnum á stórmótum. Yfirleitt er þetta samt til- viljanakennt hjá islenskum frjálsiþróttamönnum og árang- urinn þvi skrikkjóttur. Þeir eru jafnvel i bestu formi rétt fyrir á Ströndum Umsjófi: Asmundur Sverrir Pálsson Ljósmyndir: Leifur þar sem þessi aðstaða min hef- ur farið mjög i taugarnar á sumum. — Er árangri i kúluvarpi eng in takmörk sett? —■ Maður skyldi ætla það, en þegar Gunnar Huseby var upp á sitt besta, var talið óhugsandi að kastað yrði yfir 20 metra og reyndar ómannlegt að kasta yf- ir 18. Það er eflaust margt, sem veldur þessum öru framförum. Menn fá kjarnbetri mat i upp- vexti nú en áður, kúluvarparar æfa sig skipulegar, t.d. er ekki langt siðan lyftingar komu inn i manna og hið endanlega kast gæti allt eins verið nokkurn spöl undan. Annars finnst mér s.k. afreks- iþróttir vera komnar út i hrein- ar öfgar. Æfingarnar eru mjög timafrekar og það sem verra er: Það er ekki nema stund og stund, sem maður hefur ánægju af þessu brambolti. En þegar maður er byrjaður lendir maður inn i hringverkandi vitleysu þar sem markið er sifellt sett hærra og hærra og beinist að þvi að skáka þeim næsta. Þegar ánægjan er á undanhaldi, þá ,,Annars finnst mér s.k. afreksíþróttir vera komnar út í hreinar öfgar” — Hefurðu ekki Hka keppt i lyftingum? — Jú, jú, það hef ég gert. Lyftingar eru i æfingapró- gramminu hjá mér. Ég keppti svo einhvern tima i lyftingum og ég held að ég eigi þar ís- landsmet, en það er vegna þess, aö enginn annar er nógu þungur i flokkinn. Þegarég hugsa mig betur um, týnast hlutirnir svo sem til. Það kemur upp i hug minn, að i lang- stökki án atrennu hef ég stokkið 3,16 metra og 9,17 i þristökki án atrennu. Ég varð annar i „það var ekki fyrr en farið var að leita í fötum á 14 ára, að eitthvað passaði á snáðann” blýtur maður að spyrja sig hvertstefni. En ég er einu sinni kominn inn i þessa hringavit- leysu og næsta takmark mitt er Ól. i Moskvu 1980, en ætli ég hætti ekki eftir það. — Nú er sagt að þyngd kúlu- varparans skipti miklu máli. llver er þyngd þin og þarftu ekki að borða einhver ósköp? — Ég hef lést heldur i sumar og nú er ég 120 kg. Þegar best lét var 133 kg., en besta þyngdin fyrir mig er svona 125-130. Ég er 1,92 á hæð og gæti þess vegna Framhald á bls. 18. hoppa heima á Ströndum, en þá var ég að visu léttari og hoppaði þessar stökklengdir, sem við höfum verið að tala um, bara i stigvélum og alklæddur meðan ég gætti ánna yfir sauðburð. En nú er best að ég hætti, enda tel ég mig aö mestu vera búinn aö svara spurningunni. — Nú hefur þú stundum veriö kallaður Strandamaðurinn sterki. Ilefurðu alltaf verið af- renndur aö afli? — Ég hef trú á, að ég hafi allt- af verið svona heldur i stærra og sterkara lagi. Þegar ég var 10 ára þurfti að taka úr mér botn- langann og var kaupstaðaferðin þá notuð til fatakaupa. Úrvalið var nú ekki mikið, en eitt er vist: Það var ekki fyrr en farið var að leita i fötum á 14 ára, að eitthvað passaði á snáöann. Og ef einhverjum leikur hugur á að vita það, þá tók ég helluna i Húsafelli i fang mér, þá 19 ára gamall. En kraftadellu, sem svo er kölluð, hef ég aldrei haft. „í stórum dráttum miða ég æfingarnar við það að vera á toppnum á stórmótum” eða rétt eftir meiri háttar mót. Um aðstöðuna hér þarf svo ekki að fara mörgum orðum. Það er sama hvar borið er nið- ur, hún er nær alls staðar betri en hér. Ég held að ég sé eini frjálsiþróttamaðurinn, sem hef getað stundað iþrótt mina ein- göngu tima og tima, án þess að hafa áhyggjur af afkomu fjöl- skyldu minnar. Það á ég Reykjavikurborg að þakka, en hún hefur gert mér þetta kleift s.l. þrjú ár og yfirmenn hennar verið mér mjög hlynntir. Ann- ars vil ég ekki ræða þetta nánar æíingarhar og eins og allir vita hefur komist upp um iþrótta- menn, sem nota lyf til að auka afreksgetu sina. Það er t.a.m. athyglisvert i þessu sambandi, að kastarar ná oft bestum árangri á smámótum þar sem ekki er fylgst með þvi, hvort lyf eru notuð. En þetta er auðvitað ekki einhlitt fremur en annaö, þvi að á stórmótum reynir vissulega meira á sálarstyrk- inn. Nú er skráð heimsmet at- vinnumanna 22,86 metrar og það á bandariski kúluvarparinn Brian Oldfield. Udo Beyer er að minu viti sá kúluvarpari, sem nú á mesta framtið fyrir sér. Hans besta er 22,15 metrar, sem er heimsmet áhugamanna, og gæti ég trúað að hann yrði fyrst- ur þeirra til að kasta yfir 23 metra. Beyer er enn aðeins 24 ára, býr yfir miklum krafti og hefur góða aðstöðu til æfinga. En það er kannski best að láta sem fæst hafa eftir sér um há- marksafreksgetu einstakra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.