Þjóðviljinn - 07.10.1978, Side 3

Þjóðviljinn - 07.10.1978, Side 3
Laugardagur 7. október 1978 WÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Menntaskólinn á Akureyri: 99. skóla- árið Menntaskólinn á Akureyri var settur i 99. sinn 1. októ- ber s.l. Nemendur i skólanum i vetur eru 540 auk 100 nem- enda i Oldungadeild. Ný- nemar i skólanum öllum eru 240 og hafa aldrei oröiö fleiri. 1 heimavist eru 125 nemend- ur, og er heimavist löngu fullsetin. 1 mötuneyti eru nemendur um 200. 1 Menntaskólanum á Akur- eyri er kennt á 5 sviðum, málasviði, náttúrufræði- sviði, eðlisfræðisviði, félags- fræöisviði og tónlistarsviði i samvinnu við Tónlistarskól- ann á Akureyri. Kennslu- greinar i skólanum eru 35 talsins en auk þess sækja nemendur ýmsar valgreinar i öðrum skólum i bænum. Kennarar við Menntaskól- ann á Akureyri eru 38, þar af 29 fastráðnir. Lands- samband KFUM og KFUK K.F.U.M. og K.F.U.K. félögin á tslandi hafa nýlega stofnað með sér landssamband. Áður hafði verið til Landssam- band K.F.U.M., en það verður nú lagt niður þar sem félög þau, sem i þvi voru, hafa gengið i sam- eiginlega sambandið. Stofnfundur var haldinn i Hafn- arfirði laugard. 9. sept. og sóttu hann fulltrúar allra K.F.U.M. og K.F.U.K. félagaá landinu, en þau starfa í Reykjavík, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Akureyri og Akranesi, auk þess sem yngri deildir eru starfræktar i Kópa- vogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Keflavik. t byrjun næsta árs eru áttatiu ár liðin siðan séra Friðrik Frið- riksson stofnaði fyrstu K.F.U.M. og K.F.U.K. félifein i Reykjavik og mun þess þá verða minnst há- tiðlega. Landssambandið byggir á hinum upprunalega grundvelli þessara félaga, en það er svo kallaður Parisargrundvöllur fyrir K.F.U.M. og Lundúnarsam- þykkt fyrir K.F.U.K. Auk þess er tekið fram i lögum sambandsins, að það starfi á grundvelli hinnar islensku evangelisk-lúthersku kirkju. Hlutverki sambandsins er þannig lýst ilögum þess, að þvi er ætlaö að efla og auka kristilegt starf meðal ungs fólks i landinu og auka samstarf aðildarfélag- anna svo sem með gagnkvæmum heimsóknum, miðlun fundar- efnis, samræmdri útgáfu-og fræðslustarfsemi og almennri upplýsingamiðlun. Fyrsta stjórn landssambandsins er þannig skipuð: Formaður er Astráður Sigursteindórsson, skólastjóri, Reykjavik, varafor- maöur er Kristin Markúsdóttir, skrifstofustúlka, Reykjavlk, ritari er Jóhannes Ingibjartsson, byggingarfræðingur, Akranesi, gjaldkeri er Einar Th. Magnús- son, skrifstofumaður, Reykjavik og meðstjórnendur eru Gisli Frið- geirsson, eðlisfræöingur, Vest- mannaeyjum, Margrét Hró- bjartsdóttir.hjúkrunarfræðingur, Reykjavik og Guðrdn Dóra Guð- mannsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur, Garðabæ. Ársþing Kennarasambands Vesturlands Öll sveitarfélög eigi aðild að ijölbrautaskóla og námsbrautum verði komið upp sem víðast í skólaumdæminu Um siðustu mánaðamót hélt Kennarasamband Vesturlands ársþing sitt i Munaðarnesi. Stjórn Kennarasambandsins skipa þau Jón Karl Einarsson, Jón Friðberg Hjartarson, Einar Guðmundsson, Gunnar Svanlaugsson, Halla Guðundsdóttir, ólafur Torfason og Þorsteinn Pétursson. Á þing- inu voru samþykktar ýmsar á- lyktanir. Skorað var á stjórnvöid að ,,ganga þegar i stað aö kröfu kennarasamtakanna um jöfnun kennaraprófanna til launa og veita fulla viðurkenningu starfs- reynslu kennara við rööun þeirra i launaflokka. Þá var skorað á stéttarfélög kennara innan BSRB að sam- einast i ein heildarsamtök sem opin verða öllum starfandi kenn- urum. Þá fagnaði þingið þeirri sam- vinnu um framkvæmd og skipu- lag framhaldsnáms á Vesturlandi sem tekist hefur milli Fjölbrauta- skólans á Akranesi og framhalds- Framhald á 18. siðu Breytt útlit Liprari stýring Sparneytnari Betri aksturs- eiginleikar Hljóðlátari Betri bíll en í fyrra „Það kom í ljós í reynsluakstrinum að 1979-gerðin er ótrúlega miklu betri bíll en t.d. 1974-gerðin, og meira að segja talsvert betri bíll en 1978-gerðin“ ÓR — Vísir 2/9/1978 Við sýnum nýja og betri Volvo bíla í Volvosalnum: Laugardaginn 7. október kl.14—19 og sunnudaginn 8. október kl.10—19 VOLVO 1979 ^VELTIH HF Nýr bíll á góðu verði. Mm Suðurlandsbraut l6*Siml 35200

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.