Þjóðviljinn - 07.10.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.10.1978, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN taugardagur 7, október 1978 Menningin um helgina MYNDLIST Galleri Suöurgata 7 1 dag kl. 4 opnar breski lista- maðurinn Robin Crozier sýningu i Galleri Suðurgötu 7. Sýningin nefnist „Iceland Blue Show” og þema hennar er „blátt”. Stór hluti sýningarinnar er kominn viðsvegar að utan úr heimi, en Crozier hefur boðið fjölda manns að taka þátt i henni. U.þ.b. 150 manns hafa þegar sent verk. Einnig er á sýningunni fjöldi verka eftir Crozier sjálfan, mörg þeirra unnin i samstarfi við aðra. Þess má geta að sýningargestum er heimilt að bæta við verkum meðan á sýningunni stendur. Crozier er fæddur 1936. Hann stundaði myndlistarnám við há- skóla i Newcastle og London, og hefur kennt við Sunderland Polytechnic skólann siðan 1961. Hann hefur haldið fjölda sýninga viðsvegar um heim, gefið út bæk- ur, gert kvikmyndir og flutt gern- inga osfrv. Sýningin er opin virka daga frá 4 til 10, en um helgar frá 2 til 10. Hún stendur til 22. október. Úr skáld-Rósu LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Hjá Leikfélagi Reykjavikur er það Glerhúsiöá laugardag og Skáld- Rósaá sunnudag. Sýningar i Iðnó hefjast kl. 20.30. A Austurbæjarbió er svo LR með miðnætursýningu i kvöld kl. 23.30 á Blessuðu barnaláni. Þjóöleikhúsið Kjarvalsstaðir Þjóðleikhúsið sýnir um helgina: A sama tlma að ári, Jaugardag kl.20 og Sonur skóarans og dóttir bakarans.sunnudag kl. 20. Sýning Agústs Petersen er enn i fullum gangi að Kjarvalsstöðum. Þar má lita á annað hundrað verka, oliumálverk, vatnslita- myndir og oliukritarmyndir. Allar eru myndingar unnar á s.l. tiu árum. Sýningin er opin kl. 2-10 um helgar en 5-10 virka daga, og stendur til 15.okt. Listasafn Islands Norræna húsið Danski trúðurinn og látbragðsleikarinn Armand Miehe skemmtir I Norræna húsinu i dag kl. 16.00. Eins og fram hefur komið I fréttum kom Armand Miehe ásamt dönskum leikurum og hljóðfæraleikurum til landsins i boði Norræna hússins og Leikfélags Reykjavikur og hefur haldið tvær skemmtanir I Iðnó fyrir fullu húsi og viö mikinn fögnuð á- horfenda. Upphaflega var ætlunin aö Miehe héldi aðeins fyrirlestur i Norræna húsinu, en vegna mikillar eftirspurnar hefur þvi verið breytt, og skemmtir hann i staöinn. Skemmtunin er ætluð börnum á öllum aldri. Aðgangseyrir er kr. 500,- fyrir litil börn og kr. lOOO.-fyrir stór. Yfirlitssýning á verkum Snorra Arinbjarnar stendur nú yfir i salarkynnum Listasafns Islands. Þetta er stærsta sýningin sem haldin hefur verið á myndum þessa ágæta listamanns. Sýningin er opin frá kl. 13.30 til 22.00 alla daga. FlM-salurinn 1 dag og á morgun eru siðustu forvöð að sjá myndvefnaðarsýn- ingu Sigriðar Candi i FIM- salnum að Laugarnesvegi 112. Sýningin er opin i kvöld frá 7-10 og á morgun frá 2-10. Rögnvaldur heldur ein- leikstónleika Rögnvaldur Sigurjónsson, pianóleikari, heldur einleikstón- leika i Þjóðleikhúsinu sunnudag- inn 8. október n.k. kl. 3 siðdegis. Tónleikarnir eru haidnir í boöi Þjóðleikhússins, en listamaöur- inn á sextugsafmæli um þessar mundir. Rögnvaldur hélt fyrstu opin- beru tónleika sina aðeins 18 ára að aldri og hefur siðan haldið fjölda tónleika hér heima og er- lendis. Eftir að hann kom frá framhaldsnámi i Bandarikjunum árið 1945 hóf hann kennslu við Tónlistarskólann i Reykjavik og hefur kennt þar siðan. Undanfarin ár hefur Rögnvald- ur litið komið fram opinberlega vegna meinsemdar i hendi og sjálfstæða pianótónleika hefur hann ekki haldið i Reykjavik um langt árabil. A* efnisskrá tónleikanna á sunnudag eru þessi verk: Fanta- sia i C-moll eftir W.A. Mozart, Sónata i H-moll eftir Franz Liszt, Bergeuse op. 57 og Fantasia i F- moll op. 49 eftir Fr. Chopin, fjórar prelúdiur eftir Claude Debussy og Þriöja sónatan eftir Sergei Pró- koffieff. TÓNLIST Tónleikar á ísafirði Ragnar H. Ragnar, skólastjóri Tóniistarskólans á isafiröi varð áttræður 28.september s.l. i því tilefni hafa ýmsir vinir hans og velunnarar, hér i Reykjavik og á isafirði, ákveðið að efna til tón- ieika honum til heiðurs, á isafiröi, i dag, iaugardaginn 7.október. Á efnisskránni verða, að ósk af- mælisbarnsins eingöngu islensk kammerverk og sönglög eldri og yngri. Guðný Guðmundsdóttir kon- hvitt en himinblátt eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir klarinett (Gunnar Egilsson), selló (Pétur Þorvaldsson) og pianó (Halldór Haraldsson) og er það frumflutn- ingur verksins á tslandi. Þá koma fjögur sönglög eftir Jakob Hallgrimsson, við ljóð eftir Davið Stefánsson og Halldór Lax- ness, sem Ruth Magnússon og Jónas Ingimundarson flytja. Þarnæst verður frumflutt nýtt verk eftir Sigurð Egil Garðarsson Vesturfarar á æfingu: f.v. Jónas Ingimundarson, Hjálmar Ragnars son, Ruth Magnússon, Pétur Þorvaldsson og Jósep Magnússon. sertmeistari og Halldór Haralds- son pianóleikari munu leika Syst- urnar i Garðshorni eftir Jón Nordal,og er það æskuverk, sem ekki hefur heyrst lengi. Þá leikur Anna Áslaug Ragnarsdóttir pianósónötu eftir Leif Þórarinsson, og siðan munu Ruth Magnússon og Jónas Ingi- mundarson flytja sönglögin Um ástina og dauðann eftir Jón Þórarinsson.Fluttu þau verkið seinast á Listahátiðinni i júni s.l. og vaktí flutningurinn verðskuld- aða athygli. Seinasta verkíö fyrir hlé er Four better or worse eftir Þorkel Sigurbjörnsson, en það flytja Jósep Magnússon, á flautu, Gunnar Egilsson á klarinett og Pétur Þorvaldsson á selló, auk höfundar,sem leikur á pianó. Eftir hlé verður flutt Fremur Or dagbók hafmeyjunnar og flytja það séra Gunnar Björnsson i Bolungarvik og Sigriður Ragnarsdóttir. Anna Áslaug Ragnarsdóttir flytur Sónötu fyrir pianó eftir Jónas Tómasson. Seinastaverk á efnisskránni er Fjögur lög við ljóð Stefáns Harð- ar Grimssonar. Verkið er samið nú i haust og er þetta þvi frum- flutningur þess. Ruth Magnússon syngur og með henni leika Jósep Magnússon (flauta), Pétur Þor- valdsson (selló) og Jónas Ingi- mundarson (pianó). Fimm höfundanna, þeir Leifur Þórarinsson, Jakob Hallgrims- son, Sigurður Egill Garðarsson, Jónas Tómasson og Hjálmar Ragnarsson hafa allir starfað sem kennarar við Tónlistar- skólann á Isafirði. sunnudag Efni m.a. W Ríkarður ö. Pálsson hefur skrifað greina- flokk um tónlistar- kennslu á íslandi. Fyrsti hluti birtist i Músik og mannlifi i stinnudagsblaði Þjóð- viljans. Bókmenntakynning sunnudagsbiaðsins heldur áfram. í þetta skipti verða birtar tvær smásögur eftir Mark Twain og Alex- ander L. Kielland úr bókinni „íJr fórum fyrri tiðar”, sem Helgafell gefur út á næstunni. — Þarna rikir ein- hver heillandi blær, hræring þess, sem maður elskar og hins, sem maður hatar. je skrifar um fjör- una i Skerjafirðin- um. — Mér leiðast pólitiskar upp- hrópanir i ljóðum. Ég reyni heldur að leita orsaka. Helgarviðtalið er við finnsku skáld- konuna Gurli Lindén. Kvikmyndaskóli Þjóðviljans fjallar i þetta skipti um ljós og liti. Kompan skýrir m.a. frá Tinnu, sem er fimm ára og býr i blokk i Gautaborg i Svi- þjóð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.