Þjóðviljinn - 07.10.1978, Page 13

Þjóðviljinn - 07.10.1978, Page 13
Laugardagur 7. oktdber 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Kveðja Sigurður Snorrason á Giisbakka 1 dag er Siguröur Snorrason bóndi á Gilsbakka borinn til graf- ar frá Gilsbakkakirkju. Enn fækkar um einn þeim sem settu mestan svip á lifiö I Hvitársiðunni ibernsku minni. Um allt þaö fólk eru minningarnar góöar, þaö verður manni þvi ljósara sem lengra liöur. I samfélagi eins og þessari strjálbýlu sveit eru tengsl- in milli fólks oftast mun sterkari enþaögerir sérsjálft grein fyrir. Svo getur virst, aö lifsbarátta og áhyggjur standi að einhverju leyti i vegi fyrir þvi, að hlýhugur nágrannanna njóti sin á yfirborö- inu, en hann nærist samt undir niðri af haröneskju lifsins. Það sannast best, þegar mest á reyn- ir. Sigurður var fæddur 23. október 1894 á La xf ossi I Stafh oltstungum. Faðir hans var Snorri Þorsteins- son, Jakobssonar, Snorrasonar prests á Húsafelli Björnssonar, en móðir Sigurðar var Guðriin dóttir Sigurðar i Efstabæ i Skorradal, Vigfússonar. Þeir voru þvi systkinasynir, Sigurður og Magnús Asgeirsson skáld frá Reykjum, en fööurbróðir Sigurð- ar var Kristleifur Þorsteinsson rithöfundur á Stórakroppi. Sigurður ólst að mestu upp á Húsafelli hjá Astriði fööursystur sinni. Um tvitugsaldur stundaði hannnám i hinum merka alþýðu- skóla Sigurðar Þórólfssonar á Hvitárbakka. Ariö 1923 gekk hann að eiga Guðrúnu á Gilsbakka dóttur sr. Magndsar Andrésson- ar. Þau hjónin tóku við búi á Gils- bakka. Guörún var mikil sæmdarkona, gædd stillilegri al- úð og höfðingslund, og er merki- legt, hvað þeir eiginleikar hennar virðast lýsa af þvi málverki, sem Collingwood fornfræðingur og málari gerði af henni ársgamaUi, þegar hann ferðaöist um ísland. Guðrún dó á besta aldri áriö 1943, en börn þeirra Siguröar eru Magnús, Sigriöur ogGuðrún. Siö- ari kona Siguröar er Anna Brynjólfsdóttir frá Hlöðutúni. Henni var vandi á höndum að skipa húsfreyjusæti á Gilsbakka, en það hefur hún gert við mikla rausn, viröingu og vinsældir. Sigurður á Gilsbakka tók að visu við miklu og góðu búi á fag- urri og sögufrægri jörð, en hann sýndi lika rækilega .aðhonum var trúandi fyrir miklu. Hann kunni það lag að sameina gamla og góða búnaöarhætti og það besta af þeim nýju. Þaö var einkenni hans.aðþráttfyrir öra lund.mikla mælsku ogskarpa dómgreind var hann I eðli sinu mjög hlédrægur oggagnrýninnásjálfansig. Hann sagði mér jafnvel, að hann hefði séðeftir öllu, sem hann lét frá sér faral rituðu máli, vegna þess aö hann hefði viljað vanda þaö bet- ur. Þrátt fyrir þetta komst hann ekki hjá mörgum trúnaðarstörf- um fyrir sveitunga sina, en þekktust mun þátttaka hans i samtökum bænda. Þar ávann hann sér mikinn oröstir fyrir viturlegar tillögur og ráð. Ég hitti Sigurð i siðasta sinn á liðnu sumri i 70 ára afmælisfagn- aði ungmennafélags sveitarinn- ar. Þar flutti hann ýtarlega og ágæta ræðu, dró meðal annars upp eftirminnilega mynd af lifinu á félagssvæöinu i byrjun aldarinnar. Skömmu siðar fékk ég frá honum dýrmæta sendingu, ávörp, sem hann hafði flutt nán- um ættmennum minum fyrir mörgum áratugum. Þar lýsir sér vel orðsnilld hans, hlýhugur og dómgreind. Ég geymi minningu Sigurðar i þakklátum huga og færi vandamönnum hans góðar samúðarkveðjur að leiðarlokum. Páll Bergþórsson Bíll ársins í Japan kominn til íslands Daihatsu Charade-enn eitt svar við or kukreppu Árið 1977 sendu Daihatsu verksmiðjurnar á markað smábíl, Daihatsu Charade 1000 j>g náði hann strax í fyrstu tilraun þeim áfanga að vera kosinn ,,Bifreið ársinsy/ í Japan. Daihatsu umboðið á (slandi, Brimborg h/f, hefur nú fengið fyrstu bílana af þessari gerð til landsins og voru þeir kynntir fyrir blaðamönnum fyrir skömmu. Alls verða það 45 bilar sem koma til landsins í þessari fyrstu sendingu og eru þeir þegar að verða upppantaðir. Verð bílanna er á bilinu 3.1-3.3 miljónir. Einn af fyrstu bllunum á götuna. Sigtryggur Helgason !og Jóhann Jóhannsson, forstjórar Brimborgar standa viö bílinn, sem er fimm dyra. Daihatsu Charade 1000 — þriggja strokka vél sem á að tryggja lágmarksnotkun á bensini, þótt vélin sé örugg og aflmikil. Að sögn forrráöamanna Brimborgar sameinast i þessum bil margir eiginleikar bæði smærri og stærri bila; t.d. þætti hann einíaldur, sterkur og spar- neytinn meö afbrigöum. Bæði er hægt að fá Daihatsu Charade með þremum og fimm dyrum. Útflutningsframleiðsla á Dai- hatsu Charade hófst i júli sl. og er tsland annaö Evrópulandið sem fær þessa bila, en á næstu vikum koma þeir á markaðinn i öllum nágrannalöndunum. Af tæknilegum upplýsingum tengdum Daihatsu Charade má nefna eftirfarandi: Hann er litill bill að utanmáli, en rúmgóður að innan og skráöur 5 manna. Hann er 3.45 m. að lengd, 1.51 m. aðbreidd og 1.35 m. á hæð. Hæð undir lægsta punkt er 16.5-18 cm. Hann vegur 660 kg. er framhjóladrifinn með þriggja strokka vatnskældri fjórgengis- vél, sem framleiðir 55 din hö. viö 5500 snúninga, en vélin er 993 cc. Vélin liggur þversum i vélarrými er meö yfirliggjandi kambási og búin jafnvægisöxli. Þriggja strokka kerfi hefur áður veriö notaö i tvigengisvélum, en þetta er i fyrsta skipti sem þriggja strokka fjórgengisvél hefur veriö fjöldaframleidd fyrir fólksbila. Daihatsu telur þessa vél vera framtiöarlausn, þar sem vinnsla og eldsneytiseyðsla er hagstæöust ef 330 cc. eru fyrir hvern strokk. Benzintankur tekur 34 litra þannig að nærri lætur að hægt sé aö aka frá Reykjavik norður um til Langaness án þess aö taka benzin. Innflutningur á Daihatsu bifreiðum til Islands hófst fyrir rúmu ári og hafa nú verið seldar hér á landi um 150 bifreiðar og jeppar af þeirri gerð. Bifreiðaumboðiö, várahluta- þjónusta og verkstæöi er allt til húsa að Armúla 23, og þar er þessi nýja gerö Daihatsu-bilanna til sýnis um þessar mundir. ' s ? N, •/ í 4 k'- ' 1 Enn stoppar gamla klukkan á Torginu Enn er torgklukkan stopp og ekkertbóiar á nýjum auglýsinga- spjöldum úr óbrjótanlegu gleri, sem krossviðurinn átti að vikja fyrir. Að sögn Eiriks Asgeirssonar, forstjóra SVR er „læknir” klukk- unnar, þ.e. sérfræðingur þeirra SVR-manna i viðgerðum á úr- verkinu I frii sem stendur, en úr- verkiö er komið til ára sinna og nokkur kúnst að eiga við það. Það er til húsa uppi i risi á Lækjar- götu 2 og oft hefur reynst erfitt að komast að þvi. Eirikur hafði þó góðar vonir um að klukkan kæmist i gagniö næstu daga, en þegar SVR flytur i framtíðarhúsnæöi sitt sem verið er að byggja á Lækjartorgi verð- ur úrverkinukomiö fyrir þar. Þar á að vera auðveldara að fylgjast með þvi að það biliekki og hægur vandi að komast aö þvi til viö- geröa. —Al. Keflavík Þjóðviljann vantar umboðsmann til að annast dreifingu og innheimtu blaðsins i Keflavik. Upplýsingar hjá umboðsmanni i sima 1373 i Keflavik, eða hjá framkvæmdastjóra blaðsins i Reykjavik, simi 81333. UOBMUINN Grindavík Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir blaðið i Grindavik. Upplýsingar hjá umboðsmanni, simi 8320, eða hjá afgr. blaðsins i Reykjavik, simi 81333 DlOOVIUINN Blikkiöjan Asgaröi 7, Garðaba Onnumst pakrennusmiöi og uppsefningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SIMI 53468

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.