Þjóðviljinn - 13.10.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.10.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. október 1978 Borgarfulltrúar Alþýöubandalagsins á félagsfundi: Álfheibur Ingadóttir, fram- kvæmdastjóri borgarmálarábs Alþýbubandalagsins, I ræöustól. Anna Sigrður Hróömarsdóttir fundarritari og Einar Karl Haraldsson fundarstjóri til hlið- ar. Ljósm. Leifur. Gáfu skýrslu um störf sín Fjörugar umræðururðu á félagsfunds Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík um borgarmálin siðast liðinn miövíkudag, en þar voru mættir 5 borgarfulltrúar félagsins og gáfu þeir e.k. skýrslu um störf sín og svöruðu fyrirspurnum. A þessum fundi komu fram fjöldamörg atriöi sem verið er aö vinna aö á vegum hins nýja meirihluta i Reykjavik,og verður þeirra getiö nánar hér i Þjóö- viljanum á næstunni. Fundurinn var vel sóttur og stóöu umræöur fram undir miönætti. —Ai Frá hinum fjölmenna félagsfundi Alþýöubandalagsins á Hótel Esju f fyrrakvöld Ljósm. Leifur A þessari mynd eru m.a. borgarfulltrúarnir Guömundur Þ. Jónsson, Sigurjón Pétursson, Guörún Helgadóttir, Adda Bára Sigfúsdóttir og Þór Vigfússon, en þau höföu framsögu um ýmsa málaflokka á fundinum. Ljósm. Leifur. „Ég hef unna stödu! sagöi Kortsnoj um biðstööuna Viktor Kortsnoj var kokhraustur þegar þrítugasta og fyrsta ein- vigisskák hans við Karpov fór í bið í gær og sagðist hann hafa unna stöðu. I biöstööunni hefur hvor um sig hrók og sex peð og stendur Kortsnoj aö þvi leytinu betur aö hann hefur komiö peöum sinum lengra. Karpov hefur aftur á móti valdað fripeö sem kann aö reynast Kortsnoj dýrkeypt ef hann seilist of langt til vinnings. Kortsnoj sem hafði hvitt lék eins og venjulega c peðinu fram i fyrsta leik og upp kom drottn- ingarbragö. I þetta sinn beitti Kortsnoj hinu svokallaöa upp- skipta-afbrigöi. Hann náöi strax eins og lög gera ráö fyrir i þvi afbrigði, þægilegum þrýsting á drottningarvæng og þægilegra tafli. Uppskipti uröu á drottn- ingunum og tveimur léttum mönnum mjög fljótlega og gerö- ist siöan ekki meira i skákinni næstu tuttugu leiki, nema aö Kortsnoj lokaöi drottningar- vængnum meö peöum sinum og Karpov beiö. Tóku nú kapparnir aö leika mönnum sinum fram og til baka þannig aö hvorki gekk né rak. Bauö Karpov þá oftsinn- is upp á þrátefli, en Kortsnoj sneri sér ávallt aö einhverju öðru. bað var siöan ekki fyrr en i 41. leik að Kortsnoj lét loks til skarar skriöa meö gegnumbroti á miðboröinu. Upphófust þá allsherjar uppskipti sem enduöu meö þvi aö hvor um sig átti eftir einn hrók og sex peö eins og fyrr greinir. 31. skákin: Hvitt: Viktor Kortsnoj Svart: Anatoli Karpov Drottningarbra gð: 1. c4-e6 2. Rc3-d5 3. d4-Rf6 4. cxd5 Umsjón: ÁSGEIR ÁRNASON Karpov. Missir hann titilinn? Uppskiptaafbrigöiö. Þvi beitti meöal annarra Botvinik fyrr- verandi heimsmeistari og læri- faðir Karpovs. 4. - exd5 5. Bg5-Be7 6. e3-0-0 7. Bd3-Rbd7 8. Rf3 Sumir kjósa sér heidur að leika riddaranum til e2 og siöan jafnvel langhrókering meö sókn á kóngsvæng i huga. Aðrir láta sér nægja eftir Re2 aö leika leikjum eins og f3 og Rg3 seinna meir meö framrás á miöboröi i huga. 8. - He8 9. Dc2-c6 10. 0-0-RÍ8 11. Bxf6 Velþekkt tema i þessari byrj- un. Hvitur lætur biskupinn af hendi af frjálsum og einlægum vilja til þess að koma framrás- inni b2-b4 fljótt i kring og hefja þar með svokallaða minnihluta- árás á drottningarvæng. 11. - Bxf6 12. b4-Bg4 13. Rd2-Hc8 Þessi leikur er fyrst og fremst til þess að sporna viö þvi aö hvitur leiki b4-b5 þar sem hrók- urinn á c8 mun gefa svörtum ákjósanlegt mótspil á miðboröi. 14. Bf5-Bxf5 15. Dxf5-Dd7 16. Dxd7-Rxd7 bar meö er komið upp enda- 'tafl sem breytist Iitt næstu tuttugu leikina! Kortsnoj einbeitir sér aö þvi aö hindra allt mótspil svarts og lokar þvi drottningarvængnum. 17. a4-Be7 18. Hfbl-Rf6 19. a5-a6 20. Ra4-Bf8 21. Rc5-He7 22. Kfl-Re8 23. Ke2-Rd6 24. Kd3-Hce8 25. Hel-g6 26. He2-f6 Aö sjálfsögöu hvarflar ekki aö Karpov aö leika peðinu lengra, enda myndi slikt aöeins gefa hvitum kost á framrásinni g2-g4 siöar meir. 27. Hael-Bh6 28. Rdb3-Bf8 29. Rd2-Bh6 „Var einhver að gefa i skyn aö jafntefli stæöi til boöa?” 30. h3 „Nei” 30. - Kf7 31. g4-Bf8 32. f3-Hd8 33. Rdb3-Rb5 34. Hfl-Bh6 35. Í4-Bf8 36. Rd2-Rd6 37. Hfel-h6 38. Hfl-Hb8 39. Hal-Hbe8 40. Hael-Hb8 Allir hvitu mennirnir beina nú spjótum sinum að e4-reitnum, svo þaö er annaöhvort nú eöa aldrei... 41. e4!-dxe4 42. Rdxe4-Rb5 43. Rc3-Hxe2 44. Hxe2-Bxc5 45. bxc5-Hd8 46. Rxb5-axb5 47. f5 1 þessari viökvæmu stööu ■ skákin sett i biö og Karpov biðleik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.