Þjóðviljinn - 17.10.1978, Page 7
Þriftjudagur 17. október 1978 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7
V
Þórhaila Þorsteinsdóttir og Svanhildur Jóhannesdóttir i sýningu LA á leikriti Guömund-
ar Kambans.
Aöalsteinn Bergdal og Þórey Aöalsteinsdóttir í hlutverkum sinum
viö” hjá Leikfélagi Akureyrar.
.Þessvegna skiljum
LEIKFÉLAG AKUREYRAR:
Þessvegna skiljum við
Eftir GUÐMUND KAMBAN
Þýdandi: Karl ísfeld
Leikstjórn: Haukur J. Gunnarsson
Leikmynd: Jón Þórisson
Jón Viðar
Jónsson
skrifar um
leikhús
Leikhópur Leikfélags
Akureyrar er einkennilega
samsettur og það er tæp-
lega auðvelt verk að finna
verkefni við hans hæfi.
Leikrit Guðmundar Kamb-
ans, Þess vegna skiljum
við, er að mínu viti afar
óhentugtverk fyrir þennan
hóp.
í leiknum,sem fjallar um hjú-
skaparmál danskrar kaup-
mannafjölskyldu á þriöja ára-
tugnum, er mikið um feluleiki
ýmiss konar, framhjáhöld og
bældar ástriöur. Þvi veröa leikar-
arnir aö vera færir um aö gefa i
skyn fleira en þaö sem sagt er
berum orðum, láta skina i þaö
sem gerist undir yfirborðinu. I
þessum hópi eru vissulega leikar-
ar sem ráöa yfir þeirri tækni sem
þarf til sliks, en þar eru einnig
leikarar sem kunna betur aö
draga einfaldar en kraftmiklar
linur og ná þvi ekki fullu valdi á
hlutverkum sínum.
Þennan galla mætti e.t.v. fyrir-
gefa væri hér um timabært og vel
samið leikrit aö ræöa. En mér er
hulin ráögáta hvað vakir fyrir
forráöamönnum L.A. með þvi að
draga fram þennan afdankaöa
hjónaleik Kambans. Markmiö
höfundar er aö prédika frjálslegri
hjúskaparhætti og þeirri spurn-
ingu er varpaö fram hvort hjón
eigi ekki einfaldlega að slita sam-
vistum séu þau farin aö fara i
taugarnar hvort á öðru og annaö
þeirra ástfangiö af þriöja aöila.
Þessi viska kann að hafa átt
eitthvert erindi við danska borg-
ara, sem grundvölluðu sambúö
sina á hugmyndum viktoriutim-
ans; ég á bágt með aö trúa þvi aö
enn sé til fólk sem þarf aö gera
sér ferð i leikhúsið til þess að láta
segja sér þetta.
Það er svo ekki að sökum að
spyrja aö hjá Kamban eru það
karlarnir sem hlaupa útundan
sér, konurnar eiga það ekki til að
renna hýru auga til annarra karl-
manna en þeirra sem þær eru
giftar. Að haldi Kambans virðist
fastheldni konunnar á karlmann-
inn vera höfuðmeinsemd
borgaralegs hjónabands.
öryggisleysið og niöurlægingin
sem ógift kona varð að þola i
karlstýröu samfélagi þessa tima
kemur honum ekki við.
Leikurinn gerist á heimili Egg-
erts Thorlaciusar stórkaupmanns
i Kaupmannahöfn og snýst eink-
um um hjónabandsraunir
þriggja barna hans, Karls, Bald-
vins og Sigþrúðar, sem eru ásamt
mökum sinum tiðir gestir á heim-
ilinu. Kamban hefur þann háttinn
á að ganga á röðina: fyrsti þátt-
urinn lýsir erjum Karls og Gerðu
konu hans, i öðrum þætti beinist
athyglin að ástandinu hjá Baldvin
og Lovisu og i þeim þriðja er svo
lýst skilnaði Sigþrúðar og Viggós
bónda hennar. Einnig segir frá
Stefaniu Thomsen, föðursystur
þeirra systkina, sem sækir mann
sinn, Axel Thomsen, með harðri
hendi til útlanda eftir að hann
hefur hlaupist að heiman, auk
þess sem gömul vixlspor heim-
ilisföðurins sjálfs koma litillega
við sögu.
Þessi uppbygging þjónar þeim
tilgangi að koma prédikun höf-
undar sem best til skila. Eftir
tvær eða þrjár bunur I hjóna-
bandshringekju fyrsta og annars
þáttar, þar sem okkur er sýnt
hvernig ástandið á ekki að vera,
kemur mórallinn eins og isköld
gusa yfir áhorfendur. Þegar Sig-
þrúður kemst að þvi að Viggó
bóndi hennar er ástfanginn i ann-
arri konu býður hún honum skiln-
aö. Eggert föður hennar, fulltrúa
góðborgaralegra hjónabands-
dyggöa, ofbýður að vonum slikt
frjálslyndi og upphefst nú mikil
samræða milli þeirra. Leggur
Kamban bollaleggingar sinar
hráar persónunum i munn og ber
ekki við að laga þær að einkenn-
um þeirra. Tækist Svanhildi Jó-
hannesdóttur, sem leikur Svan-
hildi, ekki að blása lifi i þetta
uppgjör með liprum og sannfær-
andi leik, væri nánast óþolandi að
sitja undir þessu. Marinó Þor-
steinsson, sem leikur Eggert af
myndugleika og festu, skortir
hins vegar þá sálfræðilegu nær-
færni sem þarf ekki sist með
þegar kemur i ljós á siöustu min-
útum leiksins að hann átti i fyrnd-
inni vingott við aðra konu en
eiginkonu sina.
Það má kallast gott að leik-
stjóra og leikendum skuli hafa
tekist að gera frambærilega sýn-
ingu úr þessum samsetningi. Viða
ma sjá þess merki að þau hafa átt
bágt með að taka þetta fólk i
fullri alvöru og sumsstaðar er
farið með hjónabandsþref og há-
tiðlegar umgengnisvenjur út i
hreina skopstælingu. Þetta á
framar öðru við um rifrildi
Lovisu og Baldvins og kaffi-
drykkjuna i öðrum þætti, hvort
tveggja bráðskemmtileg atriði.
Sumir leikaranna nýta kómiska
möguleika hlutverkanna vel, ekki
sist Alaðsteinn Bergdal i hlut-
verki galgopans Baldvins.
Astæða er einnig til að nefna Þrá-
in Karlsson i litlu hlutverki hins
kúgaða eiginmanns,Axels Thom-
sens, fulls uppgjafar og kald-
hæðnislegrar fyrirlitningar á
fáránleik þessara sambýlishátta.
Chófleg skopstæling er þó
býsna varasöm i sýningu á verki
af þessu tagi, þvi aö þrátt fyrir
allt er ætlast til þess að viö tökum
boðskap þess alvarlega. Og i
meöferð Þóreyjar Aðalsteinsdótt-
ur á hlutverki Lovisu undirstrikar
kómikin beinlinis kvenhatur leik-
ritsins. Þórey gerir hana að móð-
ursjúku og eigingjörnu kvendi og
væri Baldvin Aðalsteins Bergdals
ekki ótrúverðugur spjátrungur
sæti Lovisa uppi með alla
skömmina. Hvorki Aðalsteinn né
Þórey skýra hins vegar fyrir okk-
ur hvers vegna i ósköpunum þetta
fólk hangir saman — þaö er Held-
ur ótrúlegt að svona týpur séu
þrælbundnar af siðaboðum eldri
kynslóða. Svipaða sögu er að
segja um leik Gests E. Jónasson-
ar (Karl), Nönnu I. Jónsdóttur
(Gerða) og Theodórs Júliussonar
(Viggó), þetta eru allt mjög óljós-
ar peráónur sem leikstjóri og
leikendur hefðu þurft að móta
betur.
Um leikmynd Jóns Þórissonar
og búninga Hauks J. Gunnarsson-
ar er margt gott að segja. Þó að
leikmyndin sé nákvæm eftirliking
borgaralegrar stofu er hún stil-
hrein og laus við allt ofhlæði. Hún
er öll i brúnum lit og fellur litur og
snið búninga oft ágætlega að
henni. Klæðaburður persónanna
samsvarar gjarnan mismunandi
afstöðu þeirra; þannig ganga
forsvarar borgaralegs siðgæöis
yfirleitt i dökkum og brúnum föt-
um með stifu sniði, á meðan ljós-
ari litir og sundurgerð einkenna
klæðaburð yngra fólksins. Hér er
um óvenju yfirvegaða notkun á
búningum og lit að ræða, sem
margt islenskt leikhúsfók mætti
hiklaust taka sér til fyrirmyndar.
MINNING
Una Guðmundsdóttir
Svo viðkunn og vinnusöm sem
hún Una var, þykist ég vita, að ég
séaðberai bakkafullan lækinn
með þvi að sýna lit á að þakka
fyrir mig og mina.
Kynni okkar hófust með afar
sérstæðum hætti um þetta leyti
árs 1964. Sonur minn, Hjörtur
Bergþór, lá þá lifshættulega veik-
ur á Landakotsspitala. Hann var
skorinn upp þrisvar á hálfum
mánuði og fékk siðan brjóst-
himnubólgu og háan hita ofan á
allt annað. 1 sjö vikur nærðist
hann einungis i æö. Ég vakti yfir
honum eins og ég hafði úthald til
og vinir og vandamenn voru
boönir og búnir til að leysa mig af
öðru hverju.
Fööursystir drengsins, Friöa,
bjó i næsta húsi viö Unu suður I
Garði, og milli þeirra var náin
vinátta. Hún fylgdist með liðan
drengsins, bað Unu fyrir hann og
ráðlagöi mér að tala við hana. Ég
kunni í fyrstunni ekki viö að ráð-
ast þannig að bláókunnugri konu
meö mln vandamál og talsverður
timi leið þar til ég kom mér að
þvi. Þegar ekki leyndi sér lengur,
að hjúkrunarliðiö taldi vonaust,
aödrengurinn lifði af, þá var þaö,
að ég hringdi I fyrsta en ekki slð-
asta sinn i nr. 7084 i Geröum. Ég
þurfti ekki einu sinni að segja til
nafns, heldur var mér tekið sem
gömlum vini:
„Komdu sæl og blessuð, væna
min. Ég vissi, að þú myndir
hringjanúnaogbeið viðsimann”.
Siðan fullvissaði hún mig um,
að drengurinn ætti langt lif fyrir
höndum.
„Aftur á móti er maðurinn vií
hliðina á honum feigur, en hann
deyr þó ekki alveg strax”.
Maðurinn dó tveim mánuðum
seinna. Er skemmst af að segja,
að þótt drengurinn ætti langt i
land að ná heilsu og lengi eftir
þetta þætti flestum vægast sagt
tvisýnt um lif hans, tókst Unu si-
fellt að halda viö bjartsýni minni,
og við vorum orðnar perluvinkon-
ur áður en við sáumst 1 fyrsta
skipti. Það var þegar hún heim-
sóttibann ásjúkrahúsið. Þástrax
vann hún hug og hjarta okkar
mæðginanna beggja.
Núna er Hjörtur Bergþór orð-
inn 23jaáraogá þriggja áradótt-
ur, sem heitir Una Björg, eina af
þeim 17 stúlkum, sem skirðar
voru i höfuðið á henni Unu.
Ekki veit ég nema hann eigi
Unu lif að launa, a.m.k. held ég,
að það sé erfiðara að afsanna það
en sanna. Svo mikiö er vist, að
milli okkar hnýttust þau bönd,
sem ekki slitna. Siöan hafði ég þá
einstaklega þægilegu tilfinningu
aðeiga tvær mæður hvoraannarri
betri og átti þvi láni aö fagna, aö
Una skipaði mér að einhverju
leyti i auttsæti fósturdóttur sinn-
ar, Stefaniu, sem hún hafði misst
unga, 27 ára að aldri.
Við bjuggum sin i hvorum
landsfjórðungi, og þvi var oft allt
of langt milli funda okkar. Á með-
an Una haföi sæmilega heilsu
dvaldi hún stundum hjá okkur i
Fljótstungu og varð okkur öllum
jafn kær. Þær stundir, sem við
áttum með henni, veröa okkur
alltaf ógleymanlegar og dýrmæt-
ar. Við gerðum ótaldar misjafn-
lega vel heppnaðar tilraunir til að
leysalifsgátuna, og skoðanir okk-
ar fóru saman i flestum efnum.
Una var vitur kona með af-
brigðum, og að sjálfsögðu var það
hún, sem bar gott fram úr góðum
sjóði, miðlaði af mannkærleika
sinum, lifsreynslu og siðast en
ekki sist af sinum alkunnu hæfi-
leikum, sem lesa má um i bók-
inni Völvu Suðurnesja.
Una var óvenju skemmtileg
kona, gædd rikri kimnigáfu en
fingerðri. Jafnvel þegar við kom-
um til hennar i siðasta sinn, var
hún með gamanyrði á vörum,
þótt hún ætti orðiö erfitt um mál
og mjög væri af henni dregiö,
endaáttihún aöeins fáa daga ólif-
aða.
Þá eins og endranær fórum við
rikari og kannski ögn betri af
hennar fundi en við höfðum áöur
verið. Hún var lifandi dæmi um
gildi góðleikans.
Oft hafði hún sagt við mig:
„Þegar þú fréttir að hún Una þin
sédáin, máttu ekki verða hrygg,
heldur skaltu hugsa: Nú liöur
Unu minni vel”.
Núna er ég að reyna aö breyta
eftir þessu. Hið fyrra er hægara
sagt en gert. Hiö siðara efast ég
ekki um og hlakka til að hitta
hana aftur, þegar þar aö kemur.
Ingibjörg Bergþórsdóttir