Þjóðviljinn - 17.10.1978, Page 16

Þjóðviljinn - 17.10.1978, Page 16
1 DWÐVIUINN Þriöjudagur 17. október 1978 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9—21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9—12 og 5—7 á laugardögum. Utan þessa tima er hægt að ná i þlaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. Skipholti 19, R. I BUÐIN simi 29800, (5 HnurP—f Verslið í sérverslun með litasjónvörp og hljómtœki Heildarfiskaflinn janúar-september ívið meiri en á sama tíma í fyrra Heildarfiskaflinn, mánuðina janúartil septemberloka i ár, er heldur meiri en hann var á sama tima i fyrra. Aflinn þessa mánuði i fyrra varð 1.136.151 lest^ en i ár er hann 1.177.189 lestir (bráðabirgðatölur). Botnfiskaflinn i fyrra varð 26.769 lestir, en er i ár 26.905 lestir. Bátaaflinn i fyrra varö 9.438 lestir en i ár 8.210 lestir. Og togaraaflinn i fyrra varð 17.331 lest en i ár 18.695. Loðnuaflinn I fyrra varð 695.877 lestir en i ár 710.119 lestir. Mestu munar að i fyrra varð kolmunnaaflinn aðeins 9.455 lestir en i ár 24.526 lestir. Sílda raflinn er hinsvegar minni i ár en i fyrra, en þá var hann 4.448 lestir en nú 2.686 lestir. —S.dór. Ibúasamtök Þing- holtanna stofnuð A laugardaginn voru stofnuð I Miðbæjarskólanum i Reykjavik ibúasamtök Þingholtanna og eru markmið samtakanna að skapa manneskjulegt umhverfi I Þing- holtshverfi og standa vörð um menningarleg verðmæti hverfis- ins. Hverfið takmarkast af Skóla- vörðustig, Bankastræti, Lækjar- götu, Sóleyjargötu og Njarðar- götu. Um 40 manns sóttu stofn- fundinn og skipuðu sér niður i starfshópa um ýmis málefni en stjórnarkjör biður aðalfundar sem haldinn verður innan mánaðar. Markmiði sinu hyggjast sam- tökin ná með verndun húsa i hverfinu sem hafa menningarlegt og/eða sögulegt gildi, sköpun lif- vænlegs umhverfis fyrir börn með leiksvæðum og annari aðstöðu til útivistar, aðhæfa umferð bila að þörfum þeirra sem i hverfinu búa, dreifingu upplýsinga og fræðsluefnis um sögu og náttúru hverfisins, sögu einstakra húsa og ibúa o.s.frv., uppbyggingu félagsmiðstöðvar sem stuðlað gæti að félagslegum samskiptum fólks á öllum aldri, stuðla að þvi að þjónusta i hverf- inu taki mið að þörfum ibúanna t.d. er varðar skóla og dagvistun, draga úr skaðlegum umhverfis- áhrifum svo sem efna- og hávaða- mengun, fylgjast með og taka þátt i skipulagi hverfisins og beita áhrifum til að koma fram umræddum markmiðum, reyna að koma i veg fyrir að félög eða einstaklingar valdi skemmdum á umhverfi með óæskilegu niðurrifi eða uppbyggingu og stuðla að þvi að húsum i hverfinu verði vel við haldið. Sigurður Harðarson formaður skipulagsnefndar Reykjavikur- ' borgar sótti fundinn og fagnaði stofnun félagsins. Hann sagði að gagnasöfnun væri nú i fullum gangi varðandi nýtt deiliskipulag þessa hverfis og hét fullri sam- vinnu við ibúana varðandi mótun þess. _______ —GFr Miklar hafnar- fram- kvæmdir á Patreks- firdi A Patreksfirði standa nú yfir miklar hafnarframkvæmdir Unnið er að dýpkun við innsta hluta viðlegukantsins. Þá er hafin vinna við að breikka inn- siglinguna. Verður hún breikkuö um 17 metra, eða úr 23 metrum I 40 metra. Innsiglingarennan hafði mjókkað vegna sandburðar og hruns úr Oddanum og var hún oröin mjög erfið umferðar um fjöru. Grjótvarnargarður verður nú settur innan á Oddann þegar breikkun og dýpkun er lokið. Verkið er unnið með krana frá Vita- og bafnamálastjórn. Verður mokað upp tæplega 30.000 rúm- metrum, og mun það kosta um 80 miljónir króna. —eös LOÐNUVEIÐIN: Heildar- aflinn kominn í 300 þús. tonn Mjög góð loönuveiöi hefur verið siðustu daga og er heildaraflinn kominn i 300 þúsund tonn, sem er um 40 þúsund tonnum meira en var á allri sumar- og haustloðnu- vertiöinni í fyrra. S.l. föstudag komu 19 skip með 10.600 lestir, á laugardag 13 skip með 8.400 lestir, á sunnudag 7 skip með 4.200 iestir og siðdegis i gær höfðu 5 skip komið að með 2.700 lestir. Aflanum er landað viðsvegar um Norður- og Austurlandshafn- ir, allt til Reyðarfjarðar. Skipin eru um það bil 3 sólarhringa i veiðiferð. —S.dór. Tvær nýjar ferðaskrif- stofur í uppsiglíngu Fyrrverandi forstjóri Ferðamiðstöðv- arinnar sækir um ferðaskrifstofuleyfi Að sögn Brynjólfs Ingólfssonar, ráðuneytisstjóra I samgöngu- málaráðuneytinu, liggja þar nú tvær umsóknir um rekstur á nýjum ferðaskrifstofum. önnur umsóknin er frá Páli Jónssyni i Pólaris, en hin frá Friðjóni Sæ- mundssyni, sem var forstjóri Ferðamiðstöðvarinnar þar til á sl. sumri. Þjóðviljinn hefur fregnað að með Friðjóni í stofnun nýrrar ferðaskrifstofu verði fleira fyrrverandi starfsfólk Ferðamiðstöðvarinnar. Brynjólfur Ingólfsson sagði, að til þessa hefði sú trygging, sem leggja verður fram við stofnun ferðaskrifstofu, verið 7 milj. kr. en nú stæði til að hækka það tryggingarfé uppi 15 milj. kr. og sagði Brynjólfur að beöið yrði með að veita þessum tveimur umsækjendum leyfi, þar til þessi hækkun er komin til fram- kvæmda. Þrátt fyrir, að ein af ferðaskrif- stofum landsins sé nú auglýst til gjaldþrotaskipta i Lögbirtingar- blaðinu, virðast menn óhræddir við að stofna nýjar ferðaskrifstof- ur, þvi að þeim Kjartani Helga- syni og Böðvari Valgeirssyni var veitt ferðaskrifstofuleyfi fyrr á þessu ári og eru þeir báöir þegar byrjaðir sina starfsemi og virðist ganga vel. —S.dór. Lítil hreyfing í kennara- deilunni Fjármálaráðuneytið heldur fundi með forustumönnum grunnskólakennara Enn hefur ekkert gerst i kjaradeilu Sambands grunn- skólakennara við rikis- valdið. I gær voru forsvars- menn kennara boðaðir á fund með fulltrúum fjár- málaráðuney tisins. A fundinum var skipst á skoðunum og hefur annar slikur fundur verið boðaður i dag. Kjaranefnd hefur ekki haldið fund um máiið enn. Nefndin ætlaði að koma saman fyrir viku, en fund- inum hefur verið frestað hvað eftir annað. —eös Ferðamið- stöðin ekki gjaldþrota Stjórn Feröamiðstöðvar- innar h/f, hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem segir að gjaldþrotaúr- skurður gegn fyrirtækinu hafi verið upp kveðinn ,,af vangá”. Stjórnin kveðst geta sýnt fram á að fyrirtækið eigi fyrir skuldum og óskar eftir heimild til áfram- haldandi reksturs. Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins boðar til fundar um utanríkismál Áhersluþættir í næstu íi framtíð I viötali við Þjóðviljann I gær sagði Ólafur Ragnar Grlmsson, formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins, að fram- kvæmdastjórn heföi í septem- bermánuði ákveðið að boða til fundar um utanrikismá! þar sem félögum í Alþýðubandalag- inu yrði gefinn kostur á að ræöa baráttuverkefni flokksins á þessu sviði i næstu framtið. Með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa i islenskum stjórnmálum og margvislegra nýrra möguleika til þess að koma stefnumálum Alþýðu- bandalagsins á þessu sviði á framfæriog einnig með tilliti til þess að i hönd fer vetrarstarf Samtaka herstöðvaandstæðinga er boðað til fundar um utan- rikismálin á miðvikudagskvöld kl. 20:30 i Lindarbæ. Á fundinum verða flutt fjögur stutt inngangsávörp. Svava Jakobsdóttir alþingismaður fjallarum baráttuna fyrirbrott- för hersins og aðra mikilvæga þætti i utanrikismálastefnu Alþýðubandalagsins. Stefán Jónsson alþingismaöur fjallar um hugmyndir um friölýsingu Norður-Atlantshafsins. Tryggvi Þór Aöalsteinsson formaður Sveinafélags húsgagnasmiða fjallar um baráttu verkalýðs- Asmundur Stefán Svava Tryggvi Þór hreyfingarinnar fyrir brottför hersins. Loks flytur Asmundur Asmundsson formaður Sam- taka herstöðvaandstæðinga spjall um starfsemi samtak- anna. Ölafur Ragnar sagði að þessi fundur væri sá fyrsti sem fram- kvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins hygðist beita sér fyrir þar sem utanrikismálin yrðu tekin til meöferðar og væri mikilvægt að sem flest Alþýðu- bandalagsfólk notaði þennan vettvang til þátttöku i umræð- um um þau. Að loknum inngangsávörpum verða almennar umræður. At- hygli skal vakin á þvi að lands- fundur Samtaka herstöðvaand- stæðinga er um næstu helgi og veitir þvi fundurinn á miðviku- dagskvöldið tækifæri til þess að fjalla um umræðuefni lands- fundarins. -ekh Flokksstarf og harátta Samtaka herstöðvaandstœðinga meðal umrœðu- j efna. Fundurinn er opinn öllu Alþýðubandalagsfólki j

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.