Þjóðviljinn - 21.10.1978, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. október 1978
þlOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Ltgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Kramkvæmdastjóri: EiBur Bergmann
Kitstjorar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson.
Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson
BlaBamenn: ÁlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig-
urBardóttir, GuBjón FriBriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur
Margeirsson. Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþrótta-
fréttamaöur: Asmundur Sverrir Pálsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Eögnvaldsson.
C'tlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson. Sævar GuBbjörnsson.
Handrita- og prófarkalestur, Blaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir,
Elias Mar, óskar Albertsson.
SafnvörBur: Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Rúnar Skarphéöinsson, SigriBur Hanna Sigúrbjörnsdóttir
Skrifstofa: GuBrún GúBvarBardóttir, Jón Asgeir SigurBsson.
AfgreiBsla: GuBmundur Steinsson. Kristin Pétursdóttir.
Slmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, SigrlBur Kristjánsdóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: SIBumúla 6.
Reykjavik, slmi 81333
Prentun: Blaöaprent h.f.
Norrœna húsiö
Norræna húsið hefur starfað í tíu ár. Það er sjálfgert
að nota tilef nið til að ítreka þakkir við alla þá sem f undu
upp á því snjallræði að reisa slíka menningarmiðstöð hér
i Reykjavík. Húsið hefur beint hingað miklum fjölda
ágætra gesta úr hinum ýmsu greinum lista og fræða,og
stjórnendur hússins hafa borið gæf u til að skapa í kring-
um það andrúmsloft sem ræðst af víðsýni um leið og
menn eru örvaðir til nýrrar forvitni og umræðu.
Á afmælinu munu margir Ijúka upp munni um að án
Norræna hússins væri Reykjavík sýnu fátæklegri borg
og leiðinlegri, og það er ekki nema satt og rétt. Um leið
er eðlilegt að nota tækifærið til að minna á norrænt
menningarsamstarf, sem fram fer eftir ótal leiðum, svo
mörgum, aðtil eru þeir sem hrista höf uð sitt og telja, að
íslendingar séu að lokast inni á of litlu og þröngu
menningarsvæði. Þessar áhyggjur, sem sumar eru
fyrirsláttur manna sem hatast við Skandinava af
pólitískum ástæðum, eru reyndar alveg óþarfar. Vita-
skuld er það brýn nauðsyn að íslendingar hafi augun
galopin í menningarmálum og sjái til allra átta. En stað-
reyndin er hinsvegar sú, að við höfum lengi búið við
mjög sterk og einhliða áhrif engilsaxneskra f jölmiðla og
enskrar tungu. Menningarsamband við Norðurlönd, bók-
menntir og kvikmyndir þeirra landa, kennsla í tungum
Norðurlanda, — þetta er það eina sem getur í raun orðið
okkur veigamikið mótvægi gegn ensk-bandarískum
vitundariðnaði. Þau tengsli ein geta komið í veg f yrir að
enska verði í vitund uppvaxandi kynslóðar eina erlenda
tungumálið, þau tengsli eru helsta lifandi áminningin
um að í heiminum er margra kosta völ. Um leið eru
tengslin við Norðurlönd að sjálfsögðu þau eðlilegustu
sem Islendingar eiga völ á, vegna sögulegrar fortíðar og
vegna skyldleika þeirra viðfangsefna sem Norðurlanda-
þjóðir glíma við í samtímanum.
Landsfundur her-
'stöðvaandstœðinga
í dag hefst í Reykjavik Landsfundur Samtaka her-
stöðvaandstæðinga. Landsf undurinn mun vafalaust
skipta miklu máli um f ramtíð samtakanna, því þar verð-
ur bæði f jallað um hugmyndir sem f ram hafa komið um
breytta skilgreiningu á verkefnum herstöðvaandstæð-
inga og svo um leiðir til að vekja nýja athygli á málstað
þeirra, fjölga þeim að miklum mun sem gera í fullri
alvöru upp við sig röksemdir gegn herstöðvastefnunni.
Það er Ijóst að Samtökum herstöðvaandstæðinga er
ærinn vandi á höndum. Þar með er ekki átt við ágreining
um málefnaskrá eða starfsaðferðir, né heldur er átt við
málflutning hinna ótvíræðu herstöðvasinna, sem vilja
hafa hér bandarískan her vegna pólitískrar sann-
færingar sinnar eða einhvers hagnaðar af hermangi.
Langsamlega erf iðast er að vinna bug á því sem kalla
mætti hina duldu aronsku. Þar er átt við það fólk, sem
aldrei mundi kannast við það að vilja hafa hér her, eða
vilja taka af honum leigugjöld. En hugsar sem svo, að úr
því herinn er hér á annað borð, þá gæti vera hans gefið
okkur ávísun á bandaríska fyrirgreiðslu hvenær sem
einhver slys koma fyrir einhæft íslenskt atvinnulíf. Með
öðrum orðum: við það hernám hugarfarsins sem hefur
breitt úr sér hægt og bítandi, hefur sjálfstraust stórs
hluta þjóðarinnar smám saman rýrnað. Og þetta fólk
hefur einhverstaðar niðri í vitund sinni gert sér banda-
ríska herinn að einskonar varafiskistofni, sem grípa
mætti til ef að loðna bregst ásamt síld og þorski. Þetta er
sú þróun sem einna hættulegust hefur orðið íslensku
sjálfstæði, svo hættuleg, að jafnvel mætir menn eru
farnir að tala hálfvegis í þeim eymdartón sem algengur
var nálægt aldamótum meðal þeirra (slendinga sem
1öldu það alltof áhættusamt og dýrt að segja skilið við
Dani. Gegn þessari þróun þurfa herstöðvaandstæðingar
aðbeina orku sinni og hugviti sem mest þeir mega. —ób
Fótbolti og
vinstrimennska
íslendingar eru yfirleitt ekki
sérlega duglegir viB aö glima
viö hinar fræöilegu hliöar
málanna. Til dæmis dettur okk-
ur hér um bil aldrei i hug aö
setja iþróttamál i pólitiskt
samhengi, nema hvaö þaö er
almenn lenska hjá vinstrafólki
aö lýsa andúö á stjörnuiþróttum
og keppni. en stuöningi viö
almenningsfþróttir, og er ekki
nema gott um þaö aö segja svo
langt sem þaö nær.
Víöa annarsstaöar fer fram
hörö umræöa um félagslegar og
pólitiskar hliöar vinsælustu
iþróttagreina, til dæmis fótbolt-
ans. Blaö SF i Danmörku,
Socialistisk Dagblad, birti til
dæmis langa grein um „knatt-
spyrnu og verkalýösmenningu”
i sarnbandi viö landsleik milli
Danmerkur og Englands.
Höfundur greinarinnar haföi
bersýnilega sett sér þaö mark-
miö aö kveöa niöur ýmislegt af
þvi sem hann reiknar vinstri-
sinnum til fordóma i garö knatt-
spyrnunnar. Hann leggur til
dæmis mikla áherslu á þaö aö
fótbolti hafi alltaf skipt mjög
miklu máli i breskri verka-
mannamenningu, og þar eö
félögin hafa lengstaf veriö tengd
ákveönum borgum og hverfum,
hafi fótboltinn haft mikla
þýöingu i þvi aö bræöa saman
samheldni fólks, fá menn til aö
skynjasigsem ,,viö”andspænis
„þeim”. En hann neitar þvi
ekki, aö meö atvinnumennsk-
unni og flakki leikmanna á milli
liöa, hafi mjög dregiö úr þvi lif-
andi sambandi sem áöur var
milli félags, leikmanna og
áhorfenda.
Gegn fordómum
um sport
Greinarhöfundur telur þaö
einnig ýmsum vinstrisinnum til
fordóma, aö þeir hengi meö
einstrengingslegum hætti hatt
sinn á stjörnudýrkun knatt-
spyrnunnar og svo á þaö, aö þaö
geri áhorfendur óvirka aö sitja
og glápa á fótbolta. Hann segir
aö féiagslegt inntak knattspyrn-
unnar nái langt út fyrir
svonefnda stjörnudýrkun. Hann
heldur þvi og fram, aö þaö sé
einkennandi fyrir áhorfendur
knattspyrnuleikja, aö þeir séu
menn sem eru eöa hafi veriö
mjög virkir sjálfir, þetta eru
menn sem eru komnir til aö sjá
þaö, sem þeir sjálfir leika sér
aö, á nýju þróunarstigi. Þeir eru
og mjög vel aö sér sem
áhorfendur og fylgjast meö af
lifi og sál — „fótboltinn hefur
fyrir löngu gert aö veruleika þá
þátttöku áhorfandans sem ýms-
ir leikhúshópar láta sig dreyma
um”. segir hann.
Greinarhöfundur segir og, aö
ýmsir sósialistar geri tilveru
sina leiöinlegri en hiin ella væri,
meö þvi aö einblina af þröng-
sýni aöeins á þá þætti félags- og
menningarlifs sem taldir eru
bjóöa upp á jákvæöa möguleika
til aö efla pólitiska vitund — þar
meö belgi þeir sig út meö
fordómum um sportiö sem þeir
telja fyrirfram vera á valdi
andskotans.
Myndasögur
og félagsfrœði
Svarthöföi, Jóhann Hjálmars-
son og fleiri höfundar hafa ööru
hvoru hent gaman aöþvi, aö rót-
■“l
tækir félagsfræöingar hafa gert
úttekt á þeim hugmyndaheimi
og lifsskilningi sem felst á bak
viö ævintýri einfeldningsins
Andrésar Andar.
En reyndar þarf hvorki rót-
tæklinga né heldur félags-
fræöinga til þess aö sjá hvernig
framleiöendur myndasagna
ýmiskonar, sem velta gifurleg-
um upphæöum, spekúlera bæöi
meö útbreidda fordóma I þvi
samfélagi sem höföaö er til og
svo meö ýmsar breytingar á
viöhorfum. Þaö getur I senn
veriö spaugilegt og óhugnanlegt
aö fylgjast meö þvl hvernig þeir
gera hvert þaö fyrirbæri sem
athygli vekur sér aö féþúfu,
banallsera þaö, sjúga úr þvi
allan merg og blóö.
Jafnrétti og
ofurkvendi
Ofurmenni ýmiskonar,
Súpermenn, hafa lengi veriö
vinsælt efni myndasagna. Þeir
hafa áratugum saman klussaö
margskonar illþýöi til andskot-
ans meö yfirnáttúrlegum
kröftum sinum og notiö I staö-
inn aödáunar fallegra og undir-
gefinna vinkvenna sinna. En
siöan koma þeir timar, aö jafn-
réttishreyfing er á allra vörum,
og auövitaö veröur iönaöurinn
aö bregöast viö henni. Hann
gerir þaö meö þvi aö búa til
ofurkvendi, skjaldmeyjar sem
fljúga um loftin blá og sjá i
gegnum holt og hæðir, og slá
hvern karlfausk i klessu af mik-
illi gleöi. Meö þessum brjósta-
miklu skvisum er i senn
brugöist viö hugmyndum jafn-
réttisbaráttunnar og þær af-
skræmdar og teygöar á allan
hátt: i myndasögunum um
medusu, Rauöu Sonju, Shanna
og fleiri heldur grimmri valda-
streitu milli kynjanna meö
sadistískum undirtónum áfram
af fullum krafti— munurinn er
aöeins sá aö nú hefur veriö skipt
um formerki. Súperman er
kominn meö útlinur Raquel
Welch.
— áb.