Þjóðviljinn - 03.11.1978, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 03.11.1978, Qupperneq 1
MOWIUINN Föstudagur 3. nóvember 1978 — 242. tbl. 43. árg, Gr< a í leiklistinni Alþyðuleikhúsift hefur nú hreiðrað um sig i Lindarbæ i Reykjavlk og hyggst æfa og sýna þar og annars staðar sex verkefni, þar af þr jú barnaleik- rit, í vetur. Nánar er sagt frá verkefnum sunnandeildar Alþyðuleikhússins og nýstárleg- um starfaögerðum þess f bak- síðufrétt. Myndin var tekin & fundi Alþyðuleikhússfólks með fulltrúum fjölmiðla I gær. Ljósm. Leifur I Bifröst hf. kaupir skip frá Noregi Afkoma skipafélagsins hefur verið góð á þessu ári Skipafélagið Bifröst er nú að ganga frá samning- um um kaup á u.þ.b. 1500 tonna skipi, sem keypt verður frá Noregi. Finn- bogi Gíslason forstjóri Bif- rastar sagði í gær, að ekki væri enn búið að ganga frá neinum samningum um skipakaupin, en Ifklega yrði það gert mjög bráð- lega. Finnbogi sagði að afkoma skipafélagsins heföi verið nokkuö góð á þessu ári. „Við höfum haft mikið að flytja og þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur siðan við byrjuðum að sigla hér heima,” sagöi hann. I nýjasta tbl. „Frjálsrar versl- unar” segir aö brúttótekjur Bif- rastar á fyrra árshelmingi hafi numið tæpum hálfum miljarði á móti tæplega 300 miljón króna gjöldum. Bifröst leigði samnefnt skip til að byrja með og var skipið þá fyrst i flutningum á Miðjarðar- hafi og síðan i bilaflutningum á Norðursjó. Um siðustu áramót hóf skipið siglingar á vegum skipafélagsins sjálfs og hefur siðan eingöngu verið i Amerfku- ferðum. - eös. 2006 ellilífeyrisþegar greiða eignar- skattsaukann t urnræðum i borgarstjórn Reykjavikur i gær kom fram i máli Kristjáns Benediktssonar, borgarfulltrúa að af þeim skatt- aðilum, sem greiða eignarskatts- auka, skv. bráðabirgðalögum rik- isstjórnarinnar eru 2006 ellilffeyr- isþegar. X546 þessara ellilifeyris- þega greiða ekki aðra skatta, — hvorki útsvar né tekjuskatt, en 460 greiöa aðra skatta meö eign- arskattinum. A fundinum var samþykkt með 15 atkvæðum svofelld tillaga frá borgarfulltrúum Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks: „Borgarstjórn beinir þvi til Al- þingis og rikisstjórnar, að viö meðferð Alþingis á bráðabirgða- lögum rikisstjórnarinnar, sem fjalla um tekjuskatts- og eignar- skattsauka veröi þeim breytt á þann veg, að elli- og örorkulif- eyrisþegum, sem njóta afsláttar fasteignaskatta verði ekki gert að greiða eignarskattsauka. Jafnframt telur borgarstjórn að réttmætt sé að hækka verulega i krónutölu þær eignir elli- og örorkulifeyrisþega, sem undan- þegnar séu eignarskatti.” Tillaga þessi, sem Kristján Benediktsson mælti fyrir var flutt sem breytingartillaga við fyrri hluta tillögu um sama efni frá borgarfulltrúum Sjálfstæðs- flokksins, en siðari liðnum sem fjallaði um að skattaukunum skyldi breytt I skyldusparnað, sbr. tillögu Alberts Guömunds- sonar á Alþingi, var visað frá með 8 atkvæðum gegn 7. — AI, Lax fyrir einn og hálfan miljarð t umræðum á Alþingi i gær um þingsályktunartillögu Arna Gunnarssonar og fleiri um að lagt verði sérstakt gjald á veiöileyfi útlendinga I íslenskum laxveiöiám, kom fram að velta fjármagns I laxveiöum á tslandi mun vera um 1,5 miljaröur króna. Hlutur útlendinga I þessu er stór eöa um 700 miljónir kr. Þá kom fram i ræðu Arna, að á þessu ári hafa verið gerð gjaldeyrisskil vegna sölu á veiöileyfum til útlendinga fyrir kr. 256.3 miljónum og virðast þvi út- lendir veiðimenn eyða tölu- verðu fé i annaö en leyfin. Þaö kom fram i máli Arna að litið eða ekkert eftirlit er með gjaldeyrisskilum eða gróða þeirra útlendinga sem hér leigja veiðiár og selja veiöileyfi. sgt. Hvað gerðfst? Björgunarbátar úr sjóher Bandaríkj- anna hafa fundist fyrir Suðurlandi Klukkan 6 i gærmorg- un fannst 6. gúmmibát- urinn 2,3 sjómilur austur af Bjarnarey sem merktur er sjóher Bandarikjanna en hinir 5 hafa að undanförnu fundist fyrir allri suður- ströndinni. Þessir bátar eru engin smásmiði þvi að þeir eru 25 manna fley og mjög öflugir. Sumir þeirra hafa verið all- velktir en aðrir ekki. Hannes Haf- stein framkvæmdastjóri Slysa- varnarfélagsins sagði i samtali viö Þjóðviljann I gær að hann hefði sent fyrirspurn til Banda- rikjahers ensvariö væri ekki enn komið. Hann heföi spurt hváðan bátarnir væru, hvað hefði skeð, hvenær og hvar. Hannes sagðist sjálfur ekki geta Imyndaö sér hvernig stæði á þessu, hvort skip heföi farist eða misst þessa báta út. Það var Sigurbára frá Vest- mannaeyjum sem fann 6. bátinn i gær. -GFr Dollarinn og krónan hœkka — Sjá siðu 6. Deilt um atkvæðisrétt listamanna í stjóm Kjarvalsstaða: Fékk vini sína til að lýsa yfir banni! sagði Sjöfn Sigurbjömsdóttir um Guðrunu Helgadóttur í borgarst jóm Snarpar umræður urðu um Kjarvalsstaðadeiluna utan dagskrár á fundi borgarstjórnar í gær. Þar kom fram að samkomu- lag er um öll atriði í reglu- gerðardrögum um stjórn Kjarvalsstaða nema hvað varðar það atriði hvort listamenn eigi að hafa at- kvæðisrétt eða aðeins sitja í stjórninni með málfrelsi og tillögurétt. I umræöunni sagöi Guðrún Helgadóttir að Alþýðubandalagið ætlaði sér ekki I strið við lista- menn. Borgin þyrfti á þeim að halda i sambandi viö rekstur Kjarvalsstaða og þvi væri sjálf- sagt að þeir heföu atkvæðisrétt um listræn málefni þar, þótt þeir ættu ekkert i steinstéypunni. Guðrún sagði það hafa verið óþarfa og raunar ótækt að fresta afgreiðslu málsins því afstaða formanns hússtjórnar hefði legiö 1 jós fyrir og verið ósveigjanleg, og þvi mjög brýnt að afgreiða málið I borgarráði og borgar- stjórn, enda umsóknarfrestur um stöðu listfræöings við húsið útrunninn. Guðrún taldi aö Kjarvalsstaða- málið væri komið I hnút vegna striðni Daviðs Oddssonar og óbil- girni Sjafnar Sigurbjörnsdóttur, og málið yrði aö leysa á öörum vettvangi en i núverandi hús- stjórn. Hún kvaöst hafa orðið að þola ýmiskonar undarlegheit i samskiptum við pólitiskan samstarfsaöila sinn Sjöfn Sigur- Sjöfn: Fljótfærni Guð- rúnar Guðrún: Striðni Daviðs og óbilgirni Sjafnar. Albert: Óþarfi að dekstra listamenn. björnsdóttur i stjórn hússins, en fundargerðir léti hún ekki fela fyrir sér og tefja mál meö þeim hætti og hreinum ósannindum. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir hóf þessa umræðu I borgarstjórn og taldi rétt að halda áfram viðræöum við listamenn eins og ekkert heföi i skorist og rétt hefði veriö að fresta málinu meðan leitað væri frekara samráðs. Hún sagöi aö fljótfærni Guörúnar Helgadóttur ylli þvi hvernig komiö væri, og það væri fávislegt af Guðrúnu að hafa fengið vini sina IBIL og FIM til þess ab lýsa Kjarvalsstaði i bann. Albert Guðmundsson taldi óþarfa að vera að dekstra lista- menn til samkomulags. Þeir ættu sér hús og vildu þeir ekki nýta aöstöðuna á Kjarvalsstöðum mætti brúka hana til annarra hluta eins og t.d. ráðstefnuhalds. Davið Oddsson talaði einnig og harmaði bann listamanna á Kjar- valsstaði og taldi þaö bæði óeðli- legt og ótimabært. —Al/ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.