Þjóðviljinn - 25.11.1978, Page 13
Laugardagur 25. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Margrét og Bessi i hlutverkum slnum.
Á sama tíma að ári:
100. sýningin
annað kvöld
A sunnudagskvöldið verður
hundraðasta sýning á bandariska
gamanleiknum A SAMA TIMA
AÐ ARI, sem nii er sýnt á Stóra
sviði Þjóðleikhússins. Þessi vin-
sæli leikur Bandarikjamannsins
Bernard Slade var frumsýndur á
Húsavik i vor og sýndur i leikför
um land allt til loka leikárs. 1
haust var verkiðsvo tekiö tilsýn-
inga I Þjóöleikhúsinu. Þau Bessi
Bjarnason og Margrét Guö-
mundsdóttir hafa vakiö mikla
kátinu áhorfenda meö túlkun
sinni á þeim George og Doris,
parinu, sem hittisteina helgi á ári
til aö losna undan fjölskyldu-
áhyggjum og erlinum heimafyrir.
Það er Gislr Alfreðsson, sem er
leikstjóri sýningarinnar en
leikmyndina gerði Birgir
Engilberts.
"Þéss má geta, aö aðeins tvö
leikrit Þjóðleikhússins hafa náð
svo miklum sýningafjölda i einni
lotu: gamanleikurinn Tópas, sem
sýndur var alls 102 sinnum árin
1953 og ’54 og svo INÚK, sem hef-
ur verið sýndur hátt á þriðja
hundrað sinnum.
Thomsens hús á Skipaskaga um aldamót. Ljósm. Magnús Ólafsson.
Akranes gamla tímans
Merkileg myndasýning á Akranesi
A morgun verður opnuð sérstæö
sýning I Bókhlöðunni á Akranesi,
að þvi er blaðið Umbrot skýrir
frá. Nefnist sýningin Akranes
gamla timans. Sýndar verða ljós-
myndir, teikningar, kort og
skyggnimyndir með texta- og
talskýringum.
Um 300 myndir munu verða á
Hlaupvídd sex
í Hlégarði og
Selfossi
Skagaleikflokkurinn á
Akranesi hefur nú undanfar-
ið sýnt Hlaupvidd sex eftir
Sigurð Pálsson i heimabæ
sinum.
Nú um helgina ætlar
hópurinn i leikferð i
Mosfellssveit og austur fyrir
fjall. Sýnt veröur að
Hlégarði kl. 5 I dag, laugar-
dag, en I Selfossbiói kl. 3 á
morgun, 26. nóv.
Aðgöngumiðasala hefst á
sýningarstöðunum tveimur
timum fyrir sýningar.
sýmngunni og eru pær flestar frá
árabilinu frá 1890—1940. Elstu
myndirnar á sýningunni eru unn-
ar eftir glerplötum með stækk-
unarvél Magnúsar ólafssonar,
ljósmyndara og hafa fæstar þær
myndir sést opinberlega fyrr.
Flestar eru myndirnar eftir
ljósmyndarana Magnús Ólafsson,
Sæmund Guömundsson, Arna
Böðvarsson og áhugaljósmyndar-
ann Harald Böðvarsson.
Helstu myndaseriur sýningar-
innar eru um afstöðu húsa,
einstakar húsamyndir, þjóölíf,
mannamyndir og loftljósmyndir,
auk uppdrátta, teikninga o.fl.
Kynntir veröa ljósmyndarar sýn-
ingarinnar, klukkutima dagskrá
verður spiluö um Akranes gamla
timans o.fl. Sýningin verður opin
lallan desembermánuö og eru
Imyndirnar til sölu.
Sérstök kynningardagskrá
veröur fyrir skóla bæjarins og
jafnvel aðra skipulagða hópa.
Fullorðnir greiða aögangseyri en
sýningin er ókeypis fyrir börn.
Þorsteinn Jónsson hefur annast
skipulag sýningarinnar, en ýmsir
einstaklingar og stofnanir hafa
lagt hönd á plóginn við undirbún-
ing hennar. —mhg
Myrkra-
messa í
Menntskælingar I
Kópavogi halda sina árlegu
skammdegishátfð I dag, og
hefst hún kl. 14 I Félags-
heimili Kópavogs.
Hátiðin, sem aðstandendur
nefna myrkramessu er hald
in i tilefni 1. desember ár
hvert. I þetta sinn verður
dagskráin mjög fjöibreytt:
kórsöngur, leiksýning,
samieikur, upplestur ofi.
Hljómsveit sem skipuð er
nemendum skólans mun
leika. Kaffisala verður i
hliðarsal, á vegum 3. bekkj-
ar b. Aðgangseyrir er aðeins
kr. 300.- jh
Nýjasta
mynd
Zanussis
I dag kl. 14 verður sýnd I
Háskólabiói nýjasta kvik-
mynd Pólska ieikstjórans
Krysztof Zanussi, Gormur-
inn (Spiral). Það er pólska
sendiráðið sem gengst fyrir
þessari sýningu i samvinnu
við pólsk-islenska vináttu-
félagið.
Zanussi er einn þekktasti
kvikmyndastjóri Póllands nú
á dögum. Mynd hans
Fjölskyldulif var sýnd hér á
Listahátiö 1978 og vakti
mikla hrifningu. önnur
mynd hans, Dulbúningur, er
á dagskrá Fjalakattarins i
mars n.k. Zanussi kom hing-
að til lands i september s.l.
Kvikmyndir Zanussis
fjalla flestar um vandamál
menntafólks eða
miðstéttarfjölskyldna. Hann
er fæddur i Varsjá árið 1930
og hóf fyrst nám I eðlisfræði
og heimspeki, en sneri sér
siðan aö kvikmyndunum og
lauk prófi i kvikmyndastjórn
árið 1966, við kvikmynda-
skólann i Lodz.
Sýning á nýjustu mynd
þessá merka kvikmynda-
stjóra er tvimælalaust
menningarviðburður, og
ættu kvikmyndaunnendur
ekki að láta sig vanta I
Háskólabió klukkan 2 i dag.
Aðgangur er ókeypis og öll-
um heimill, meðan húsrúm
leyfir. ih.
Blásarakvartett
í Austur-
bæjarbíói
Bandariski blásarakvart-
ettinn Soni Ventorum heldur
tónleika i dag kl. 2.30 i
Austurbæjarbiói, á vegum
Tónlistarfélags Reykja-
vikur.
A efnisskrá eru verk eftir
Rossini, Teiemann, Gagaye,
Stravinsky og Scott Joplin.
Heimsókn Soni Ventorum
hingað til lands er liður f
tónleikaferð þeirra um
Evrópu.
ih
Þj óðdansasýningar
í Þjóöleikhúsinu
Þjóðdansafélag Reykjavikur
sýnir i Þjóðleikhúsinu á morgun,
sunnudag, kl. 15 og á mánudags-
kvöld kl. 20. Sýningin er þriþætt:
söngdansar frá fyrri öldum svip-
mynd frá kaupstaðarballi á 19.
öld og loks veröa sýnd sýnishorn
af þeim dönsum er Sigriður Þ.
Balgeirsdóttir og Minerva Jóns-
dóttir hafa safnaö siðustu tvo
áratugina og eru það dansar sem
komnir eru viðsvegar aö af
landinu.
Um fimmtlu félagar i
Þjóödansafélaginu hafa undan-
farna mánuði unnið að undirbún-
ingi þessara sýninga undir stjórn
próf. Sigriöar Þ. Valgeirsdóttur
og Kolfinnu Sigurvinsdóttur
kennara. Jón G. Asgeirsson hefur
gengiö frá tónlist I fyrsta hluta
sýningarinnar. Hljómeyki sér um
söng við undirleik hljóöfæra-
leikara. jj,
Troels Bendtsen við eina af ljósmyndum sinum.
L j ósmy ndasýning
i Norrœna húsinu
Um þessar mundir stendur yfir
i Norræna húsinu sýning á ljós-
myndum eftir Troels Bendtsen.
Troels sýnir myndir sem hann tók
af kvikmyndun Brekkukotsann-
áls, og einnig fjörumyndir.
Sýningin hefur hlotið mjög góða
dóma gagnrýnenda. Henni lýkur
á þriöjudaginn. Ljósmyndirnar
eru til sölu og kosta óupplfmdar
frá kr. 7000 til 27.000
Troels Bendtsen er Reyk-
vikingur, fæddur 1943. Hann er
kunnur þjóðlagasöngvari, söng og
Ejölskyldu-
kaffi
A morgun, sunnudag, kl, 15
hefur Vestfirðingafélagið i
Reykjavik f jölskyldukaffi i
félagsheimili Bústaöakirkju.
Félagiö býöur sérstaklega Vest-
firðingum 67 ára og eldri, en
væntir þess að yngri
Vestfirðingar komi lika sem flest-
ir ásamt börnum slnum og kaupi
kaffi. Þar verður einnig smá-
basar með góöum og ódýrum
munum.
Félagar og vinir sem vildu gefa
kökur eða muni á basarainn, hafi
samband viö Sigríði Valdemars-
dóttur s. 15413, Asu Arnórsdóttur
s. 34888, Jósiönu Magnúsdóttur s.
74303, Gunnjónu Jónsdóttur s.
25668 eöa viö Félagsheimilið kl.
10—12 I fyrramáliö.
Ef ágóði verður, rennur hann til
Vestfjarða.
lék með Savanna-trlðinu og
Þremur á palli. Viö ljósmyndun
hefur hann fengist i 10 ár.
Sýningin er opin frá kl. 14—22
um helgina, en kl.16—22 virka
daga.
Sigriður
Ellu syngur
íMH
Sigriður Ella Magnúsdótt-
ir og ólafur Vignir Alberts-
•son haida tónleika i sal
Menntaskólans við Hamra-
hllð á morgun, sunnudag kl.
16. A efnisskrá eru sönglög
eftir 8 tónskáld, þ.á m.
Schubert, Verdi, Tsjækofski
og Þórarín Guðmundsson.
Aðgöngumiðar eru til sölu
I Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar.