Þjóðviljinn - 26.11.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 26. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Þau fóru aö sjá Brecht...
Alþýðuleikhús deyr
Sven Wernström: \
LEIKHÚSMORÐID
Þórarinn
Eldjárn þýddi
Iðunn 1978
(Verö: 2.490)
Krakkarnir i 9. bekk fá aö fara i
leikhús til aö sjá Undantekning-
una og regluna eftir Bertolt
Brecht (sem Nemendaleikhúsiö
okkar sýndi i fyrra sællar minn-
ingar) hjá Ltila leikhúsinu i
bænum sinum. Af þvi tilefni
biöur kennarinn I þjóöfélagsfræöi
tvö I bekknum aö vinna verkefni
um Litla leikhúsiö, taka viötöl viö
leikara og aöra, athuga hvernig
fólkiö i þessu ákveöna leikhúsi
vinnur, lesa leikhúsgagnrýni og
gera annaö þaö sem getur gagn-
ast þeim viö verkiö. Krakkarnir
demba sér út I verkefniö meö
vaxandi áhuga, og úr veröur at-
hugun ekki bara á lffi og starfi
Litla leikhússins heldur dauöa
þess lika, hvernig má ofsækja
fólk sem vill grafast fyrir um
meinsemdir þjóöfélagsins og
gera þvi lifiö svo leitt aö þaö gef-
ist upp. Til þess eru m.a. notuö
lesendabréf i Dagblaöinu, reyk-
sprengjur, grjótkast á glugga
æfingahúsnæöis — og ef til vill
ennþá skuggalegri brögö...
Sven Wernström tekur hér á
mjög spennandi verkefni:
hugmyndafræöilegri mótun fólks
i kapitalisku þjóöfélagi og afleiö-
ingum hennar, og honum tekst
skinandi vel upp. Meö þvi aö nota
krakkana og verkefni þeirra læt-
ur hann i raun lesandann vera
uppgötvunina sjálfan, lesandinn
vaknar til vitundar um þetta
félagslega fyrirbæri um leiö og
unglingarnir Tommi og Barbro.
Fólkið í sögunni
Þaö er Tommi sem segir sög-
una, 15 ára strákur, sonur
verkamanns i klæöaverksmiöju
og konu hans sem ekki fær aö
vinna úti af þvi aö bóndi hennar
er of stoltur til þess. Tommi er
hæglátur drengur og fer litiö fyrir
honum, en hann veit sinu viti. Aö
visu lætur hann Barbro oftast
stjórna sér, en Barbro er lika
bæöi hugmyndarik og ákveöin,
framkvæmir hlutina um leiö og
þeir koma henni I hug og er góöur
skipuleggjari. Þaö er freistandi
aö veröa viljalaust verkfæri I
höndum sllkrar stúlku. En verk-
efniö og uppgötvunin gefa
Tomma bæöi hugsun og mál áöur
en lýkur.
Barbro kemur úr annars konar
umhverfi en Tommi: „Hún býr i
stóru og finu einbýlishúsi i
Suöurhæöum. Pabbi hennar er
háttsettur i borgarstjórn. Þau eru
bálrik.” (44) Foreldrar Barbro
„eru næstum alltaf á fundum”
(52) og hún veröur aö sjá um sig
sjálf meira en Tomrai. Þaö ásamt
þjóöfélagsstööu hennar hefur gert
hana ákveöna og röggsama —
auk þess sem náttúran hefur búiö
hana út meö óvenjufrisklegt hug-
myndaflug. Barbro er stelpa sem
á alltof fáa sina lika i barnabók-
um.
Krakkarnir eru bæöi skýrar og
skemmtilegar persónur i sögunni,
en þar er líka ógrynni af öörum
persónum sem lesandi sér og hitt-
ir meö Barbro og Tomma. Sænski
bærinn veröur smám saman ljós-
lifandi meö atvinnulifi sinu og
menningarlifi og andstæöum hóp-
um manna eftir stétt og pólitisk-
um skoöunum. Best kynnumst viö
leikurunum viö Litla leikhúsiö og
viöhorfum þeirra til listar sinnar.
Þeir vilja leika leikrit sem þeir
„meina eitthvaö meö”, sem
koma fólki viö hér og nú, og þeir
hafa engan áhuga á þvi aö skilja
áheyrendur eftir i listrænum
trans heldur hafa þeir umræöur
eftir hverja sýningu. Ekkert á aö
fara framhjá fólki aö þeirra
dómi. Þeir hafna lika stjörnuleik
og yfirráöum eins leikstjóra, þess
i staö vinna þeir allt i hópvinnu.
Andstæð viðhorf
En þessi viöhorf eru fjarri þeim
sem meö völdin fara. „Viö viljum
fyrst og fremst leggja áherslu á
aö leika sigild verk. Grikkina
gömlu, og Moliére og Strind-
berg”, segir leikhússtjóri
Borgarleikhússins i viötali viö
krakkana, þvi „nú á dögum eru
ekki skrifuö nein góö verk fyrir
leikhús.” (48) Barbro minnir
hann á aö Strindberg hafi vakiö
deilur á sinum tima, þá hafi allir
veriö reiöir út i hann þótt svo sé
ekki lengur, og leikhússtjórinn
ansar aö bragöi: „Þarf maöur aö
veröa reiöur þegar maöur fer i
leikhús?” (49) Þaö er nú ekki
kurteislegt.
Þessum andstæöu viöhorfum
lýstur saman i Leikhúsmoröinu.
Atburöarásin er hæfilega hröö
eins og hæfir spennandi leyni-
lögreglusögu meö óvæntum endi,
þótt enginn sé drepinn annar en
leikhúsiö. En ofan á spenninginn
fær lesandi kappnóg aö hugsa um
aö lestri loknum. Þaö veröur eng-
inn unglingur svikinn af þessari
bók. Stór kostur viö hana er lika
hvaö hún er skemmtilega þýdd á
eölilegt áreynslulaust mál sem
hlýtur aö renna eins og sykur-
laust freska niöur I hvern einasta
ungling. Frágangur er meö ágæt-
um en pappirinn mætti vera betri
— þvl þeir sem lesa hana láta sér
ekki nægja eitt skipti.
Rudolf Bahro: var dæmdur i átta
ára fangelsi 1 DDR
ítalskir
kommún-
istar styðja
styðja Bahro
Þessa dagana er haldin i Vest-
ur-Berlin alþjóöleg ráöstefna til
stuönings viö Rudolf Bahro.
Bahro hefur veriö dæmdur I átta
ára fangelsi i þýska alþýöuveld-
inu fyrir þaö sem yfirvöld nefna
njósnir fyrir vestriö. Astæöan er
sú, aö Bahro hefur skrifaö Itar-
lega úttekt á austur-þýsku sam-
félagi, sem siöan hefur veriö gef-
in út á Vesturlöndum.
Um 2000 manns taka þátt I ráö-
stefnunni. Þaö vakti mikinn fögn-
uö fyrsta dag ráöstefnunnar, aö
Italski kommúnistaflokkurinn
hefur ákveöiö aö íeggja liö bar-
áttunni fyrir þvi aö Rudolf Bahro
veröi látinn úr haldi og sendi
fulltrúa sinn á vettvang, ritstjóra
hins pólitiska viku rits flokksins,
Rinascitá.
Hlutverk ráöstefnunnar er
tviþætt: annarsvegar barátta
fyrir frelsun Bahros, hinsvegar
umræöa um ástand og horfur i
löndum Austur-Evrópu.
Silja
Aðalsteinsdóttir
skrifar
um barnabækur
Kjartan lúHusson
Kjartan lúlíusson
W| Reginfjöll að
S' il haustnóttum
Halldór Laxness var hvatamaóur að útgáfu þessarar bókar og ritar
snjallan og skemmtilegan formála, þar sem segir m. a. á þessa leió:
„.. . þessar frásagnir af skemtigaungum Kjartans Júlíussonar um regin-
fjöll á síöhausti geröu mig aö vísum lesara hans. Úr stööum nær bygö-
um velur þessi höfundur söguefni af mönnum sem lenda í skrýtilegum
lífsháskum, tam vegna príls í klettum ellegar þeir eru eltir uppi af mann-
ýgum nautum; stundum stórskemtilegar sögur. Einneigin segir hann
sögur um svipi og ýmiskonar spaugelsi af yfirskilvitlegu tagi. . . þessi
kotbóndi haföi snemma á valdi sínu furöulega Ijósan, hreinan og per-
sónulegan ritstíl, mjög hugþekkan, þar sem gæði túngunnar voru í há-
marki . . .“
Sérstæð bók — sérstæður höfundur, sem leiddur er til sætis
á rithöfundabekk af fremsta rithöfundi íslands.
Bræóraborgarstíg 16 Sími 12923-19156