Þjóðviljinn - 26.11.1978, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN |Sunnudagur 26. nóvember 1978
/
I nánd blekbyttunnar
þar sem öll viska býr
Árni Bergmann
skrifar um
' bókmenntir
Halldór Laxness
Halldór Laxness:
Sjömeistarasagan.
Helgafell 1978.
Þessi miöbók I bálki Halldórs
um bernsku og unglingsár segir
frá vetrinum 1918 — 1919 þegar
upprennandi skáldsagnahöfundur
gefst upp á menntaskólanámi
vegna þess aB óskrifaBar baekur
látahannekkiifriöi.AIlur bálkur
inn er um þessa ósigrandi fýsn til
skrifta, um sigursæla vináttu viö
blekbyttuna „þar sem öll viska
býr”.
Esseyróman hefur höfundur
kosiö aö kalla þennan þriskipta
bálk, skáldsögu i ritgeröarformi,
og hafa af þeirri einkunn sprottiö
ýmislegar vangaveltur um ein-
kenni þessarar tegundar bók-
mennta, um „sögulega ábyrgö”
og fleira gott. Veröur þaö tal
stundum einkar dularfullt. Má
vera aö menn eigi fyrst og fremst
aö hafa I huga hve langt þessi
texti er frá annál, hann þykist
ekki vera hlutlæg heimild, hug-
lægnin ræöur rikjum. I fyrstu bók,
<i túninu heima, er heimi bernsk-
unnar lýst á þann veg aö „aöeins
smáatburöir voru stóratburöir og
öfugt” og svipuö afstaöa til þess
sem gerist er mjög virk og áhrifa-
drjúg I Sjömeistarasögunni.
Framarlega I þeirri bók leggur
höfundur sig fram um aö fara
smáum oröum um stórtlöindi
vetrarins 1918, um þaö sport aö
„skutla fólk I styrjöldum”, um
spánsku veikina sem skáidiö og
vinur hans harka af sér meö
Dekameron sem er „ágæt bók I
drepsóttum”, og um þá skrýtna
uppátekt að „próklamera kvikindi
sem kallaö var fullveldi Is-
lands”. A hinn bóginn eru þaö
stórtlöindi þegar Halldór flytur
þennan vetur af Laugaveginum
og á Vegamótastlg, tveggja
mlnútna gangur er á milli hús-
anna en „Samt var þessi búferla-
flutnlngur minn I sálfræðilegum
og ævisögulegum skilningi ekki
óllkur þvi og þegar menn á Is-
landi núna taka sig upp frá búum
slnum og flytja til Astralíu”. Of-
hvörf I likingum og áherslum eru
notuö til aö breyta viröingarstiga
atburðanna i samræmi viö þarfir
sögumanns. „Fjarlægöir manns-
ævinnar markast þó ekki alténd
af tima og rúmi, heldur þeim
Imyndunum sem maöur vill
varast og þeim hugmyndum sem
maður leitar aö ” 1 þessari máls-
meöferö hittir Halldór Laxness
aftur fyrir æskuverk sln.
„Heiman ég fór” hefst á hug-
leiöingu um þaö hvaö þessi
nýliöna heimsstyrjöld var
ómerkilegur atburður. „En tali
ég um viöburði og ævintýr, þá á
ég viö eitthvaö sem boriö hefur
fyrir sál mlna”, siegir þar einnig
— og þaö sem „hefur komiö fyrir
sál mlna er efni I bók.”
Þessi afstaöa plús áhrifavald
höfundarins veröa síöan til þess
aö þeir menn sem eru nefndir til
sögunnar eru gjörsamlega á valdi
sögumanns. Hann bregöur upp
mannlýsingum sem erfitt veröur
aö áfrýja. Margir veröa sjálfsagt
til aö festa hugann viö þátt Sig-
urðar Einarssonar, herbergis-
félaga Halldórs, slöar skálds
Hamars og sigöar og séra i
Hoiti. Þar verður til undarlega
skemmtileg blanda af vinsemd
og hæöni, um leiö eru opnaöar
leiöir til samanburöar sem ekki
er geröur I textanum sjálfum,
samanburöar á gjöróllkri notkun
veganestis tveggja ungra manna
og gáfaöra. Erlendur i Unuhúsi
kemur viö sögu, en allt frá þvi
Halldór skrifaöi um hann einhver
merkilegustu eftirmæli sem um
er vitað höfum viö veriö grátfegin
hverju oröi sem um þann mann
heyrist. AB þessu sinni er Halldór
á þeim buxum aö vilja færa helgi-
sagnapersónu I hversdagslega
umgjörö: „þaö stappaöi nærri
vonbrigöum hjá mér aö fyrstu
kynni mln af Erlendi voru þau aö
hann var aö reikna út svo au-
viröilegan hlut sem sigurvonir
stjórnmálamanna I kosn-
ingum. Mér fanst I meiralagi
ósmekklegt af Jesú Kristi aö vera
aö skifta sér af þessháttar”. Og
ekki verður orö á blaö fest um
þessa bók án þess aö þakka sér-
staklega fyrir þær siöur sem
segja frá Guöjóni, fööur Halldórs,
og sambandi þeirra feöga, þaö er
ljómandi fallegur texti og ekki
meira um þaö.
Eins og I fyrstu og þriöju bók
geta menn I Sjömeistarasögunni
safnaö sér fróöleiksmolum I bók-
menntasögu. Þar er nytsamur
kapituli um tengsli Halldórs viö
fólk og klukku I Brekkukoti. Þaö
er spaugilegt til þess að vita,
aö þaö skuli hafa veriö Ólafur
Friöriksson sem fyrstur brýndi
þaö fyrir upprennandi rithöfundi
að hann yröi aö botnti I Marx,
Lenln og Trotskl „annars eigiö
þér á hættu að veröa á eftir
tlmanum”. Þetta var reyndar
eftirlætiskenning Kristins E.
Andréssonar Dg Halldór tók slöar
nótls af henni með slnum hætti
En semsagt, þaö var Ólafur sem
ympraöi fyrstur á nauösyn þess
aö átta sig á byltingunni.sá sami
Ólafur sem fyrir pólitlska dutt-
lunga varö síöar „átjánhundruö-
krónaskáld” skv. listamanna-
launum viö hliöina á Halldóri og
þótti báðum lltill fengur aö ná-
býlinu. Þaö er margt griniö. Viö
fáum einnig aö vita, aö saga eftir
löngu gleymt Nóbelsskáld,
Paul Heyse, sem margar kyn-
slóöir menntskælinga voru látnir
brjótast I gegn um fyrir atbeina
Jóns Ófeigssonar, átti eftir aö
endurfæöast I Sölku Völku. Þaö
veröur reyndar ómaksins vert aö
bera saman L’Arrabiata,
Laurellu frá Capri, sem fældist
karlmenn vegna þeirrar
grimmdar sem móöir hennar
haföi sætt og Salvör Valgeröi
Jónsdóttur. Sú skoöun mundi
einnig minna rækilega á þaö aö
óralangur vegur er frá „tilefni”
persónu til bókmenntalegs veru-
leika, aö minnsta kosti hjá þeim
sem á annað borö hafa náö
öruggu taki á blekbyttunni góöu.
A.B.
Vertu eins
og aðrir...
Pétur Gunnarsson:
Ég um mig frá mér
til mln.
Iðunn 1978.
Þessi skáldsaga er framhald af
Punktur punktur. Viö fylgjumst
áfram meö Andra Haraldssyni
sem kominn er I nýtt umhverfi
meö móöur sinni fráskilinni og I
nýjan skóla. Frásögnin er sem
fyrr hröö, og gagnorö en hlutföll
eru nokkuö önnur og áherslur. I
fyrri bókinn gat lesanda fundist
aö ferill drengsins Andra væri
fyrst og fremst einskonar bindi-
efni, ýmis algeng tlöindi af
uppvexti ungs manns héldu utan
um ótal menningarsögulegar
skissur, hóflega viröingarfullar
athugasemdir um kynstur af
malefnum. 1 seinni bókinni er
réttindum Andra sem aöaisögu-
persónu miklu meiri sómi sýndur,
þroskasaga hans er sannkölluö
uppistaöa I söguvefnum.
Verkefni Péturs er um margt
þakklátt og I þeim skilningi
auövelt, aö atburöir og uppákom-
ur velja sig sjálf til sögunnar.
Andri þarf á sögutlmanum aö
kynnast poppi, taka þátt I sjoppu-
mannafélaginu, heyja hina eillfu
styrjöld viö kennara I gaggó, taka
landspróf, fermast, fara I Þórs-
mörk, súpa brennivín — þaö er
eðlilegt aö sögunni getur þá lokiö
þegar Andri hefur I fyrsta sinn
fengiö þaö hjá Stelpu. Þetta þýöir
aö sjálfsögöu ekki aö einstak-
lingseinkenni séu út þurrkuö. En
félagsleg og llffræöileg nauö-
synjamál þess aldursskeiös sem
aöalpersónan er á, gera þaö aö
verkum aö hlutur hins almenna
verður sterkur I heildarmyndinni,
eillföarmálin áleitin. A einum
staö kemur að þvl, aö Andri ætlar
aö fyrirfara sér og hann hugsar
meö sæluhrolli um viöbrögö vina
og vandamanna, um útför slna og
minningargreinar um sig. Hér er
Andri meölimur I stóru félagi
unglinga I bókmenntum sem vilja
hefna sln á þeim fullorönu meö
þvi aö deyja og láta helvltin vola
(Tolstoj hóf feril sinn á þvl aö búa
til einn slíkan). En um leiö er
enginn vafi á aö þetta slgilda
viöbragö gelgjusleiösins birtist I
raunsönnú samhengi: Andri hef-
ur veriö kallaöur fyrir skólastjóra
sem viö gætum öll kannast viö úr
nánasta umhverfi, og hann ætlar
aö kveikja I sér vegna þess aö
hann lifir.á tima Vletpamstrlös og
hefur lesiö blööin.
A þessu aldursskeiöi er persón-
Pétur Gunnarsson
an ekki. höfundur atburöanna,
þeir koma yfir Andra og hans
llka, tlmi er ekki enn til þess kom-
inn aö kjósa sér hlut. Pétur gerir
einmitt ágætlega grein fyrir þvi
hve. voldug aölögunarþörfin er I
lifi Andra og félaga hans:
„Oryggisleysiö geröi þaö aö verk-
um aö þaö var ekki hægt aö taka
neina áhættu: allir reyndu aö
vera eins og útlitseftír litiö
ákvaö”. A öörum staö er þetta
oröað meö svofelldu boöoröi:
„Eins og aörir eru svo skuluö þér
og lika vera”. Hiö algenga,
almenna, eilifa i lifi . unglinga
getur meö nokkrum hætti komiö I
veg fyrir aö verkiö ögri getu
höfundar til fulls. En þaö leiöir
mjög skýrt fram kosti hans. Og
þeir eru fyrst og fremst fólgnir I
þvl hve vel Pétri lætur aö fylgja
lýsingu sinni eftir meö markviss-
um likingum og smámyndum
sem breyta alhæfingum og
almennum tíöindum I sýnilegan
og áþreifanlegan veruleika.
Vandræöum ungs kavaléra I
fyrsta bekkjarpartíinu eftir að
búiö er aö slökkva ljósin veröur
kannski ekki lýst betur en meö
þvi aö hann „fór inn á baö og át
tannkrem ef ske kynni”. Þaö seg-
ir heilmikla sögu af Kela aö þegar
hann gifti sig og fór aö búa meö
systur Andra seldi hann
„frlmerkjasafniö og Bláu
bækurnar”. Vel hannaöur brodd-
ur er I þeirri samlikingu aö „á
göngum Gagnfræöaskólans stóöu
strákar og stelpur eins og kindur
aö skoöa nýja sláturhúsiö”. Svo
mætti lengi telja. Nákvæmni og
hug vitssamleg samþjöppun
einkennir lika þá menningar-
sögulega leiöangra sem höfundur
skreppur I ööru hvoru. Viö skul-
um nefna til dæmis úttekt á þvl
hvernig gluggar I blokkum gláptu
hver á annan áöur en sjónvaipiö
kom til sögunnar (bls. 36) eöa
fermingarveisluna. Einstaka
sinnum getur lesandi fært rök af
þvl, aö höfundur hafi ofsagt, ekki
numiö staöar á réttum punkti, en
þaö er ekki oft.
1 „Punktur punktur” var á
stundum sleginn tregastrengur,
eitthvaö þaö sem var dýrmætt og
upprunalegt haföi veriö
„afskræmt” og höfundi stóö ekki
á sama (og okkur vonandi ekki
heldur). Þessi kennd hefur veriö
dregin út úr litrófi hinnar nýju
sögu af Andra Haraldssyni.
Akæruvaldi slnu beitir Pétur með
öörum hætti og óbeinni nú —
blákaldar staöreyndir tala sínu
máli um þaö hve Þórsmerkur-
ævintýriö meö nafnlausri stúlki
var I raun tilviljunarkennt og
kaldranalegt og ömurlegt.
—áb.