Þjóðviljinn - 07.12.1978, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. desember 1978
A aö gefa fyrrverandi þingmönnum á þriöju miljón?
Minnihluti nefndar um biðlaun alþingismanna:
Kjör alþingis-
manna eru góð
Eins og segir í frétt á
forsíðu blaðsins í dag var í
gær afgreitt frá neðri deild
frumvarp til laga um bið-
laun Alþingismanna. Fjár-
hags- og viðskiptanefnd
neðri deildar sem fékk
málið til athugunar að lok-
inni fyrstu umræðu klofn-
aði og skilaði minnihluti
hennar séráliti þar sem
lagt er til að frumvarpið
verði fellt.
Þar sem nokkuö hefur veriö
sagt frá fyrstu umræöu um máliö
hér i blaöinu, er ekki ástæöa til
þess aö rekja umræöur þær, sem
um þetta uröu i gær, en getiö skal
nokkurra atriöa úr greinargerö
minnihlutans, þeirra Kjartans
Ólafssonar og Vilmundar Gylfa-
sonar. Þar segir ma.:
Aö undanförnu hefur allmikiö
veriö rætt um launakjör og friö-
indi alþingismanna og ' ýmsar
skoöanir uppi i þeim efnum. Viö
teljum, aö i heild séu þessi kjör
þaö góö, aö ekki sé ástæöa til aö
bæta þau nú meö þeim hætti, sem
frumvarpiö gerir ráö fyrir.
Rétt er aö vekja athygli á þvi,
aö hver alþingismaöur, sem setiö
hefur á Alþingi i 10 ár eöa lengur,
á samkvæmt frumvarpinu aö fá
greitt nokkuö á þriöju miljón
króna viö brotthvarf af þingi, en
þeir, sem skemur hafa setiö,
hálfa þá upphæö. Sýnist þetta ný-
mæli vera ástæöulaus rausn, ekki
sist þegar haft er i huga, aö hér er
i mörgum tilvikum um aö ræöa
einstaklinga meö góöar tekjur af
öörum störfum, m.a. hjá rikinu.
pingsjé
Sist er ástæöa til aö samþykkja
þessa breytingu á kjörum
alþingismanna nú á sama ári og
kjarasamningar almenns launa-
fóiks hafa ekki fengiö aö standa ó-
haggaöir vegna lagasetninga frá
Alþingi. Veröi frumvarpiö
samþykkt felur þaö i sér viö-
bótarútgjöld hjá rlkinu strax á
þessu ári, sem nema nokkrum
tugum miljóna kr. Þeim fjármun-
um má verja betur meö öörum
hætti.
Þau rök hafa veriö færö fram til
stuönings frumvarpinu, aö eöli-
legt sé aö alþingismenn njóti I
þessum efnum svipaöra réttinda
og ýmsir opinberir embættis-
menn. Þessi rök teljum viö ekki
gild,enhitt þvert á móti eöliiegt,
aö lltilfjörleg fjárhagsleg áhætta
fylgi stjórnmálastarfi, ekki sist
hjá alþingismönnum, sem búa viö
þau launakjör og friöindi, er
þeirra störfum fylgja nú. Ef kjós-
endur segja alþingismanni upp I
kosningum, eöa hann kýs aö
hætta störfum á Alþingi, er þaö
eitt eölilegt, aö hann sjái sér
sjálfur farboröa þaöan I frá,
nema um elli eöa örorku sé aö
ræöa, en þá koma aö sjálfsögöu til
eftirlaunagreiöslur samkv. lög-
um og reglum, sem um þau efni
gilda.
Viö atkvæöagreiöslu um frum-
varpiö voru allar breytingatillög-
ur felldar og frumvarpiö siöan
samþykkt frá neöri deild meö
tuttugu atkvæöum gegn þrem.
Veröur þaö siöan sent efri deild til
afgreiöslu og eins og atkvæöatöl-
ur bera meö sér er liklegt aö þaö
veröi samþykkt þar, aö öllum lik-
indum fyrir jól.
sgt
Frumvarp um sölu
notaðra lausafjár-
muna til umræðu
í efri deild
Stærsti
pósturinn
er sala
notaðra
bíla
t gær var i efri deild fyrsta um-
ræöa um frumvarp Helga Seljan
um sölu notaöra lausafjármuna.
Aöur hefur veriö sagt nokkuö frá
þessu frumvarpi hér i blaöinu en
þaö er endurílutt á þessu þingi og
eitt aöalmarkmiö þess er aö
koma á reglum um sölu notaöra
bifreiöa. Ekki uröu miklar um-
ræöur um frumvarpiö en þó lýsti
Jón G. Sólnes yfir stuöningi viö
meginefni þess. Frumvarpinu
var síöan visaö til fjárhags- og
viðskiptanefndar.
sgt
Blaðberar
óskast
Sogamýri (sem fyrst)
Hringið í síma 81333
Ert þú með bækur
í vanskilum frá
Bókasafnl Kópavogs
í tilefni af 25. ára afmæli bókasafnsins á
þessu ári verða vanskila sektir felldar
niður af öllum bókum sem skilað er i des-
ember. Notið þvi tækifærið og losið ykkur
við gamlar vanrækslusyndir.
Bókasafn Kópavogs hefur opið alla virka
daga frá kl. 2-9 og laugardaga frá kl. 2-5.
Stjórnarfrumvarp í efri deild
Varnir gegn
mengun sjávar
Lagt hefur veriö fram á Alþingi
stjórnarfrumvarp um heimild
handa rikisstjórninni til þess aö
staöfesta þrjá aiþjóöasamninga
um oliumengun á hafinu. 1 at-
hugasemdum frumvarpsins eru
þessir samningar prentaöir i
heild en þar segir einnig ma. um
efni þeirra:
Alþjóöasamningurinn um Ihlut-
un á úthafinufjallar um aögeröir
strandrikis vegna skipskaöa á út-
hafinu til varnar gegn oliumeng-
un, ef taliö er aö skipskaöinn geti
valdiö tjóni á umhverfi og nyt jum
innan lögsögu strandrikisins sé
ekkertað gert. Samningurinn nær
til oliumengunar af völdum hrá-
oliu, brennsluoliu, disiloliu og
smurningsoliu. Strandriki sem
gripur til aögeröa samkvæmt
samningi þessum skal aö jafnaöi
hafa samráö um aðgeröir viö
önnur viökomandi ríki, sérstak-
lega þó þaö riki, sem skipiö er frá.
Strandrikinu er þó heimilt, þegar
um brýna nauösyn er aö ræöa, aö
gera nauösynlegar ráöstafanir
þegar I staö án undanfarandi ráö-
færslu. Þá eru I samningnum
ákvæði um aö öll aðildarrlki til-
nefni sérfræöinga meö ákveðna
þekkingu og getur strandríki leit-
aö ráða hjá þeim þegar þörf kref-'
ur.
Til aö tryggja rétt annarra að-
ila fyrir óþörfum aðgerðum
strandrlkisins, ber strandrlki
sem hefur gert ráöstafanir er
brjóta I bága við ákvæði samn-
ingsins skylda til aö greiöa skaöa-
bætur. Ef strandrlki og viðkom-
andi aöili koma sér ekki saman
um bætur getur annar hvor aöil-
inn skotiö máli slnu til sátta-
nefndar eöa, ef máliö er ekki út-
kljáö hjá sáttanefnd, þá til gerö-
ardóms.
Viðauki við samninginn fjallar
um skipun sáttanefndar og gerð-
ardóms svo og starfsaðferðir
þeirra.
Samningur þessi hefur þegar
öðlast alþjóðlegt gildi og eru aðil-
ar aö honum 31 talsins.
Alþjóöa sa mn in gurinn um
einkaréttarlega ábyrgö fjallar
um ábyrgö skipeiganda ef skip
hans veldur oliumengun I um-
hverfi sjávar. Samningurinn gild-
ir fyrir tankskip sem flytja hrá-
oliu, brennsluoliu, þykka disil-
oliu, smurningsollu og hvallýsi.
Fjárhagsleg ábyrgö skipeiganda
er bundin viö 2000 franka fyrir
hverja rúmlest rúmlestatals
skipsins, en þó á skipeigandi ekki
rétt til aö notfæra sér þessa tak-
mörkun ef mengunin er honum
sjálfum aö kenna. Abyrgö skip-
eiganda er hinsvegar engin ef
oliumengun veröur vegna hern-
aöaraögeröar, ófriöar, borgara-
styrjaldar, uppreisnar eöa nátt-
úruhamfara sem eigi veröa um-
flúnar eöa ráöiö viö. Einnig fellur
ábyrgö skipeiganda niöur, ef um
er aö ræöa áfall sem þriöji aðili
orsakar visvitandi eða ef áfallið
má rekja til kæruleysis eða van-
rækslu yfirvalda I viðhaldi sigl-
ingaljósa og tækja.
Skipum sem flytja meira en
2000 tonn af oliu I farmi skal skylt
að hafa vátryggingu eöa aðra
fjárhagslega tryggingu er svari
til þeirrar hámarksábyrgðar er
samningurinn kveður á um. Vott-
orð um að sllk trygging sé i gildi
skal gefið út fyrir hvert skip og
skal vottoröiö haft um borö i skip-
inu. Samningsriki skulú sjá um að
slik trygging sé I gildi fyrir skip
sem koma eða fara úr þeirra
höfnum.
Samningur þessi hefur einnig
öðlast alþjóðlegt gildi og eru aðil-
ar að honum 34 talsins.
Alþjóöasamningurinn um
stofnun aiþjóöasjóðs var gerður I
fyrsta lagi meö þvi markmiði að
sjóðurinn yröi nokkurs konar
baktrygging fyrir tjónþola oliu-
mengunar, þegar þær hámarks-
bætur sem skipeigendum er gert
aö greiða samkvæmt samningn-
um um einkaréttarlega ábyrgö
duga ekki til aö bæta tjónþola upp
þaö tjón, sem hann hefur orðið
fyrir. 1 öðru lagi er sjóðnum ætlað
aö draga aö nokkru leyti úr þeirri
fjárhagslegu ábyrgð, sem skip-
eigendum er sett samkvæmt
ákvæðum samningsins um einka-
réttarlega ábyrgö.
Fjárframlög i sjóöinn greiöast
árlega af þeim sem flytja inn
meira en 150.000 lestir á ári af
gjaldskyldri oliu, eins og hún er
skilgreind I samningnum. Svart-
olia sem flutt er til landsins frá
Sovétrikjunum myndi samkvæmt
samningnum vera gjaldskyld.
Samningurinn hefur ekki enn
öölast alþjóölegt gildi samkvæmt
40. gr. hans, en 12 riki hafa þegar
staöfest hann.
Frumvarp rætt í
neðri deild
Rækjusjó-
menn fái
aðgang að
aflatrygg-
ingasjóði
í gær var til fyrstu umræðu I
neðri deild frumvarp um breyt-
ingu á lögum um Aflatrygginga-
sjóð sem gerir ráð fyrir þvi að
rækjusjómenn eigi rétt á greiðsl-
um úr sjóönum ef þeir veröi aö
hætta veiöum vegna fyrirvara-
litillar lokunar veiöisvæöa og
einnig þótt veiöar séu aldrei hafn-
ar af sömu ástæöu. Frumvarpiö
er flutt af þingmönnum úr öllum
flokkum og þvi var aö lokinni
fyrstu umræöu visaö til annarrar
umræöu og sjávarútvegsnefndar.
sgt
Frumvarp um
fuglaveiöar og
fuglafriöun til
fyrstu umræðu
í efri deild:
Þingmenn
ekki sam-
mála
um svani,
hrafna,
máva og
rjúpur
1 gær lauk i efri deild
fyrstu umræöu um frumvarp
til laga um fuglaveiöar og
fuglafriðun. Var frumvarp-
inu vísað til menntamála-
nefndar deildarinnar og ann-
arrar umræðu. Þvi miöur
gefst ekki kostur á að rekja
hér umræður þær sem urðu
um þetta mál en geta má
þessað undir sumum ræðum
þegar þingmenn tölúðu um
kostgóðar fuglategundir vor-
ar þá hugsuöu þing-
fréttamenn um sósu og
rauökál. Var þess getiö til að
hér væri um hömlulausa
jólatilhlökkun aö ræða.