Þjóðviljinn - 16.12.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.12.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 16. desember 1978 BÓK NÝRRAR KYNSLÓÐAR Jólaleikrit Leikfélags Akureyrar er að þessu sinni Skugga-Sveinn eftir AAatthías Jochumsson. Leikstjóri er Sigrún Björnsdóttir. Sigrún var á ferð hér syðra nú í vikunni og náði blaðamaður þá tali af henni og spurðist tíðinda. — ViB byrjuöum aö æfa 17. október og æföum stanslaust i 6 vikur. Þá var gert smáhlé á æfingum en þær hefjast aftur af fullum krafti 19. des. Frum- sýningin varöur svo á annan i jólum. 13 leikarar taka þátt I sýningunni, en hlutverkin eru fleiri, og fara sumir meö fleira en eitt hlutverk. Theódór Júliusson leikur Skugga-Svein og Sigurveig Jónsdóttir Ketil skræk. Þráinn Karlsson fer meö hlutverk Guddu og Gvend smala leikur Viöar Eggertsson. Viðar leikur reyndar tvö önnur hlutverk i sýningunni. Þaö er áberandi i þessari sýningu, aö flestir, ef ekki allir leikendur gera eitthvaö meira en aö leika eitt hlutverk. Þráinn er t.d. sýningarstjóri, og hann hefur lika hannaö leikmyndina ásamt Hallmundi Kristinssyni og voru þeir tveir aöalsmiöir, en flestir leikararnir tóku þátt i smiöunum á einn eöa annan hátt. Siguröur i Dal er leikinn af Jóni Kristinssyni, sem á 40 ára leikafmæli um þessar mundir og var lengi formaöur leik- félagsins. Astu dóttur hans leikur Svanhildur Jóhannes- dóttir, ung leikkona sem er nú fastráöin hjá LA. Evert Ingolfs- son leikur Harald, og kom hann noröur sérstaklega til aö leika þetta hlutverk. Jóhann Ogmundsson leikur Ogmund, og er hann eini maðurinn i hópnum sem tók þátt I flutningi Skugga-Sveins áriö 1954. Þá lék Jóhann þetta sama hlutverk. Jóhann er Ég býst viö aö ein megin- ástæöan fyrir þessu vali hafi veriö sú, aö Skugga-Sveinn hefur ekki veriö sýndur á Akureyri i 24 ár. Þaö er, held ég, nokkuð útbreidd skoöun aö þaö ætti ekki aö leyfa fólki aö ferm- ast án þess aö hafa séö Skugga- Svein — og samkvæmt þvi var náttúrlega löngu tlmabært aö sýna hann á Akureyri! Mér finnst stærsti kosturinn viö þetta leikrit vera sá, aö þaö er skrifaö á óskaplega auöugu máli, litriku og skemmtilegu. Þaö eitt er út af fyrir sig næg ástæöa til aö setja þaö á sviö. Svo finnst mér Skugga-Sveinn endurspegla islenskan hugsana- gang og Islenskt skopskyn, sem á sér djúpar rætur i þjóðlegri arfleifð. Og siöast en ekki sist er leikritiö uppfullt af þessari sér- Islensku þjóötrú, sem mér finnst ekki mega gleymast. Ég lit á leikritiö um Skugga- Svein sem fallegt ævintýri, fyrst og fremst. — Hvaö finnst þér um þjóöfélagslegan boöskap verksins? Er hann nokkur? — Hann kemur kannski best fram I þeirri samúö sem Matthias hefur meö litilmagn- anum. Þrátt fyrir allt griniö er alvarlegur undirtónn, t.d. þegar Skugga-Sveinn segir ævisögu sina. Þar er á feröinni „drama” sem beint er gegn þeim sem nlöast á litilmagnanum. — Hvernig hefur þér likaö aö vinna meö Akureyringum? — Mjög vel, I alla staöi. Þetta er duglegt fólk og áhugasamt. — Er eitthvaö fleira á döfinni hjá LA? — Núna standa yfir æfingar á Stalin er ekki hér, sem frumsýnt veröur i janúar. Leikstjóri er Sigmundur Orn Arngrimsson. Skugga-Sveinn veröur frum- sýndur á annan I jólum. Sýningar veröa svo bæöi siödegis og á kvöldin, enda er þetta hugsaö sem fjölskyldu- sýning. ih Skugga-Sveinn er fallegt ævintýri Rætt við Sigrúnu Björnsdóttur, sem stjórnar jólaleikriti Leikfélags Akureyrar í ár reyndar leikstjori sjálfur og hefur m.a. sett upp Skugga- Svein viösvegar um landiö. Hann er llka þekktur söng- maöur. Aörir leikarar eru Heimir Ingimarsson, sem leikur Lár- entzius sýslumann, Jónsteinn Aöalsteinsson, sem leikur Jón sterka, Getur E. Jónasson og Aöalsteinn Bergdal, sem fara meö hlutverk stúdentanna, og Jóhanna Birgisdóttir, sem leikur þjónustustúlku sýslu- mannsins. Freygeröur Magnúsdóttir hannaði og saumaði alla búningana. Ljósameistari er Arni Valur Viggósson og aöstoöarmaöur leikstjóra er Kristjana Jónsdóttir. Hún hefur kennt leikurunum söngvana, æft þá og leikiö undir á pianó. Tónlistin er I höfuöatriöum sú sama og notuö var upphaflega, þetta er aðallega dönsk og Islensk tónlist, en útsetninguna annaöist Michael Clarke, bresk- ur tónlistarmaöur sem veriö hefur búsettur á Akureyri I mörg ár. (Jtsetningin er gerö fyrir selló, fiölu og flautu, og flyturMichaelhanasjálfur meö aöstoö tveggja annarra tónlistarkennara á Akureyri. — Hvernig stendur á þvi aö Skugga-Sveinn varö fyrir val- inu sem jólaleikrit? — Ég átti reyndar ekki þátt I aö velja þaö, en mér var ljúft aö taka aö mér leikstjórnina, af mörgum ástæöum. Ég þekkti leikritiö, haföi sett upp kafla úr þvi i Kvennaskólanum fyrir nokkrum árum. Grasa-Gudda (Þráinn Karlsson) og Gvendur smali (Viðar Eggertsson) Skugga-Sveinn (Theódór Júiiusson) og Ketill skrækur (Sigurveig Jónsdóttir) Viktor Arnar Ingólfsson DAOÐASÖK Til skamms tima voru ekki aðrar dauðasakir finnanlegar í íslenskum bókmenntum, en þær, að ekki mátti skrifa spennandi bækur. .Bókmenntir, og sér í lagi skáldsögur, voru innihaldslausar og leiðinleg- ar — og áttu að vera það. „DAUÐASÖK” er ekki svoleiðis bók, heldur æsispennandi saga eftir ungan mann. Dularfullir atburðir gerast. íslenskri flugvél er rænt og það er beitt skotvopnum. Sögusviðið er vítt,'Stuttgart, Köln, Luxemburg og Reykjavík, og raunveruleiki þessara viðþurða er alveg makalaus í hraðri og hnitmiðaðri frásögn. Frá bókmenntalegu sjónarmiði er þetta vel rituð bók, köld í stílnum og hún er skrifuð af þekkingu og nákvæmni af menntuðum ungum manni. Höfundurinn, Viktor Arnar Ingólfsson, nemur byggingatæknifræði. Hann er 23 ára gamall, ættaður frá Akureyri. Það er betra að hafa góðan tíma þegar þú byrjar að lesa þessa bók, því þú sleppir henni ekki fyrr en hún er búin Dreifing BT útgáfan Síðumúla 15 sími 86481

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.