Þjóðviljinn - 29.12.1978, Page 7
Föstudagur 29. desember 1978. WÓÐVILJINN — SIÐA 7
JÞrátt fyrir umgengni vid Gud okkar, peningana,
hafði þessi glæsilega leikkona ekki misst
það verðmætaskyn sem haldið hefur mannkyninu
á floti i aldanna rás
Hrafn
Sæmundsson
prentari:
LYÐRÆÐIÐ
Hvaö eruB þiB að tala um lýö-
ræði? Það vorum við sem fund-
um upp lýðræðið!
Þessiorð hrópaði gríska leik-
konan Melina Mercuri, þegar
bandarlskir sjónvarpsmenn
þjörmuöu að henni i mótmæla-
aðgerðum gegn stjórn herfor-
ingjanna sem hrifsað höfðu
völdin I heimalandi hennar.
Þessi orð voru sögð af mikilli
reisn og heitu hjarta. Þrátt fyrir
umgengni við Guö okkar, pen-
ingana, hafði þessi glæsilega
leikkona ekki misst það verð-
mætaskyn sem haldið hefur
mannkyninu á floti i aldanna
rás. Og þegar hdn stóð frammi
fyrir hroka þeirrar þjóöar sem
gleymthefur sögu sinni og sjálf-
stæöisbaráttú, þá voru þessi orð
sönn.
Eftir að hafa flett upp gamalli
lesningu með frásögnum af
þeirri vöggu lýðræöis sem leik-
konan skirskotaði til, kom I ljós
að margt hefur þrátt fýrir allt
breyst og ekki sist merking
orða. 1 þessari vöggu reyndust
vera ýmsir aðskotahlutir sem
fáir vildu nú láta börn sin hvila
með. Engu að siður er þaösann-
leikur að þarna fór fram mark-
tæk tilraun manna til að koma
skipulagi á sambýlishætti og
stjórnun þjóðfélags. Þessi til-
raun hefur haldiö áfram allar
götur siðan og enn er lýðræöið á
dagskrá.
Það værifreistandi að staldra
við nokkra áningarstaði á þess-
ari löngu leið. Þar hafa skipst á
skin og skúrír.
A seinni öldum mætti nefna
frönsku byltinguna og nasism-
ann sem dæmi um andstæöur.
Einnig má minna á byltingar
og styrjaldir tuttugustu aldar
sem breytt hafa heiminum. 1
öllum þessum þáttaskilum hef-
ur lýðræðið, í þeirri jákvæðu
merkingu sem við leggjum I
orðiö, ýmist hlotið að hopa eða
stefnt fram á veginn.
Liklega er það runniö upp
fyrir flestum sem reyna aö
hugsa, að fullkomið lýðræði
verður aldrei tU. Möguleikar
mannsins i' sambýli og stjórnun
takmarkast af honum sjálfum
og þeim eiginleikum hans sem
lýsa sér i eigingirni og þvi tak-
markalausa sjálfi sem viröist
vera liffræðilegur fylginautur
þessarar tegundar.
Engu að siður mun maðurinn
og verður að halda áfram
baráttu sinni fyrir þvi að finna
þjóðfélagsform sem dugar hon-
um til að komast af á hverjum
tima.
Það rennur vonandi upp fyrir
manninum, áður en það er um
seinan, að mannkynið er að
eignastsameiginlegan óvin sem
ekki spyr um þjóðir eða landa-
mæri en er stefnt gegn öllum
ibúum jarðar.
Þessióvinur er vald mannsins
yfir nær ótakmarkaðri tækni,
sem nú er stefnt gegn öllu lifi.
Margir halda að þessi hætta sé
fyrst og fremst fólgin I
sprengjunni og vígbúnaðar-
kapphlaupinu. Þessi skoðun
verður þess valdandi að það
gleymist stundum að maðurinn
er á óvitrænan hátt að gera
jörðina óbyggilega vegna rán-
yrkju og skynlausrar sóknar
eftir ytri verðmætum.
Ef jörðin veröur ekki lengur
ibúðarhæf, gagnar litið sú
sjálfselska og drottnunarhroki
einstaklinganna sem nú ræður
feröinni. ^
Þarna kemur lýðræðið aftur
við sögu. Innan ramma þess er
verið að gera jöröina óbyggi-
lega.
Þaö vill svo til að Islendingar
eru þónokkuð gottdæmi um það
hvernig fullkomið lýðræði getur
snúist I andstæðu sina. Siðustu
áratugir eru kennslubók i þvi
hvernig þjóð án sprengju og
hernaðar getur misnotað auðæfi
lands og hvernig rányrkjan
beinist ekki aðeins að náttúru-
auðlindum heldur einnig og ekki
siður að manneskjunni sjálfri.
Liklega stafar þetta ekki sist
af þvi að islendingar blanda
saman hugtökunum frelsi ein-
staklinga og lýðræði. Ótak-
markaö frelsi er höfuðóvinur
lýöræðis. Þetta sannast einkar
vel á islendingum.
Til þess að skýra þetta nánar
veröur að reyna að skilgreina
nokkuð þann þátt lýðræðis sem
nefndur er pólitik I daglegu tali.
Þá stjórnunarstarfsemi sem
rekur hina efnahagslegu hliö
þjóðfélagsins.
Engum fullvita manni hefur
dottiö i hug á siðustu timum að
nokkur breytingyrði á stjórnar-
fari á íslandi I grundvallar-
atriðum. Það er kosið með vissu
millibili og ef einhver fer i vont
skapi þeim samsteypustjórnum
sem eru raunar, við núverandi
flokkaskipan, einu stjórnunar-
möguleikarnir, þá eru bara
aukakosningar. Engum dettur i
hug að meirihlutinn fái ekki að
athafna sig eftir kosningar.
Þarna koma m.a. gallar lýð-
ræðisins I ljós. Meirihlutinn fær
að athafna sig í friði. Þaö er
enginn öryggisventill i stjórn-
kerfinu. Þetta er höfuögalli lýð-
ræðisins og þessi veila dregur
oft á eftir sér óhugnanlegan
slóða sem getur jafnvel stefnt
raunverulegu frelsi þjóðarinnar
i hættu. m
Kóróna lýöræðisins ætti auð-
vitaöaðveraalþingi Islendinga.
Enginn valdastofnun er þessari
samkundu æöri og þrátt fyrir
allt hljóta meginþræðir allra
grundvallarmála aö liggja um
þessa stofnun.
Starfssvið þeirra sem kjörnir
eru til setu á alþingi er varöað i
stjórnarskránni. Samkvæmt
henni eru alþingismenn og
megaekki vera neinuháðir öðru
en samvisku sinni. Þrátt fyrir
kjördæmafyrirkomulag eiga al-
þingismenn að vera fulltrúar
þjóðarinnar allrar en ekki ein-
stakra landshluta. Þeir eiga að
vinna að skynsamlegum rekstri
þeirrár stofnunar sem heitir
þjóðfélag og lita á þessa stofnun
sem eina heild.
Þarna kemur lýðræðið enn við
sögu. Til þess að ná þvi marki
að hljóta setu á alþingi verður
lýðurinn aö kjósa þingmennina I
frjálsum kosningum.
I stuttu máli er þessi þáttur
lýðræöisins orðinn þaö mein-
gallaöur að afleiöingarnar eru
orðnar óhugnanlegt stjórnleysii
þjóðfélaginu.
Kosning alþingismanns fer
ekki lengur eftir þvi hvaö hann
hefur fram að færa um skyn-
samleganrekstur þjóðfélagsins.
Alþingismaður er nú eingöngu
dæmdur eftir þvi hve miklum
fjármunum hann getur náö fyrir
kjördæmi sitt.
A siöustu árum hefur þetta
sjónarmið orðið allsráöandi
vegna þess neysluæðis sem
gengið hefur hömlulaust og
kallar stöðugt á meiri fjármuni,
ekki aöeins til uppbyggingar
eölilegs atvinnulifs og þjónustu,
heldur einnig og ekki siður til
fullnægingar nýrra og nýrra
gerviþarfa sem stöðugt kalla á
meiri fjármuni.
Til þess aö halda þessu gang-
andi notar hinn almenni kjós-
andi neitunarvald sitti kjörklef-
anum. Þetta vita alþingismenn
og kandidatar og þeir hanga nú i
þráðum eins og leikbrúður I af-
skræmdu brúðuleikhúsi lýöræð-
isins. ^
Til þess að rökstyðja þessar
miklu fuliyröingar veröur aö
fara lauslega yfir þróun efna-
hagsmála undanfarna 1-2 ára-
tugi.
A þessu timabili hefur stjórn
efnahagsmála verið þannig að
eytt hefur veriö meira en aflað
hefúr veriö. Um þessa stefnu
virðast flestir hafa verið sam-
mála. Bæöi almenningur og lög-
gjafarsamkundan hafa stöðugt
gengiö lengra hvað þetta varð-
ar.
A þessu timabili öllu hefur
rikt sérstakt góðæri i iandinu.
Fyrir utan oliukreppuna hafa
viðskipti islendinga við útlönd
veriö meira og minna hagstæð.
Olíukreppanerraunar merki-
legur áfangi á þessu tlmabili.
Þetta var timabundið ástand
sem allar þjóðir snerust gegn og
sigruðust á meira og minna
nema islendingar. Siðan hefur
óðaverðbólga geisaö linnulaust
i landinu og aldrei verið gerð
nein alvörutilraun til að slá á
hana.
Ef til vill hafa einhverjir
stjórnmálamenn haft hug á þvi
að ganga i gllmuna við þennan
eyðandi meinvætt. En óttinn við
lýöræðið I kjörklefanum hefur
þá borið almenna skynsemi
ofúrliði.
Eftir þetta stjórnlausa tima-
bil standa máhn þannig i gróf-
um dráttum:
Allt efnahagslif islendinga
Uggur nú flakandi i sárum.
200 milljarða. erlend lán haía
verið tekin. Risastórir gúmi-
tékkar eru gefnir út i formi
ríkisskuldabréfa. 25 milljarða
af verðlausum peningaseðlum
hefur rikið látið prenta I prent-
verki Seölabankans. Sparnaöur
i bönkum hefur að stórum hluta
verið togaður úr þeim vegna
negatífra vaxta. Hver einasti
sjóður i sjóðakerfi landsins er
nánast tómur. Þar á meðal
veröjöfnunarsjóöur sem er þó
ein af fáu vitrænu tilraunum til
jafnvægis efnahagslifs. Meira
að segja sá sjóður sem verka-
lýðurinn á og hefur það hiutve rk
að vernda launafólk gegn at-
vinnuleysi hefur verið þurraus-
inn.
Alit peningakerfi landsins er
blóðmjólkað. Og stór hluti pen-
inganna hefur fariö i sukk og
óráðsíu. Aðeins hluti allrar lán-
töku og verðlausra peninga-
seöla hefur verið lagður I arð-
bæra fjárfestingu.
Nú standa þrir aðalatvinnu-
vegir landsmanna þannig að
vigi að það er talið afrek að
velta þeim áfram um timabil
sem talin eru i mánuðum.
Offramleiðsla landbúnaðar-
vara er orðin að meiriháttar
vandamálum efnahagslifsins.
Rányrkja sjávarins heldur
áfram og færri og færri þorskar
ná kynþroskaaldri. IBnaöurinn
liggur varnarlitill og afvelta i
erlendri samkeppni. Um orku-
málin verður ekki fjallað.
Allar þessar staðreyndir eru
fyrir hendi og öll þessi upptaln-
ing hefur farið i gegnum æðstu
valdastofnanir lýðræðisins og
eru bannaðar þar.
•
Sú hugsun hlýtur að hvarfla
að þegar litið er yfir valinn, aö
kóróna lýðræðisins, alþingi ís-
lendinga, hafi ekki af einhverj-
um orsökum möguleika á að
halda hinum raunverulegu
stjórnartaumum i höndum sér.
Eins og áður er að vikið er
ekki ástæða til þess aö ætla al-
þingismönnum þaö ábyrgðar-
leysi að skilja þannig við hlutina
af frjálsum vilja. Þaö hlýtur að
vera komin brotalöm I það lýð-
ræðisfyrirkomulag sem við bú-
um við. Lýðræði sem hefur enga
öryggisventla og leyfir innan
ramma sins ótakmarkað frelsi,
er raunverulega úr sér gengið
og spillt.
Þaö er þó mikil blekking að
laga megi þessaágalla með ein-
hverju þvaðri um róttækar
grundvallarbreytingar hér og
nú. Byltinginer ekki á dagskrá.
Það veröur hinsvegar að
leysa fulltrúa löggjafarsam-
kundunnar undan þeirri pressu
sem lýðræðið leggur nú á þá.
Þaö verður til að mynda, svo
dæmi séu tekin, aö leysa
sjávarútvegsráðherra á hverj-
um tima undan þeirri persónu-
legu og flokkslegu freistingu að
skipta á seiðadrápi nytjafiska
og atkvæðum I kjördæmi sinu.
Það verður að leysa alþingis-
menn undan þeirri martröö að
vera eingöngu dæmdir eftir þvi
hvað þeir ná miklum fjármun-
um úr rikiskassanum fyrir sitt
fólk. Það er grátbroslegt að sjá
fuiloröna menn nota ræðustól
alþingis til endalausra og oft
skynlausra yfirboða.
' •
Dagskrárgreinar ættu að vera
vettvangur skoðanaskipta en
ekki patentlausna i þjóðmálum.
Þessvegna veröur nú látiB staö-
ar numið.
Þaöer raunar ótrúlegt að þau
málefni sem hér hafa verið reif-
uð hafi ekki komiö upp i huga
manna. Ef allir þegnar hinnar
„gáfuðu” þjóðar eru komnir i
dansinn kringum guUkálfinn og
hafa ekkert til málanna að
leggja, þá eru þjóðmálin komin
á alvarlegra stig en þorandi er
að trúa.
Hvað kostar áfengis-
neysla Islendinga
Dæmiö er óreiknað
Landssambandið gegn áfengis-
bölinu hélt þrettánda þing sitt i
nóvemberlok s.I. Þingið sátu 46
fulltrúar, en aðildarfélög sam-
bandsins eru 30 talsins.
A þinginu voru samþykktar
nokkrar ályktanir, sem allar
fjalla um hinar ýmsu hliöar
áfengisbölsins og baráttuna gegn
þvi. t almennri ályktun þingsins
er vakin sérstök athygli á niöur-
stöðum þeirra rannsókna sem
geröar hafa verið hin siðari ár hér
á landi á notkun áfengis og af-
leiðingum hennar. Minnt er á, aö
alþjóðlegt barnaár stendur nú
fyrir dyrum og fólk hvatt til að
ihuga áfengismálin gaumgæfi-
lega af þvi tilefni, enda verði börn
drykkjumanna öðrum fremur
olnbogabörn þjóðfélagsins.
Þingið skoraði á stjórnvöld aö
stöðva sölu bruggefna og tilheyr-
andi tækja og afnema friðindi
ferðamanna I sambandi viö toll-
frjálst áfengi, og einnig að hætta
áfengisveitingum I veislum sin-
um.
Þá benti þingið á þá staðreynd,
að ekkert liggur fyrir um það,
hvað áfengisneysla tslendinga
kostar. „Vitað er — segir I
ályktuninni — að félagsvisinda-
deild H1 hefur talið þetta verkefni
stærra en svo aö fjárhagur henn-
ar leyfi að það sé leyst. Auðvitað
éru sumar afleiðingar áfengis-
neyslu þannig að þær verða
aldrei metnar til f jár, en mörgum
þeirrá fylgir beinn fjárhagslegur
kostnaður og aðrar eru einkum
fjárhagslegar. Þingið beinir þvi
til Hagstofu tslands, Þjóöhags-
stofnunar, Háskóla og Jjármála-
ráðuneytisins, að mikiö skorti á
hagfræðilega þekkingu um
þjóðarbúskapinn meðan þetta
dæmi er óreiknað”.
A þinginu var kosin ný stjórn
fyrir sambandið til næstu tveggja
ára, og er formaöur þess Páll V.
Danielsson. ih
leigumÍíiUm
Okeypis ráðgjöf fyrir alla leigjendur.
Meðlimir fá fyrirgreiðslu leigumiðlunar
Leigjendasamtakanna, sem opin er alla
virka daga kl. 1—5 e.h. Árgjald kr. 5000.-
Leigjendasam tökin
Bókhlöðustíg 7, Rvk sími 27609
ráögjöf