Þjóðviljinn - 29.12.1978, Side 10

Þjóðviljinn - 29.12.1978, Side 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. desember 1978. Skipting bænda eft- ir bústærð 1977 Eftirfarandi tafla sýnir skiptingu bænda eftir bústærö áriö 1977, samkvæmt spjaldskrá Stéttarsambands bænda: Fjöldi ærgilda Bændur sem ekki Bændur i Bændur eru i félagsb. félagsb. samt. 1 — 100 213i, 20, 233. 101 — 200, . . . . 585 149, 734. 201 — 300, . . . . 624, 273, 897. 301 — 400, . . . . 670, 182, 852. 401 — 500 539, 130, 669. 501 — 600 358, 56, 414. 601 — 700 249 20, 269. 701 — 800 159 14, 172. 801 — 900, .. . . 108, 0, 108. 901 — 1000 60, 4, 64. 1001 — 1100 32, 0, 32. 1101 — 1200 9, 0, 9. 1201 — 1300, . . . . 7 7. 1^01 1400 4. 1401 — 1500, .... 2’ 0, 2. 1501 — 1600| . . . . i> o| 1. 1601 — 1700, . ... 3, 0, 3. 2100 — 2200 .... 2, 0, 2. 2201 — 2200 1, 0; 1. Samtals 3625 848 4473. 2716bændur eru með innan viö 400 ærgildi eöa samtals 651.190. 1083 bændur eru meö 400-600 ærgildi eöa samtals 528.750. 401 bóndi er meö 601-800 ærgildi eöa samtals 303.850. 233 bændur eru meö 801-2300 ærgildi eöa samtals 226.650. 4473 bændur eiga þvi samtals 1.710.440 ærgildi. BUfjáreign þéttbýlisbúa er 33.995 ærgildi. Búfjáreign rikisbúa er 15.513 ærgildi. Búfé ótalið á þessari skýrslu 19.464 ærgildi. Ærgildi samtals i landinu 1.779.412. —mhg Félagsmála- námskeið Ab. i Borgarnesi og nærsveitum Nokkrir þátttakendur I Félagsmálanámskeiöinu i Borgarnesi. Dagana 26. — 28. nóv. gekkst Alþýöubandalagsfélag Borgar- ness og nærsveita fyrir félags- málanámskeiöi. Leiöbeinandi á námskeiöinu var Baldur óskars- son starfsmaöur Alþýöubanda- lagsins. Aö þvi er Rööull segir okkur var aöaláhersia lögö á undirstööu- atriöi ræöumennsku og fór i þaö mikill hluti þess skamma tima, sem námskeiðið stóö yfir. Þó var nokkuö fariö út i fundarsköp og fundarreglur, og reynt var þaö fundaform, sem nefnt hefur veriö hringborösumræöa. Þaö tækifæri var notaö til þess aö ræöa þaö efni, sem þátttakendur þekkja kannski ýmsu öðru betur og hafa áhuga á, þ.a.e.a.s. Alþýöubanda- lagiö, þátttaka þess I ríkisstjórn, staöa þess i þjóöfélaginu, innra starf flokksins o.fl. Þátttaka I námskeiöinu var góö og I lok þess lýstu menn ánægju meö þetta framtak og þökkuöu Baldri óskarssyni ágæta leiö- sögn. Geta má þess, aö áhugi er á aö stofna einskonar málfundaklúbb innan Alþýöubandalagsfélags Borgarness og nærsveita, þar sem þátttakendum gæfist kostur á aö viöhalda og þróa áfram þann lærdóm, sem þeir fengu á nám- skeiöinu. Einnig er fyrirhugaö framhaldsnámskeiö i mars eöa april næstkomandi, sem væntan- lega yröi þá meö meira pólitisku ivafi. —mhg Urgur í bændum Sagt frá bændafundum 1 Borgarfirði Eftirfarandi grein birt- ist í síðasta tbl. Röðuls og er undirskrift hennar R.B. Á undanförnum vikum hafa verið haldnir tveir bændafundir hér í héraði, báðir með aðkomnu stór- menni. Sá fyrri var haldinn af Búnaðarfélagi Lunddæla í Brautartungu 16. nóv. For- saga hans er sú, að tals- verður urgur hefur verið í Laundareykjadal og Anda- kíl, vegna f járf jölda á rík- isbúunum Hesti og Hvann- eyri, einkum því fyrr- nefnda. Af þessu tilefni óskaöi Björn Sigurbjörnsson eftir aö fá aö koma á fund til aö skýra sjónar- miö Rannsóknarstofnunar land- búnaöarins og heyra sjónarmiö heimamanna. Af þessu varö svo I Brautartungu, sem fyrr er sagt. Björn hélt framsögu um málið og kom viöa viö, sagöi frá starf- semi Rannsóknarstofnunarinnar og þýöingu rannsókna i lgndbún- aöi yfirleitt. Hann las upp lista yfir tilraunir á Hesti og greindi frá fjárfjölda, sem nú er rétt um 1000 aö hans sögh. Hjálpaöist mjög aö hvaö kalt var i veöri, hitun i húsinu léleg og framsaga ýtarleg, aö mönnum kólnaöi nokkuö. En kaffiveitingar kvenfélagsins þiddu sál og lik- ama og hófust umræður. Margir tóku til máls og ræddu erindi Björns og málefni Hestbús- ins vitt og breitt. Einkum var rætt, hvort ekki megi nýta aö- stööu hjá bændum til tilrauna og fá þannig fleiri og ódýrari til- raunir. Fræöimenn tóku þessari hugmynd dauflega, enda hefur reynslan sýnt, aö mjög bregöur til beggja vona meö framkvæmd dreiföra tilrauna. Rannsóknir á Hesti hafa, aö sögn Stefáns Scheving Thorsteinssonar, tilraunastjóra, veriö tviþættar. Annarsvegar snúiö aö meöferö fjár og hinsveg-y ar kynbótum. Bændur hafa eink- um talið sig hafa gagn af kynbótum meö hrútakaupum, en vegna garnaveiici á Hesti er lifdýrasala þaöan bönnuö, enda sagöi Bjarni Arason þaö vera skoðun stjórnar Rannsóknar- stofnunarinnar, en hann er for- maöur hennar, aö Hestur ætti ekki aö vera kynbótabú; kynbæt- ur væru hlutverk fjárræktarfé- laganna. Margt fleira bar á góma I Brautartungu, sem ekki veröur rakiö hér, svo sem beitarþols- rannsóknir, ítala, giröing um heimaland Hests. Mál manna var, aö fundurinn heföi upplýst mörg atriöi, einkum hiö hrikalega sambandsleysi bænda og rann- sóknarmanna og nauösyn úrbóta þar á. Siðari fundurinn var haldinn i Logalandi 1. des. og voru fram- sögumenn Steingrimur Her- mannsson, landbúnaöarráöherra, og Gunnar Guðbjartsson, for- maöur Stéttarsambands bænda. Fundarefnið var viöhorf I fram- leiðslu- og kjaramálum bænda. Gunn'ar talaöi fyrstur og geröi grein fyrir þróun framleiöslu- mála. En þau eru nú I álika hnút og þeim, er Siguröur Jórsalafari reiö Eysteini bróöur sinum á Jórdánarbakka austur. Birgöir af smjöri og ostum eru miklar fyrir og fara vaxandi. Fyrir ostinn má fá nokkuö erlendis, en smjöriö er gersamlega verölaust. Fram- leiöslugeta osta er takmörkuö, en sé hún fullnýtt má á verölagsár- inu 1978-1979 auka framleiösluna um 500 tonn. En smjörbirgðir aö ári eru samt áætlaöar 1800-2000 tonn I staö 1400 tonna nú. Ekki er ástandiö ósvipaö i kjötframleiöslunni. Flytja þarf úr landi yfir 5000 tonn, og þar af er algjörlega óvist hvort hægt er aö losna viö 1800 tonn. Lögboðnar útflutningsbætur * duga hvergi nærri til aö brúa biliö milli framleiðslu- og söluverös og var talað um þrjá miljaröa i þvi sambandi. Geymslukostnaöur af- uröanna er geypimikill, þannig er vaxtakostnaöur viö aö geyma 1 smjörkg. I eitt ár 600 kr. Þaö kost- ar þvi uppundir 1 miljarö á ári aö velta núverandi birgðamagni á undan sér. Þaö kom frá hjá Stein- grimi, aö bankakerfinu þykir þetta léleg fjárfesting og oröin mikil tregöa á aö fjármagna birgöasöfnunina. Hér er þvi mikill vandi á ferö- um og hann tviþættur, annars- vegar aö losna úr þessari birgöa- klemmu, hinsvegar aö ná tökum á framleiöslumagninu. Megin atriöiö I þvi fyrra er hver á aö borga, en i þvi siðara hvaöa aö- feröir á aö nota. Bændum þykir aö vonum hart aö þurfa aö bera skaöa af aö fylgja dyggilega framleiöslu- hvatnmgu; ekki eru nema liölega tvö ár siöan borgfirskir bændur voru eindregiö hvattir til þess af ráðamönnum, aö auka mjólkur- framleiösluna sem mest. Þeir benda lika á, aö löggjafinn hafi ekki getaö komiö sér saman um aögeröir til framleiöslustjórnun- ar, þó aö tillögur um þaö efni hafi legiö fyrir. En framleiöslustjórnun er mjög viökvæmt mál og i mörg horn aö lita, aöstaöa bænda er mjög mis- jöfn, bæöi náttúruskilyröi og aörir framleiösluþættir og aögeröir koma þvi misþungt niöur á ein- staklingnum. Veröur þvi aö Gunnar Guöbjartsson Steingrimur Hermannsson gaumgæfa hvert spor. Bænda- samtökin hafa lagt fram sinar til- lögur, og þó aö margt sé óljóst I þeim, eru þær augljóslega grund- völlur aögeröa. Þessir fundir voru báöir fjöl- sóttir og margir heimamenn tóku til máls, þótt ekki veröi þeir taldir hér. Þeir voru gagnlegir og hafi fundarboöendur þakkir fyrir. R.B. RÖÐULL KOMINN UT Blað Ab. í Borgarnesi og nærsveitum Út er komið 7. tbl. Röð- uls, blaðs Alþýðubanda- lagsins í Borgarnesi og nærsveitum. Efni þess er m.a.: Heilög jól, eftir Ólaf Jens Sig- urösson, Uppskurö þarf á efna- hagslifinu, eftir J.G. Birt er af- mælisgrein um Guörúnu Guö- mundsdóltur frá Mel 100 ára. Urgur I bændum, frásögn af bændafundum I Borgarfiröi, eftir R.B. Frá félagsmálanámskeiöi Ab I Borgarnesi. Visna- og gam- anmál. „Félagi Jesús”, eftir J.G. TheódörÞóröarson segir frá starf- semi leikdeildar umf Skalla- grims. Guömundur Þorsteinsson, bóndi á Skálpastööum ritar grein- ina Veröbólguþankar. J.ó. minn- ist 50 ára afmælis Hvitárbrúar. Sagt er frá starfsemi ungmenna- félaganna Islendings, Brúarinn- ar, umf. Stafholtstungna, Skalla- grims og Reykdæla. Fréttir frá Máli og menningu, Golklúbbi Borgarness og Borgfiröingafé- laginu f Réykjavik. Þáttur um verkalýðsmál, umsjá Baldur Jónsson. Réttindamál I höfn, eftir J.G. Basar Dvalarheimilis aldraðra. Hvaö kostar Kveldúlfs- völlurinn? eftir J.G. Slitlagiö viö Hafnarfjall — eitthvaö fyrir þétt- býliö, viötal viö Birgi Guömunds- son, umdæmisverkfræöing Vega- gerðarinnar i Borgarnesi. Eins og af þessari upptalningu má marka er efni Rööuls mikiö og fjölbreytt aö venju. —mhg Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ ónnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.