Þjóðviljinn - 06.01.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.01.1979, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. janúar 1979 ÞJÓÐVJLJINN — SIÐA 7 Leikarar, leikstjóri og framkvæmdastóri á fundi meö blaðamönnum. F.v.: GIsli Rúnar, Edda, LiIJa Guörún, Hanna Marla, Stefán, Ólafur örn, Kjartan og Sigfús Már. Alþýöuleikhúsið frumsýnir: Við borgum ekki! Við borgum ekki! — grófan ærslaleik eftir Dario Fo „Ég tek grófa ærslaleiki fram yfir alla aöra leiki, nb ég sagöi grófa ærsialeiki — ekki gaman- leiki” — er haft eftir italska leik- skáldinu Dario Fo. Viö borgum ekki! Viö borgum ekki! heitir eitt nýjasta verk þessa ærslabelgs. Þaö var skrifaö fyrir 2—3 árum og hefur siöan fariö frægöarför um heiminn. Og á morgun ætlar Alþýöuleikhúsiö — sunnandeild aö frumsýna þaö I Lindarbæ kl. 20.30. Skömmu fyrir jól voru haföar fjórar forsýningar á Viö borgum ekki fyrir fullu húsi, og hlaut verkiö þá frábærar viötökur. Til- gangurinn meö forsýningunum var, aö sögn aöstandenda þeirra, aö prófa leikritiö og gera breytingar á þvi ef meö þyrfti, til aö komast i betra samband viö áhorfendur. Þegar til kom heföu þó sáralitlar breytingar veriö geröar. Leikritiö gerist i Milanó og byggir á atburöum sem raun- verulega áttu sér staö þar, er al- menningur tók þaö ráö gegn vax- andi veröbólgu aö ákveöa sjálf- ur verölag á vörum og húsaleigu. Dario Fo notar þessa hugmynd sem bakgrunn verksins, en býr þó allt i búning farsans (ærslaleiks- ins), þar sem hver misskilningur- inn á fætur öörum knýr atburöar- ásina áfram. Þýöendur leikritsins eru Ingi- björg Briem, Guörún Ægisdóttir og Róska. Leikmynd og búninga geröi Messíana Tómasdóttir, lýsingu annaöist David Walters og leikstjóri er Stefán Baldurs- son. Sex leikarar koma fram i sýningunni: Kjartan Ragnarsson, Lilja Guörún Þorvaldsdóttir, Hanna Maria Karlsdóttir, Gisli Rúnar Jónsson, Sigfús Már Pétursson og Ólafur örn Thoroddsen. Þeir Kjartan og Stefán eru „fengnir aö láni” frá hinum at- vinnuleikhúsunum. A blaöa- Atriöi úr Viö borgum ekki! Viö borgum ekki! F.v.: Sigfús Már Péturs- son, Hanna M. Karlsdóttir, Lilja Guörún Þorvaldsdóttir og Kjartan Ragnarsson. mannafundi i fyrradag sögöu al- þýöuleikarar aö gott samstarf heföi tekist meö leikhúsunum þremur, og yfirleitt heföi Alþýöu- leikhúsiö mætt vinsemd og skiln- ingi hjá þeim aöilum sem leitaö heföi veriö til, t.d. i sambandi við æfingaaöstööu. Frá nóvember- mánuöi hefur leikhúsiö haft Lindarbæá leigu og er húsaleigan um 600.000 krónur á mánuöi. Hús- iö er þó leigt öðrum aöilum 2—3 kvöld i viku, sem þýöir m.a. aö leikararnir veröa aö færa leik- myndir og annaö ahfurtask sem leikstarfsemi fylgir niöur i kjall- ara hverju sinni, og má nærri geta að þvi fylgir hnjask og erfiöi. Enda sagöi Stefán Baldursson á fundinum, aö leigan á Lindarbæ væri eingöngu bráöabirgöalausn. Frumsýningin veröur sem fyrr segir á sunnudagskvöld kl. 20.30 Onnur sýning veröur á mánu- dagskvöld og þriöja sýning á fimmtudagskvöld, báöarkl. 20.30. Miöasala er I Lindarbæ kl. 5—7 alla daga, og kl. 5 — 8.30 sýningardaga. Alþýðuleikarar hafa valiö úr- sinum hópi tvo framkvæmda- stjóra, Tinnu Gunnlaugsdóttur og Eddu Björgvinsdóttur, sem ann- ast daglegan rekstur leikhússins. Þær eru viö i Lindarbæ kl. 10 — 2 daglega, og svara þær i sima 2 19 71. ih Jón Baldvinsson sýnir í Norræna húsinu ! dag kl. 4 opnar Jón Baldvins- sonsýninguá 47 oliumálverkum i kjallara Norræna hússins. Mynd- irnar eru allar málaöar á undan- förnum þremur árum. Jón er Reykvikingur, 51 árs aö aldri, og er þetta sjöunda einka- sýning hans. Hann segist hafa byrjaö aö mála „svona i róleg- heitum” 1957, en fyrir alvöru 1971. Hann hefur tekiö þátt i tveimur samsýningum I Dan- mörku og haldiö þar eina einka- sýnin gu. Sýningin veröur opnuö kl. 4 i dag,sem fyrr segir, en framvegis verður hún opin daglega frá kl. 12 á hádegi til kl. 10 eh. Þetta er nýr opnunartimi i Norræna húsinu, og er ekki aö e fa aö þeir mörgu sem leggja leiö sina i kaffistofuna i há- deginu munu nota tækifæriö og skreppa á sýningu. Þá er þess einnig aö geta , aö aögangur á sýninguna er ókeypis, og sagöi Jón þaö vera gert af ein- skærri tillitssemi viö blankan al- menning, nýstaðinn upp frá jóla- boröinu. Sýningunni lýkur 21. janúar. ih 'lilll !■!*■■ ■■HIIIIBI ' I milliH—Hnll I iliTH Saga rokksins í Fingrarími Sunnudagspistill Arna Bergmanns fjallar um sannleika og lýgi í heimildarkvik- myndum í sjónvarpi \ Að bera geðklofa í sem kvef | Ný ítölsk löggjöf | miðar að því að leggja niður j öll geðsjúkrahús í landinu EINNIGI SUNNUDAGSBLAÐI: • Viötal við Hjörleif Guttormsson iðnaðarráðherra • Kvikmyndasýningar stór- veldanna í Reykjavík • Dauði The Times • Kvikmyndaskóli Þjóðviljans • Úr almanakinu • Verðlaunakrossgátan • Vísnamál, rósagarður og þinglyndi • Kompan á sunnudag Efni m.a.s Amerískar mvndir Sunnudagsblað Þjóðviljans birtir úr- drátt og myndir úr bók Danans Jacob Holdt um hina svörtu Ameriku. Einnig viðtal við höfundinn. BSaaBBBBB ■■■■■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.