Þjóðviljinn - 06.01.1979, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. janúar 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
r
i
13
Helgi Þorláksson skólastjóri og Sveinbjörn Finnsson yfirkennari lýsa hrakfallasögu þessa nýja húss og
lýstu ábyrgö á hendur arkitekts og bygginganefndar.
(Ljósm.: eik)
Vatnselgur um
ganga og stofur
Þegar við komum hér i morg-
un var eins og að koma inn á
stöðuvatn,á göngunum og i einni
kennslustofunni streymdi niður
vatn Ur lofti og með veggjum.
Þetta hús er ekki nema 4—5 ára
gamalt og við höfum staðið i þvl
seint og snemma að striða við
lekann. Ég held að það sé ekki
seinna vænna að kenna ts-
lendingum að byggja i landi
sinu eftir 1100 ára búsetu þar,
sagði Helgi Þorláksson skóla-
stjóri Vogaskóla þegar blaða-
menn komu þar að i gær. Húsið
var allt undirlagt vatnselgi eftir
asahlákuna i fyrrinótt,og kenndi
skólastjórinn um byggingarlagi
hússin^sem er með svokölluðu
innhverfu þaki, og ennfremur
staðsetningu útidyra og inn-
hverfum gluggum.
Miklar skemmdir urðu á gólf-
teppum og loftum og ennfremur
Á ábyrgð arkitekts
og bygginganefndar,
segir Helgi Þorláks-
son skólastjóri
var strigaklæðning viða laus.
Þetta er ekki i fyrsta skipti sem
Vogaskóli lekur. t nóv. s.l. fraus
niðurfall og komst þá vatn inn i
lofttúðu og streymdi inn i sam-
komusal skólans. Þá hafði
starfsfólkið vart við að bera föt-
ur undir bunurnar og losa þær
til að forða parketgólfi frá eyði-
leggingu. í fyrra byrjaði að leka
inn i bókasafnið að kvöldi til og
var það fyrir tilviljun að
mannaferð var þá i safninu og
varð hægt að bjarga bókum frá
stórskemmdum.
Helgi sagði að sig tæki sárast
Vogaskóli er með svokölluöu innhverfu þaki og hefur oft flætt inn I
skólann af þvf og valdið stórskemmdum. (Ljósm.: eik)
að f jöldi teikninga og korta sem
nemendur hafa lagt mikla vinnu
I nú i vetur heföu eyðilagst i
nótt.
Helgi átaldi meðferð á opin-
beru fé og taldi komna langa
reynslu af þvi að flöt þök og inn-
hverf dygðu ekki i islensku
veðurfari. Nefndi hann sem
dæmi Austurbæjarbarnaskól-
ann sem reistur var 1930 með
flötu þaki og var eytt miklu fé i
viðgerðir i tvo áratugi vegna
leka,en þá gefist upp og sett ris-
þak á skólann. Þá sagöist hann
hafa beðið sérstaklega um það
að ekki væru settir hverfiglugg-
ar i skólann en ekkert hefði ver-
ið hirt um þá ráðleggingu og
settir slikir gluggar i allan skól-
ann. Ennfremur hefði hann var-
að við einni átt, austanátt sem
er verst allra átta i Vogunum,
en útidyr skólans hefðu einmitt
verið settar á móti henni og
m.a.s. i krók til að veiða áttina
nógu rækilega. 1 nótt hefði ein-
mitt flætt undir útidyrnar og var
sú orsökin flóðsins á göngunum.
Þá sagði Helgi skólastjóri að
arkitektinn, Garðar Halldórs-
son, væri ekki einungis ábyrgur
fyrir þessari byggingu, heldur
ekki siður bygginganefnd
Reykjavikurborgar sem hefði
samþykkt hana.
Þjóðviljinn reyndi að hringja i
Garðar Halldórsson húsameist-
ara i gær til að spyrja hann álits
á þessu máli og ummælum
skólastjórans, en hann var þá
erlendis. —GFr
Sérstök vatnssuga var notuð til
að sjúga upp úr vatnsósa gólf-
teppum.
Austanáttin stendur beint upp á
útidyrnar, i fyrrinótt flæddi inn
um þær um alla ganga.
He m m» e aæss shkí e w n
ESt) ■ «23 R B SJ n B æog B B 3S
Norræn
grafík
1 dag verður opnuð i anddyri og
bókasafni Norræna hússins far-
andsýningin Norræn grafik, sem
Islenska grafikfélagið setur upp.
Þrátt fyrir nafnið eru myndirn-
ar allar frá Danmörku, og hafa
þær allar verið verðlaunaðar i
verðlaunasemkeppni sem stofn-
unin Kunst i skolen gengst fyrir
þar i landi.
A sýningunni eruum 50 myndir.
Ferdaþjónusta
fyrir fólk
í hjólastólum
Merk nýjung i þjónustu við fatl-
aða hefst nú eftir heigina, ferða-
þjónusta fyrir fólk i hjólastólum á
vegum Sjálfsbjargar og Reykja-
vikurborgar sameiginlega. Hefur
Reykjavikurborg ákveðið að
kaupa til þessara nota tvær sér-
hannaðar bifreiðir, en þangað til
þær koma næsta sumar verður
notuð bifreið sem Kiwanisklúbb-
arnir i Reykjavik og nágrenni
gáfu Sjálfsbjörg, landssambandi
fatlaðra.
Bifreiðin veröur starfrækt alla
vrika daga kl. 8 til kl. 17 (mánu-
dagatil fóstudaga) ogreynt verö-
ur eftir fóngum að sinna beiðnum
um ferðir milli kl. 17 og kl. 24 á
fimmtudags, föstudags og laug-
ardagskvöldum og um helgar.
Greiðsla verður sú sama og far-
gjald með S. V. R.
Beiðnir um akstur verða að
berast til skrifstofu Sjálfsbjargar
landssambands fatlaðra simi
29133, fyrir kl. 16, daginn áður en,
viðkomandi þarf á akstri að
halda.
Akstur með fólk til læknis, I æf-
ingaiiieðferö og úr og i vinnu
gengur fyrir akstri með fólk i
einkaerindum. Akstur veröur ein-
göngu umstór—Reykjavikur-
svæðið, nema i undantekningar-
tilfellum.
Volvóinn kom
á nr. 48669
A aðfangadag var dregið i
Happdrætti Krabbameinsfélags-
ins um fjóra vinninga. Volvo bif-
reiðin, árgerð 1979, kom á miöa
nr. 48669 en Grundig litsjónvarps-
tækiánr. 25154, 50684 og 65979. Að
þessu sinni féllu allir vinningarn-
ir á heimsenda miða.
Almar Grímsson deildarstjóri:
Óverðskulduð upphefð
í tilefni greinar Marteins M. Skaftfells i Þjóðviljanum 5. janúar 1979
Eftirlit meö innflutningi og
dreifingu lyf ja er i höndum Lyf ja-
eftirlits rlkisins og i vissum til-
fellum fjalla landlæknir og lyfja-
nefnd, sem starfar samkvæmt
lyf jalögum og skipuð er sérfræð-
ingum i iyfjafræði og læknisfræöi,
urn einstök málefni. Þar á meðal
er i verkahring landlæknis og
lyfjanefndar aö fjalla um þær
vörutegundir, sem vafi leikur á
að teljist vera lyf eða almenn
neysluvara.
Ég vil með þessu segja, að
Marteinn M. Skaftfells upphefur
mig mjög óverðskuldað. Ég hef
að sjálfsögðu hvorki löggjafar- né
ráðherravald, en gegni embætti
minu samkvæmt lögum um
Stjórnarráð Islands og lyfja- og
lyfsölulögum, og sinni öllum eft-
irlitsskyldum, sem eru lagðar á
embættið samkvæmt þvi.
Marteinn heldur því sem sagt
itrekað fram að hér sé um per-
sónulegar aögerðir af minnihálfu
að ræða. Sem dæmimá nefna aö á
einum stað i grein sinni segir
hann: „Þásegir Almar að mann-
eldisráð ákveði dagsskammt-
inn”,—
Marteinn M. Skaftfells ritar
langloku i Þjóðviljann föstudag 5.
janúar 1979 og er þar tiðrætt um
ummæli, sem höföu erueftir mér
i simaviðtali við Alfheiði Inga-
dóttur blaðamann, er birtist i
blaðinu 30. desember.
Þessi sami Marteinn hefur oft
áður sent mér tóninn á opinberum
vettvangi vegna þeirra afskipta
semhann telur mig einanhafa af
ákvörðunum um eftirlit með inn-
flutningi og sölu vitamina og
steinefna og ýmisssa annarra
vörutegunda, sem standa á mörk-
um þessað teljast vera lyf og þar
sem styrkleiki og/eða tilgangur
með sölu vörunnar sker úr um,
hvortum lyf eða almenna neyslu-
vöru er aö rasöa.
Ég tel málflutning Marteins og
aðdróttanir i minn garð vart
svaraverðar frmur en áður, en tel
hins vegar nauðsynlegt að gera i
fáum orðum grein fyrir þvi,
hvernig ákvarðanir eru teknar
með setningu laga eða reglugerða
og með hverjum hætti eftirlit með
framkvæmd slikra ákvarðana
eru.
Lög eru sett af Alþingi og staö-
fest af Forseta Islands. Einstök
ráðuneyti setja reglugerðir með
stoð i' tilteknum greinum laga og
eru þær oftast undirritaðar af við-
komandi ráðherra, annars af
ráðuneytisstjóra fyrir hönd hans.
Þessifullyröing sýnir aðeins mis-
heppnaða tækni Marteins i útúr-
framhald á bls. 14