Þjóðviljinn - 20.01.1979, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 20.01.1979, Qupperneq 5
Laugardagur 20. janúar 1979. — ÞJ6ÐVILJINN — StÐA 5 Tónverk eftir Gunnar Reyni frumflutt 1 útvarpi „Alfarlma”, tónverk fyrir söngrödd og kammer-jasskvint- ett eftir Gunnar Reyni Sveinsson tónskáld veröur frumflutt i hljóö- varpi kl. 21.55 á mánudagskvöld- iö. Verkið var samiö fyrir minn- ingardagskrá um skáldkonuna Astu Siguröardóttur, sem Rauö- sokkahreyfingin hélt tvisvar I nóvember 1977. Rauösokkar báöu Gunnar Reyni aö semja tónlist fyrir þessa dagskrá og úr þvi varö „Alfarima” til, en þaö er laga- flokkur fyrir altrödd og kammer- jasskvintett viö óbirt ljóö Ástu Siguröardóttur. Ljóöin heita Sængin, Andvakan, Alfarima og In memoriam. Flytjendur eru Asta Thorstensen altrödd.Viöar Alfreösson horn, Gunnar Ormslev tenórsax, Arni Scheving bassi, Alfreö Alfreösson trommur og höfundurinn Gunnar Reynir, sem leikur á vibrafón. Vilja fá rækjuleit á Eyja- miðum Otvegsbændur i Vestmanna- eyjum skoruöu á fundi sinum sl. laugardag á stjórnvöld að láta hefja á næsta sumri rannsóknir á hafsvæðinu kringum Vestm.eyj- ar, i þvi augnamiöi, aö leita aö nýtanlegum fiskimiðum á rækju og skelfiski. Þetta verkefni taldi fundurinn mjög aðkallandi þar sem hin hefðbundna útgerö i Vestm.eyjum á nú i miklum erf- iöleikum sökum aflasamdráttar og þvi nauösynlegt aö leita nýrra úrræöa, ef þau gætu orðið til ein- hverra bóta. A blaðamannafundi viö útgáfu bókarinnar: F.v. Einar Laxness, forseti Sögufélagsins, Björn Þorsteins- son, fyrrv. forseti Sögufélagsins og aöalhvatamaöur aö útgáfu ritsins, og ólafur Halldórsson handrita- fræðingur, höfundur bókarinnar (Ljósm.: Leifur). ímið- Stórmerkilegt vísindarit komið ut: Grænland aldaritum eftir Ólaf Halidórsson handritafræðing Nýkomin er út hjá Sögu- félaginu vegleg bók sem nefnist Grænland i miöaldaritum, sem ólafur Halldórsson handrita- fræöingur hefur séö um útgáfu á. óhætt er aö segja aö hér sé um stórmerkilegt grundvallar. rit I miðaldafræðum aö ræöa en undirbúningur aö útgáfunni hófst fyrir u.þ.b. áratug. Helsti hvatamaöur þess aö ólafur tók aö vinna aö verkinu var dr. Björn Þorsteinsson prófessor sem þá var forseti Sögufélags- ins. Er þvi langþráöu marki náö er ritið sér nú dagsins Ijós. 1 stuttu máli má segja, aö þaö sem ritiö hafi aö geyma sé Grænlandsannáll (annálar), sem eignaður hefur veriö Birni á Skarösá, og er hér i fyrsta sinn gefinn út i heild eftir öllum varöveittum handritum. Auk þess eru i ritinu kaflar úr Islendingabók, Landnámu, Flateyjarbók, Hákonar sögu, annálum og fornbréfum, einnig Grænlendinga saga, Grænlendinga þáttur og Grænlandskafli úr Konungs- skuggsjá, — allt boriö saman viö handrit, en prentað meö nú- timastafsetningu. Ritinu fylgir ýtarleg og vönduö visindaleg greinargerö útgefanda um gerð og uppruna allra helstu heimilda aö sögu Grænlendinga hinna fornu. Þessu mikla efni hafa ekki veriö gerö skil meö slikum hætti áður, þar sem miö- aö er viö fyllstu nútimakröfur i handritaútgáfu. Grænland I miðaldaritum er stór bók, 453 bls, aö stærö, prýdd fjölmörgum myndum og kort- um, prentuð i tsafoldarprent- smiöju. Sögufélag og höfundur hafa hlotiö styrk til útgáfu bókarinn- ar úr Visindasjóöi, Gjöf Jóns Sigurðssonar og Þjóðhátlöar- sjóði. Til frekari skýringar fylgir hér meö umsögn dr. Jakobs Benediktssonar um ritiö: ,,í bók ólafs Halldórssonar, Grænland i miðaldaritum, er saman komiö það helsta, sem um Grænland er að finna i islenskum og norskum heimild- um alltfram á öndveröa 17. öld. Nýstárlegast er þar ný og full- komin undirstööuútgáfa á svo nefndum Grænlands annálum, en þaö rit hefur ekki áöur veriö gefiö út i heilu lagi. Ritiö hefur hingað til veriö eignaö Birni á Skarðsá, en Ólafursýnir fram á, aö upphaflegur höfundur muni vera Jón læröi Guömundsson, enda þótt Björn á Skarösá hafi gert á ritinu nokkrar minniháttar breytingar. Veru- legur hluti ritsins er runninn frá Hauksbók, m.a. Eiriks saga rauða, en sitthvaö annaö er þar, sem tekiö er eftir glötuðum heimildum, svo og munnlegum sögnum. Otgáfan er hin fræöimannleg- asta, öll handrit könnuð og þeim lýst og oröamunur þeirra til- færöur. Eins er gerö ýtarleg grein fyrir heimildum ritsins og rakið hvaö komiö sé úr rituðu máli og hvaö ekki. Auk Grænlands annála eru I bókinni prentuö i heilu lagi Grænlendinga saga. Grænlend- inga þáttur og Grænlandslýsing Ivars Bárbarsonar, ?nn fremur kaflar, sem snerta Grænland úr ýmsum fornum bókum, ásamt nokkrum fornbréfum og annáls- greinum. Þessar heimildir hafa áöur verið prentaðar, en næsta þarflegt er aö hafa þær allar á einum staö. En fleirakemur viö sögu, sem gerir þessa bók forvitnilega. óiatuf Halldórwton GRÆNLAND í MIÐALDARITUM Röskur fjórðungur hennar er ýtarleg rannsókn á Grænlend- inga sögu og Eiriks sögu rauöa, aldri þeirra og samsetningu, en þar kemst höfundur aö mörgum nýstárlegum niöurstööum. Markverðust er sú, að Eirfks saga rauöa hafi verið samin jafnsnemma Grænlendinga sögu, i upphafi 13. aldar, ogsög- urnar séu hvor annarri óháðar, enda samdar hvor i sinum landshluta. Báöar sögurnar tel- ur Ólafur hafi stuöst viö munn- legar heimildir áö verulegu leyti, og meö samanburði á textunum er dreginn fram sá kjarni, sem ætla má, aö munn- mælunum hafi veriö sameigin- legur. Þessi niburstaöa koll- varpar þeim kenningum, sem hingað til hafa veriö uppi um samband Eiriks sögu viö Eyr- byggju og Landnámu, en samkvæmt kenningu Ólafs hafa bæði þessi rit þegiö efni frá Eiriks sögu. Margt annaö nýtt kemur fram írannsókn Ólafs, svo sem tima- setning Vinlandsferöanna, sem hann telur, aö ekki hafi oröið fyrr en upp úr 1020. En allar niöurstöður hans eru studdar gildum rökum, sem erfitt mun reynast aö visa á bug.” Þeir, sem hyggjast hætta að reykja 23. janúar: Fá ókeypis leiðbeiningabæklmg „Þannig getur þú hætt aö reykja” heitir leiöbeiningabæk - lingur, sem Samstarfsnefnd um reykingavarnir hefur gefiö út i tilefni af reyklausa deginum 23. janúar næstkomandi. Bæklingi þessum hefur veriö dreift um allt land i 20 þúsund eintökum og væntir nefndin þess, aö þeir, sem hyggjast nota reyklausa daginn til þess að hætta að reykja geti haft nokkurn stuöning af efni bæklingins. Bæklingurinn er byggöur á leið- beiningum, sem gefnar hafa veriö út I ýmsum nágrannalandanna, auk þess sem byggt er á reynslu, sem fengist hefur hér á landi á námskeiöum, sem haldin hafa veriö fyrir fólk, sem viljað hefur hætta aö reykja. Er þar fjallaö i stuttu máli um þær leiðir, sem reynst hafa árangursrikastar i þessum efnum, hvaö menn þurfi að foröast, hvaö þeir þurfi aö leggja áherslu á, hvaö gerist þeg- ar maður hættir aö reykja og hvernig bregöast skuli viö ef menn hrasi. Samkvæmt reynslu fólks, sem hefur stundað reykingar, en tek- ist aö hætta, er sitt af hverju, sem þarf aö hafa I huga, þegar á- kvöröun er tekin um aö hætta aö reykja. Þau atriöi eru rakin i stuttu máli i þessum bæklingi. Umboösmenn Samstarfs- nefndar um reykingavarnir viös vegar um land hafa milligöngu um dreifingu leiöbeiningabæk - lingsins.en meöal dreifingarstaöa eru allar verslanir, sem selja mjólk. Þess má geta i þvi sam- bandi að á mjólkurfernum, sem koma á markað næstu daga, veröa birtar ýmsar upplýsingar um skaösemi reykinga og þaö, hvaö menn vinna á þvi aö hætta. Starfs- manna- félag FÍ harmar óein- inguna Flugdeilan svokallaöa var eöli- lega efst á baugi á aöalfundi Starfsmannafélags F.í. I fyrra- kvöld og var þar samþykkt svo- hljóöandi ályktun: „Aöalfundur Starfsmanna- félags Flugfélags Islands hf. haldinn 17. janúar 1979 harmar mjög þá óeiningu, sem viröist vera innan æöstu stjórnar Flug- leiöa hf. og litið hefur dagsins ljós á slðustu vikum og mánuðum. Einnig lýsir fundurinn and- styggö sinni á þeim ódrengilegu og ómaklegu ásökunum, sem beint hefur verið aö aöalforstjóra Flugleiöa hf., af fámennum öfga- hópum, sem dyljast undir nafni Starfsmannafélags Loftleiöa hf. Þrátt fyrir nokkuð skiptar skoðanir um ágæti sameiningar Flugfélags Islands hf. og Loft- leiöa hf. á sinum tima, hafa félagsmenn Starfsmannafélags Flugfélags íslands hf. unnið af einurð og einlægni að þvi marki að sameiningin yrði hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónarmiöi til hags- bóta fyrir hluthafa og allt starfs- fólk. Fundurinn væntir þess aö stjðrn félagsins geri mögulegt, aö áfram sé starfað i sama anda. Það er skoöun fundarins aö sú óeining sem hér hefur veriö rætt um aö framan, stafi að nokkru af þvi, hvernig eignaraðild aö félag- inu er háttaö, þ.e. aö þrátt fyrir það, að telja megi hluthafa félagsins i nokkrum hundruöum, ráöi nokkrir stórir hluthafar félaginu aö fullu og öllu. ' Fundurinn skorar þvi á stjórn fyrirtækisins aö tryggja það aö Flugleiðir h.f. ræki þaö hlutverk sitt, aö halda á lofti með reisn samgöngu- og ferðamálum Islendinga svo sem það hefur buröi til, jafnframt að tryggja starfsfólki örugga atvinnu og næstu kynslóðum atvinnutæki- færi.” Sagnfræðiiélag Islands: Fundaröð r um Islands- sögu 20. aldar Sagnfræöingafélag Islands hef- ur ákveöið aö standa á næstunni fyrir fundaröð um ýmis vibfangs- efni islenskrar félagssögu á 20. öld. Efnt er til funda þessara I framhaldi af umræöufundi um fé- lagssögu, sem haldinn var I félag- inu á s.l. voru. Alls eru fyrirhug- aðir fjórir fundir. Veröur hinn fyrsti haldinn mánudaginn 22. janúar, en hinir siðan með viku millibili mánudagana 29. janúar, 5. febrúar og 12. febrúar. Um- ræðuefni á fundunum verða sem hér segir: Mánudagur 22. janúar: Kvennasaga. Framsögumenn: Anna Sigurðardóttir forstööu- maöur Kvennasögusafnsins og Inga Huld Hákonardóttir B.A. Mánudagur 29. janúar: Trú- arleg og siðræn viöhorf. Fram- sögumaður Jónas Gislason dós- ent. Mánudagur 5. febrúar: Fé- lagshreyfingar. Framsögumaöur Ólafur R. Einarsson mennta- skólakennari. Mánudagur 12. febrúar: Byggöaþróun. Fram- sögumaður Guörún Olafsdóttir lektor. Ab framsöguræöum loknum er gert ráö fyrir almennum umræö- framhald á bls. 18

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.