Þjóðviljinn - 20.01.1979, Síða 9

Þjóðviljinn - 20.01.1979, Síða 9
Laugardagur 20. janúar 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 TILLÖGUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS í EFNAHAGSMÁLUM ÝTARLEGAR TILLÖGUR i gær lagði Ragnar Arnalds fram í ráðherranefndinni ýtarlegar tillögur frá Alþýðubandalaginu um nýja atvinnustefnu oq samræmda hagstjórn. Hér er um að ræða mjög ýtarlega tillögugerð þar sem sett eru fram milli 70 og 80 stefnuatriði. Þessi flokkslega samþykkt Alþýðubandalagsins um stefnumótun í efnahagsmál- um verður rækilega kynnt í Þ jóðvil janum síðar, en hér á siðunni er stiklað á megin- atriðum hennar í mjög grófum dráttum. SAMRÆMD HAGSTJÓRN MARKMIÐ EFNAHAGSSTEFNUNNAR: að tryggja fulla atvinnu að draga úr verðbólgu að vernda og auka kaupmátt launa F járf estingarst j óm Deild í Framkvæmdastofnun geri fjár- festingaráætlun og hafi eftirlit með fram- kvæmd hennar. Reynt verði að tryggja að lán- veitingartil framkvæmda séu í samræmi við f járfestingaráætlun. Hagræðing í atvsnnurekstri Fyrstu verkefni verði að ná 10 til 15% f ram- leiðniaukningu í f iskiðnaði og í almennum iðn- aði. Tryggt verði f jármagn sem nemi 3 mil- jörðum króna til þessa verks. Framleiðni frystihúsanna verði aukin í það sem nú gerist hjá 20 bestu frystihúsunum. I almennum iðnaði verði framleiðsla álit- legustu greinanna stóraukin, unnið að skipu- lagsbreytingum, auknu samstarfi fyrirtækja og almennri hagræðingu. Sparnaður í hagkerfinu Rækileg endurskoðun fari fram á rekstri ríkisins og ríkisstof nana með sparnað í huga. Unnið verði að einf aldari rekstri en árangurs- ríkari í þjónustu við almenning. Tillögum um sparnað verði skilað jafnóðum þó að heildar- tillögur komi síðar Einf öldun og sparnaður eigi sér einnig stað í rekstri annarra en opinberra stofnana. Þann- ig verði bönkum fækkað, vátryggingarfélög- um fækkað, olíufélögum fækkað og vöru- flutningar skipafélaga gerðir ódýrari. Innílutníngsverslun Dregiðverði úr gífurlegum kostnaði við inn- flutningsverslun. Innflutningsverð á vörum lækkað til samræmis við það sem gerist í ná- lægum löndum. Útboð verði gerð á stórum vöruinnkaupum. Ný stefna i verðlagsmálum Verðlagseftirlit verði fært yfir til neytenda- samtaka og annarra f jölmennra samtaka al- mennings. Stórlega verði auknar upplýsingar um verðlag og verðmerkingar m.a. með fræðsiu í útvarpi og sjónvarpi. Þá verði veitt- ar skilmerkilegar upplýsingar um rétt inn- f lutningsverð á vörum. Hámarksverð verði ákveðið i samræmi við lægsta fáanlegt innflutningsverð. Kjami tillagnanna er: að auka framleiðni þýðingamestu framleiðslugreina þjóðarinnar, fisk- iðnaðar og almenns iðnaðar, um 10 til 15%. Slík aukning næmi 20 til 30 miljörð- um króna á ári. að spara i yfirbyggingarkostnaði hagkerfisins og rekstri ríkis- og ríkis- stofnana m.a, með: — fækkun banka — fækkun vátryggingarfélaga — fækkun olíufélaga — hagkvæmari innflutningsverslun — ódýrari vöruf lutningum að og frá — viðtækari hagræðingu í opinber- um rekstri. Með samræmdum ráðstöfunum á þessu sviði mætti spara aðra 20 til 30 miljarða króna á ári. að hagnýta betur en nú er gert ýmsa framleiðslumöguleika m.a. með auk- inni fullvinnslu á framleiðsluvörum og með því að færa inn i landið ýmis framleiðslu- og þjónustustörf, sem nú eru unnin af útlendingum fyrir lands- menn. að stjórna betur f jármunum þjóðar- innar, ekki síst á sviði f járfestinga. Samræmd stefna í peningamálum Rækileg endurskoðun fari fram á öllu bankakerf inu, þar með talið Seðlabankanum. Reynt verði að tryggja að stefna í lána- og peningamálum verði í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar t efnahagsmálum. Rekstrarlán atvinnuveganna og lán til íbúðabygginga verði gerð hagkvæmari en verið hefur. Vextir lækki í samræmi við minnkun verð- bólgu. Verðgildi sparif jár verði verndað án óeðli- legrar íþyngingar fyrir heilbrigðan atvinnu- rekstur. Einföldun skattakerfisins Unnið verði að einföldun á óbeinum skött- um, þannig að yfirleitt sé aðeins einn tollur eða skattur lagður á sömu vörutegund. Á sama hátt verði beinir skattar gerðir einfald- ari með fækkun frádráttarliða og breyttum skattstigum. Skattþunganum verði dreift á annan veg en nú er. Lækkun húsnæðiskostnaðar Gert verði stórátak til lækkunar á húsnæðis- kostnaði m.a. með auknum íbúðabyggingum á félagslegum grundvelli og með hagkvæmari lánskjörum. Lög verði sett um sölu og leigu íbúðarhús- næðis. Eignakönnun Fram fari heildarkönnun á eignamyndun í landinu með sérstöku tilliti til verðbólgugróða undanfarandi ára. Orkuspamaður Gerð verði áætlun um víðtækan orkusparnað m.a. i atvinnurekstri, húshitun og heimilis- notkun, einkum hvað varðar innflutta orku- gjafa. Samstarf við samtök launafólks Rik áhersla skal lögð á að samtök launa- fólks eigi f ullan rétt á beinni þátttöku í mótun efnahagsstefnunnar og til að hafa áhrif á framkvæmd hennar. Þannig eigi fulltrúar ASI og sjómannasam- takanna aðild að þeim nefndum sem vinna að hagræðingar- og framkvæmdamálum á sviði sjávarútvegs og fiskiðnaðar, fulltrúar iðn- verkafólks og iðnaðarmanna að framkvæmd- um á sviði iðnaðar, fulltrúar opinberra starfs- manna að rannsókn á ríkiskerfinu, og f ulltrú- ar launaf ólks að endurskoðun skatta- og tolla- kerf isins og öllum aðgerðum á sviði húsnæðis- mála. NOKKUR AÐALATRIÐI TILLAGNANNA

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.