Þjóðviljinn - 21.01.1979, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. janúar 1979.
af erlendum veiivangi
Herská múhameðstrú
inn í stjórnmál
íranskeisari er I augum heittrúaöra einn þeirra veraldlegu og
þjóöernissinnuöu höföingja sem hafa gerst smitberar vestrænnar upp-
dráttarsýki I múhameöskum heimi.
Kann þaö góöri iukku aö stýra þegar prestarnir taka sér kyndil frelsis
ins i hönd?
ryðst
I heimi þeim sem viö erum vön
aö kenna viö Múhameö spámann
er herská trúarhreyfing I sókn.
Þessi hreyfing hefur hrakiö
íranskeisara á flótta. Hún átti
sinn hlut aö þvi aö Bhutto forseti
Pakistans hraktist úr forsetastóli
og allar götur inn i klefa dauöa-
dæmdra. Hún stefnir f hættu
stjórn Ecevits i Tyrklandi, og
Sadat Egyptaforseta veröur ekki
svefnsamt um nætur fyrir henni.
Og þegar menn tala um her-
skáa múhameöstrú, herskáan
Islam, þá er rétt aö hafa I huga,
aö Islam er ööruvisi trúarbrögö
en viö eigum aö venjast. Islam
gerir tilkall til aö segja ekki aö-
eins fyrir um bænagerö og
eiliföarvonir — Islam er fyrir-
mæli um „rétt” llferni nú og hér i
rikari mæli en kristindómur
treystir sér aö vera nú um stund-
ir. Og þar meö eru margar leiöir
opnar frá heitttrúuöum háklerk-
um múhameöskunnar inn I
stjórnmálin.
Þjóðernishyggja og
Vesturlönd
Khomeini, útlægur erkifjand-
maöur Iranskeisara segir:
„Vandamál írans er aöeins unnt
aö leysa meö íslömsku lýöveldi”.
Annar höföingi Islams segir:
„Vandamál Pakistans veröa aö-
eins leyst ef viö' samþykkjum aö
guö hefur séö okkur fyrir öllum
leikreglunum”.
Þessi pólitiska trúarhreyfing
eöa trúarlega pólitiska hreyfing
er aö mörgu leyti ólík nútima
þjóöernishyggju í Arabalöndum
og öörum löndum múhameös-
trúarmanna. Hinir heitttrúöu for-
ingjar hafna einmitt arfi hinna
veraldlegu foringja þjóöernis-
stefnu og sjálfstæöishreyfinga
eins og Kemal Ataturk hinum
tyrkneska, Nasser hinum
egypska. Jinnah hinum pakist-
anska og Sukarno i Indonesiu.
Þótt t þeir veröi aö gjalda minn-
ingu sumra þessara manna
nokkra viröingu, þá er arfleifö
þeirra þeim ’ mjög hvimleiö.
Hreyfing þeirra hefur fengiö
byr undir vængi fyrst og
fremst af tveim ástæöum. önnur
er sú sannfæring, aö Vesturlönd,
sem eitt seinn voru svo máttug og
ósigrandi, séu nú i meiriháttar
kreppu. Hin er sú aö „veraldleg”
þjóöernishyggja hafi brugöist I
hinum múhameösku rikjum sjálf-
um.
Illt er það allt
og bölvað
Al-Banna, stofnandi
Múhameöska bræöralagsins I
Egyptalandi, og Mawdudi, stofn-
andi Jamaat-i-Islami i Pakistan
er á einu máli um a'ö kapitalismi,
iasismi og kommúnismi séu allt
afuröir hnignunar vestrænnar
menningar. Þeir segja aö nú-
timamenning sé skelfileg af-
skræming þeirrar kristnu
menningar sem einu sinni var
sterk og heilbrigö, og hafi þessi
hningnun stefnt I glötun Vestur-
löndum, Rússlandi og Kina og sé
nú — meö vestrænum áhrifum —
og grafa undan múhameösku og
hindúatrú. Og hinir veraldlegu
þjóöernissinnar, sem vildu út-
rýma vanþróun múhameöskra
landa meö tæknivæöingu, vest-
rænu skólahaldi og ööru þess-
háttar — þeir eru einnig taldir
smitberar hins vestræna svarta-
dauöa og þvi er verki þeirra hafn-
aö.
Kemal AtatUrk, sem kallaöi
múhameöskuna „reglugerö siö-
lauss Arabahöföingja” er sauöa
svartastur i þessari fylkingu.
Reza, faöir íranskeisara er ann-
ar. Og sá keisari sem nú hrökkl-
ast úr landi eftir aö hafa séö stór-
veldisdrauma sina hrynja, hann
er ákæröur fyrir aö hafa stefnt
irönsku samféagi i þann voöa aö
þaö týni sjálfu sér og heföbundn-
um gildum.
Trúin og réttlætið
Sem fyrr segir er kjarni hinnar
pólitisku trúarhreyfingar sá, aö
trúin sé alltumlykjandi kerfi, sem
nýtir arf Kóransins og spámanns-
ins til aö gefa fyrirmæli um
einkalif jafnt sem lif i samfélagi.
Þessu tengjast sérstæöar hug-
myndir um múhameöskt (islam-
Iskt) hagkerfi, þar sem byggt er á
einkaeignarrétti, en samt komiö I
veg fyrir stðttaátök og ýmsum
kapitaliskum stofnunum er hafn-
aö (t.d. bönkum sem hafa veriö
brenndir I stórum stil i íran aö
undanförnu). Er þetta hagkerfi
taliö bæöi æskilegt og mögulegt.
Khomeini hinn iranski og aörir
heittrúarhöföingjar honum skyld-
ir, hafa nú mikinn byr einmitt
vegna þess hve útbreitt þaö viö-
horf er i mörgum löndum
Múhameös, aö kapítalismi,
sósialismi og þjóöernishyggja
hafi gengiö sér til húöar, ekki
skilaö þeim árangri sem vonast
var til. Reglur trúarinnar um
mannlega breytni, sem sýnast
svo einfaldar (og eru þar aö auki
gamalkunnar úr uppeldi flestra)
hafa nú um stundir aukiö aö-
dráttarafl, ekki sist meðal
snauöra og afskiptra. Ef aö litiö
er til trans fyrst og fremst, þá
eiga foringjar hinna heitttrúöu
Sjita (en svo nefnist sú grein
Islams sem flestir Persar aöhyll-
ast) svipaöan áheyrendahóp og
róttækir menn og byltingar-
sinnaöir hafa aö ööru jöfnu höföaö
til. Frá sjónarmiöi sósialista
mætti þvi segja, aö hreyfing
Khomeinis sé meöal annars viö-
leitni afla, sem um margt eru
mjög Ihaldssöm, til aö leiöa hug
almennings frá sósialiskum
lausnum.
Hvaö sem þvi liöur: I tran eru
Khomeini' og klerkar hans svo
sterkir, aö þeim tekst aö hrifa
meö sér bæði frjálslynda og
vinstrimenn — aö minnsta kosti
meðan verið er aö rifa niöur veldi
keisarans. Þaö hjálpar og til viö
myndun slikrar samfylkingar, aö
leiötogar Sjita, eins og Khomeini
halda þvi mjög á lofti aö efna-
hagslegt réttlæti sé einn af horn-
steinum þess bræðralags manna
sem trúin boöar, auk þess sem
herferö hans gegn spillingu og
mútuþægni er vinsæl I mörgum
herbúöum.
Hitt er svo annaö mál aö þaö er
ekki heiglum hent að spá af skyn-
semi um þá stefnu sem mál
kunna aö taka ef aö sókn heittrú-
aöra til pólitískra valda heldur
áfram. Margir þeirra sem I tran
vilja fegnir losna viö keisarann
eru áhyggjufullir: „Þaö er mikil
hermdargjöf þessu landi ef að þaö
eru múllarnir (prestarnir) sem
halda á kyndli frelsisins” segir
þekktur íranskur menntamaöur.
Þaö er ekki nema von: fái
Khomeini að ráöa veröa mörg
spor stigin aftur á bak til fyrri
Khomeini er „ajatollah” einn
þeirra helgu manna sem eru tákn
um vilja Allah. „Manneskjan
mun snúa aftur til trúarinnar og
Islam er sú trú sem tryggir þær
framfarir”, segir hann.
tiða. Mörgum leikum skólum og
háskóladeildum veröur lokaö.
Sókn kvenna til jafnréttis veröur
snúiö við. Skattheimta rikisins
vikur fyrir skattheimtu kirkjunn-
ar. Ekki fara aöeins vestrænar
kvikmyndir og sjónvarpsmyndir
á bannlista, heldur og meirihluti
bóka þeirra sem núlifandi Iransk-
ir rithöfundar hafa samiö. Má
vera aö meö fylgi hinar villi-
mannlegu refsingar Kóransins,
sem þegar hafa veriö teknar upp i
Pakistan (þjófar eru handhöggn-
ir, misgerðarmenn húöstrýktir
svó að ekki lifa allir af osfrv.)
Margt getur gerst. Hásæti
transkeisara er hrunið. Sú saga
hefur oröiö til þess, aö grannar
hans, oliufurstarnir á Arabiu-
skaga, sofa illa um nætur. Einn af
ráðherrum furstadæmanna sagöi
á dögunum viö útsendara franska
vikuritsins Le Nouvel Observate-
ur: Viö getum ekkert aö hafst.
Nema beðiö átekta. Og beöið til
Allah...
Gjöf Jóns Sigurðssonar Verölaunanefnd sjóösins Gjafar Jóns Sigurössonar hefur til ráöstöfunar á árinu 1979 5 milj. króna. Samkvæmt regl- um sjóösins skal verja fénu til „verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit, og annars kostar til aö styrkja útgáfur merkilegra heimildarita.” Þá má og „verja fé til viöur- kenningará viöfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa visindarit i smiðum”. 011 skulu þessi rit „lúta aö sögu ts- lands, bókmenntum þess, lögum, stjórn og framförum.” Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurössonar auglýsir hér meö eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóönum. Skulu umsóknir stilaöar til verölaunanefndar, sem sendar for- sætisráðuneytinu, Stjórnarráöshúsi, fyrir 10. mars. Umsóknum skulu fylgja rit, ritgeröir eöa greinargeröir um rit I smiöum. Reykjavik, I janúarmánuöi 1979. Verölaunanefnd Gjafar Jóns Sigurössonar Gils Guömundsson Magnús Már Lárusson. Þór Vilhjálmsson.
Auglýsing í Þjóðviljanum ber ávöxt
Arni Bergmann tók saman
Hef opnað
endurskoðendaskrifstofu að Háaleitis-
braut 28 (Austurveri) simi 83111.
Simaviðtalstimi 9-12 alla virka daga og 10-
16 á laugardögum.
BÓKHALD — ENDURSKOÐUN — SKATTA-
FRAMTÖL
Tryggvi E. Geirsson
löggiltur endurskoðandi
(heimasimi 7 62 43 )
Málmiðnaðarmenn
Suðurnesjum
Fyrirhugað er að halda endurhæfingar-
námskeið fyrir vélvirkja og bifvélavirkja
ef næg þátttaka fæst.
Tilkynnið þátttöku fyrir 10. febrúar til
skrifstofu félagsins mánudaga og fimmtu-
daga kl. 17.00 — 19.00 eða Mælingastofu
l.S. virka daga kl. 9 —12, sima 2976.
Iðnsveinafélag Suðurnesja
Tjarnargötu 7, Keflavik.